Sunnudagsblaðið - 04.03.1956, Blaðsíða 3

Sunnudagsblaðið - 04.03.1956, Blaðsíða 3
SUNNUDAGSBLAÐIÐ 51 lausri baráttu fyrir réttlátari skiptingu arðsins. Hjá fjöldanum, sem fann sig órétti beittann, var því ákjósanlegur efniviður í hættulegt vopn fyrir þann mann, sem kunni með það að fara. I stjórnmálunum var einnig feyskja. Hinn atkvæðalitli forseti, Ortiz, fékk varaforsetanum, Ramon Castillo, stjórnartaumana i hendur, en hann var settur frá völdum er herinn gerði upp- reisn 1943. En bak við þann at- burð stóð enginn annar en Juan Peron ofursti. I byrjurt leit þetta allt mjög sakleysislega út, en hin þýðingar- mikla staða, sem embætti verka- lýðsmálaráðherra var, var einmitt það sem Peron stefndi að og hon- um heppnaðist að komast í þá stöðu, Farrell forseti var atkvæða- lítill maður, og Peron lék laus- um hala. Hann byrjaði strax að afla sér áhrifa og vinsælda, er gætu orðið til þess að lyfta hon- um til æðstu valda. Hann kom því fram, að verkamcnn fengu trygg- ingar, sjúkrapeninga og orlof með fullum launum. Hann hleyti af stokkunum glæsilegri áætlun um þ.yggingarframkvæmdir, svo að ulþýðan fengi ódýrara húsnæði. Hann kvaddi vinnuveitendur og verkamenn saman til samninga- iunda, og var sjálfur sáttasemjar- inn, og árangurinn var mikil launahækkun. Hann flartg frá einni borginni til annarar og hjálpaði verkamönnum til þess að sfyrkja samtök sín, og tilkynnti sjálfur opinberlega með miklu shrumi hvern einasta sigur er Verkalýðurinn hlaut í kjarabar- attu sinni, og myndavélarnar S'nullu og blossuðu honum til ðýrðar. og alþýðan hyllti hann. Verkalýðshreyfingin var mjög vanmáttug áður, með aðeins um 330 000 meðlimi, en með styrk Rá stjórninni, efldi Peron hana SVe á skömmum tíma, að hún varð ósigrandi vald. Meðlima- fjöldinn komst upp í fimm milljónir, og Peron útnefndi sjálf- ur forystumennina og greiddi þeim laun — út í hönd! Þessi trúfasti herskari bjargaði Peron frá falli í október 1945. Samstarfsmenn hans í ríkisstjórn- inni sáu, að verkalýðshreyfingin ógnaði valdi stjórnarinnar. Nú hótuðu þeir Farrell því að setja hann frá völdum, ef hann fjarlægði Peron ekki úr stjórn- inni. Kinn huglitli forseti bað hann að draga sig í hlé, en Peron korh því áður í kring, að flytja útvarpsávarp, þar sem hann til- kynnti, að allir launþegar skyldu fá í nýársgjöf kaupuppbót er næmi sem svaraði eins mánaðar launum! Eftir þetta sat hann í ,,gæzlu- varðhaldi“ í eina viku, en tveir af hinum tryggu fylgjendum hans skipulögðu á meðan mótmæla- kröfugöngu. Annar þessara fylgj- enda var unnusta Perons, hin unga, ötula og ljóshærða Evita Duarte. Hún var lítt þekkt leik- kona, en brennandi af áhuga og ákaflyndi. Hinn var Cipriano Reyes, formaður í stéttarfélagi argentískra slátrara Árdegis 17. október söfnuðust þúsundir slátrara saman í útjaðri Buenos Aires og gengu þaðan fylktu liði inn í borgina, heldur en ekki ógnvekjandi og garpslegir í slátrarabúningum sínum. Sumir voru meira að segja naktir ofan beltis. Talkór þeirra klifaði í sífellu:Peron! Peron! Peron! og um hádegisbilið var torgið utan við stjórnárskrifstofurnár eitt öskrandi mannhaf. Slátrararnir brutu á bak aftur viðnám hersins, og Peron var laus látinn. Evita Duarte vann tvöfaldan sigur. Hún giftist Peron fjórum dögum síðar, og forysta hennar í upphlaupi slátraranna gaf Peron lykilinn að áróðurstarfseminni. Blöðinn gerðu gys að kröfugöng- unni og hinum strípuðu slátrur- um, en þessar svívirðingar henti Peron á lofti, og notfærði sér það í tíu ára langri stéttarbaráttu launþega og vinnuveitenda. I þeirri baráttu var kjörorð verka- lýðsins „hinir nöktu“. Þegar Peron hóf kosningabar- áttuna fvrir forsetakjörið, bann- aði Farrell allan áróður pólitískra flokka — en ekki verkalýðssam- takanna. Þetta bann var virt, þar til er Peron fór á stúfana og áróðursvél hans var komin í gang. Kostningafundum annarra var hleypt upp af lögreglunni, eða beinlínis slitið með ofbeldi af leiguþýum Perons. En þrátt fyrir allt hlaut Peron þó ekki nema 55 prósent atkvæðanna. Mikilsverðustu eiginleikar Per- ons var hinn sterki persónuleiki hans, hið sigursæla bros, sjálfs- traust hans og ódrepandi vilja- festa, og síðast en ekki sízt skarp- skyggni og skilningur konu hans á því, hvernig nota má fjöldan til pólitísks framdráttar. Sjálf var Evita utan hjónabandsbarn, af láum stigum, en vann sig upp í mannfélagsstiganum með dugn- aði og gáfum. Alþýðan leit þó á hana, sem eina úr sínum röðum, eins konar öskustóar-telpu, sem unnið hafði prinsinn í ævintýrinu. þekkti hugsanir, tilfinningar og drauma almúgans, og hún skyldi hve mikilsvert var að notfæra sér þá þekkingu. En í einu þýðingarmiklu atriði voru bæði Evita og Peron van- kunnandi, og var það þeirra veik- leiki: Hvorugt þeirra hafði hug- mynd um efnahagslíf þjóðarinn- ar. Ríkiskassinn var yfirfullur, og þeim peningaforða, sem útflutn- ingurinn eftir stríðið, hafði skap- að, bvrjuðu þau nú að ausa út á báða bóga svo gengdarlaust, að ríkið var á hraðri leið til gjald- þrots.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.