Sunnudagsblaðið - 04.03.1956, Page 15
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
63
kinka'ði kolli til brunavarðarins,
og eins af klæðameistúrunum,
sem hann þekkti frá fyrri heim-
sóknum sínum bak við tjöldin í
leikhúsinu. Hann hélt áfram til
eins af baksviðsherbergjanna þar
sem hann gat séð fram á sviðið
og fylgst með konu sinni frammi
á sviðinu
Honum fannst hún enn fegurri
en um morguninn. Allt var full-
komið við þessa konu. Hún var
með bleik-bláan vefjarhött um
höfuðið og gullið hár hennar fór
vel. Dr. Richard lá við sturlun.
Þjáningin nísti hann og honum
kólnaði og hitnaði á víxl. Augu
hans voru myrk af þjáningu, þeg-
ar hann leit konu sína, er hló,
brosti og elskaði aðeins fá skref
frá honum frami á sviðinu. Og
alltaf var hún sami leikarinn.
Hver hreyfing hennar var upp-
gerð og leikur; hún heillaði áhorf-
endurna, lék á þá og spaugaðist
að þeim. Hann þekkti rödd hénn-
ar hreyfingar. Oft sinnis hafði
hann séð þessi glettnu bros henn-
ar, og heyrt þessa skjálfandi rödd.
Og hann hafði trúað henni og
treyst — svo heimskur hafði hann
verið. Loksins í kvöld hafði hul-
an fallið frá augum hans . . .
Mótleikari Magðalenu greip um
hendur hennar, beygði höfuðið og
kyssti hana. Richard hataði hann
og fyrirleit.
— Reagína, þú fórst í óperuna
til að hitta hann, varstu þá ham-
ingjusöm ?
— Já, Arnaud, ég hafði ákveð-
ið að myrða hann áður en nóttin
væri á enda. Ég hafði lengi fylgst
með honum og séð tilraunir hans
til aö vanvirða mig. Ég hefði um-
borið þessa freystingu. Þegar
hann hafði tæmt bykarinn ætlaði
ég að drepa hann. Ég er ekki sú
sama og ég áður var, þegar ég fór
í óperuua. Nú er því öllu lokið ...
Daður! Það var hlutverk, sem
hentaði henni prýðisvel, hugsaði
dr. Richard biturlega. Hann færði
sig til þess að geta betur séð fram
á sviðið. Að baki leikendunum sá
hann áhorfendurna, sem þúsund-
höfðað dýr frami í myrkrinu, er
nutu áfergjulega þess sem fram
fór.
— Regina, við kryddum það
illa með hinu góða . . . Við ílýjum
brott saman . . . Fyrir dagrenn-
ingu verðum við að vera komin
frá París.
Aiidartak kom hún auga á
Richard, og veifaði honum með
annarri hendi án þess áhorfendur
veittu hreyfingu hennar athygli.
Þetta hafði hún marg sinnis gert
fyrr, þegar hann hafði vitjað
hennar eftir sýningar.
Hann ætlaði að hverfa brott.
Honum íiafði skyndilega flogið í
hug, að Daniel Prevot — keppi-
nautur hans — væri kominn til
meðvitundar. En í sömu andrá
opnuðust dyrnar að leiksviðinu og
Magðalena kom fram.
— Pierre, Pierre! hrópaði hún -
en hvað það var yndælt að þú
skyldir koma. Þú verður að bíða
eftir mér, ég er bráðum tilbúin.
— Ég á enn eftir nokkrar
sjúkravitjanir, sagði hann.
Það var sem vonbrygði kæmu í
svip hennar, en hún sagði: „Við
sjáumst þá heima bráðum. Bíddu
svolítið!
Hún reif upp hurðina og hljóp
inn á sviðið, mælti þar nokkur
orð, en kom svo aftur. Leikara-
skapur, eintómur leikaraskapur,
hugsaði hann, og það lá við að
hann fyrirliti hana á þessari
stundu. Þessi kona, sem var eigin-
kona hans, sem horfði ástúðlega
í augu hans, brosti við honum,
þrýsti sér að honum . . . þessi
kona hafði í mörg ár tilheyrt
öðrum manni!
Hann þurfti ekki að stanza
lengi í sjúkrahúsinu. Læknir á
svipuðum aldri og hann kom fram
til hans. Richard stóð upp.
— Hvað get ég gert fyrir yður ?
spurði læknirinn.
— Ég sendi yður sjúkling, er
skrúfað hafi frá gasinu heima
iijá sér. Ég ætlaði að grennslast
fyrir um líðan hans.
— Hann hefur fengið carbögén
og er um það leyti að komast til
meðvitundar, svaraði læknirinn.
— Það er ekki annað að gera en
bíða úr þessu. En ég get fullvissað
yður um að hann er mjög veill.
Viljið þér líta á hann.
(Framhald í næsta blaði.)
- BRIDGE --
N
V A
S
LAUSN:
Til þess að hneklcja spilinu,
verða N—S að fá þrjá slagi í
spaða. Það er augljóst, að A hefur
haft 6 lauf og tvö hjörtu í upp-
hafi, og tígla er hann búinn að
sýna, samanlagt tíu spil. Eigi
hann einn eða tvo tígla í viðbót,
getur hann auðveldlega trompað
þá og fengið ellefu eða tólf slagi.
Einasta vonin er að liann eigi
þrjá spaða. Sé K eitt þeirra, er
ekki hægt að hnekkja spilinu,
því þótt suður drepi nú á G, hef-
ur hann engu til að spila til baka
nema spaða til baka eða seinasta
tíglinum upp í tvöfalda eyðu. En
eigi A þrjá spaða en ckki spaða-
kóng, hlýtur liann að vera blanlr-
ur í N, og því á Suður nú að drepa
á spaðaás og síðan drottningu og
gosa. Þannig var það líka í raun
og veru, og suður hnekkti spilinu,
vegna þess að hann dró réttaT
ályktanir af gefnum upplýsingum.