Sunnudagsblaðið - 04.03.1956, Side 16
64
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
ÞEKKTI EI MJEL FRÁ
MJELI.
Útibússtjóri kaupfélags
nókkurs liti á landi gerði
eitt sinn mikla rekistefnu
út af' því á aðalskrifstofu
kaupfélagsins, að ný
sending af mjöli, sem
hann hafði fengið, hafði
blandazt saman við mjöl,
sem til var á staðnum.
Þótti starfsmönnum
kaupfélagsins þetta mikil
læti af litlu tilefni og
varð einum þeirra þessi
vísa á munni:
Blandaði mjelið Baldvin
snar
— beiskja var í hans
þeli —
]>ví ögn af mjelinu
óvart bar
í allt þaö mjel,
sem fyrir var,
svo þekktist ei miel
frá mjeli.
0O0
TVEIR í TAKINU.
Rita Hayworth, sem
um þessar mundir dvel-
ur £ Evrópu til að heim-
sækja dóttur sína sást
nýlega á skemmtistað
dansandi vangadans við
fyrrverandi eginmann
sinn, Ali Khan. Jafn-
framt hefur heyrst að
egypskur kvikmynda-
framleiðandi einn, Ray-
mond Hakin, hafi boðað
komu sína til frönsku
alpanna, þar sem hann
ætli að stunda skíðaferðir
með Ritu Hayworth um
páskana.
0O0
KVIKMYNDIR
í IIOLLYWOOD.
Kvikmyndaframleiðslan
í Hollywood var meiri í
desembermánuði síðast-
liðnum, en nokkurn ann-
an mánuð ársins. Alls
var þá verið að taka þar
37 kvikmyndir.
0O0
BRÚÐGUMAR
Á FLÓTTA.
Sögur eru til um
brúðguma, sem hlaupist
hafa brott frá brúður
sinni, rétt áður en hann
átti að ganga að altarinu
með henni og gefa henni
eiginorð. Og það, sem
einu sinni hefur gerzt
getur aftur komið fyrir,
og er þetta aðeins eitt af
mörgu, sem verðandi
eiginkonur geta átt á
hættu, hafi þær ekki fall-
ið unnusta sínum í geð í
tilhugalífinu. Á síðari ár-
um hefur flótti manna
frá konuefnum sínum
orðið svo algengur í
Bandaríkjunum, að vís-
indin hafa látið málið til
sín taka, og reynt að leyta
skýringa á þessu fyrir-
brigði. Af 5200 hjónaefn-
um, sem slitu trúlofun
sinni, hefur athugun leitt
í ljós, að orsakirnar fyrir
heitrofinu voru í flest-
um tilfellum eftirtaldar,
samkvæmt skoðanakönn-
un meðal karlmannanna:
1. Hún vildi ráða yfir
honum og stjórna fyr-
ir bæði.
2. Hún var afbrýðisöm,
og hafði tilhneyingu
til að halda fram
eignarrétti sínum yfir
mannsefninu.
3. Hún var smámunasöm
og sífurgjörn.
4. Hún gaf öðrum undir
fótinn.
5. Hún baktalaði náung-
an, og allra mest vin-
konur sínar.
6. Hún var eyðslusöm og
hirðulaus í peninga-
Sökum.
O
IIAFÐI EKKI TÍMA.
Óli gamli hafði verið
dálítið lasinn um tíma,
og meðal annars átt
slæmt með svefn. Hann
fór því til læknis og
læknirinn gaf honum lyf-
seðil upp á svefnpillur
„Hér hefur þú svefnlyf
til þriggja vikna“ sagði
læknirinn um leið og
hann rétti honum lvfseð-
ilinn.
„Þökk fyrir ,“ sagði
Óli gamli, „en ég hef ekki
tíma til að sofa svo
lengi.“
oOo
RAKA EÐA KLIPPA.
„Á að raka yður“,
spurði rakarinn ungling
einn, sem kom í rakara-
stofuna.
„Nei, nú gerið þér gys
að mér,“ sagði unglingur-
inn, sem ekki var sprott-
in grön. „Það á að klippa
mig.“
Þrjátíu árum síðar kom
ann í sömu rakarastofu,
rakarinn spurði:
„Á að klippa yður ?“
Eruð þér að gera gys
að mér ? Nei, það á að
raka mig.“
SUNNUDAGSBLAÐIÐ
ÚTGEFANDI: Simnudagsblaðið h.f.
RITSTJÓRI: Ingólfur Kristjánsson,
Stórholti 17. Sími 6151. Box 1127.
AFGREFÐSLA: Hverfisgötu 8—10. Sfmi 4905.
Lausasöluverð kr. 5,00. Ársfjórðungsgjald kr. 60.
Alþýðuprentsmiðjan.