Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 22
22 | 18.4.2004 VOLKSWAGEN BJALLA Vél: 1,6 l (102 hestöfl) 11,6 sek. að ná 100 km hraða (beinskiptur) og 2,0 l (115 hestöfl) 12,7 sek. að ná 100 km hraða (sjálfskiptur). Stýri: Vökvastýri með velti- og aðdráttarstillingu. Öryggispúðar: Fjórir, hægt að aftengja farþegamegin. Hemlakerfi: ABS-hemla- læsivörn með EB-jöfnunarkerfi, ESP-stöðugleikastýringu, EDL- spólvörn og TC-spyrnustýringu. Farangursrými: 209 lítrar, en allt að 527 lítrar með stækkun. Eyðsla: Minni vélin eyðir 7,5 ltr./100 km og sú stærri 9,4ltr./100 km í blönduðum akstri. Annað: Bíllinn er búinn aðlögunarsviði (krumpuvörn) að framan og aftan, fjarstýrðri samlæsingu, rafdrifnum rúðum og grænlituðu hitaeinangruðu gleri. Verð frá 2.015.000 kr. HEKLA Í ört vaxandi umferð og þjóðfélagi þar sem mikil vitundarvakning hefur orðiðum áhrif bíla á umhverfið hefur þörfin fyrir smábíla líklegast aldrei veriðmeiri. Smábílar menga minna en stærri bílar og þurfa minni efnivið til fram- leiðslu. Að öðru leyti gefa þeir stærri bílum lítið eftir og nýjustu kynslóðir þeirra verða sífellt skemmtilegri bæði hvað varðar aksturseiginleika og vélastærð, svo ekki sé minnst á útlit og hönnun. Í nýjustu smábílunum eru stærri vélar en áður þekktist og eru þeir kraftmestu með allt að 1,6 lítra 167 hestafla vélar (MINI Cooper S), ná allt að 218 km/klst. og eru ekki nema 7,4 sekúndur að ná 100 km hraða. Á síðastliðnum árum hefur mesta áherslan í framleiðslu smábíla verið á öryggisbúnað þeirra og hafa áreksturspróf- anir sýnt að bilið á milli stærri bíla og smábíla fer sífellt minnkandi. Það nýjasta á sviði öryggisbúnaðar í smábílum eru öryggispúðar fyrir farþega og ökumann og þá sérstaklega í hliðum framsæta (verja mjaðmir og hlið brjóstkassans) og aðlögunar- svæði (krumpuvörn) bæði framan og aftan á bílunum sem dregur úr höggi við árekstur. Smábílar eru sífellt að breikka og hækka sem virðist leiða til þess að innra rými þeirra nýtist betur. Sætin eru einnig orðin hærri en áður þekktist sem tryggir betra útsýni. Hlutir eins og aksturstölva, stafrænn þrívíddarskjár og aðgerðarstýri svo fátt eitt sé nefnt er m.a. búnaður sem prýðir nýjustu kynslóð smábíla. Þegar eigendur smábíla eru spurðir hvers vegna þeir velji slíka bíla, er það oftast lífsstíll þeirra sem ræður þar mestu um. Smábílar eru vinsælir í borgum vegna þess að þeir eru liprir og léttir í akstri auk þess sem auðvelt er að leggja þeim í þröng stæði. En þeir eru líka á hagstæðu verði og rekstrarkostnaður þeirra í lágmarki. Smábílum er spáð glæstri framtíð og aukinni markaðshlutdeild á bílamarkaðinum og því verður forvitnilegt að fylgjast með þróun þessara litlu tryllitækja sem virðast flestir vegir færir. elinros@simnet.is BÍLAR | ELÍNRÓS LÍNDAL MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR CITROEN C3 Vél: 1,4 l (75 hestöfl) 14,2 sek að ná 100 km hraða og 1,6 l (110 hestöfl) 9,7 sek að ná 100 km hraða. Stýri: Hraðnæmt rafdrifið vökvastýri. Öryggispúðar: Fjórir, hægt að aftengja far- þegamegin. Hemlakerfi: ABS-hemlalæsivörn, EBD-jöfnunarkerfi, EBA-neyðarhemlunar- búnaði. Farangursrými: 282 lítrar. Eyðsla: Minni vélin eyðir 6,2 ltr/100 km og sú stærri 6,5 ltr/100 km miðað við blandaðan akstur. Annað: Bíllinn er búinn aðlögunarsvæði (krumpu- vörn) að framan og aftan, fjarstýrðri samlæsingu, stafrænu mælaborði, hraðnæmum rúðu- þurrkum og frjókornasíu. Sætin í bílnum eru há og því er útsýni gott. Verðlaun: Hann hlaut hæstu mögulegu einkunn á Euro-ncap og fékk evrópsku bílaverðlaunin í Frankfurt síðastliðið haust. Hann var valinn bíll ársins í Danmörku og Hollandi á síðasta ári. Verð frá 1.494.000 kr. Brimborg VOLKSWAGEN POLO Vél: 1,2 l (55 hestöfl) 17,5 sek að ná 100 km hraða og 1,4 l (75 hestöfl) 12,9 sek að ná 100 km hraða. Stýri: Vökvastýri með velti og aðdráttarstýri. Öryggispúðar: Fjórir, hægt að af- tengja farþegamegin. Hemlakerfi: ABS-hemlalæsivörn með EBD-jöfnunarkerfi (ekki í 1,2 l). Hægt að fá ESP stöðugleikastýringu (með HBA) með stöðluðu hemlalæsisvörninni. Farang- ursrými: 270 lítrar, en allt að 1.030 lítrar með stækkun. Eyðsla: Minni vélin eyðir 5,8 ltr/100 km og sú stærri 6,4 ltr/100 km á beinskiptum í blönduðum akstri. Annað: Bíllinn er búinn að- lögunarsviði(krumpuvörn) að framan og aftan, grænlituðu hitaeinangruðu gleri, 14" álfelg- um, rafdrifnum rúðum, geislaspilara, 250 W hátalara, VW þjófavörn og fjarstýrðri samlæs- ingu. Vegna þess að allir hlutir yfirbyggingar bílsins eru soðnir saman með lasertækni, þá verður yfirbyggingin traustari og bíllinn einangraðri gegn hávaða. Verð frá 1.295.000 kr. Hekla FORD FIESTA Vél: Ambiente1, 3 l (70 hestöfl) 15,8 sek að ná 100 km hraða, Trend 1,4 l (80 hestöfl) 14,3 sek að ná 100 km hraða og Ghia 1,6 l(100 hestöfl) 10,6 sek að ná 100 km hraða. Stýri: Vökvastýri. Öryggispúðar: Fjórir. Hemlakerfi: ABS-hemlalæsivörn, EBD-jöfnunarkerfi og IPS-öryggibúnaði. Farangursrými: 284 lítrar, en allt að 947 lítrar með stækkun. Eyðsla: Ambiente eyðir 6,2 ltr/100 km, Trend eyðir 6,4 og Ghia eyðir 6,6 ltr/100 km í blönd- uðumakstri. Annað: Bíllinn er búinn aðlögunarsviði (krumpuvörn)að framan og aftan, raf- drifnum rúðum að framan, geislaspilara, upphituðum sætum og frjókornasíu. Hægt er að fá fjarstýringu í stýri fyrir útvarp. Bíllinn er praktískur og rúmgóður. Verð frá 1. 395.000 kr. Brimborg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.