Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 27
Friðrik
Erlings
Pistill
Ég veit þið fyrirgefið samheitið,ágætu auðmenn, en trúlega erþetta í fyrsta skipti síðan Snorri
var höggvinn að hægt sé að tala um ís-
lenska auðmenn í þess orðs raunveru-
legu merkingu og það er fagnaðarefni.
Vonandi er það samt ekki vísbending
um að Sturlungaöld sé í nánd hjá núver-
andi goðum þjóðarinnar. Hins vegar rík-
ir hér Sturlungaöld hjá vissum hópi í
samfélaginu, ungu fólki í erfiðum að-
stæðum, félagslegum eða geðrænum.
Þeir sem þekkja til vita alltof vel að því
miður virðist ríkið ekki vera þess um-
komið að leggja þarna hönd á plóginn.
Ástæðan virðist ekki vera skortur á pen-
ingum heldur skortur á mannkærleiks-
pólitík, þótt hún sé að vísu afar vinsælt
flagg á kosningaári. Ég fagna tilleggi
auðmanna til íslenskra listamanna en
langar að beina athygli ykkar að þeim
hópi fólks undir tvítugu sem í raun á sér
afar fáa eða trausta stuðningsaðila í þeim
brotsjó sem lífið, tilviljanir og vondar að-
stæður hafa hrint þeim út í. Eitthvað það
allra besta sem auðmenn geta lagt til
samfélagsins er að rétta okkar minnstu
bræðrum sterka hjálparhönd. Hér á
landi eru örfáir peningalausir hugsjóna-
menn að leggja þessu fólki lið, margir
meira af vilja en mætti. Þó eigum við
kraftaverkafólk eins og Mumma og
Marsibil í Götusmiðjunni, Samhjálpar-
menn og örfáa fleiri eldhuga sem berjast
áfram og neita að gefast upp. En hversu
lengi getur fólk barist? Og hversu marg-
ir eru tilbúnir að fórna öllu fyrir sína
minnstu bræður um ókomna tíð? Ís-
lenskir auðmenn dagsins í dag, sem eru
teljandi á fingrum annarrar handar eða
rúmlega það, gætu tekið höndum saman
og stofnað sjóð, lagt fram framkvæmda-
áætlun, byggt upp skóla eða heimili þar
sem úrvals fagfólk starfar að björgun
þeirra verðmæta sem fólgin eru í ungu
fólki sem berst dag hvern fyrir félagsleg-
um hindrunum eða geðheilsu sinni. Í
þeirra hópi gæti verið efni í annan Lax-
ness, aðra Björk, annan Ólaf Elíasson –
ef þau bara fengju tækifæri til að láta ljós
sitt skína. Allir sýna líkamlega fötluðum
manni skilning og umhyggju. Andlega
eða félagslega fötluð mannvera, eða hin
sem lendir í óreglu á unga aldri, njóta
sjaldan skilnings. Gagnvart þeim ríkja
þess konar fordómar sem reka einstak-
linga í þessum hópi iðulega fram á brún
hengiflugsins svo eina leiðin út er sjálfs-
morð. Við heyrum aldrei þær tölur en ég
hef grun um að það sé meiri fjöldi en
ferst í bílslysum árlega hér á landi. Við
hljótum að verða að spyrja hvers vegna æ
fleiri ungmenni „stimpla sig út“ úr sam-
félaginu, með einum eða öðrum hætti.
Við verðum að vita hvað veldur því og
reyna að gera okkur grein fyrir hvernig
hægt er að veita þeim leiðsögn og hjálpa
þeim að finna tilgang. Í þessu sambandi
er rétt að benda til dæmis á starf Stan-
ford Center on Adolescence, www.stan-
ford.edu/group/adolescent.ctr/.
Svo ágætu auðmenn – þið hafið sögu-
legt tækifæri á þessum merku tímamót-
um, þegar fjöldi ykkar og auður er meiri
en nokkru sinni í Íslandssögunni, að
skilja eftir ykkur raunveruleg auðæfi fyr-
ir komandi kynslóðir, auðæfi sem gætu
borið hærri vexti en nokkurn órar fyrir.
Hér er tækifæri til að láta umhyggjuna
njóta frjálshyggjunnar, að hinir sterku
styðji hina veiku til betra lífs, framtíðinni
til heilla. Frjálshyggjan segir okkur að
eins dauði sé annars brauð, umhyggjan
segir okkur að uppskera eins geti einnig
verið næring annars. Og ef okkar
minnstu bræður ættu ekki að njóta
þeirrar uppskeru, hverjir þá?
Ávarp til íslenskra auðmanna