Morgunblaðið - 25.09.2004, Síða 1
2004 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
UNDANÚRSLIT BIKARKEPPNINNAR UM HELGINA / B2–B3
HELGI Valur Daníelsson, knattspyrnumaður úr
Fylki, fer að öllum líkindum til reynslu hjá
sænska úrvalsdeildarliðinu Sundsvall í næstu
viku. Sænska félagið hefur falast eftir því að fá
Helga til nánari skoðunar en það hefur fylgst
með honum í leikjum með Árbæjarliðinu í sumar.
„Já, það stefnir allt í að ég fari til Sundsvall
næsta miðvikudag og verði þar fram á sunnu-
dag. Ég get ekki verið lengur þar í bili vegna
náms en mér líst vel á að reyna mig í Svíþjóð, það
væri ágætis kostur að fara og spila þar í úrvals-
deildinni,“ sagði Helgi Valur við Morgunblaðið.
Helgi Valur er 22 ára miðjumaður og spilaði
alla deildaleiki Fylkis í ár. Hann lék með Pet-
erborough í Englandi í fjögur ár en kom alkom-
inn til Fylkis á ný vorið 2003. Sundsvall, sem er
frá Norður-Svíþjóð, er í níunda sæti úrvals-
deildar þegar fimm umferðum er ólokið.
Helgi Valur fer
til Sundsvall
HJÁLMAR Þórarinsson, knatt-
spyrnumaðurinn efnilegi úr
Þrótti, hefur verið lánaður til
skoska úrvalsdeildarfélagsins
Hearts og að öllu óbreyttu dvel-
ur hann þar til vorsins. Hjálmar
er þegar farinn utan og byrj-
aður að spila með 19 ára liði
skoska félagsins sem er frá Ed-
inborg.
„Þetta er lánssamningur og ef
Hearts vill fá hann til sín að
tímabilinu loknu, verður sest að
samningaborðinu í vor. Hjálmar
hefur farið mjög vel af stað og
er farinn að skora mörk fyrir
unglingalið Hearts,“ sagði Krist-
inn Einarsson, formaður knatt-
spyrnudeildar Þróttar, við Morg-
unblaðið í gær.
Hjálmar er 18 ára en var samt
að ljúka sínu þriðja tímabili með
meistaraflokki Þróttar. Hann lék
alla leiki liðsins í 1. deildinni í
sumar og skoraði 4 mörk en
hann hefur þegar spilað 44
deildaleiki með meistaraflokki
félagsins. Þá hefur Hjálmar spil-
að 24 leiki með tveimur yngstu
landsliðum Íslands og skorað í
þeim 14 mörk.
Hjálmar
lánaður til
Hearts
SÖREN Hermansen, danski
knattspyrnumaðurinn sem hefur
spilað með Þrótti úr Reykjavík
undanfarin tvö keppnistímabil, er
hættur hjá félaginu. Hann er á
förum til Ástralíu þar sem hann
hyggst reyna frekar fyrir sér í
fótboltanum. Sören, sem er 34
ára, var einn af þremur marka-
hæstu leikmönnum úrvalsdeild-
arinnar í fyrra, skoraði þá 10
mörk í 18 leikjum fyrir Þrótt, en
í sumar skoraði hann 7 mörk í 16
leikjum fyrir félagið í 1. deild-
inni. Þar af fjögur á lokasprett-
inum í dýrmætum sigurleikjum
liðsins.
„Ég á von á því að allir aðrir
verði áfram í okkar röðum, enda
eru allir samningsbundnir okkur
til 2005 eða 2006,“ sagði Kristinn
Einarson, formaður knatt-
spyrnudeildar Þróttar, við Morg-
unblaðið. Hann sagði að engar
ákvarðanir hefðu verið teknar í
þjálfaramálum en Ásgeir Elíasson
hefur stýrt Þrótturum í fimm ár
og þeir fóru upp í úrvalsdeildina
í annað skiptið á þremur árum
nú í haust.
Sören fer
til Ástralíu
Klinsmann, sem sjálfur var ein afskærustu stjörnum þýskrar
knattspyrnu um árabil, hefur und-
anfarin ár oft gagnrýnt þýska
knattspyrnusambandið fyrir vinnu-
aðferðir sínar og hann var ekki
fyrsti valkostur þegar Rudi Völler
hætti með liðið fyrr á þessu ári.
Reynt var að fá bæði Ottmar Hitz-
feld og Otto Rehhagel til starfa en
báðir höfnuðu því.
Það sem helst hefur farið fyrir
brjóstið á mönnum er að hann býr
áfram í Bandaríkjunum, eins og
hann hefur gert undanfarin ár, og
þá hefur hann gert talsverðar
breytingar á öllu skipulagi í kring-
um landsliðið, æfingar hans þykja
óvenjulegar, og þá réð hann banda-
ríska þrekþjálfara sér til aðstoðar.
Meðal þeirra sem mest hafa
gagnrýnt aðferðir Klinsmanns er
hans gamli félagi úr landsliðinu,
Lothar Matthäus, sem sjálfur hafði
mikinn áhuga á landsliðsþjálfara-
stöðunni.
Klinsmann lýsti því strax yfir
þegar hann var ráðinn að Þýskaland
gæti hæglega orðið heimsmeistari á
heimavelli árið 2006 og um leið fékk
hann góðar undirtektir hjá þýskum
knattspyrnuáhugamönnum. Í kjöl-
farið unnu Þjóðverjar góðan útisig-
ur gegn Austurríki, 3:1, og áttu síð-
an einn sinn besta leik um árabil
þegar þeir gerðu jafntefli, 1:1, við
Brasilíu fyrr í þessum mánuði.
En hann komst upp á kant við
forráðamenn þýska sambandsins
þegar hann lagðist gegn því að æf-
ingabúðir landsliðsins yrðu í Lever-
kusen. Hann taldi það óhentugt
vegna þess að of löng keyrsla væri
af hóteli liðsins á æfingasvæðið.
„Það eru þjálfararnir sem eiga að
ákveða svona hluti,“ sagði Klins-
mann, við litla hrifningu stjórnar-
manna sambandsins, sem höfðu lát-
ið Leverkusen fá æfingabúðirnar í
sárabætur, þar sem leikvangurinn
þar er of lítill til að spilað verði á
honum á HM.
„Ég styð Klinsmann heilshugar í
þeirri vinnu að byggja upp sterkt lið
fyrir HM 2006, en ég ætlast líka til
þess að hann skilji að hann getur
ekki breytt öllu, og skipulagið fyrir
HM verður hann að vinna í sátt og
samlyndi við forystu sambandsins,“
sagði Theo Zwanziger, gjaldkeri
DFB, þýska knattspyrnusambands-
ins.
Klinsmann hefur þegar fengið því
framgengt að Þýskaland leikur ekki
opnunarleik HM. Hann vildi ekki
setja óþarfa pressu á sitt lið með
því. Franz Beckenbauer, forseti
skipulagsnefndar Þjóðverja, sagði
að það væri sjálfsagt og heims-
meistarar Brasilíu spila því opnun-
arleikinn, komist þeir á HM.
Á meðan þýska landsliðið spilar
vel má búast við því að gagnrýn-
endur hafi hægt um sig, en ef illa
fer að ganga innan vallar er hætt
við því að árekstrum milli landsliðs-
þjálfara og forystumanna þýskrar
knattspyrnu eigi eftir að fjölga.
Jürgen Klinsmann er
strax orðinn umdeildur
JÜRGEN Klinsmann, nýráðinn landsliðsþjálfari Þjóðverja í knatt-
spyrnu, er þegar kominn upp á kant við þýska knattspyrnu-
sambandið. Hann er þó í góðri stöðu eftir hagstæð úrslit og fína
frammistöðu í tveimur fyrstu æfingaleikjum þýska liðsins undir
hans stjórn. Þjóðverjar halda lokakeppni HM árið 2006 og eru því
ekki með í undankeppninni sem fram fer í haust og á næsta ári.
Morgunblaðið/Kristinn
Víkingar unnu óvæntan sigur á Valsmönnum, 31:23, á Íslandsmóti karla í handknattleik í gærkvöld, og það að Hlíðarenda. Hér fylgj-
ast hnípnir Valsmenn með af varamannabekknum á meðan Víkingar fara hamförum innan vallar. Sjá nánar B4.