Morgunblaðið - 25.09.2004, Page 2
ÍÞRÓTTIR
2 B LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikarinn,
undanúrslit karla:
Laugardagur:
Laugardalsvöllur: FH – KA......................14
Sunnudagur:
Laugardalsvöllur: HK – Keflavík .............14
HANDKNATTLEIKUR
Laugardagur:
1. deild kvenna:
Framhús: Fram – Víkingur.......................15
KA-heimili: KA/Þór – FH.....................16.15
Seltjarnarnes: Grótta/KR – ÍBV ..............13
Sunnudagur:
Íslandsmót karla, Norðurriðill
Ásvellir: Haukar – KA ..........................16.30
Akureyri: Þór – Afturelding......................16
1. deild kvenna:
Ásvellir: Haukar – Valur ......................19.15
Leiðrétting
Bikarmeistaratitil Vals frá árinu 1988 vant-
aði inn á kort í blaðinu í gær af árangri
Valsmanna í knattspyrnunni frá 1987.
UM HELGINA
HANDKNATTLEIKUR
Valur – Víkingur 23:31
Hlíðarendi, Íslandsmót karla, suðurriðill,
föstudagur 24. september 2004.
Gangur leiksins: 0:3, 3:5, 4:7, 7:7, 8:9, 12:9,
12:11, 14:12, 15:12, 16:13, 16:18, 17:20,
20:20, 20:22, 21:26, 22:30, 23:31.
Mörk Vals: Pavol Polakovic 6, Vilhjálmur
Halldórsson 4, Atli R. Steinþórsson 4,
Hjalti Pálmason 2, Kristján Þór Karlsson
2, Freyr Brynjarsson 1, Heimir Örn Árna-
son 1, Sigurður Eggertsson 1, Ásbjörn
Stefánsson 1, Baldvin Þorsteinsson 1/1.
Varin skot: Pálmar Pétursson 13, Hlynur
Jóhannesson 1.
Mörk Víkinga: Þröstur Helgason 8/4,
Bjarki Sigurðsson 5, Andri Berg Haralds-
son 5, Benedikt Jónsson 4, Andri Þórarins-
son 4, Björn Guðmundsson 3, Þórir Júl-
íusson 2.
Varin skot: Reynir Þór Reynisson 25/2
Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guð-
jónsson. Áhorfendur: Um 145.
ÍR – Selfoss 29:24
Mörk ÍR: Ingimundur Ingimundarson 7,
Ólafur Sigurjónsson 5, Bjarni Fritzson 5,
Tryggvi Haraldsson 4, Hafsteinn Ingason
2, Ragnar Helgason 2, Hannes Jónsson 2,
Fannar Þorbjörnsson 1, Karl Gunnarss. 1.
Mörk Selfoss: Ramunas Mikalonis 11,
Ramunas Kalendauskas 3, Haraldur Þor-
varðarson 2, Ómar V. Helgason 2, Atli
Kristinsson 2, Gylfi Ágústsson 2, Jón Einar
Pétursson 1, Hörður Bjarnason 1.
ÍBV – Stjarnan 30:18
Gangur leiksins: 0:1, 5:5, 10:7, 12:9, 15:10,
19:11, 22:14, 25:17, 30:18.
Mörk ÍBV: Zoltán Belánýi 10/6, Robert
Bognar 6, Sigurður Stefánsson 3, Samúel
Árnason 3, Andreja Adzic 3, Milan Stanic 2,
Svavar Vignisson 2, Grétar Eyþórsson 1.
Varin skot: Roland Eradze 26/4 (þar af 4
aftur til mótherja)
Mörk Stjörnunnar: Arnar F. Theódórsson
6, Kristján Kristjánsson 5/1, Björn Óli Ein-
arsson 3, Einar Eiríkur Ómarsson 1, Gísli
Björn Björnsson 1, Þórólfur Nielsen 1.
Varin skot: Guðjón K. Geirsson 16/1, Hálf-
dán Bragi Valgeirsson 5.
Dómarar: Magnús Björnsson og Ómar
Sverrisson. Áhorfendur: Um 200
Staðan, Suðurriðill:
Valur 3 2 0 1 95:76 4
Víkingur 2 2 0 0 50:38 4
ÍBV 3 2 0 1 100:89 4
ÍR 2 2 0 0 69:62 4
Grótta/KR 2 1 0 1 47:39 2
Selfoss 3 0 0 3 83:102 0
Stjarnan 3 0 0 3 55:93 0
HK – FH 32:28
Norðurriðill, Digranes:
Gangur leiksins: 1:0, 5:1, 11:4, 14:6, 16:8,
19:10, 21:12, 25:14, 29:17, 30:21, 32:28.
Mörk HK: Elías Halldórsson 12/4, Karl
Grönvold 6, Augustas Strazdas 4, Tomas
Eitutis 3, Maxim Fedjukin 2, Valdimar
Þórsson 2, Brynjar Valsteinsson 1, Jón H.
Gunnarsson 1, Ólafur Víðir Ólafsson 1.
Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 17/1,
Björgvin Gústavsson 5/1
Mörk FH: Brynjar Geirsson 11/2, Arnar
Pétursson 7/2, Jón Helgi Jónsson 3, Heiðar
Arnarsson 3, Guðmundur Pedersen 2,
Bjarni Gunnarsson 1, Valur Arnarson 1.
Varin skot: Elvar Guðmundsson 8, Magnús
Sigmundsson 6.
Dómarar: Brynjar Ívarsson og Vilbergur
Sverrisson. Áhorfendur: 120.
Staðan, Norðurriðill:
Fram 2 2 0 0 67:51 4
HK 2 2 0 0 61:53 4
Haukar 2 1 0 1 59:55 2
KA 2 1 0 1 59:59 2
Þór 2 0 1 1 51:60 1
FH 3 0 1 2 81:93 1
Afturelding 1 0 0 1 25:32 0
KNATTSPYRNA
England
1. deild:
Leeds – Sunderland ................................. 0:1
ÞAÐ verða 12 þúsund áhorfendur á
knattspyrnuvellinum Frontier
Field í Rochester í Bandaríkjunum
í kvöld þegar íslenska kvenna-
landsliðið mætir því bandaríska í
sýningarleik. Þetta er fyrsti leik-
urinn í tíu leikja syrpu hjá banda-
ríska liðinu en leikirnir fara fram
víðsvegar um Bandaríkin næstu
vikurnar. Ferðin er farin til að
fagna sigri liðsins á Ólympíu-
leikunum í Aþenu, til að þakka
bandarískum knattspyrnu-
áhugamönnum fyrir mikinn stuðn-
ing við liðið, og til að kveðja þrjá af
reyndustu leikmönnum liðsins sem
nú eru að spila sína síðustu leiki.
Það eru Mia Hamm, Julie Foudy og
Joy Fawcett.
frammi fyrir slíkum fjölda,“ sagði
Edda Garðarsdóttir, miðjumaður
íslenska liðsins.
Ísland hefur staðið uppi í hárinu
á hinu firnasterka bandaríska liðið
í tveimur síðustu viðureignum
þjóðanna. Skömmu eftir að banda-
ríska liðið varð heimsmeistari árið
2000 gerðu liðin markalaust jafn-
tefli í Charlotte, nokkrum dögum
eftir að Bandaríkin sigruðu 8:0 í
fyrri leik þjóðanna í vesturför ís-
lenska liðsins. Bandaríkin sigruðu
síðan 1:0 í Charleston snemma á
síðasta ári.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 23.30
að íslenskum tíma en þjóðirnar
mætast aftur í Pittsburgh á mið-
vikudag.
Uppselt er á leikinn og íslenska
kvennalandsliðið hefur aldrei leikið
frammi fyrir áhorfendafjölda sem
þessum. Abby Wambach, hetja
bandaríska liðsins í úrslitaleiknum
í Aþenu, er frá Rochester og nýtur
þar mikillar hylli.
„Þetta er mikil reynsla fyrir okk-
ur en margar okkar hafa áður
mætt bandaríska liðinu og það er
alltaf gaman. Þetta er mikil áskor-
un því bandaríska liðið er geysilega
gott,“ sagði Þóra B. Helgadóttir,
markvörður Kolbotn og íslenska
landsliðsins, við vef bandaríska
knattspyrnusambandsins í gær.
„Tólf þúsund áhorfendur, er það
satt? Það er frábært fyrir hvaða
knattspyrnukonu sem er að spila
Uppselt á sýningarleik Íslands og
Bandaríkjanna í Rochester í kvöld
MIKIL spenna ríkir fyrir undan-
úrslitaleikina í bikarkeppni karla í
knattspyrnu sem fram fara um
helgina. Þetta er í þriðja sinn sem
þeir fara fram á Laugardalsvelli og
í fyrsta skipti sem þeir eru spilaðir
að loknu Íslandsmótinu.
Nýkrýndir Íslandsmeistarar FH
mæta nýföllnum KA-mönnum í dag
klukkan 14 og á morgun eigast við
1. deildarlið HK og úrvalsdeildarlið
Keflavíkur, á sama tíma.
Fari svo að FH-ingar beri sig-
urorð af KA verður rimma HK og
Keflavíkur ekki bara slagur um að
komast í úrslitaleikinn heldur
tryggir sigurliðið sér sæti í UEFA-
keppninni þar sem FH hefur þegar
öðlast Evrópusæti.
Keflavík er eina liðið af þeim
fjórum sem eru í undanúrslitum
sem hampað hefur bikarnum en
Keflavík varð bikarmeistari 1975
með 1:0 sigri á ÍA og aftur 1997 en
þá lögðu Keflvíkingar lið ÍBV í víta-
spyrnukeppni.
HK hefur lengst komist í 16
liða úrslit fram að þessu en liðið
gerði sér lítið fyrir og lagði bik-
armeistara ÍA út í 32 liða úrslit-
unum. HK og Keflavík hafa náð
þeim frábæra árangri í bik-
arkeppninni í ár að halda mörkum
sínum hreinum og bæði unnu þau
6:1 sigra í lokaumferð Íslandsmóts-
ins. HK tók Stjörnuna í bakaríið í 1.
deildinni og Keflavík lék Fram
sundur og saman í úrvalsdeildinni.
KA hefur tvívegis tapað bik-
arúrslitaleik, 1992 fyrir Val í sögu-
frægum leik sem Valur hafði betur
í framlengingu, 5:2, og 2001 þar
sem liðið tapaði í vítaspyrnukeppni
gegn Fylki.
FH hefur þrívegis komist í bik-
arúrslit og hefur tapað í öll skiptin,
1972 fyrir ÍBV, 1991 fyrir Val og í
fyrra þegar liðið beið lægri hlut
fyrir ÍA.
Úrslitaleikurinn er fyrirhug-
aður laugardaginn 2. október en
fari svo að FH leggi KA að velli
verður úrslitaleiknum seinkað til
sunnudagsins 3. október þar sem
FH leikur síðari Evrópuleik sinn
við Alemannia 30. september.
Úrslitaleikur um Evrópusæti?
Magnús sagði við Morgunblaðiðað það væri engin spurning
að FH ætti sterkasta lið landsins í
dag en það væri alltaf erfitt að
leika tvisvar í röð gegn sömu mót-
herjunum, í deild og bikar.
„Leikir FH og KA í deildinni í
sumar voru mjög tvísýnir, liðin
gerðu jafntefli í Kaplakrika og FH
knúði fram nauman sigur á Ak-
ureyri um síðustu helgi. KA-menn
þurfa að rífa sig upp eftir svekkels-
ið yfir því að hafa fallið, og oft ger-
ist það hjá liðum sem þannig er
ástatt fyrir að þau bæta sér það
upp með góðu bikargengi. Ég býst
við því að KA-menn muni spila aft-
arlega og verjast vel en það hefur
oft gengið ágætlega hjá þeim í
sumar. Þeir geta verið skæðir í
skyndisóknum, ekki síst ef hinn
skruggufljóti Jóhann Þórhallsson
nær sér á strik en hann hefur ein-
hverra hluta vegna ekki gert það í
sumar.
FH-ingar gætu þurft á allri sinni
þolinmæði að halda en ef þeim
tekst að yfirvinna baráttu og varn-
arleik KA-manna og spila eins og
þeir hafa gert í mestallt sumar, þá
eru þeir mjög sigurstranglegir.
Þeir eru eflaust búnir að sætta sig
við að Evrópudraumurinn sé á
enda og leggja því örugglega allt í
sölurnar til að verða bikarmeist-
arar og sigra þar með tvöfalt í ár.“
Keflvíkingar eru
óútreiknanlegir
Magnús sagði að viðureign Kefla-
víkur og HK væri á margan hátt
keimlík. Keflvíkingar væru mun
líklegri sigurvegarar sem úrvals-
deildarlið en HK hefði komið á
óvart í sumar, bæði í 1. deildinni og
bikarkeppninni, og gæti gert Kefl-
víkingum skráveifu.
„Keflvíkingar eru í raun óút-
reiknanlegir, eitt mesta jó-jó-lið
sumarsins, og þeir hafa sýnt alls
konar leiki í ár. Það er talsverður
léttleiki yfir Keflavíkurliðinu, sem
getur spilað skemmtilegan sóknar-
fótbolta ef það fær frið til þess. Ég
býst við því að rétt eins og KA
gegn FH muni HK leggja áherslu á
að verjast vel gegn Keflavík og
beita skyndisóknum. Það getur þó
reynst hættulegt að leyfa Keflvík-
ingum að spila sinn fótbolta og
komast of langt. En þegar Keflvík-
ingar leika eins og þeir geta best,
sigra þeir hvaða lið sem er, og þeir
eru að sjálfsögðu mjög líklegir til
að fara með sigur af hólmi.“
HK er mikið
stemmningslið
„HK-liðið hefur átt mjög góða
kafla í 1. deildinni í sumar, og er
komið alla leið í bikarkeppninni.
HK er með mjög góðan markvörð,
Gunnleif Gunnleifsson, sem hefur
haldið marki sínu hreinu í 10 leikj-
um í deild og bikar í sumar, og það
er greinilegt að liðið getur varist
mjög vel með hann sem sterkan
hlekk fyrir aftan. Það eina sem ég
hef séð til HK í sumar er hluti af
leiknum við Skagamenn í bikarnum
en þar gerði liðið það heldur betur
gott og vann góðan sigur. HK er
greinilega mikið stemmningslið en
það fer ekki á milli mála að það er
munur á liðum í úrvalsdeild og 1.
deild,“ sagði Magnús Gylfason.
Undanúrslit í bikarkeppninni, FH-KA og HK-Keflavík
„Geta orðið
mjög keim-
líkir leikir“
MAGNÚS Gylfason, þjálfari ÍBV, segir að það megi búast við ýmsu í
undanúrslitaleikjum bikarkeppninnar á Laugardalsvellinum um
helgina. FH og Keflavík séu vissulega mjög sigurstrangleg gegn KA
og HK en bikarkeppnin sé oft óútreiknanleg – báðir leikir geti endað
með mjög öruggum sigrum en síðan gætu lið KA og HK hæglega
komið á óvart, veitt andstæðingum sínum harða keppni og jafnvel
slegið þá út.
Baldur Bett, leikmaður FH, í baráttu
ureyri á dögunum, þar sem FH-in
KEILUDEILD ÍR heldur upp á tíu
ára afmæli sitt um þessar mundir
og um helgina verða fjórir gestir
frá Svíþjóð staddir hér á landi á
vegum félagsins. Svíar eiga eitt
sterkasta karlalandslið heims og
hafa Svíarnir allir komið við sögu
hjá sænska landsliðinu.
Í fréttatilkynningu frá keilu-
deild ÍR segir að á næstu miss-
erum verði blásið til sóknar í út-
breiðslu íþróttarinnar sem hefur
verið í lægð undanfarin ár eftir
góð upphafsár.
Afmælismót keiludeildar ÍR
verður haldið í Keilu í Mjódd dag-
ana 24. og 25. september, en hinn
26. september býður keiludeild ÍR
öllum frítt í keilu frá kl. 10:00–
17:00. Klukkan 17:00 fer fram
sýningarleikur á milli Svíanna og
bestu íslensku leikmannanna og
er um að ræða óformlegan lands-
leik.
Keiludeild
ÍR blæs
til sóknar
FIM
sér á
mót
þrem
viku
alla
sem
ágæ
hefð
með
B
steig
isde
leyti
einu
hópi
Ger
15.–
Si
aðei
áfra
Már
högg
úrtö
Park
M
ur h
Hill
son
þess
áhug
Heið
spja
enn
Mag
kylf
inn a
Ís
aðst
styr
gera
ef ve
ferð
B
asta
að m
hönd
fé úr
sam
Á
ur B
hann
land