Morgunblaðið - 20.10.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 20.10.2004, Qupperneq 1
2004  MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VÍKINGAR HAFA SAMÞYKKT TILBOÐ DJURGÅRDEN Í KÁRA ÁRNASON / B3 Í gagntilboðinu fer Hannes framá að bera meira úr býtum en í frétt í norska blaðinu Stavanger Aftenblad segir að hann sé einn lægt launaði leikmaður liðsins en tekjur hans samkvæmt skattfram- tali í fyrra námu ríflega tveimur milljónum íslenskra króna. „Það eru kannski aðeins meiri líkur á að ég verði áfram hjá Vik- ing en það er ekkert búið að ákveða eitt né neitt. Ég lagði fram á fundinum við Hodgson mínar kröfur og nú er boltinn bara í höndum Vikings, hvað þeir vilja gera,“ sagði Hannes við Morgun- blaðið í gær. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðisins hafa borist margar fyr- irspurnir um Hannes frá erlendum liðum í kjölfar frammistöðu hans með ungmennalandsliðinu en Hannes hefur skorað öll sex mörk Íslands í undankeppni EM – þrennur gegn Búlgörum og Svíum. Það sem hefur hins fælt sum félög frá er að forráðamenn Viking krefjast uppeldisbóta fyrir Hann- es, 180.000 evra sem jafngildir rúmlega 15 milljónum króna, en Hannes hefur verið samnings- bundinn Viking í þrjú ár eða frá 17 ára aldri. Hannes Þ. gerði gagntilboð HANNES Þ. Sigurðsson, sem slegið hefur rækilega í gegn með ung- mennalandsliðinu í knattspyrnu, átti fund með Roy Hodgson, þjálf- ara Viking, í fyrrakvöld. Þar lagði Hannes á borðið gagntilboð en Viking hefur í tvígang í sumar gert Íslendingnum nýtt tilboð þar sem samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina. Morgunblaðið/Sverrir Keflavík vann útisigur á ÍS, 79:64, í toppslag í 1. deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöld. Á mynd- inni er Lovísa Guðmundsdóttir úr ÍS með boltann en Rannveig K. Randversdóttir (9) og Marín Rós Karlsdóttir úr Keflavík sækja að henni. Keflavík hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína. Sjá nánar B2. Mutu sem leikur með enska úr-valsdeildarliðinu Chelsea fundaði í gær með fulltrúum sam- taka atvinnuknattspyrnumanna. „Hann mun ekki fara í annað lyfja- próf, en hefur viðurkennt að hafa notað kókaín. Mutu fer á fund með enska knattspyrnusambandinu, FA, á næstu dögum þar sem málið verð- ur tekið fyrir. Búast má við því að Mutu verði dæmdur í allt að tveggja ára keppn- isbann en játning hans gæti dregið úr refsingunni. Gheorghe Popescu talsmaður Mutu segir að leikmaðurinn sé „eyði- lagður“ en vonist eftir að fá sex mán- aða keppnisbann. Popescu lék áður með Tottenham. „Ég ráðlagði hon- um að játa sekt sína þar sem biðin eftir síðara sýninu myndi aðeins auka vandamálið – enda gerist það sjaldan að A- og B-sýni gefi mismun- andi niðurstöðu. Chelsea mun líklega taka Mutu af launaskrá þar til FA lýkur við málið. Það vekur athygli að Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea var sá að- ili sem bað um að Mutu yrði sendur í lyfjapróf en hann var ósáttur við að leikmaðurinn skyldi mæta seint og illa fyrir kallaður á æfingar liðsins. Mutu var keyptur til Chelsea frá ítalska liðinu Parma fyrir ári síðan fyrir um 2 milljarða kr. en hann er með um 8 millj. kr. á viku í laun frá Chelsea. Ioan Becali umboðsmaður Mutu hefur viðurkennt að hafa logið að Claudio Ranieri, fyrrum knatt- spyrnustjóra Chelsea, til þess að Mutu gæti farið til heimalands síns í skemmtiferð. „Ég laug að nánum vini mínum. Mutu bað mig um að segja að móðir hans væri veik og hann þyrfti að fara til hennar í snatri. Hann fór til Rúm- eníu til þess að skemmta sér.“ Becali bætir því við að skilnaður Mutu við Alexandra Dimu hefði reynst honum erfiður. Mutu lék með rúmenska landslið- inu gegn Tékkum á dögunum þrátt fyrir að læknar Chelsea hefðu bann- að honum að fara í leikinn vegna meiðsla á hné. Mourinho sektaði Mutu með því að draga af honum tveggja vikna laun – 16 millj. kr. Mourinho hefur bannað Mutu að koma á æfingasvæði félagsins. Mourinho sendi Mutu í lyfjaprófið RÚMENSKI landsliðsmaðurinn Adrian Mutu hefur viðurkennt að hafa notað eiturlyfið kókaín, en Mutu féll á lyfjaprófi sem hann var látinn gangast undir fyrir skemmstu. Gordon Taylor formaður sam- taka atvinnuknattspyrnumanna segir við enska fjölmiðla að leik- maðurinn hafi viðurkennt að hann hafi notað umrætt efni og því verður B-sýni úr lyfjaprófinu ekki rannsakað. AP Mutu, leikmaður Chelsea og fyrirliði landsliðs Rúmeníu. SJÖ snjallir handknattleiksmenn léku í gær- kvöld kveðjuleik með landsliðum Þýskalands og Svíþjóðar. Þau áttust við í Kiel, í troðfullri Ostsee-höllinni, en áhorfendur voru 10.280 og þeir sáu Svía sigra, 32:31. Þeir Stefan Kretzschmar, Christian Schwarzer, Volker Zerbe, Klaus-Dieter Petersen og Mark Drag- unski klæddust þar þýsku landsliðstreyjunni í síðasta skipti. Svíarnir frægu Staffan Olsson og Magnus Wislander, sem báðir eru orðnir fertugir, léku jafnframt kveðjuleik sinn fyrir Svía, á sínum gamla heimavelli í Kiel. Wislander lék með Kiel í 12 ár og Olsson í 7 ár. Þar að auki voru fimm núverandi leikmenn með Kiel í liði Svía, sem þar með var nánast eins og á heimavelli. Frank von Behren skoraði 5 mörk fyrir Þjóð- verja og Kretzschmar 4. Þar með skoraði Kretzschmar 821 mark á litríkum ferli sínum með þýska landsliðinu. Sebastian Seifert var atkvæðamestur hjá Svíum, skoraði 7 mörk. Sjö stjörnur kvöddu í sigur- leik Svía í Kiel

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.