Morgunblaðið - 27.10.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 27.10.2004, Síða 2
                                      ! !              !  " " #$%&'% '&'%  ! ( )!*+ ALMYRKVI verður á tungli næstu nótt og má gera ráð fyrir að myrkvinn sjáist í heild frá Íslandi. Almyrkvinn stendur yfir í 81 mín- útu. Að honum loknum hefst deild- armyrkvi aftur en nú í öfugri röð, þar sem tunglið færist smám sam- an úr alskugganum. Myrkvinn hefst skömmu eftir miðnætti eða kl. 00.06 og lýkur 06.03. Frá þessu er greint í nýútkomnu fréttabréfi Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Tekur á sig dökkrauðan eða kopar-appelsínugulan lit Tunglmyrkvar verða þegar tunglið gengur inn í skugga jarðar þegar jörðin er stödd milli sólar og tungls. Í umfjöllun Sævars Helga Bragasonar í fréttabréfi Stjörnu- skoðunarfélagsins segir að þegar tunglið er komið inn í alskuggann hverfi það ekki alveg vegna þess að skuggi jarðar er ekki algjörlega dökkur. „Tunglið tekur þá á sig dökk- rauðan eða kopar-appelsínugulan lit. Þessi litbrigði koma frá sólar- ljósinu sem fer í gegnum örþunna brún á lofthjúpi jarðarinnar og fellur á tunglið. Ryðrauði liturinn er sá sami og við sjáum við sól- arupprás og sólsetur á jörðinni,“ segir í greininni. Næsti almyrkvi í mars 2007 „Sýningunni er ekki alveg lokið þegar brún tunglsins er komin úr alskugganum því hálfskugginn ætti að haldast sýnilegur á hægri helmingi tunglsins í um 20–30 mín- útur. Þegar þessu er lokið, prýðir fullt tungl morgunhimininn hátt í vestri séð frá Reykjavík,“ segir í grein Sævars Helga. Tunglmyrkvinn ætti að sjást vel á sunnan- og suðvestanverðu land- inu þar sem Veðurstofan spáir bjartviðri í þessum landshlutum í kvöld og nótt. Næsti almyrkvi á tungli sem sést frá Íslandi verður ekki fyrr en eftir tvö og hálft ár eða 3. mars 2007. Almyrkvi á tungli næstu nótt 2 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁÆTLUN SAMÞYKKT Þingið í Ísrael samþykkti í gær áætlun Ariels Sharons forsætisráð- herra um að allt ísraelskt herlið og landtökumenn yrðu flutt frá Gaza á næsta ári. Margir stjórnarþingmenn greiddu atkvæði gegn áætluninni en Verkamannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu, studdi hana. Gaza verður fyrsta svæðið sem Ísraelar láta af hendi eftir sigurinn mikla í sex daga stríðinu 1967. Spáð stjórnarkreppu Talin er hætta á stjórnarkreppu í Evrópusambandinu þar sem líklegt þykir að þing ESB hafni í dag allri væntanlegri nýrri framkvæmda- stjórn sem á að taka við 1. nóv- ember. Mesta lækkun á einum degi Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 4,3% í gær, sem er næst- mesta lækkun vísitölunnar á einum degi. Frá því að úrvalsvísitalan náði hámarki 8. október síðastliðinn hef- ur hún lækkað um 10,6%. Vetrarfrí boðuð í næstu viku Ef kennaradeilan leystist á næstu dögum er óvíst hvort kennsla myndi hefjast í næstu viku vegna boðaðs vetrarfrís í mörgum grunnskólum. Afhending tefst Tafir hafa orðið á afhendingu íbúða í fyrsta áfanga í 101 Skugga- hverfi. Fyrstu íbúðirnar sem af- henda átti í byrjun október verða af- hentar í lok mánaðarins. Ástæðan er sögð sú að ekki hafi tekist að vinna verkið eins hratt og ráð var fyrir gert. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 24 Fréttaskýring 8 Bréf 26 Viðskipti 12/13 Minningar 27/28 Úr verinu 14 Dagbók 32/34 Erlent 14/15 Myndasögur 32 Minn staður 16 Víkverji 32 Höfuðborgin 17 Staður og stund 34 Suðurnes 17 Menning 35/41 Akureyri 18 Af listum 36 Landið 18 Bíó 38/41 Daglegt líf 19 Ljósvakamiðlar 42 Umræðan 21/26 Veður 43 Forystugrein 22 Staksteinar 43 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl           !" # " $%& !" '"( )!""( *"( + ,-" .%#/   +"         !$ $  #+ &%!$'&$ $ ,0+ " 1"2333,  ,                         ÖKUMAÐUR bíls var fluttur á slysadeild á Húsavík eftir bílveltu sunnan í Laxamýrarleiti rétt vestan Húsavíkur síðdegis í gær. Hann meiddist í baki en fékk að fara heim að lokinni skoðun. Krapi var á veginum þegar óhapp- ið varð og missti ökumaðurinn stjórn á bíl sínum sem rann niður vegkant og valt á þakið. Ökumaður var í bíl- belti og bíllinn skemmdist ekki mikið að sögn lögreglunnar. Morgunblaði/Atli Bílvelta við Laxamýri FJÓRIR erlendir menn festu bíl sinn í Jökuldölum í gær og gekk einn þeirra í Landmannalaugar en þar er neyðarsendir sem mað- urinn notaði til að kalla eftir að- stoð. Ekki amaði neitt að manninum sem gekk um 15 kílómetra leið í Landmannalaugar og heldur ekki að mönnum þremur sem biðu í bílnum í Jökuldölum en björgun- arsveitarmenn frá Dagrenningu á Hvolsvelli voru komnir þangað á vettvang seint í gærkvöldi. Reikn- uðu björgunarsveitarmenn með því að koma með mennina til byggða í fyrsta lagi á milli klukk- an tvö og þrjú í nótt sem leið. Fjögurra stiga frost og stilla var á þessum slóðum í gærkvöldi. Bjargað úr Jökuldölum ERLA Sólveig Óskarsdóttir hús- gagnahönnuður hefur fengið það verkefni að hanna stól sem fara á á markað í Kólumbíu í Suður-Am- eríku, en annar stóll sem hún hef- ur hannað hefur verið þar á mark- aði í nokkur ár, auk þess sem hann hefur einnig verið á markaði í Þýskalandi og Frakklandi. Erla Sólveig sagði í samtali við Morgunblaðið að eldri stóllinn hefði gengið mjög vel í Kólumbíu og því hefðu aðilarnir þar í landi viljað fá aðra hönnun til viðbótar. Þetta væri nýtilkomið og hefði væri rætt um þetta á húsgagna- sýningunni í Köln nú nýverið. Vildu fá líkan stól Erla Sólveig sagði að fyrirhugað væri að nýi stóllinn færi einnig á markað í Bandaríkjunum og Bras- ilíu, en ekki væru í gildi toll- ar milli þessara landa að þessu leyti og því möguleiki á slík- um útflutningi. Aðspurð hvort að nýi stóllinn yrði mjög frá- brugðinn þeim eldri sagði hún að aðilarnir í Kólumbíu væru svo yfir sig hrifnir af gamla stólnum að þeir vildu fá sem líkastan stól og það yrði skyldleiki á milli nýja og gamla stólsins. Grunnhugmynd af stólnum er komin að sögn Erlu Sólveigar, en ómögulegt væri að segja hversu mikil vinna væri eftir við hönnun hans. Hannar stól fyrir markað í Kólumbíu BILUN varð í startara vélar Flug- félags Íslands sem fara átti frá Eg- ilsstöðum til Reykjavíkur í gær- morgun. Var önnur vél fengin í hennar stað og urðu litlar tafir vegna þessa. Mikill viðbúnaður var á Ak- ureyrarflugvelli í gærmorgun vegna bilunar í hreyfli vélar frá Flugfélag- inu skömmu eftir flugtak. Vélin lenti heilu og höldnu á vellinum skömmu síðar. Þá urðu farþegar á leið til Egils- staða síðdegis í gær að fara með ann- arri vél en upphaflega stóð til þar sem viðvörunarljós vegna afísunar- búnaðar kviknuðu. Að sögn Jóns Karls Ólafssonar, framkvæmda- stjóra Flugfélags Íslands, er alltaf kannað hvort um raunverulega bilun sé að ræða þegar viðvörunarljós kvikna og því var strax ákveðið að fá aðra vél til að flytja farþegana. /18 Bilanir í þremur vélum Flugfélagsins Erla Sólveig Óskarsdóttir Í TILLÖGUM sem Árni Johnsen hefur kynnt fyrir sveitarstjórnar- mönnum í Vesturbyggð og á Tálkna- firði vegna átaks í ferðaþjónustu og atvinnumálum segir m.a. að mikil- vægt sé fyrir Suðurfirðina að hliðið inn á Vestfirði sé um Gilsfjörð, en ekki eingöngu um Steingrímsfjarð- arheiði og Djúpið. Segir hann Suðurfirðina vannýtt „gullabú“ fyrir ferðamenn en í fram- tíðinni megi gera ráð fyrir því að ferðamenn dvelji þar í 3–7 daga og hafi meira en nóg fyrir stafni, sé öllu til tjaldað. Árni leggur einnig til að byggt verði Hrafnaflókahús í Flóka- lundi. Búið er að kynna tillögur Árna fyrir sveitarstjórnum Vesturbyggð- ar og Tálknafjarðar. Verða tillögurn- ar hafðar til hliðsjónar við uppbygg- ingu í ferðaþjónustu- og atvinnu- málum á svæðinu. Tillögurnar eru í 57 liðum./22 Gilsfjörður verði hlið að Vestfjörðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.