Morgunblaðið - 27.10.2004, Side 4

Morgunblaðið - 27.10.2004, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLENSKU friðargæsluliðarnir þrír sem særðust í sjálfsmorðs- sprengjuárás í Kabúl á laugardag fara frá Afghanistan í fyrramálið og eru væntanlegir til Osló síðdeg- is. Þeir eru væntanlegir til landsins síðdegis á föstudag, að sögn Arnórs Sigurjónssonar, skrifstofustjóra ís- lensku friðargæslunnar. Mennirnir þrír, þeir Stefán Gunnarsson, Steinar Arnar Magn- ússon og Sverrir Haukur Grönli fljúga með vél á vegum Norður- landanna en löndin halda uppi reglulegu flugi til og frá Kabúl. Þegar rætt var við Arnór í gær sagði hann að enn stæði til að Stef- án, sem slasaðist mest þremenning- anna, yrði fluttur af þýsku her- sjúkrahúsi og á flugvöllinn þar sem íslenska friðargæslan hefur bæki- stöðvar. Íslensku friðargæsluliðarnir Stefán Gunnarsson, Sverrir Haukur Grönli og Steinar Arnar Magnússon báru sig vel á þýska hersjúkrahúsinu. Halda heim til Ís- lands í fyrramálið VERIÐ er að klæða Kringluna í jólaskrúðann þessa dagana en þó verður ekki kveikt á jólaljósunum fyrr en 1. nóvember líkt og gert var í fyrra. Unnið er að því að setja frostrósirnar, sem prýtt hafa bílastæði Kringlunnar undanfarin jól, upp og einnig töluvert af skrauti og ljósum innan dyra. Enn verður bið á því að ljósin á jóla- trénu verði tendruð en það verður líkt og undanfarin ár gert 1. des- ember. Upp úr því má svo eiga von á því að jólalögin fari að óma um ganga Kringlunnar. Að sögn Arnar Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Kringlunnar, verður eitthvað um nýjungar í jólaskrautinu fyrir þessi jólin en „annars erum við í góðum málum hvað jólaskraut varðar,“ segir Örn. Jóladagskrá Kringlunnar er í smíðum en líkt og undanfarin ár verður boðið upp á tónlistar- dagskrá á aðventunni. Þá verður þess ekki langt að bíða að jóla- sveinarnir fari að sjást á göng- unum. Verslanir Kringlunnar eru sum- ar þegar búnar að taka fram jóla- skrautið og að sögn Arnar má bú- ast við því að ljósin fái að loga, úti sem og inni, fram yfir þrett- ándann. Morgunblaðið/Þorkell Komin í jólabúning HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef- ur dæmt rúmlega fimmtugan karl- mann í 30 daga skilorðbundið fang- elsi fyrir að slá lögreglumann í andlitið með krepptum hnefa með þeim afleiðingum að hann marðist í andliti, vör sprakk og tönn losnaði. Tönnina varð síðar að fjarlægja. Höggið veitti maðurinn þegar hann streittist á móti tveimur lög- reglumönnum sem hugðust hand- taka hann en þeir höfðu verið kall- aðir út vegna heimilisófriðar. Að sögn lögreglumannanna var mað- urinn hvorki til viðræðu né í húsum hæfur og var hann mjög illvígur. Þurfti að kalla á aðstoð til þess að koma honum í járn. Sveinn Sigurkarlsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Sigríður Jósefsdóttir saksóknari fór með málið af hálfu ríkissaksóknara og Lárentstínus Kristjánsson hrl. var til varnar. Hvorki til viðræðu né í húsum hæfur KARLALANDSLIÐIÐ í skák gerði jafntefli við Argentínu 2–2 í umferð gærdagsins á Ólympíu- skákmótinu sem haldið er á Mallorka, en kvennalandsliðið tapaði fyrir Íran með 2,5 vinn- ingum gegn 0,5. Þrjár umferðir eru eftir af mótinu sem lýkur á föstudaginn kemur. Karlalandsliðið hefur ekki tap- að í síðustu fimm umferðum á mótinu þó teflt hafi verið við stigahærri lið í síðustu fjórum umferðum. Hannes Hlífar vann öruggan sigur á stórmeistaranum Ruben Felgaer í gær. Hannes hefur náð mjög góðum árangri í síðustu við- ureignum, 4 vinningum af 5 mögulegum, aðeins ofurstórmeist- ararnir Adams og Sokolov hafa náð að gera við hann jafntefli. Þröstur Þórhallsson og Bragi Þorfinnsson sóttu fast að sínum andstæðingum, sérstaklega Bragi. Aðeins Lenka Ptácníková náði jafntefli hjá kvennasveitinni en þær Guðlaug Þorsteinsdóttir og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir töp- uðu báðar sínum viðureignum. Jafntefli hjá körl- unum og tap hjá konunum MAÐUR sem reyndi að stinga óein- kennisklædda lögreglumenn af, eftir að þeir höfðu haft afskipti af honum við Mjóddina í september í fyrra, sagðist fyrir dómi hafa haldið að lög- reglumaðurinn væri handrukkari og kvaðst hafa fengið hótanir frá slíkum mönnum skömmu áður. Lögreglu- maðurinn hafi verið „krimmalegur“ og ekki gefið til kynna að hann væri lögreglumaður þegar hann hafi öskrað á sig og síðan hangið í hurð- inni eftir að hann ók af stað. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi framburð mannsins ótrúverðugan og dæmdi hann í fjögurra mánaða fang- elsi, skilorðsbundið til þriggja ára fyrir brot gegn lögreglulögum, fyrir að hafa haft um 90 grömm af hassi og óleyfilegt höggvopn í fórum sínum. Jafnframt var gerð upptæk tölvuvog sem maðurinn notaði til ólöglegrar meðferðar fíkniefna. Mestallt hassið fannst á heimili hans en um fjórum grömmum henti hann út um bíl- glugga áður en lögregla náði honum. Í framburði þriggja lögreglu- manna sem voru á vettvangi kom fram að þeir hefðu allir verið með skilríki um hálsinn og honum hefði verið gerð rækilega grein fyrir því að þar væru lögreglumenn á ferð. Maðurinn er 21 árs gamall. Áður en hann varð 18 ára hlaut hann m.a. þrjár sektir fyrir brot gegn ávana- og fíkniefnalögum auk 30 daga skil- orðsbundins fangelsisdóms. Eftir að hann náði 18 ára aldri hefur hann verið sektaður fyrir fíkniefnabrot og dæmdur í tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir líkamsárás. Dómurinn hegningarauki Með brotunum sem dæmt var fyr- ir nú rauf hann skilorð og var dóm- urinn nú hegningarauki við þann dóm. Ingveldur Einarsdóttir kvað upp dóminn. Sigurður Gísli Gíslason, fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, flutti málið f.h. ákæruvaldsins og Hilmar Ingimundarson hrl. var til varnar. Sagði lög- reglumanninn krimmalegan RAUNLAUN félaga í Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur í fjármála- fyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum í sérhæfðri þjónustu hækkuðu um 120% á fimmtán ára tímabili á milli áranna 1988 og 2003 og hafa hækkað langmest sé litið til atvinnugreina. Launahækkun VR félaga að meðal- tali á sama tímabili var 60%. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um launaþróun innan VR, sem sagt er frá á heimasíðu félagsins. Undir sérhæfða þjónustu falla t.d. lögfræðiþjónusta, bókhaldsþjónusta, verkfræði- og arkitektaþjónusta, auglýsingastarfsemi og ýmiskonar ráðgjafarþjónusta. Tæplega fjórði hver félagsmaður VR starfar í þess- um greinum, samkvæmt síðustu launakönnun VR. Þá segir að í skýrslu Hagfræði- stofnunar komi fram að þeir fé- lagsmenn sem unnu í þessari at- vinnugrein höfðu lægstu meðal- tekjurnar árið 1988. Þeir hafi unnið sig upp hægt og bítandi á tímabilinu og frá aldamótum haft mun hærri tekjur en aðrir félagsmenn VR. Skýrsluhöfundar segi meginástæð- una vera breytingu á samsetningu þessa hóps. Félagsmönnum VR hjá fyrirtækjum sem alla jafna greiði há laun hafi fjölgað hlutfallslega á þess- um árum, svo sem fyrirtækjum í hugbúnaðargerð, þjónustufyrirtækj- um á sviði tölvu- og gagnavinnslu og bókhaldsþjónustu og endurskoðun. 120% hækkun raun- launa á 15 árum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.