Morgunblaðið - 27.10.2004, Page 33

Morgunblaðið - 27.10.2004, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 33 DAGBÓK fjölskylduvænn? Er þinn vinnustaður Á vinnusta›urinn flinn, næsti yfirma›ur e›a samstarfsfólk skilið að fá vi›urkenningu fyrir a› stu›la a› samræmingu vinnu og einkalífs í or›i og verki? Vettvangur fróðleiks um sveigjanleika á vinnustöðum og samræmingu vinnu og einkalífs www.hgj.is Hollvinir hins gullna jafnvægis hafa í hyggju a› veita ö›ru sinni vi›urkenn- ingu fyrir framlag sem stu›lar a› samræmingu vinnu og einkalífs í or›i og verki. Vi›urkenningin „Ló› á vogarskálina“ ver›ur afhent á rá›stefnunni „Heima og heiman: Samræming vinnu og einkalífs í fjölmenningarsamfélagi“ sem haldin ver›ur á Nordica hótel 17. nóvember nk. kl. 13.00-16.00. Ef flér finnst vinnusta›urinn flinn fjölskylduvænn, a› flar ríki gó›ur skilningur á flörfum og a›stæ›um starfsmanna í einkalífinu, a› leita› hafi veri› lei›a til a› gera starfsfólki kleift a› samræma vinnu og einkalíf t.d. me› auknum sveigjanleika í störfum starfsmanna – sendu okkur flá rökstudda ábendingu. Teki› er á móti ábendingum á vefsvæ›inu www.hgj.is. Frestur til fless a› senda inn ábendingu rennur út 5. nóvember nk. Hollvinir hins gullna jafnvægis Hollvinir hins gullna jafnvægis eru: Alþýðusamband Íslands • Efling stéttarfélag • Félagsmálaráðuneytið • Hugsmiðjan • IMG Gallup • Íslandsbanki hf. • Jafnréttisráð • Jafnréttisstofa • Landsbanki Íslands hf. • Landsvirkjun • Orkuveita Reykjavíkur • Reykjavíkurborg • Samtök atvinnulífsins • Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar • Verzlunarmannafélag Reykjavíkur • Vinnueftirlitið • Vinnumálastofnun E N N E M M / S IA / N M 13 7 5 0 Guðmundur Rafn Geirdal sjúkranuddari Guðmundur Rafn Geirdal sjúkranuddari hefur hafið störf hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur. • Nudd við vöðvabólgu • Slökunarnudd • Heilsuráðgjöf Tímapantanir í síma 562 1916 Seljavegi 2, 101 Reykjavík (Héðinshúsinu), s. 562 1916 Enn eitt bréfið ÞESSARI ríkisstjórn mun ekki tak- ast að stjórna landinu. Af hverju? Af því að það eru ekki sögulegar for- sendur til að þessir flokkar geti gert sáttmála um grundvallaratriði í tekjuskiptingu landsmanna. Og hver eru þessi grundvallaratriði? Þau eru einföld. Að taka af óskiptum afla. Að gera sáttmála um að frumþörfum verði fullnægt. Og hvað eru frum- þarfir? Frumþarfir eru þau lífskjör sem veita manninum rétt til öruggrar ókeypis læknishjálpar. Frumþarfir eru að hafa tryggt öldruðum hús- næði og aðbúnað með félagslegri að- stöðu. Og grunnþarfir eru að biðlist- ar hverfi! Biðlistarnir eru eins og lík á taflborði! Þetta á að taka af óskiptum afla. Og þetta er að sjálfsögðu ekki annað en beinagrind. Núverandi stjórn- arflokkar gátu ekki lagað neitt til eða gert neitt í stjórnarsamvinnu. Hins vegar gætu Sjálfstæðisflokk- urinn og Samfylkingin gert sáttmála í þá veru sem hér er lýst. Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylk- ingin fara annaðhvort út í pólitík eða verða lokapunkturinn í langri harm- sögu. Það ætti hvað sem öðru líður að fella þessa stjórn sem fyrst og stokka spilin. Hrafn Sæmundsson, fyrrv. atvinnumálafulltrúi. Sjal tapaðist SVART heklað sjal tapaðist senni- lega á bílastæðunum við Hafnar- bakkann í Reykjavík eða á Geirs- götu. Finnandi vinsamlega hringið í síma 699-5345. Gleraugu fundust GLERAUGNAHÚS með gler- augum í fannst í Álftamýri föstu- dagskvöldið 22. október. Upplýs- ingar í síma 553-0363. Kettlingar fást gefins 6 KETTLINGAR, 11 vikna, fást gef- ins. Uppl. í síma 691-9231, 565-4210. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Meðferð sára verður meginviðfangsefnimálþings, sem haldið verður á HótelSögu á morgun kl. 14. Þar munulæknar og vísindamenn sem hafa stundað rannsóknir á sárum og meðferð þeirra og tekið virkan þátt í skipulagi á sárameðferð í heimalöndum sínum, flytja fyrirlestra um þetta heilbrigðisvandamál. Samhliða málþinginu verða stofnuð samtök um sárameðferð á Íslandi. Að sögn Baldurs Tuma Baldurssonar, læknis og ráð- gjafa hjá Össuri í sáraumbúðum, eru illmeðhöndl- anleg sár stórt vandamál á Vesturlöndum. Baldur segir sjúklingahópinn gjarnan þöglan og fé- lagslegar og fjárhagslegar afleiðingar sjúkdóms- ins auk þeirra þjáninga sem hann veldur séu geysilegar. Því vilji Samtök um sárameðferð koma að öllum hliðum þessa vandamáls til hags- bóta fyrir sjúklingana og þar með samfélagið. „Orsakir illmeðhöndlanlegra sára eru fjölþætt- ar, en hluta skýringarinnar er að leita í hærra hlutfalli eldra fólks í samfélaginu,“ segir Baldur. „Einn vandinn sem við blasir í sárameðferð á Ís- landi er að hinar margbreytilegu orsakir sára valda því að meðferð þeirra getur fallið undir ólík- ar greinar heilbrigðisþjónustunnar. Ljóst er að flestir sem koma að greiningu og meðferð sára búa yfir mikilvægri þekkingu. Samt er meðvit- undin um hvar þekkinguna er að finna fyrir hinn einstaka sjúkling hvorki almenn í heilbrigðiskerf- inu né í þjóðfélaginu. Þekkingin nýtist honum því ekki og í versta falli stranda sjúklingar með erfið sár innan heilbrigðiskerfisins eða utan þess án þess að fá þá meðferð sem myndi græða sárið. Við erum hér að tala um sár sem eru í mánuði eða jafnvel ár. Að hafa sár sem ekki grær er illt. Þegar verkirnir bætast við og jafnvel leki úr sárinu og slæm lykt er ástandið hræðilegt. Það er ekki að furða að sjúklingahópurinn sé þögull og oft einangrar þetta fólk sig.“ Hvað vinnst með stofnun þessara samtaka? „Fjölmargir hópar sérfróðra starfsmanna koma að meðferð sára og þetta fólk er vel heima í sínu starfi. Hinsvegar er meðvitund um orsakir, afleið- ingar og meðferð sára ekki almenn í þjóðfélaginu. Jafnvel innan heilbrigðiskerfisins er útbreidd vankunnátta um réttar boðleiðir fyrir sárasjúk- linga. Lausnin á þessu er ekkert leyndarmál, meiri fræðsla á öllum stigum heilbrigðiskerfisins, allt frá almenningi til sérfræðinga. Stofnun þver- faglegra samtaka um sárameðferð er líklega al- gjört skilyrði fyrir að hefja slíka þróun. Þau munu stuðla að fræðslu um greiningu og meðferð sára, hvetja til rannsókna á sárum og vekja athygli á þeim sem rannsóknarefni bæði gagnvart fjárveit- ingaaðilum og áhugasömum fræðimönnum, stuðla að samhæfingu í meðferð sára með stofnun ráð- gjafanefnda og stuðla að uppbyggingu þverfag- legrar stöðvar þar sem sár yrðu metin og væri strax ýtt á rétta braut.“ Heilbrigðismál | Samtök um sárameðferð stofnuð á málþingi um sár Sameina þekkingu og krafta  Baldur Tumi Bald- ursson er fæddur í Kópavogi árið 1959. Hann útskrifaðist frá læknadeild HÍ árið 1985 og varð sérfræðingur í húð og kynsjúkdómum 1994. Þá varði hann doktorsritgerð um krabbamein í langvar- andi sárum við Karol- inska Institutet í maí 2000. Baldur starfar við húðsjúkdómadeild LSH, er fræðilegur ráðgjafi hjá Össuri hf. í þró- un fyrirtækisins á sáraumbúðum og rekur læknastofu í Orkuhúsinu. Eiginkona Baldurs er dr. Sólveig Bóasdóttir siðfræðingur og eiga þau tvö börn. hyglisvert að ein frægasta skák Ung- verjans snjalla var gegn þessum sama andstæðingi í sama afbrigði spænska leiksins. Þá kom hann með nýjung sem breytti öllu mati á afbrigðinu. Í stað þess að fara í sömu smiðju þá breytti hann snemma útaf og lenti í kjölfarið í vandræðum. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 d6 5. c3 f5 6. exf5 Bxf5 7. d4 e4 8. Rg5 d5 9. f3 h6 10. fxe4 hxg5 11. exf5 Bd6 12. Df3 g4 13. Dxg4 Rf6 14. Df3 Re4 15. Kd1 Dh4 16. Be3 O-O-O 17. Bxc6 bxc6 18. Rd2 Rg3 19. Bf2 Dg5 20. Bxg3 Bxg3 21. h4 Hxh4 22. Hxh4 Dxh4 23. Kc2 He8 24. Hf1 Bd6 25. Dd3 Dg4 26. Dxa6+ Kd7 27. Hf2 He1 28. Rf3 De4+ 29. Kb3 He3 30. Rd2 Dxd4 31. He2 Staðan kom upp í opnum flokki á Ólympíuskákmótinu sem stendur nú yfir í Calviu á Mallorca. Belgíski stórmeist- arinn Luc Winants (2519) hafði svart gegn Zoltan Almasi (2650). 31... Dg4! og hvítur gafst upp þar sem hann tapar ann- aðhvort hrók eftir 32. Rf3 Dc4+ 33. Dxc4 dxc4+ eða verður mát eftir 32. Hxe3 Dd1#. Það er at- Svartur á leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is ÚTGÁFUTÓNLEIKUM þeirra Bryndísar Höllu Gylfadóttur selló- leikara og Eddu Erlendsdóttur píanóleikara sem vera áttu í TÍBRÁ, tónleikaröð Kópavogs í kvöld, hefur vegna forfalla verið frestað til vors, nánar tiltekið til sunnudagskvölds- ins 10. apríl kl. 20. Þeir sem þegar hafa fest kaup á miðum á tónleikana eru beðnir um að hafa samband við Salinn. Tónleikum frestaðLÍTIL ljós á jörðhafa gefið út ljóða- bókina Í samræð- um við þig eftir Rúnu K. Tetzschn- er. Ljóð Rúnu fjalla flest m sam- skipti kynjanna: valdabaráttu, ást og vináttu, sprott- in úr samræðum skáldsins við sam- ferðamenn. Bókin er gefin út í 125 eintökum og handskreytir Rúna hvert einasta eintak eftir prentun. Ljóð SKÁLDSAGAN Maríumessa eftir Ragnar Arnalds er komin út í útgáfu forlagsins krabb- inn.is. Sagan er byggð á sögu- legum heimildum og gerist í byrjun sautjándu aldar. Heimasæta í Skagafirði, Þórdís í Sól- heimum, verður fyrir dularfullri lífs- reynslu sem dregur dilk á eftir sér og flækir örlög hennar við fjölda fólks. Skáldsaga BÓKAFORLAGIÐ Bjartur hefur gefið út spennusöguna Englar og djöflar eftir Dan Brown í íslenskri þýðingu Karls Emils Gunn- arssonar. Líkt og í Da Vinci-lyklinum, eft- ir sama höfund, er Robert Langdon aðalpersónan í Englum og djöflum. Hann er boðaður með skömmum fyr- irvara til Sviss að rannsaka vettvang óhugnanlegs morðs á þekktum vís- indamanni. Fyrr en varir er hann flækt- ur inn í aldalangar erjur kaþólsku kirkj- unnar og leynifélagsins Illuminati sem hefur í hyggju að valda usla í páfagarði. Þess má geta að bræðraforlag Bjarts, Hr. Ferdinand, er um þessar mundir að gefa Engla og djöfla út í Danmörku. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.