Sunnudagsblaðið - 16.03.1958, Side 15

Sunnudagsblaðið - 16.03.1958, Side 15
SUNNUD AG SBL AÐIÐ 155 — Hann hefur þá með öðrum orðum elskað áður. — Já, og hundurinn hefur verið tryggari en húsbóndi hans. Það sem mest ríður á, er að koma vof- unni í skilning um, að hundurinn sé hér sífelldlega í nærveru henn- ar. Ef sá framliðni getur séð hund inn og munað eftir honum, vakn- ar ef til vill kærleikur í þeli hans. — Eigið þér sjálfar hund? spurði ég Peggy. — Já, og hann hefur oft verið hér í stofunni, en hann virðist al- veg eirðariaus, þegar hann er hér inni. Stundum hefur hann staðið þarna úti í horninu og dillað róf- unni, eins og hann væri að biðja einhvern að koma í gönguferð með sig. — Hundar hafa undraverða skynjun, svaraði ég. — Ef til vill getur hundurinn yðar hjálpað yð- ur í þessu vandamáli. — Það væri vissulega reynandi, svaraði Peggy. — Ég hef aldrei hugsað út í það áður, en nú hafið þér örfað sjálfsöryggi mitt. í kvöld þcgar allir eru gengnir til náða, ætla ég hingað inn í stofuna með hundinn; það verður að vera ró og næði, svo við verðum ekki fyrir truflun. — Ef til vill gæti þetta borið árangur, sagði ég. — ístað þess að biðja fyrir þeim íramiðna, eins og ég hef hingað til gert — ætla ég að reyna að vekja athygli hans á hundinum hans. Ég ætla að tala um hann, og segja honum að hann sé hér ekki cins einmana og hann haldi. Nokkrum dögum síðar hringdi Peggy til mín. — Afturgangan er hér alltaf hyrr hjá okkur, sagði hún. — En kistan er horfin. Hún hvarf strax. °g nú er orðið hlýtt og notalegt 1 stofunni. Þetta hefur með öðrum orðum borið árangur. En ég held að vofan, — í sað þess að sitja alltaf í stofuhorninu, — hafi fært sig út í garðinn og sé þar á ferli umhverfis húsið. — Hafa fleiri séð fyrirburðinn? spurði ég. — Já, börnin hafa oft séð hann. En sem betur fer eru þau alveg óhrædd. Frá því að þér komuð hingað hef ég leitt þetta í tal á heimilinu, og bæði börnin segjast allan tíman hafa vitað að eitthvað undarlegt væri á seyði í dagstof- unni. Börnin höfðu einnig séð kistuna, en höfðu ekki minnzt á það við mig einu orði, vegna þess að þau vildu ekki gera mig ótta- slegna. Ég man vel, að þegar ég sjálf var barn, þorði ég aldrei að tala við fullorðna fólkið um það, sem fyrir mig bar — og nú veit ég, að börnin mín hafa ekki held- ur þorað það. Ég veit, að þetta er kannski heimskulegt; ég hefði átt að geta sagt mér það sjálf, að börn in hefðu einhvers orðið vör. — En leiðis yður ekki að aftur- gangan skuli enn vera bundin húsinu? spurði ég, til þess að segja eitthvað. — Nei, það gerir raunar ekkert til, svaraði Peggy. — Ég held að þeim framliðna líði nú betur. — Hann virðist nú hamingjusamur, en það var hann ekki áður. Hann þarf áreiðanlega að vera þess var, að hann sé umkringdur góðu fólki, sem vill honum vel. Hann hverfur áreiðanlega einhverntíma En þangað til er honum velkomið að vera hjá okkur. Það eina sem er leiðinlegt við þetta, er að ókunn ugir eru svo furðulostnir yfir þessu, sagði Peggy. — Fólk, sem trúir því ekki að afturgöngur séu til. Það verður svo undrunarfult á svipinn, þegar það sér hundinn minn hlaupa umhverfis og leika sér við ósýnilegan hund. (í næstu grein segir Joan Grant frá því, er hún lifði fyrir 5000 árum.) Vifð þér ...» að amerískir skipaeigendur eru íarnir að selja farmiða með af- borgunarskilmálum; álíta, að með því móti geti þeir aukið mjög. farþegatöluna og keppt við flugfélögin. að árið sem leið fluttu 2635 norsk ir ríkisborgaa úr landi; þar af 1943 til Ameríku. að í Bandaríkjunum hafa verið settar á laggirnar hundatrvgg- ingar; tryggðir hundar, sem lifa húsbændur sína geta áfram lifað áhyggjulausu lífi, og „séð fvrir sér sjálfir“, og auk þess greitt hundaskattinn af trygg- ingafénu. að Ameríkumenn eyða árlega 282 milljónum dollara í tyggigúmí. að í Suður-Rhodesiu er sú kynlega áfengislöggjöf, að einungis há- skólaborgtrar, eða menn, sem lokið hafa háskólaprófi, er leyfilegt að kaupa áfengi. að vísindamenn í Sovétríkjunum staðhæfa, að þeir hafi fundið upp Ijósmyndavél, sem geti tekið 32 milljónir mynda á 1 sekúndu. að í Oslo eru 2350 lyftur í notkun í húsum borgarinnar. að spil voru handmáluð lengi fram eftir, og eru aðeins 125 ár frá því farið var að prenta þau. að esperanto er skyldunámsgrein við alla mennta- og háskóla á Spáni. að í Hvíta húsinu í Washing'ton er mjög vandaður sprengju- heldur salur; það var Roose- velt forseti, sem lét byggja hann 1942 og kostaði hann 880 þúsund dóllara. að í Indlandi eru rúmlega 400 milljónir manna, og á hverju ári fæðast þar um 1.2 milljónir barna.

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.