Morgunblaðið - 27.10.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 27.10.2004, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Minningartónleikar um Guð-rúnu Á. Símonar, söng-stjörnuna okkar góðu, verða haldnir í Duus-húsi í Reykja- nesbæ annað kvöld kl. 20. Það er fyrrverandi nemandi Guðrúnar, Kristín Sædal Sigtryggsdóttir sópr- ansöngkona, sem stendur fyrir tón- leikunum og kemur fram á þeim ásamt Láru S. Rafnsdóttur á píanó, Þóri Baldurssyni á píanó og Jóni Rafnssyni á bassa. Kristín var fyrsti nemandi Guðrúnar er hún hóf söng- kennaraferil sinn í Tónlistarskóla Keflavíkur árið 1967. Kristín fylgdi Guðrúnu síðan til Reykjavíkur þar sem hún hóf nám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík árið 1973. Kristín og Guðrún voru miklar vinkonur allar götur síðan, allt þar til Guðrún lést árið 1988, en hún hefði orðið áttræð í ár.    Kristín fékk nótnasafn Guðrúnartil varðveislu eftir hennar dag og mun hún á tónleikunum syngja þó nokkur af þeim lögum sem Guð- rún var þekkt fyrir að syngja á sín- um tíma, allt frá alþjóðlegri sveiflu á borð við I got rythm til klassískra íslenskra sönglaga eins og Fuglinn í fjörunni. „Þetta verður fyrst og fremst á léttum nótum,“ sagði Kristín þegar við ræddum saman um tónleikana í gær. „Í nótnasafninu hennar sem ég fékk eru lög sem hún hafði sung- ið á seinni hluta síns söngferils. Þá var hún meira í hlutverki skemmti- krafts en klassísks söngvara. Það voru lög sem voru geysivinsæl á sínum tíma og margir þekkja vel ennþá.“ Hún segist telja að tónleik- arnir ættu að vera skemmtun fyrir alla, enda hafi Guðrún einmitt verið þannig karakter. „Til dæmis má nefna að þegar hún hélt upp á fjörutíu ára söngafmæli sitt troð- fyllti hún Háskólabíó. Þá var efnis- skráin einmitt á þessum léttu nót- um.“ Persónulega þekkir undirrituð lítið til Guðrúnar Á. Símonar, enda var hún á hátindi ferils síns áður en ég fæddist. Fyrir mér eins og öðr- um á mínum aldri hringir þetta nafn þó mörgum bjöllum um dáða íslenska söngstjörnu, og munu ef- laust margir, yngri og eldri, hafa mikinn áhuga á að heyra hennar minnst í tónum.    Á kaffihúsinu Súfistanum í Máliog menningu við Laugaveg verður síðan haldið spennusagna- kvöld í kvöld kl. 20.30. Það er bóka- forlagið Bjartur sem stendur fyrir kvöldinu, þar sem lesið verður úr tveimur nýútkomnum bókum þess, Englum og djöflum eftir Dan Brown og Danteklúbbnum eftir Matthew Pearl. Einnig verður fjallað sérstaklega um leynifélagið Illuminati sem leikur stórt hlutverk í Englum og djöflum. Dan Brown er eins og kunnugt er höfundur metsölubókarinnar Da Vinci-lykilsins. Segja margir að Englar og djöflar sé ekki síðri lesn- ing – jafnvel meira spennandi ef það er þá hægt! Í minningu söngstjörnu Kristín og Guðrún á góðri stundu í Háskólabíói árið 1979. AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is ’Lesið verður úr tveim-ur nýútkomnum bókum, Englum og djöflum eftir Dan Brown og Danteklúbbnum eftir Matthew Pearl.‘ ARNDÍS Halla Ásgeirsdóttir sópransöngkona syngur um þessar mundir eitt frægasta sópranhlutverk óperu- bókmenntanna, Næturdrottninguna úr Töfraflautunni eftir W.A. Mozart, í hinu fornfræga tékkneska óperuhúsi Státní opera Praha. Hefur hún þegar sungið eina sýn- ingu, 13. október, sem gekk afar vel. „Það var bæði ævintýralegt og skemmtilegt. Bæði leikmyndin og búningarnir eru ofboðslega falleg, í hefð- bundnum stíl,“ segir Arndís Halla, sem næst kemur fram í hlutverki Næturdrottningarinnar, eða Královna noci eins og hún kallast á tékknesku, 3. nóvember næst- komandi. En hún hefur einnig verið í hlutverki fyrstu dömu í óperunni í fyrsta sinn. „Þannig að ég syng þarna tvö hlutverk í Töfraflautunni, þó auðvitað ekki á sömu sýningu,“ segir hún og bætir við að það sé afar skemmti- legt að fá að syngja í þessu fræga tónlistarhúsi. Hlutverkið fékk Arndís Halla gegnum vinkonu sína, mezzósópransöngkonu, sem var spurð í gamni hvort hún þekkti ekki líka góða Næturdrottningu þegar hún söng sjálf fyrir til þátttöku í uppfærslunni. „Þá var hringt í mig og spurt hvort ég gæti ekki sungið fyrir, ég gerði það og fékk hlutverkið,“ segir hún, en fastráðin söng- kona við óperuhúsið, Dagmar Vaòkátová, syngur hlut- verkið á móti Arndísi Höllu. Sýningin heldur til Japan á næsta ári og mun Arndís vera þar bæði í hlutverki Næturdrottningarinnar og fyrstu dömu. Þangað til verður hún m.a. á ferðalagi um Þýskaland og nágrenni í tengslum við stóra hestasýn- ingu, þar sem listreið og menningu er blandað saman. Ópera | Arndís Halla syngur Næturdrottninguna í Prag Í hefðbundn- um stíl í forn- frægu húsi Morgunblaðið/Árni Sæberg Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópransöngkona. Rakarinn morðóði Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Miðasala á Netinu: www.opera.is Lau. 30. okt. kl. 20 - fös. 12. nóv. kl. 20 sun. 14. nóv. kl. 20 - fös. 19. nóv. kl. 20 ATH. Fáar sýningar. Atriði í sýningunni eru ekki við hæfi barna. Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla stúlkan með eldspýturnar Lau. 30. okt. kl. 14 - sun. 31. okt. kl. 14 - lau. 6. nóv. kl. 14 - sun. 7. nóv. kl. 14 Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is Þjóðleikhúsið sími 551 1200 • Stóra sviðið kl. 20:00 NORÐUR – Hrafnhildur Hagalín Frumsýning fös. 29/10 uppselt, 2. sýn. sun. 31/10 örfá sæti laus, 3. sýn. mið 3/11 örfá sæti laus, 4. sýn. sun. 7/11 örfá sæti laus, 5. sýn. fim. 11/11 örfá sæti laus. EDITH PIAF – Sigurður Pálsson Lau. 30/10 uppselt, lau. 6/11 uppselt, lau. 13/11 uppselt, fös. 19/11 uppselt, fim. 25/11 uppselt, fös. 26/11 uppselt, lau. 4/12 uppselt,, lau. 11/12, mið. 29/12 örfá sæti laus DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner sun. 31/10 örfá sæti laus, sun. 7/11 nokkur sæti laus, sun. 14/11 ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason/leikgerð Baltasar Kormákur Fös. 5/11 örfá sæti laus, fös. 12/11 örfá sæti laus, lau. 20/11 nokkur sæti laus. • Smíðaverkstæðið kl. 20:00 SVÖRT MJÓLK – Vasílij Sígarjov Lau. 30/10, sun. 7/11. • Litla sviðið kl. 20:00 BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson fös. 29/10 nokkur sæti laus, sun. 31/10 örfá sæti laus, fös. 5/11 nokkur sæti laus BÖNDIN Á MILLI OKKAR TVÆR SÝNINGAR UM HELGINA 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter, Fös. 5/11 kl. 20 7. kortas. UPPSELT Fös. 5/11 kl. 22 30 Aukasýning Sun. 7/11 kl. 20 8. kortas. Örfá sæti laus Síðustu sýningar á Akureyri Ausa og Stólarnir Fim 11/11 kl 20 Frums. UPPSELT Fös 12/11 kl 20 2.kortas. Örfá sæti laus Lau 13/11 kl 20 3.kortas. Örfá sæti laus Mán 15/11 kl 20 UPPSELT Þri 16/11 kl 20 UPPSELT Mið 17/11 kl 20 UPPSELT Fim 18/11 kl 20 UPPSELT LEIKFELAG.IS ☎ 552 3000 eftir LEE HALL Ég skora á alla að sjá þessa stórkostlegu sýningu” AK Útvarp Saga Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is SÍÐUSTU SÝNINGAR! • Laugardag 30/10 kl 23 LAUS SÆTI • Fimmtudag 4/11 kl 20 LAUS SÆTI • Föstudag 12/11 kl 23 LAUS SÆTI “ÞVÍLÍK SNILLD! W. A. Mozart ::: La Clemenza di Tito, forleikur W. A. Mozart ::: „Parto, parto“, aría úr La Clemenza di Tito W. A. Mozart ::: Divertimento í F-dúr, KV 138 W. A. Mozart ::: „Ch’io mi scordi di te”, konsertaría G. Rossini ::: Semiramide, forleikur G. Rossini ::: „Una voce poco fa“, úr Rakaranum í Sevilla Pablo Luna ::: Canción española úr El niño judío Franz Liszt ::: Les préludes, tónaljóð Hljómsveitarstjóri ::: Gerrit Schuil Einsöngvari ::: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Töfrar óperunnar HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 28. OKTÓBER KL. 19.30 FÖSTUDAGINN 29. OKTÓBER KL. 19.30 Græn áskriftarröð #2 Íslendingar hafa eignast nýja söngstjörnu. Gagnrýnendur keppast við að lofa Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur fyrir raddfegurð og sviðsframkomu. Nýlega hlaut hún enn eina viðurkenninguna, nú í stórri samkeppni í Róm. Senn mun hún syngja í fyrsta sinn með Sinfóníuhljómveitinni. Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is CHICAGO Missið ekki af vinsælustu sýningu ársins Stóra svið Nýja svið og Litla svið GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? eftir Edward Albee Lau 30/10 kl 20 , Fö 5/11 kl 20, Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 30/10 kl 20, - Umræður í forsal með höfundi í lok sýningar Fö 5/11 kl 20, Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20 ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA Börn tólf ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd með fullorðnum. Gildir á: Héri Hérason, Belgíska Kongó, Geitin, Screensaver CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir. Fö 29/10 kl 20, - UPPSELT Lau 6/11 kl 20, Lau 13/11 kl 20, Lau 20/11 kl 20, Lau 27/11 kl 20 Síðustu sýningar BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fi 28/10 kl 20, - UPPSELT Su 31/10 kl 20 - UPPSELT Fi 4/11 kl 20, Su 7/11 kl 20, Fö 12/11 kl 20 Aðeins þessar sýningar Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 31/10 kl 14, Su 7/11 kl 14, Su 14/11 kl 14, Su 21/11 kl 14, Su 28/11 kl 14 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: SCREENSAVER eftir Rami Be'er 2. sýning fi 28/10 kl 20 - Gul kort 3. sýning su 31/10 kl 20 - Rauð kort 4. sýning su 7/11 kl 20 - Græn kort 5. syning fö 12/11 20 - Blá kort Su 21/11 kl 20 AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR NEMENDALEIKHÚSIÐ Draumurinn eftir William Shakespeare 9. sýn. í kvöld kl. 20 10. sýn. fim. 4. nóv. kl. 20 11. sýn. fös. 5. nóv. kl. 20 Sýnt í Smiðjunni, Sölvhólsgötu 13 552 1971 - leiklistardeild@lhi.is F im. 28 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 06 .11 20 .00 UPPSELT Sun . 07 .11 20 .00 UPPSELT F im. 11 .11 20 .00 LAUS SÆTI Lau . 13 .11 20 .00 LAUS SÆTI „Hafð i ó t rú lega gaman að þessu . F inns t o f tas t ekk i gaman í le ikhús i e f það er ekk i g r ín le ik r i t en þet ta var a lger br i l l i . " - Auðunn Blönda l , s jónvarpsmaður -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.