Morgunblaðið - 27.10.2004, Page 44

Morgunblaðið - 27.10.2004, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga ROSABAUGUR var um sólu yfir Kötluöskj- unni í Mýrdalsjökli í gær. Rosabaugar mynd- ast vegna ljósbrots í ískristöllum í andrúms- loftinu. Hér er horft yfir Kötluöskjuna til suðvesturs úr 1.370 metra hæð yfir sjávar- máli, rétt undir Austmannsbungu við norð- austurbrún öskjunnar. Á myndinni mótar fyr- ir sigkötlum í yfirborði jökulsins. Austmanns- bunga er kennd við séra Jón Austmann á Mýrum í Álftaveri sem lagði það á sig að ganga á Kötlu, fyrstur manna svo sögur fari af, til að skoða verksummerki Kötlugossins 1823. Séra Jón lýsti Kötlugosinu, sem var fremur lítið en kom í kjölfar mikils goss í Eyjafjallajökli. Morgunblaðið/RAX Rosabaugur yfir Kötluöskju Í BIRTINGAHOLTI í Hrunamanna- hreppi er verið að reisa tvö mjög stór og fullkomin fjós, fyrir 120– 130 mjólkurkýr hvort. Þegar bæði fjósin verða komin í fulla fram- leiðslu má gera ráð fyrir að í Birtingaholti verði fram- leiddar 1,5 millj- ónir lítra af mjólk á ári. Ragnar Magn- ússon, bóndi í Birtingaholti, byggir annað fjósið en frændi hans Sigurður Ágústsson hitt, en þeir eru synir bræðranna í Birtingaholti, Ágústs og Magnúsar Sigurðssona. Í fjósunum verða legubásar og öll sú besta tækni sem þeir frændur geta fundið. Meðal annars verða tveir mjaltaþjónar í hvoru fjósi. Frændurnir hafa á undanförnum árum mikið rætt saman um fram- tíðina í greininni en segja að viss tilviljun ráði því samt að þeir séu að byggja upp á sama tíma. Sigurður segir að hugmyndirnar hafi farið að mótast þegar þeir fóru saman á landbúnaðarsýningu í Danmörku fyrir rúmlega hálfu öðru ári. „Þar hittum við stórhuga danska bændur og hrifumst af þeim. Þetta er smit- andi,“ segir Sigurður. Fjósin sem frændurnir í Birt- ingaholti eru að byggja eru svip- aðar byggingar, fyrir 120 til 130 mjólkurkýr hvort. Límtré hf. á Flúðum byggir húsin úr límtré og klæðir þau með yleiningum./18 Byggja risa- fjós í Birt- ingaholti TAFIR hafa orðið á afhendingu íbúða í fyrsta áfanga húsaþyrpingarinnar, sem er að rísa í 101 Skuggahverfi í miðborg Reykjavíkur. Afhenda átti fyrstu íbúðirnar í byrjun október. Skv. upplýsingum Einars I. Halldórs- sonar, framkvæmdastjóra 101 Skuggahverfis, verður farið að af- henda íbúðir í lok þessa mánaðar. „Segja má að þetta sé einum mán- uði til sex vikum á eftir áætlun. Okkur þykir það ákaflega leitt,“ segir hann. Einar segir að gerðar verði ráðstaf- anir til að draga eins og unnt er úr óþægindum sem kaupendur verði fyrir vegna tafanna. „Væntanlega þurfum við að útvega einhverjum íbúðir tímabundið. Þar er um að ræða fólk sem gat reiknað með að flytja inn í næsta mánuði og er búið að selja of- an af sér með það fyrir augum að geta flutt inn í nóvember. Við erum að vinna að því með okkar kaupendum að reyna að gera óþægindi þeirra sem minnst,“ segir hann. Húsin eru á mismunandi bygging- arstigum. Að sögn Einars er gert ráð fyrir að verktakinn afhendi fyrstu 20 íbúðirnar í lok október, aðrar 20 íbúð- ir verði svo afhentar í næsta mánuði og 39 íbúðir um mánaðamótin nóv- ember/desember. Spurður um skýringar á því að dregist hefur að fullklára íbúðirnar sagði Einar að ekki hefði tekist að vinna verkið eins hratt og áætlanir verktakans miðuðust við. „Það hafa komið upp atriði sem hafa tafið, m.a. hefur samkeppni um mannaflann sett svolítið strik í reikninginn.“ Afhending íbúða í Skuggahverfi tefst Útvega hús- næði á meðan Morgunblaðið/Júlíus Hún segir að í þeim skólum í Reykjavík sem hafa tekið upp vetr- arfrí sé það alls staðar á sama tíma. Hafa skipulagt ferðir „Það hefur ekki enn verið tekin afstaða til þess hvort skipulagt vetrarfrí skólanna haldi sér eða hvort kennt verði í fríinu ef samn- ingar nást á næstu dögum,“ segir Gerður. Hún segir að í sumum tilfellum hafi bæði starfsmenn skólanna og EF LAUSN fyndist á kennaradeil- unni í þessari viku er óljóst hvort kennsla gæti hafist í næstu viku í öllum grunnskólum landsins vegna boðaðs vetrarfrís. Samkvæmt skóladagatali skólanna, sem birt var í mars sl., er gert ráð fyrir 3–5 daga vetrarfríi í næstu viku, þ.e. dagana 1.–5. nóvember. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri í Reykjavík, segir að verið sé að skoða málin varðandi vetrarfríið, leysist verkfall á næstu dögum. foreldrar skipulagt ferðalög í vetr- arfríinu sem yrðu sett úr skorðum ef kennsla hæfist í miðju fríi. „Á hinn bóginn eru margir auðvitað orðnir óþreyjufullir eftir kennslu.“ Næsti fundur í kjaradeilu kenn- ara og sveitarfélaganna hefur verið boðaður hjá ríkissáttasemjara á morgun. Fundi deiluaðila með sáttasemjara lauk um kl. 20 í gær- kvöldi. Vetrarfrí gæti sett strik í reikninginn  Óljóst/10–11 Fundur í kennaradeilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun EIRÍKUR Jónsson, formaður Kenn- arasambands Íslands, segir stöðuna í kennaradeilunni í grófum dráttum vera þá sömu og hún var sl. fimmtu- dag þegar viðræðum var slitið. Hann segir engar nýjar tillögur hafa verið uppi á borðum á samn- ingafundi deilenda með ríkis- sáttasemjara í gær. Eiríkur á ekki von á því að samn- inganefnd kennara komi saman til fundar í dag. Hann kveðst heldur ekki vita hvort kenn- arar muni leggja eitthvað nýtt fram á fundi með sátta- semjara á morgun. „Það liggur fyrir að bilið hefur ver- ið of breitt og það verður að koma í ljós hvort það brúast og þá hvenær.“ Staðan sú sama og fyrir helgi Eiríkur Jónsson „ÞAÐ kom ekkert nýtt fram sem leitt hefur til einhverrar lausnar,“ segir Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, um fundina í gær. Hann segir launa- nefndina telja sig vera komna á ystu nöf, með því að fallast á tillögu sátta- semjara sl. fimmtudag, „að minnsta kosti hvað varðar tímabilið til 2007, en lengra verður ekki gengið í kostn- aðarhækkunum á þeim tíma“. Hann segir samninganefnd sveit- arfélaganna funda í dag og búa sig undir boðaðan fund með kennurum hjá sáttasemjara. Hann kveðst ekki geta lofað neinu um það hvort nýjar hugmyndir eða til- laga verði þá lögð fram af hálfu sveitarfélaganna. Lengra verður ekki gengið í kostnaði Birgir Björn Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.