Morgunblaðið - 06.11.2004, Page 4

Morgunblaðið - 06.11.2004, Page 4
Áhorfendur streymdu að. Það fórað hitna í Íþróttahöllinni. Raf- mögnuð stemning var í húsinu kort- éri fyrir leik, hávaða- söm rokktónlist fyllti loftið og menn virt- ust allir ætla að taka vel á jafnt leikmenn sem áhorfendur. Axel Stefánsson, þjálfari Þórs, sat aleinn uppi í stúku og virtist í þungum þönkum. Ég skaut á hann nokkrum spurningum. Af hverju situr þú hér, Axel? „Ég er í leikbanni sem ég fékk eftir Hauka- leikinn. Ég var eitthvað ósáttur við dómarana og lét þá heyra það og verð bara að taka þessu. Það er nátt- úrulega erfiðast að sitja uppi í stúku í stóru leikjunum og bara agalegt að missa af þessum.“ Á enn nokkra ágætis félaga í KA Lékst þú ekki einu sinni með KA? „Jú ég fór úr Þór í KA á sínum tíma og var með þeim í fjögur ár. Það voru fín ár og mikil stemning í KA-liðinu. Á þessum tíma skildu flestir Þórsarar ákvörðun mína en einhverjir áttu erfitt með að sætta sig við að sjá mig í KA-búningnum. Ég á ennþá nokkra ágætisfélaga í KA.“ En hvernig fer svo leikurinn? „Ég vil ekkert vera að spá enda lé- legasti spámaður í heimi, spái alltaf vitlaust.“ Væri þá ekki sniðugt að spá KA sigri? „Jú, það væri kannski best,“ sagði Axel og glotti. Niðri við gólf voru trommarar beggja liða að hita sig upp, fjórir Þórsarar og þrír KA-menn. Svein- björn Pétursson og Ágúst Bjarni Guðmundsson, báðir gallharðir Þórsarar, voru nokkuð brattir. „Ég reyni að mæta á alla leiki,“ sagði Ágúst. „Sveinbjörn er bara grafinn upp til hátíðabrigða. Við reynum bara að halda uppi stemningu og svo ætlum við að trufla KA-trommarana. Þeir eru algjörir atvinnumenn svo við verðum að leggja okkur fram.“ Spá í lokin? „34:30 fyrir Þór,“ sagði Ágúst en Sveinbjörn var aðeins hógværari. „Þetta fer 30:28 fyrir okkur.“ Hinum megin við miðjuna voru bræðurnir Viðar og Aðalbjörn Páls- son á KA-trommunum. „Við erum bara þrír gegn fjórum og það ætti að duga,“ sagði Viðar. „Ég hef verið á trommunum frá því 1997 en hef stutt liðið mun lengur.“ En til hvers eruð þið að búa til all- an þennan hávaða? „Þetta eflir bæði leikmenn og ekki síður áhorfendur. Við reyndum að hafa eyrnahlífar en þá náðum við ekki nógu góðum takti.“ Þeir bræður fengust svo til að spá fyrir um úrslitin. Báðir spáðu þeir KA naumum sigri, Viðar sagði 29:31 en Aðalbjörn 32:33. Þórsarar kátir en taka velgengninni af varkárni En nú var mér ekki til setunnar boðið enda leikurinn byrjaður og ekki mátti trufla þessa nútíma galeiðutrommara stundinni lengur. Leikurinn fór vel af stað fyrir Þór og var stemningin öll þeirra megin í fyrri hálfleik. Stuðningsmenn þeirra sátu þónokkuð rólegir og voru ekki mikið að sleppa sér þótt Þór væri hreinlega að valta yfir KA. Eftir kortér var staðan 12:4 og svart ský grúfði sig yfir KA-hluta stúkunnar. Menn voru greinilega ekki alveg sáttir við leik sinna manna en létu dómarana og leikmenn Þórs fá nokkrar sneiðar sem flestar misstu marks enda hávaðinn mikill. Vel mátti lesa úr andlitum Þórs- ara að þeir voru ekki alveg sann- færðir um að þetta góða start myndi færa þeim langþráðan sigur. Þeir höfðu séð þetta allt áður og alltaf hafði KA komið til baka og náð að jafna eða jafnvel sigra. Í hálfleik var forskotið sex mörk og staðan 16:10. Þórsar ekki svona góðir í ein þrjátíu ár Ragnar Sverrisson, Ofur-Þórsari og kaupmaður, hafði þetta að segja í hálfleik og hann hafði vissar efa- semdir. „Þetta verður sko alls ekki létt þótt við séum vel yfir núna. Að sjálfsögðu vona ég að þetta hafist en KA-liðið er bara ekki komið í gang. Ég hef held ég aldrei séð þá spila svona illa. Jónatan Magnússon hefur lítið verið með. Hann á eftir að rífa liðið áfram í seinni hálfleiknum enda er þar á ferðinni frábær handbolta- maður, sonur Magga Jónatans sem er Þórsari í gegn. Annars hafa mínir menn verið að spila mjög vel og þá sérstaklega markvörðurinn. Liðið er að bæta sig mikið og ég hef ekki séð þá spila betri handbolta frá því ég var í þessu fyrir 30 árum. Þá var nú staðan þannig að við vorum stóra lið- ið og KA litli bróðir, enda unnum við þá alltaf,“ sagði Ragnar léttur að vanda. Ekki er ég nú alveg viss um sann- leiksgildi þessara síðustu orða Ragn- ars en kannski er minnið hjá kall- inum eitthvað farið að gefa sig. Nóg um það. Síðari hálfleikur hafinn og KA-menn greinilega komnir á skrið. Sjö marka forskot Þórsara varð að engu á skömmum tíma og aðeins tvö mörk skildu eftir tíu mínútna leik. Einhverjir Þórsarar gripu um höf- uðið. Ætlaði það að gerast enn og aftur. „Ef við vinnum ekki þennan leik þá má segja að veturinn sé bú- inn,“ mælti einn við hliðina á mér. KA-menn hressast inan vallar sem utan KA-menn hresstust mjög í stúk- unni og hófu mikinn stuðningssöng. Þórsarar voru greinilega nokkuð kvíðnir en létu sitt ekki eftir liggja. Liðið náði sér aftur í gang og fóru hornamenn liðsins á kostum. Hélst munurinn allt fram á síðustu mín- úturnar en KA náði loks að minnka muninn í eitt mark og þá ærðust KA- menn í stúkunni. Þeir vissu að nú hefði KA séns og þurftu allan þann stuðning sem til var til að ná stigi eða stigum. Leikmenn sáu svo um að veita taugatrekktum áhorfendum gríðarlegan spennutrylli á síðustu mínútunum þar sem þeir klúðruðu hverju færinu á fætur öðru. Þórs- arar gátu bara ekki gert út um leik- inn og því mátti sjá fylgismenn þeirra fölna upp á síðustu sekúnd- unum þegar KA ruddist fram í sókn með möguleika á að jafna leikinn. Og enn fölnuðu þeir þegar KA fékk víti þegar fjórar sekúndur lifðu. Sumir gátu ekki einu sinni horft á þessi ósköp. Var draumurinn að breytast í martröð? Já, en aðeins fyrir stuðn- ingsmenn KA því markvörður Þórs sá til þess að svo yrði með því að verja. Allt trylltist á pöllunum og Þórsarar fögnuðu innilega afar sanngjörnum sigri. Nú hafði KA- grýlan verið jörðuð. „Það hafðist, loksins,“ mátti heyra úr stúkunni og langt andvarp fylgdi í kjölfarið. „Nú töpum við ekki fyrir þeim aftur.“ Orrustan mikla á Akureyri ÞAÐ hefur ávallt verið grunnt á því góða meðal stuðningsmanna Þórs og KA á Akureyri og jafnan hafa menn skipst á skotum, misföstum, til að bauna aðeins á höfuðandstæðinginn. Í handboltanum hafa lið- in lengi átt samstarf í meistaraflokki kvenna en slíkt virðist ekki mega minnast á ef karlaliðin tvö eru til umræðu. Þórsarar hafa um langa tíð verið litla liðið en velgengni KA hefur verið mikil síðasta áratug- inn. Reyndar hefur það litlu skipt þegar liðin tvö hafa ást við og jafnan hefur Þórsurum tekist að stríða stóra bróður. Nokkrum sinnum hafa Þórsarar verið langt komnir með að leggja KA en ávallt hefur það mistekist og einhverjir leikir hafa endað með jafntefli þar sem KA-menn gátu þakkað fyrir annað stigið. Nú skyldi reynt enn og aftur. Þórsarar voru mættir á heimavöll sinn, sem reyndar er á miðri Brekkunni í hjarta KA-hverfisins, vel fyrir leik. Erkifjendurnir voru þarna líka og ætluðu sér að sjálfsögðu að lumbra aðeins á litla bróður en KA vann fyrri leikinn nokkuð auðveldlega með níu marka mun. Einar Sigtryggsson skrifar Morgunblaðið/Kristján Axel Stefánsson, þjálfari Þórs, fagnar markverði sínum, Mar- eks Skabeikis eftir að hann hafði varið vítakast frá KA og tryggt Þórsurum sigur á síðustu sekúndu leiksins. Stuðningsmenn Þórs höfðu ríka ástæðu til að fagna í gærkvöld eftir sigur á KA. Mareks Skabeikis, markverði Þórs, var vel fagnað eftir að hann hafði varið vítakast KA á síðustu sekúndu leiksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.