Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 28.08.1960, Qupperneq 1

Sunnudagsblaðið - 28.08.1960, Qupperneq 1
V. ÁRG. — SUNNTJDAGUR. — 28, ÁGÚST — 31. TBL. SUMARÚTGÁFA I jbessar/ smásögu eftir Jefferson Farjeon segir frá tilbreytingarleysinu og hversdagsleikanum og hverju menn finna upp á til Jbess að láfa eitthvað gerasf... HVERT skyldi hr. Wain- wright hafa farið? sagði frú Mayton. í raun og veru var það þó ekki það, sem hún, hafði áhuga fyrir, heldur hitt, að hr. Wainwright borgaði alltaf reglulega tilskildar 450 kr. á viku fyrir fæði og hús- uæði og bað að auki. Lífið í matsöluhúsi frú Mayton var hræðilega leiðinlegt, sérstak- íega á kvöldin. í>ó kom það fyrir að einhver íbúanna reyndi að fjörga hópinn. — Fór hann út? spurði Monty Smith. Hann spurði ekki heldur af því að það kæmi honum við, en hann var eins kurteis og hann var fölur og gerði sér ætíð far um að halda uppi samræðum. — Mér finnst að ég hafi heyrt útidyrahurðina skella, svaraði frú Mayton. — Ef til vill hefur hann að- eins farið út til að póstleggja bréf, sagði frú Wick, án þess að leggja frá sér prjónana, sem höfðu verið henni hinir tryggustu lífsförunautar í 70 ár, og allar líkur bentu til þess, að þeir ættu eftir að þjóna henni í önnur 70. — Ef til vill var það alls ekki hann, bætti Bella Ran- dall við. Bella var fegurðardís mat- söluhússins, þó að enginn hefði tekið eftir þeirri stað- reynd ennþá. — Eigið þér við, að það gæti hafa verið einhver ann- ar? spurði frú Mayton. Bella kinkaði kolli. Þau veltu öll þessu nýja vandamáli fyrir sér. Hr. Calt- hrop vaknaði skyndilega af blundi sínum og fór að íhuga málið, þótt hann hefði enga hugmynd um hvað það fj all- aði. — Ef til vill var það hr. Penbury, sagði frú Mayton. — Hann er alltaf á ferðinni. Það var ekki hr. Penbury, því að þessi undarlegi sérvitr- ingur bættist nú í hópinn. Við komu hans sló þögn á hópinn. íbúar matsöluhússins urðu alltaf dálítið fálátir við komu hr. Penbury. Hann var gáfað- ur og þar sem enginn hinna var viss um hvenær það var, sem hann notaði gáfur sínar, kusu þau að vopna sig fálæti í návist hans. i Frú Mayton gat aldrei þol- að þögn í meira en tvær tíl þrjár mínútur í einu, og er sá tími var liðirm, sneri hún sér að hr. Penbury og sagði: — Var það hr. Waimvright, sem var að fara út? Penbury horfði undarlega á hana. — Hvers vegna spyrjið þér að því? — O, bara af forvitni. — Einmitt, sagði hr. Pen- bury hægt. Andrúmsloftið var brungið spennu, en frú Wick hélt á- fram að prjóna. — Svo að þið hafið Ol ver- ið að velte. því fyrir ykkur? hélt hr. Penbury áfram. — Við héldum að hann hefði farið að póstleggja foréf, tautaði Bella. — Nei, sagði hr. Penbury mjög hægt. — Wainwright £ór ekki út til að póstleggja bréf. Hann er dáinn. Þetta var sannarlega áhriía ríkt. Bella gaf frá sér dálítið óp og augu frú Mayton urfuj að glóandi marmarakúluir. Monty Smith opnaði munninn og lokaði honum ekki afrtur. Hr. Carlthrop hrökk upp af blundi sínum. Frú Wick var óhugasöm, þótt hún hætti ekki að prjóna. En það hafði enga þýðingu, því að frú Wick hafði svarið þess dýran eið að prjóna allt til hinztu stundar. — Dáinn, stundi hr. Carl- throp. — Já, dáinn, endurtók hr. Penbury. ■— Hann liggur á her bergisgólfinu sínu og lítur hryllilega út. Monty Smith stökk á |æt- ur, en settist strax aftur. — Þér getið ekki átt við .. stamaði hann. — Jú, það er einmitt það, sem ég á við, svaraði hrr Pen- bury, Oft hafði þögnin ríkt í ihat- söluhúsi frú Mayton, en eng- ín svo djúp sem þessi. Frú Wick rauf hana. — Ættum við ekki, að hringja á lögregluna? lagði hún til. — Ég er búinn að því, sggði hr. Penbury. — Guð hjálpi mér, sagði hr. ■Calthrop. — Hvað lengi ... ég meina .... hvenær megum við bú- ast við lögreglunni? stamaði Monty Smith. — Hún getur verið komin eftir 2—3 mínútur, svaraði Penbury. Rödd hans var ekki lengur nöpur, hún var raunsæ. — Eig um við ekki að reyna að nota þessar fáu mínútur skynsam- lega. Við verðum áreiðanlega óll yfirheyrð og ef til vill get- um við komist að einhverju uður en lögreglan kemur. Hr. Carlthon reigði sig; —• ángin af okkur hérna hefur æitt með þetta að gera, hprra : ninn. — Ef til vill ekki, sagði hr. Penbury, — en lögreglan tírúir c kur nú ekki aðeins vlgna s.jdeysislegs útlits. Þess vegna legg ég til, að við at- hu um fjarvistarsönnun þkk- ar yrirfram. Ég er að vísu ekkl íæknir, en eftir að hafa athugað líkið, skilst mér, að í mes. i lagi eín klukkustund sé síðan dauðann bar að. —Ki. er nu 10 mínútur yfir 9 og 10 mínút u* yíir V/2 horfðunr við á ham: yfirgefa borðstofuna á leið tii ícrbergis síns ... — Hvernig vitið þér, að hann gekk til herbergis sjns? spurði fi i Wick. — Það fskal ég segja 'yður, útskýrði hr. Penbury. — Ég“ hafði höfuðverk, og ég var samferða hon jm upp stigann, af því að ég ætlaði að sapkja höfuðverkjatöflur. Herþergið

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.