Sunnudagsblaðið - 28.08.1960, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 28.08.1960, Blaðsíða 2
ipitt er jú beint fyrir ofan bans. Sem sagt, ef grunur minn er réttur ,hefur hann ■wgrið myrtur milli 10 mín. yf- ir 8 og 10 mín. vfir 9. Sá, eða sú, sem sannað getur veru sína í stofunnj á þeim tíma, þarf ekkert að óttast. Hann lgit rannsakandi á hina. — 'Við höfum öil farið úr stofunni, sagði frú Wick, fyr ir hönd hinna. — Það var mjög óheppi- legt, tautaði hr. Penbury. — Það hafið þér líka, taut- aði Monty taugaóstyrkur. — Já, það hef ég, svaraði hr. Penbury. — Látið mig því vera fyrstan til að leggja fram fjarvistarsönnun mína: 10 mín. yfir 7V> varð ég sam- ferða hr. Wainwright upp á aðra hæð. Rétt áður en hann hvarf til herbergis síns kom hann með mjög undarlega at- hugasemd, sem við þessar kringumstæður er ákaflega mikilsverð. Hann sagði: Ein- hverjum hér í húsinu er ekki sérlega vel við mig. Þið eruð hamingjusamari en ég. Svo hvarf hann til herbergis síns, og það var í síðasta sinn, sem ég sá hann á lífi. Ég tók inn höfuðverkjaduft og fór í bað- herbergið til að skola því nið- ur með bolla af vatni. Meðan ég man, bá er ekkert vatn í vatnskönnunni minni, frú Máyton. Jæja, þar sem ég hafði ennþá höfuðverk, hugs- aði ég að ferskt loft myndi hafa góð áhrif á rnig, og þess vegna gekk ég út. Ég kom aft- ur um 9 leytið, þegar frú May- ton heyrði útidyrahurðina skella. Það var ekki hr. Wain- wright að fara út, heldur ég að koma heim. — Andartak, hrópaði Bella. — Já. — Hvernig vitið þér að frú Mayton heýrði útidyrahurð- ina skella? Ekki voruð þér hér. — Penbury leit á hana og EINN góðan veðurdag mun athyglisverð tjaldlaga dóm- kirkja gnæfa við himin í Li- verpool, hinum drungalega hafnarbæ Englands. Myndin hér að neðan er af uppdrætti arkitektsins og verður ekki annað sagt en hér sé á ferðinni mjög nýstár leg og nýtízkuleg kirkja. Þessi tillaga um rómversk- kaþólska kirkju fyrir Liver- pool, var valin úr 298 upp- dráttum, sem bárust. Efnt var til samkeppni og var heitið 5.000 punda verðlaun- um. Áætlað er að bygging liinn ar nýju dómkirkju kosti eina milljón sterlingspunda, og vonir standa til að hafizt verði handa snemma á næsta ári. Kaþólski erkibiskupinn í Liverpool, J. C. Heenan, seg- ist vera mjög ánægður með uppdráttinn að kirkjunni. — Það er mjög dýrt að efna til samkeppni af þessu tagi. Það hefur kostað okkur þúsundir punda, en að mínu viti höfum við ekki eytt svo mikið sem einu pennýi til einskis í þeim efnum. Þannig fórust biskupnum orð er hann boðaði blaða- menn þar í borg til viðtals og gerði heyrinkunn úrslit samkeppninnar. Sigurvegarinn var 52 ára gamall arkitekt frá London, Frederick Gibberd. Svo und- arlega vill til að hann er mót mælendatrúar, en kirkian er vitaskuld ekkert verri fyrir það í augum kaþólikka. Þetta er þriðja tilraunin til þess að byggja kaþólska dómkirkju í Liverpool. Tveir uppdrættir hafa verið valdir undanfarin 30 ár, en hætt var við byggingu þeirra heggja sökum fjárskorts. Nú segjast forráðamenn hins vegar þegar hafa handbær 500.000 pund, svo að kirkju- byggingin eigi ekki að fara út um þúfur að þessu sinni. Bygging Gibbertís er fólg- in í 16 steyptum stólpum, sem ei'u reistir þannig, að þeir mynda keilulaga lögun — Iíkt og turn. Turninn verð ur með glerveggjum, sem settir eru í steypu. — Eg hef hugsað mér þetta seni turn af sindrandi ljósi, sem skín af háu altari, segir Gibberd um kirkju sína. Um miðiu turnsins er tákn þyrnikórónu, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Ekkert hinna 3000 sæta í kirkjunni verður meira en 70 fet frá altarinu. ★ ÞAÐ er ævinlega svo, að nýjar kirkiur hljóta misjafna dóma bæði almennings og starfsfél. arkitektsins, — ekki hvað sízt þegar í hlut eiga nýstárlegar byggingar.Öllum er í fersku minni hávaðinn sem gerður var út af Nes- kirkju hér um árið, og ekki eru víst allir ánægðir með kirkju Óháða Fríkirkjusafn- aðarins við Stakkahlíð. Bygg ing þeirrar kirkju er nú að mestu lokið og í sumar var hún til dæmis máluð. Ekki kæmi á óvart þótt síðar meir eigi menn eftir að meta kirkju Óháða safnaðarins að verðleikum og njóta hennar. En það var reyndar vænt- anleg rómversk-kaþólsk kirkja í Liverpool, sem var á dagskrá. Tillagan hefur þegar hlotið harða gagnrýni í brezkum blöðum. Peter Rawstorne, sem ritar um byggingarlist í News Chronicle skrifaði meðal annars: „Ef þessi uppdráttur, sem valinn var úr hundruðum tillaga, er nýtízkulegur, þá er ég uggandi um framtíð byggingarlistar hér í Bret- landi á miðri tuttugustu öld ...“ augnaráð hans bar vott um bæði áhuga og virðingu. — Þetta var viturleg spurr.ing, tautaði hann. — Þér skuluð ekki hugsa allt of lengi um svarið, sagði hr. Calthrop hvasst. — Ég þarf alls ekki að hugsa lengi um svarið, sagði Penbury. — Ég veit þetta af því að ég hlustaði við dyrnar. En lofið mér að halda áfram með frásögn mína. Eins og ég hef áður sagt, kom ég aftur og gekk til herbergis míns. Hann þagna.ði, en hélt svo á- fram. — Á gólfinu fann ég vasaklút, sem ég á alls ekki. Ég hélt að hr. Wanwright ætti hann, því að hann er alltaf eitthvað að snuðra. Ég fór því inn til hans til að spyrja hann hvort hann ætti vasaklútinn. Þar fann ég hann liggjandi á gólfinu við rúmið. Hann var í öllum fötunum og lá á bakinu með höfuðið í áttina að glugg- anum, annan handlegginn í áttina að ofninum. Hann hafði dáið — vegna stungu í hjart- að. Ég get ekki fullyrt með hverju hann var stunginn, sárið er lítið en djúpt. Glugg- inn var hespaður aftur. Ég yfirgaf herbergið, og til að vera viss um að enginn kæm- ist þangað inn á undan lög- reglunni, aflæsti ég hurðinni. Ég gekk niður og eins og þið vitið þá er síminn í borðstof- unni, þó að það væri mun þægilegra að hafa hann í for- stofunni. Þegar ég gekk fram hjá stofuhurðinni nam ég stað ar til að athuga um hvað bið væruð að ræða. Ég heyrði frú Mayton segja: „Hvert skyldi hr. Wainwright hafa farið“. Þér Smith svöruðuð — „Fór hann út?“ Frú Mayton sagði að sér hefði hevrzt útidyra- hurðin skella. Síðan fór ég inn í borðstofu til að hringja á lögregluna. Rjóð í framan og titrandi af gremju, snéri frú Mayton sér að Penbury. — Hvers vegna hafið þér setið hér í fullar 3 mínútur án þess að segja frá þessu? — Vegna þess að mig lang- aði til að athuga vkkur fvrst, svaraði Penbury kuldalega. — Þetta kalla ég slæma fjarverusönnun, sagði hr. Cal- throp. — Hver getur sannað, að þér hafið verið úti allan þennan tíma? — Kl. 8V2 drakk ég kaffi í kaffisölunni í Junkers Street, svaraði Penbury. — Hún er langt héðan. Ég játa, að þetta er ekki mjög góð sönnun, en þjónarnir þar þekkja mig, svo að þeir geta ef til vill hjálpað mér. Jæja, hver er næstur? — Það er ég, sagði Bella. — Ég fór til herbergis míns, til að sækja vasaklút. Hérna er hann, og hún tók vasaklútinn u.pp, sigrihrósandi. — Hvað voruð þér lengi í burtu? spurði Penbury. — O, svona 5 mínútur, svar aði hún. — Já, þetta hljómar mjög sennilega, játaði Penbury. — Viljið þér nú gera svo vel að vera næstur, hr. Calthrop. Við vitum öll, að þér gangið í Framhald á 4. síðu.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.