Sunnudagsblaðið - 28.08.1960, Blaðsíða 3
FLESTIR kannast við þá á-
ráttu að horfa á bílnúmer,
þegar menn eru á gangi á göt-
um úti. Menn gera sér það til
gamans og hugarhægðar að
víxla tölustöfunum, leggja
þá saman, lesa þá afturábak
og reyna að fá eitthvað
skemmtilegt út úr þeim. Séra
Bjarni Jónsson vígslubiskup
sagði eitt sinn frá því, að hér
í gamla daga, þegar bílnúmer-
in voru ekki orðin eins svim-
andi há og nú, þá hafi hvert
bílnúmer iafnan minnt sig á
sálm með sama númeri í
sálmabókinni. Og til eru þeir
™enn, sem ekki mega sjá
fjögurra stafa bílnúmer innan
við 1960, að ekki opnist mann
kynssagan eins og bók i huga
þeim. Þessi árátta er engan
veginn ný af nálinni. Tölur
hafa löngum þótt búa vfir ein
hverjum töfrum, — og hver er
SVo iaus við hjátrú, að hann
eigi sér ekki happatölu og ó-
happatölu?
Árið 1960 er merkilegt ár
tölulega séð. Það er summan
af kvaðrötunum tveimur 14-
°g 42- — 0g bæði 14 og 42 eru
deilanlegar með hinni dular-
fjillu tölu 7.
Talan 7 kemur víða við
sogu. Við munum eftir hinum
7 furðuverkum veraldar og
hinum 7-arma kertastjaka
Gyðinganna. Það er ljóst, að
himnarnir eru 7 og sá sjöundi
er beztur. Þaðan kemur orð-
takið að „vera f sjöunda
himni“. Alltaf er talað um
„höfin sjö“ og það var einnig
gert í g-amla daga, þegar höf
og lönd iarðar voru lítt könn-
uð.
Ef spegill fellur á gólfið og
brotnar, táknar það 7 ára ó-
hamingju samkvæmt þjóð-
trúnni gömlu. Spegill var í
gamla daga sjaldgæfur og
mj°g dýrmætur gripur, þess
vegna hlaut það að boða eitt-
hvað uggvænlegt, ef hann
brotnaði. Hin 7 ár eru áreið-
anlega í sambandi við draum
Faraós um 7 magrar og 7 feit-
ar kýr. Jósef réði drauminn
eins og kunnugt er á þann
hátt, að hann táknaði 7 ára
góðæri og 7 ára hallæri.
Á 6 dögum skapaðí guð
heiminn, en hvíldist sjöunda
daginn. Eins og segir í 1.
Mósebók: „Guð blessaði hinn
sjöunda daginn 0g helgaði
hann“. Þar með var hinn viku
legi hvíldardagur upp fund-
inn.
13 er yfirleitt álitin óhappa-
tala. Menn hafa mjög brotið
heilann um, hver-s vegna ein-
mitt þessi tala hefur hlotið'
alíta, að síðasta kvöldmáltíð
Krists sé ástæðan. Eins og
kunnugt er voru þar 13 til
borðs — og einn þeirra var
Júdas, svikarinn. Ótrú manna
á þessari tölu er einkennilega
mikil, jafnvel enn í dag. Fæst
stórhótel erlendis þora að hafa
herbergi á 13. hæð. Á Hótel
Borg er herbergi númer 13
sleppt úr. Skömmu eftir, að
sporvagnalínur Kaupmanna-
hafnar voru teknar í notkun,
var lína númer 13 lögð niður.
Ástæðan var einfaldlega sú,
að enginn bílstjóri fékkst til
þess að aka þeim vagni. Sagt
er að margir veigri sér við að
hefja verk 13. dag mánaðar,
og svo mætti lengi telja.
sem benda til þess, að talan
13 geti líka verig happatala.
Hún var til dæmis gegnum-
gangandi í lífi þýzka tón-
skáldsins Richard Wagner.
Það eru 13 stafir í nafninu
hans, hann er fæddur 1813 og
summan af því ártali er 13.
Hann lauk við hið mikla verk
sitt „Tannháuser“ 13. apríl
1845 og það var flutt í fvrsta
sinn 13. marz 1861. Hann lauk
við „Parsifal“ 13. janúar 1882.
„Lohengrin“ samdi hann
1848, en verkið var ekki flutt
fyrr en 13 árum síðar. Wagn-
er lézt 13. febrúar 1883, —
fyrsti og síðasti stafurinn í ár-
talinu myndar töluna 13. Og
svo framvegis og svo framveg-
is ...
Pyþagoras eyddi miklum
tíma í að velta fyrir sér „sál-
rænum“ eiginleikum talna.
Hann stofnaði í Kroton í ltr.1-
iu leynifélagsskap, sem mct-
aði margar dularfullar kenn-
ingar um tölurnar og eigin-
leika þeirra.
— Það eru tölurnar, sem
stjórna alheiminum, fullyrtu
þeir. Ójafnar tölur voru karl-
mannlegar (og þar með guö-
dómlegar), jafnar tölur kven-
legar (og jarðbundnar). 1 var
talin uppspretta allra talna.
2 táknaði álit eða skoðun, 4
réttlæti. Tala hjónabandsins
var 5, þ. e. a. s. summan af
fyrstu kvenlegu tölunni cg
fyrstu eiginlegu karlmann-
legu tölunni, 2—j—3. Leyndar-
dómur ástarinnar er fólginn í
tölunni 8 þ.'e. a.s. 5 (hjóna-
bandið)-j-3 (kraftur).
„Fullkomin tala“ var nokk-
uð, sem lærisveinar Pyþagór-
asar lögðu ríka áherzlu á. Tala
er fullkomin, ef summan af
hinum tölunum, sem ganga
upp í henni er jöfn tölunni
sjálfri. Fyrsta fullkomna tal-
an er 6 (1-j—2-j—3=6), næsta 28
(l+2+4-)-7-fl4=28) og syo
framvegis.
í Opinberunarbók Jóhann-
esar, 13. kapítula, er sagt frá
stóru dýri, sem stígur upp'af
jörðinni með tvö horn og rödd
eins og dreki. Það er falsspá-
maður, sem afvegaleiðir menn
ina og fær þá til þess að dýrka
hjáguði. Og síðan segir: „Hver
sem skilning hefur útreikni
tölu dýrsins. Það er nefnilega
tala manns. Og talan er 666
í(
Ótal tilraunir hafa verið
gerðar til þess að komast að
þvi hvað þessi tala táknar.
Kaþólskur guðfræðingur, Pet
er Bungus að nafni, skrifaði
700 blaðsíðna bók til þess að
færa sönnur á, að það væri í
raun og veru Marteinn Lút-
her, sem skýldi sér að baki
hinna þriggja 6-talna.
Þýzkur áhangandi Lúthers,
Michael Stifel, andmælti cg
sannaði, að talan höfðaði
þvert á móti til Leo páfa' X.
Ef nafn hans er ritað á lat-
nesku er það svo: LEO DECI-
MUS. E og S eru ekki róm-
verskar tölur, svo að þeim er
sleppt. Ef hinum bókstöfun-
um er ruglað svolítið kemur
út MDCLVI, sem er rómversk
tala og táknar 1656. Það er
666+990. Einnig sagði Stifel
að ieggja mætti númer páf-
Framhald á 4. siðu.
Tölur hafa löngum jbótt
búa yfir einhverjum
töfrum og hver er svo
laus við hjátrú að hann
eigi sér ekki happatölu ?
Sunnudagsblaðið 3