Sunnudagsblaðið - 08.10.1961, Side 1

Sunnudagsblaðið - 08.10.1961, Side 1
ÞÉR komið náttúrlega til að heyra vísdómsorð.. Það kemur hingað fjöldi fólks í von um að heyra vísdóms- orð og bíður efíir því að heyra perlumar falla. En þetta fólk verður fyrir sárum vonþrigðum. Ég hef ekkert að segja. . . . Með þessum orðum hleypti skáldið okkur inn fyrir dyrn- ar á Gljúfrasteini og vísaði veginn í áttina að skrifstof- unni. Þegar talað er um „Skáld- ið“ á íslandi, án frekari út- skýringa, taka það flestir sem átt sé við Halldór Kiljan Laxness. Svo er og hér. Það ætti í rauninni einn- ig að vera óþarfi að útskýra af hvaða orsökum var leitazt eftir viðtali við þennan mann. Kannski finnst sumum það eðlilegt vegna þess að frum- sýna eigi Strompleik innan tíðar, aðrir álíta það skiljan- legt vegna þess að hann beri höfuð og herðar yfir öll ís- tenzk skáld, enn aðrir kunna að setja það í samband við eitthvað annað. Þar má hver hafa fyrir satt það, sem hon- um sjálfum finnst líklegast. Hitt er annað, að skáldið sjálft taldi það sama og fara í geitarhús að leita sér ullar að spyrja har.n út í lífið og tilveruna, — það væri nær að spyrja einhvern annan að þessu, sem hefði svör á reið- um höndum um hugtök eins og „ást“, „sál“, og fleiri slík orð. . . En þá er á það að líta, að ef til vill kann enginn full svör við spurningum um þau orð né önnur viðlíka, ■— og þeir, sem hvað vissastir eru. um svörin hérna megin, verða kannski fyrir þeim hnekk hinum megin eða ein- hvers slaðar, að uppgötva, að þeir hafi í rauninni mis- skilið^etia allt saman. . . — Um hvað ætluðuð þér að spyrja? — Eg ætlaði ekki að spyrja um Strompleikinn. — Þér getið þó spurt um hann mín vegna, þótt ég á hinn bóginn geti ekki gefið neitt upp um efni leiksins.þar eð mér skilst, að þjóðleikhús- stjóri kjósi að halda því leyndu, þar til leikurinn verður sýndur. Eg hef það líka fyrir venju að segja aldrei sögur verka minna, áður en þau koma út. Sumir hafa ánægju af að segja frá verkum sínum, áður en þeir skrifa þau, en ég hef ekki gaman af slíku fyrr en þau eru búin, þá get ég tekið þátt í samræðum um þau. — Eg hef heyrt, að þér ætlið utan í haust og dvelja erlendis í vetur. Finnst yður betra að vera annars staðar en hér heima, og þó sögðuð þér einu sinni; „í útlöndum er ekkert skjól, eilífur stormbeljandi.“ -----Já, já, ég sagði það. En það er svo langt síðan það var ort. Það tilheyrir annarri öld. Það er ekki lengur hægt að finna frið til að vinna hér heima, a. m. k. ekki fyrir mig, - en það er allt af hægt að finna slaði utan- lands, þar sem hægt er að vinna í friði. — Þér létuð orð falla í blöðunum um daginn í þá átt. að það væri smáborgara bragur á Reykjavík. Ekki getur Reykjavík gert að því, þótt hún sé ekki stærri 0g þótt íslendingar séu fá- menn þjóð. • ■ • • — Nei, það er satt. Hún getur ekki gert að því. En Reykjavík vill vera stór stað- ur. Hún er höfuðborg. Þess vegna hnykkir henni við, þeg- ar hún uppgötvar sig sem smástað. Þar viðgengst svona smásálarskapur eins og að gagnrýna menn • fyrir það hvernig þeir ganga á götun- um, og hræða þá í blöðun- VI. ARG. — 8. OKTÓBER 1961 — 37. TBL, um eða taka familíur í bæn- um og kasta að þeim hnút- um og sneiðum, blásaklausu fólki, sem á sér einskis ills von. Mér er sagt, að þelta sé svona líka í norskum smá- kaupstaða- og sveitablöðum. Það sagði mér maður, sem hafði verið í Noregi. Eg þori ekki að fara með það, því að sjálfur hef ég aldrei dvahzt í Noregi. Nú það má kannski til sanns vegar færa, að Reykja- vík sé norskur smábær. Norðmenn myndu fallast á það. .. —— Það er sífellt verið að lala um ys og þys aldarinn- ar. — Fólk leitar að sál- arró út um allar trissur og kvartar um taugaveiklun. Um daginn heyrði ég um mann, sem fann sálarróna, þegar hann var að horfa á tunglið. Hvar haldið þér, að hana sé að fínna? — Sálarró. .. Eg skal segja yður, að ég er ákaf- lega óklókur á því sviði. Allfc það fólk, sem ég þekki hefur fremur normalt jafnvægi. Eg er kannski bara svona hepp- inn að þekkja mestmegni^ heilbrigt fótk. Já, ég man ekki annað. Fólk, sem ég umgengst, er yfirleitt heilt á geðsmunum, nerna fylliraft- arnir kannski, sem vaða hér uppi. Þeir eru þeir einu, sem Framhald á 2. síðu. — Nei, ég veit ekkert hvað er „þroski.“

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.