Sunnudagsblaðið - 28.07.1963, Side 2

Sunnudagsblaðið - 28.07.1963, Side 2
 Framli. af síðu 1. k STEINS MEÐ ÞVÍ MÓTI, AT HANN TÓK ' ANNARRI HENDI UNDIR KNÉSBÆTR J íIONUM, EN ANNARRI UNDIR HERÐ- ‘AR HONUM MEÐ ÞEIM HÆTTI, AT HANN BRÁ ÞORSTEINI Á LOFT OK ‘ KEYRDI HÖFUÐ HANS NIÐR VIÐ STEIN SVÁ FAST AT HEILINN HRAUT UM GÖLFIT. VAR HANN ÞÁ ÞEGR ^ DAUÐR. BÚI BAR HANN ÞÁ ÚT ÓR HóFINU OK KASTAÐI HONUM UND- IR GARÐINN. SÍÐAN SNERI HANN INN ; AFTR í HOFIT. HANN TÓK ÞÁ ELDINN INN VÍGÐA OK TENDRAÐI. SÍÐAN BAR HANN LOGIN UM HOFIT OK BRÁ í j TJÖLDIN. LAS ÞAR BRÁTT HVAT AF ,, ÖÐRU. LOGAÐI NÚ HOFIT INNAN Á LÍTILLI STUNDU. BÚI SNERI ÞÁ ÚT OK t: LÆSTI BÆÐI HOFINU OK GARÐINUM . OK FLEYGÐI LUKLUNUM í LOGANN, r.; EFTIR ÞAT GEKK BÚI LEIÐ SÍNA.“ Ekki veit ég hvort nokkur þekkir nú , heili þann, er Esja leiddi í fóstra sinn að loknu því vígi, og væri þó fróðleikur í. „SNERU ÞAU ÞÁ FYRIR OFAN GARÐ MEÐ FJALLINU OK ÞAR YFIR ÁNA OK SÍDAN GENGU ÞAU EINSTIGI UPP : í FJALLIT OK TIL GNÍPU ÞEIRAR, ER í .. HEITIR LAUGARGNÍPA. ÞAR VARÐ FYRIR ÞEIM HELLIR FAGR. VAR ÞAR 3 (• GOTT HERBERGI. ÞAR VAR UNDIR NIÐRI FÖGR JARÐLAUG.“ 4 ■'<■ Og enn gamna ég mér við að liugsa til *’’■ orða Esju kerlingar, er Búi flytur Olöfu *-'■' vænu í helli sinn, án vitundar frændliðs 1; og að loknu furðulegu tilhugalifi, sem menn geta lesið sér til um í Kjalnesinga- sögu. „ÞYKKIR MÉR ÞÚ, BÚI, NÚ HAFA HAFT VEL AT MÁLI, VARIT HANA ÓLÖFU FYRIR VANMENNUM, ENDA FLUTT HANA NÚ ÓR KLANDRI ÞEIRA. SKALTU, ÓLÖF MÍN, VERA HÉR VEL- KOMIN.“ Það er eitthvert nútímabragð að þessari setningu. Og stolt mun hún hafa verið konan sú, sem sagði hana. Við ökum um Tíðaskarð, hér eru skugg- arnir undir klettunum enn dýpri en fyrr. Morgunkyrrð, hreinleiki og fegurð. Sær- inn er afar blár. Út fjörðinn 6iglir skip, illa málað svo sker í augun. Náttúran gegn mannaverkum. Hvílíkur reginmun- ur. ^.Væri ekki ráð 1«p f<4ra brýrnar breiðari, svo bílstjórarnir þurfi ekki beinlínis að krossleggja augun, er þeir fara um þær.“ „Ég anda alltaf léttara, þegar ltomið er yfir um.‘‘ í innsta hluta Hvalfjarðar, er særinn lognmyrkur. Eyjarnar klúka ógnandi í fleti lians, þar sem elcki nýtur sólar. Það er eins og dökk björgin láti lit. Blek renni úr hömrunum og myrkvi bláan flötinn — eða er það blóð. Rennur blóð Hólmverjanna enn af Geirshólma. Við Skeiðhól staldraði ég í vor og sá Ásmund Sveinsson, myndhöggvara, fara höndum um Staupastein. Þá átti Ásmundur merkisafmæli, og það var merkisdagur fyrir steininn. Hann er langur Hvalfjörðurinn, þang- að er líka margt að sækja, fleira en hval — og kók í sjoppurnar. „Þeir segja að veiðarnar gangi vel í sumar.“ „Ó, já, segja þeir það.“ ,,Þeir verða sjálfsagt ríkir mcnnirnir.“ „Ó, já, ætli ekki það.“ Hlaðhamar er nú að mestu á þurru landi, þar voru áður hlaðin hafskip við bergið og mun fyrstur manna hafa gert Ávangr hinn írski, bóndi og landnáms- maður í Botni í Hvalfirði. Hafskipin smíðaði hann úr trjám skógarins við fjarðarbotninn. Enginn smíðar nú hafskip úr trjám Botnsskógar, en fallegir lundir eru þar enn. Við sjáum til Litla-Botns, þangað færði Hvala-Einar Herjólfsson menn sína úr utanför og féllu þar nokkrir menn af föruneyti hans í túni( helsjúkir af Svarta- dauða. Þaðan barst sótt 6Ú um landið með þeim ógnar afleiðingum, sem kunn- ar eru úr sögunni Síldarmannagötur og Síldarmanna- brekkur sjáum við ekki. Einkennileg ör- nefni og forn. Um þau getur í Harðar sögu og Hólmverja. „UM ALÞINGI UM SUMARIÐ FÓRU ÞEIR IIÓLMVERJAR INN TIL DÖGURÐ- ARNESS. ÞEIR FÓRU SÍLDARMANNA- GÖTU TIL IIVAMMS 1 SKORRADAL." Ekki varð för Hólmverjanna þeim til fjár að því sinni. Ætluðu þeir sér að ræna yxnum Þorgrímu smiðkonu í Skorradal, en nautin runnu á þá, er þeir komu á hálsinn sunnan dalsins og á sund um Skorradalsvatn til sama lands og þau höfðu verið til sótt. Fjölkynngi Þorgrímu var um að kenna, og var ekki í fyrsta sinn, að fjölkynngi var beitt þar um slóðir. „Þeir ku vera að gera laxastiga i Brynjudalsá.“ „Hverjir þá?“ „O, einhverjir fyrirmennirnir.“ „HVAMM-ÞÓRIR DEILDI VIÐ REF INN GAMLA UM KÚ ÞÁ, ER BRYNJA HÉT. VIÐ HANA ER DALRINN KENNDR. HON GEKK ÞAR ÚTI MEÐ FJÓRA TIGU NAUTA, OK VÁRU ÖLL FRÁ HENNI KOMIN.“ „Og þetta er þá hólmurinn, þar sem þeir drápu hann Hörð.“ „Þeir drápu hann nú ekki þar.“ „En hann var þarna, greyið.“ „Ó, já. Hann var þarna víst.“ Ekki verður feigum forðað, sagði kerl- ingin, er hún hafði höggvið hausinn af hananum og hann tók á rás beint í sjóinn. Ég læt mér detta í liug, að einliverjir segi sem svo, að bað liafi verið meinleg örlög, sem leiddu Hörð Grímkelsson aust- ur til Gautlands og létu hann þar vinna það fífldirfskuverk að rjúfa haug Sóta Vikings. Það er að minnsta kosti stað- neyndi, að hringurinr* Sót|anauturt átti mikinn þátt í því, hvað gerðist síðar á ævi hans. En lítum á atburði við haug Sóta. „INN ÞRIÐJA DAG FÖRU ÞEIR TIL AÐ BRJÓTA HAUGINN. KOMAST ÞEIR ENN AT VIÐUM SEM FYRR. HÖRÐR SKÝTUR NÚ SVERÐINU BJARNAR- NAUT í HAUGSBROTIT. SOFA ÞEIR AF UM NÖTTINA, EN KOMA TIL UM MORGUNINN, OK HAFÐI ÞAR ÞÁ, EKKI AT SKIPAZT. INN FJÓRÐA DAG BRUTU ÞEIR LANGVIÐU ALLA, EN FIMMTA DAG LUKU ÞEIR FRÁ IIURÐU. HÖRÐR BAÐ ÞÁ MENN VARAST GUST ÞANN OK ÓDAUN ER ÚT LEGÐI ÓR HAUGN- UM, EN HANN SJÁLFR STÓÐ AT HURÐ- ARBAKI, Á MEÐAN ÓDAUNNINN VAR Framh. á bls. 10. Vestfjarðaleið Það mun haía verið eittlivað ár- ið eftir 1930 að Guðbrandur Jör- undsson (Dala-Brandur) hóf ferðir til Vestfjarða og hélt þeim uppi með reisn um langt árabil. Fyrirtækið Vestfjarðaleið var ekki stofnað fyrr en árið 1950 og var þá í fyrstu eingöngu ekið um Þorskafjarðarlieiði að Djúpi, þar eð vegurinn um Vestfjarðahálend- ið var ekki kominn tii sögunnar, en frá árinu 1960 hefur fyrir æk- ið éinnig amtast ]fólJtsflutninga á sérleyfisleiðinni til ísafjarðar um háfendið, og þar að auki netar það haldið uppi ferðum tii Patreks- fjarðar og Bíldudals. Vestfjarðaleio á nú fimm bíla, allt Scania Vabis bíla. Sá clzti þeirra er frá árinu 1960 og mun það jafnyngsti bílakostur sérleyf- ishafa hérlendis. Einn nýjan bíl íók Vestfjaxéa- leið í notkun fyrir fáum dögutn, 44 manna bíl, hækkaðan að aftan, mjög rúmgóðan og þægilegan. Búinn er hann öflugustu vél í slíkum bíl hérlendis tæpum tvö hundruð hestöflum. Á vetrum heldur Vestfjarðaleið uppi áætlunarferðum í Reykhóla- sveit og Dali, eftir því sem færð leyfir. Brattabrekka er mokuð einu sinni í viku til þess að unnt sé að halda sambandi við Dalina. Bíla sína leigir Vestfjarðaleið til hópferða, jafnhliða áætlunar- ferðunum. Sérleyfisliafi er nú Ásmundur Sigurðsson. ''fr' i PiIIKIISIIO Ritstjóri: HOgni Egilsson Otgefandi: AlþýSublaSit Prentun: PrentsmiSja AiþýSublalsins 2 SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.