Sunnudagsblaðið


Sunnudagsblaðið - 28.07.1963, Qupperneq 3

Sunnudagsblaðið - 28.07.1963, Qupperneq 3
 liÍlBHillll ðRMHPMit ? í síðasta þœtti sagði frá því, að Boland taldi sig hafa fundið dvalarstað Leifs heppna í Ameríku við ósa Jonesár við Cape Cod flóa, rétt hjá borginni Plymouth og hafði Boland ákveðið, að gera nánari athugun á staðnum. Hann segir svo sjálfur frá þeim leið- angri. Ég ákvað að fara sjálfur síðasta spöl- inn af sjóferð Leifs, eins og ég hafði á- lyktað, að Leifur hefði siglt hann. Um þessar mundir rakst ég á gamlan vin minn, John William Streeter, kennara í vísindasögu. Við fengum okkur viský og vatn í Yale klúbbnum í New York, og ég sagði honum fi-á fyrirætlun minni. Gæfan brosti við mér. 6. ágúst 1960 sigldum við frá Manchester í Massachusetts á Candidu, glæsilegri skútu, sem Streeter átti. — Þriðji leiðangursmaður var Bernard Pow- ell, ritstjóri og áhugamaður um fornleifar. Við tókum stefnu í austur frá Man- chester og sigldum 60 mílur út á opið haf. Þaðan snérum við í suðaustur í stefnu á Provincetown á yzta odda Cape Cod. Við ' höfðum miðað ferðaáætlunina við það, að vera komnir að „sundinu", sem nú var engi, klukkan þrjú um morguninn. Þá gætum við siglt umhverfis „Hnefann’’ fyrir sólarupprás, því að ekki gátum við stytt okkur leið í gegnum sundið eins og Leifur. Eg stýrði eftir stjörnum og tungli, og á tilsettum tíma kl. 6 um morguninn vor- um við reiðubúnir að leggja af stað frá Bace Point við Provincetown, vestan meg- ín höfðans. Þegar hér var komið höfðu þeir Leifur gengið upp á eyna, sem þá var, drukkið dögg úr grasi og horft yfir til meginlandsins vestan Cape Cod flóa. Eftir það höfðu þeir stigið á skip og siglt gegnum sundið, og vestur yfir flóann. Þrír ærslafullir hvalir fylgdu okkur á leið, er við félagarnir á Candidu lögðum af stað í kjölfar knarrarins, En eftir skamma stund, höfðu þeir gengið úr skugga um, að skúían var ekki ein úr þeirra hópi, og hurfu sýnum. Eg stýrði nú í véstur í stefnu á Mano- xnet hæð, sem sást skýrt í tærri morgun- hirtunni. Það var sama miðið og Leifur Eiríksson haföi iikiega notað fyrir næst- um þúsund árum. Eg gat gert mér í hugarlund viðbrögð Leifs, þar sem hann stýrði skipi sínu vestur yfir flóann í morgunkyrrðinni, en menn hans þöglir og bíða í ofvæni, — hvernig hið nýja land taki þeim. Þegar hann nálgaðist Manomet nes, svipaðist hann um og athugaði gaumgæfilega strand lengjuna á báðar hendur. Beint af aug- um var ekkert skipalægi að sjá, né held- þr suður undan, þar sejn ströndin var opin fyrir hafi og klettótt. Norðan við nesið sá hann sjó milli tveggja nesja, sem nú bera nöfnin Saquish Neck og Plymouth Beach. Á milli þeirra sigldi nú Leifur. Á svipuðum stað og Leifur mundi hafa breytt stefnu sinni, breytti ég stefnu Can- didu. Á þessum slóðum urðu þeir Leifur fyrir óhappi. Sagan seeir svo frá því: — „þar var grunnsævi mikið að fjöru sjáv- ar, og stóð þá uppi skip þeirra (þ. e. strand- aði) c<f var þá langt til sjávar frá skip- inu að sjá). Prásögn sögunnar kemur vel heim við staðinn. Frá grunnsævinu í Pljrmouth- höfn er fjarlægðin yfir flóánn að úthafi um 21 sjómíla. Eg sagðist hafa ákveðið að sigla sömu leið og ég taldi, að Leifur hefði farið. En við nánari íhugun fannst mér það óþarft að sigla fallegu skútunni hans John Streeters í strand á grynningunum utan við Plymouth. Við vörpuðum því akkeri tæpum tveim mílum frá Plymouth, eftir fimm og hálfrar stundar siglingu frá Provineetown. Hraði skútunnar hafði ver- GAMLA VÍKINGAÖXIN, SEM TALAÐ ER UM í GREININNI. ið um fjórar sjómílur, eða um það bil sá sami og skips Leifs. Staðinn valdi ég samt á líkum slóðum og knörrinn hefði getað strandað. Siðan hefur Leifur tekið skipsbátinn og haldið sömu stefnu, þar til hann sá ármynnið. Þá hélt hann upp eftir ánni, og fann stöðuvátnið, — sem hann valdi sem lægi fyrir skipið- Þegar Candida hafði verið tryggilega fest, undum við PoweH upp segl á skips- bátnum og sigldum í átt til mynnis Jones- ár, en Streeter varð eftir um borð í skútunni. Þegar ármynnið kom í ijós á bakborða, breyttum við stefnunni. Jonesáin fellur í vík nokkra norður af Plymouth, sem nefnist Kingston Bay. -— Við mynni hennar er nes eitt, Rocky Nook Point. Nokkur hundruð metrum innan við nesið hefur áin farveg um mýrafen, og sé báti róið upp ána, verður augljóst, að allt mýrlendið hefur eitt sinn verið undir vatni. Má allt í kriog lun svæðið sjá, hve hátt vatnið hefur staðið. Kænan með okkur PoweH innanborðs mjakaðist upp eftir ónni fyrir Rocky Nook Point, og við sáum mýrarhákann breið- ast út báðum megin árinnar. Eg. hafði þegar fundið líklegan stað á landfræði- kortunum, sem ég hafði legið yfir. Það var lítill vogur. hins vegar við, nesið. Einni og hálfri klukkustund eftir að við yfirgáfum Candidu, felldum við segl á móts við voginn. Það var fyrirtaks lægi fyrir grunn- skreitt skip, sér í lagi víkingaskip. Mýrarnar meðfram bökkum Jonesár eru svo blautar, að maður frekar veður en gengur yfir þær. Nú óðum við Poweil yfir að voginum, sem eitt sinn hafði ver- ið vogur í stöðuvatni. Við rannsökuðum næsta nágrenni vandlega og fundum m. a. uppsprettur með nægu drykkjarvatni. — Einnig skoðuðum við alla kletta, sem við sáum í þeirri von, að finna eitthvert tákn eða rúnaletur, en sú leit bar eng- an árangur. Vogurinn er næstum rétthyrndur og tæplega tvö hundruð metra breiður. — Hann er umlukinn þrjátíu feta háum bökkum, sem gefa gott skjól. Fvrir ofan voginn er svo nesið Rocky Nook Point. Þar hefur verið tilvalinn staður til að reisa skála. Nesið er umflotið vatni ó þrjá vegu og mjó landræma tengir það við landið. Þaðan er og víðsýnt. Ekki er hægt að hugsa sér stað, þar sem léttara hefði verið að verjast árásum. Þaðan er og skammt til sjávar, ef skyndilega þurfti að flýja. Eftir að hafa rannsakað staðinn að vild, sigldum við aftur út í Candidu, og komum þangað klukkan fjögur. Nú höfðum við gert næstum allt það, sem vikingarnir höfðu gert á síðasta degi sjóferðarinnar frá Grænlandi. Við höfð- um komið að landi og siglt upp á. semi féll til sjávar úr vatni. Síðan höfðum við eytt klukkustund í að kanna voginn. — Sagan getur ekki um það, hvað löngum tíma þeir Leifur eyddu í landkönnun, en varla hefur minna er klukkutími nægt til að kynna sér kosti staðarins. Síðan segir sagan, að þeir snéru aft- ur til skipsins og á flóði losnaði skipið. Fluttu þeir það þá upp ána og í vatnið og köstuðu þar akkerum. Við reyndum ekki að koma Car.didu upp ána. Byrjað var að falla út, þegar við komum aftur, og þar sem Candida ristir sex fet, virtist ekki hættandi á það. En það var auðvelt að áætla vík- ingunum tíma til þess, sem eftir var. Sennilega voru þeir ekki nema klukku- 7. hluti stund að færa skipið, og það sem eftir var dagsins fór í að gera bráðabirgðaíbúð- ir, bera á land farm skipsins og elda mat. Tímatafla okkur leit svona út: 6:02 Lögðum af stað frá Race Point. 11:35 Vörpuðum akkerum á Kings Bay. 12:01 Sigldum á kænunni að ármynninu. 13:25 Komum á vog Leifs. 14:25 Fórum þaðan. 15:58 Komum aftur til Candidu. Alls hafði þetta tekið okkur 9 stund- ir og 56 mínútur. Eina stund mætti draga frá vegna þess, hve kænan var hægfara. Þá þurfti Leifur eina stund til að færa skipið, og hafði þá að minnsta kosti tvæi’ stundir enn til að koma sér fyrir f.vrsL* nóttina. .< Allt, sem fram hafði komið, benti .til þess, að Jonesá eða réttara sagt Roeky Nook Point hafi verið aðsetursstaður Leiía Eiríkssonar og manna hans. Síðar snéri Boland aftur til Rocky Nook til að reyna að finna eitthvað, sem stað- festi það, að þar hefðu víkingar dvalizt, Sem aðstoðarmann hafði hann með sér son sinn Kristófer, níu ára gamlan. Morguninn, sem þeir feðgar komu á staðinn, urðu þeir furðu lostnir. Þar var hópur fornleifafræðinga að vinna að upp- greftri í hæðinni ofan við voginn, þai' sem Boland taldi, að Leifur heppni hefðíl sett skip sitt. Það kom í Ijós, að hér var á ferðinni upp- gröftur á vegum félags, sem nefnist Pi?- grim John Howland Society. John þessil Howland var foringi ensku púrítananna, sem settust að á þessum slóðum á 17. öíd, eins og áður er getið. Howiand hafði ein- mitt reist sér bæ á hæðinni, þar scm 5o- land fannst sennilegast, að Leifur hefði setzt að mörgum öldum áður! Þegar forn - leifafræðingarnir unnu við uppgröft á þvsi húsi, urðu þeir þess varir sér til mikillar furðu, að undir grunni Howlands var ann- ar grunnur eldri. Getur það verið, að John Howland hafi rekizt á skálarústir Leifs Eiríkssonar otí reist bæ sinn á rústunum og jafnframt notað grjót úr þeim? Það er alls ckki ó- hugsandi. Ekkert er algengara í uppgreftri forr,- leifa en að finna merki um, að sami stað- ur er noíaður aftur og aftur, oft með löngia millibili og af ólíkum þjóðflokkum. ' Boland stingur upp á því, að félágið bjóði íslenzkum eða dönskum manni, sem kunnugur er húsarústum á Græntandf, kanna rústimar, sem uppgröfturinn Ieiddi f ljós. Virðist það góð hugmynd. John Howland félagið lumar. á fleáru, sem styður grunsemdir Bolands. í Ply- mouth á það safn, sem nefnist Howland- húsið. Það er gamalt hús að öllu búiíj húsaöennm og áhöldum landnoma, margt af því úr eigu Howland fjölskyldunnar Og samtíðarmanna þeirra. Byggðasafn þeifra Plymouthmanna að öðrum þræði. Þar eri* safnverðir konur í gömlum búningum, sem sýna gestum og gangandi allt, sem þar er markvert að sjá. Þó er einn hlutur, sem ekki er til sýnís, nema sérstaklega sé beðið um að fá aö sjá „gömlu víkingaöxina.” Hún er ggymól í lokuðum skáp. Boland spurði eina gæziu konu, hvers vegna öxin væri ekki sýnci öllum, en hún svaraði: „Þetta er víkingaöxi, og við sýnum aðeins hluti frá nýlendutímanum hér. Rökrétt svar. En hvers vegna er þá víkingaöxi í þessrl safni? Hvaðan kemur hún? Hvaða sann- anir eru fyrir því, að þetta sé víkinga- öxi? Framhald á bls. 10. Greinaflokkur um landafundi í Ameríkú ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 3

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.