Sunnudagsblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 1

Sunnudagsblaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 1
Ánnar hluti „Æ, það var nú gott að fá kaffisopa.“ „Ég held nú bara, að mér sé að verða bumbult.“ „Bílveik, í svona bíl? Nei.“ Vegurinn liggur upp langdregna hæð. Á hægri hönd grænir braggar, girðing, amerískur fáni við hún. Amerískt land á íslenzkri grund. Ekki er það gott, en engan drepur það, sagði karlinn, þegar hann saup á romm- selnum. Það sama verður einum farþeg- anqa á orði og bætir við af hljóði — og þó. í 'skýlisdyrum stendur dáti og geispar, amerískum tyggigúmmígeispa. Saurbæjarkirkja. Skyldi Hallgrímur Pétursson nærstaddur í dag. „Er þetta nú ekki bannsett humbug, að vera að reisa þessa kirkju til' heið- urs kallinum?“ „Mér sýnist honum ekki mikill sómi sýndur með þessum kuinbalda.“ „Hann var annars gott skáld, kallinn" „Gudda hefur alltaf verið í meira uppáhal'di hjá mér.“ Akranesvegamót — og áfram grófan veg og mjóan. Handan mjórrar brúar liggur mórauð flyksa við vegarbrún. Rís upp, í skyndi, og stekkur geltandi að bíln- um, snögg viðbrögð og ekki hættulaus. Skilti við veginn Melasveit — Leirár- sveit — og Snæfellsjökuil enn bein't framundan. Japanir láta mikið af fjall- inu sínu, Fuijama, það myndi lækka á þeim risið eftir að hafa séð Snæfellsjök- ul svo fagran, sem hann er í dag. Við beygjum fyrir Hafnarfjall. Úr grli þar í fjallinu taka Borgnesingar vatn sitt og leiða um fjörð til síns heima. „Svo hérna taka þeir vatnið. Það er erfitt." „Það verður að gera fleira en ?ott þykir.“ „O, já, manngreyjunum er víst ekki sjálfrátt.“ Borgarfjörður. Mikill gróður, mikil sól og mjóar brýr. Við ökum slæman veg um etund. Þvottabretti. Hár fellur í augu, augu ranghvolfast og tennur glamra. Allt til skammar. Hér væri ástæða til að hefja bréfaskriftir: Kæra vegamálastjórn....... og enda: yðar í fullkomnu liatri. Hvann- eyri ber við himin um stund, unz snúið er við henni baki og brátt er komið þar, sem fallegt er — ef vel veiðist. Þar stönzum við. Hvítárbrú speglast í lygnu vatni, maður fer á pramma upp ána. Farþegar - koma í bilinn. „Það var ekki pantað nema eitt sæti hér.“ „Það veit ég ekkert um, við pöntuð- um.“ „En ekki nema eitt sæti.“ „Kemur mér ekki við, VH) pöntuð- um. Hvar eru sætin?“ Að fara um Hvítárbrú er eins og að ranghvolfa í sér augunum og ætla sér að ganga beint. Tilfinningin fyrir hinu raunverulega hverfur. Allt er draum- kennt, einskis að sakna, engu að hverfa að — — og þó ....... Nokkuð handan brúarinnar neyðist ég aftur til að hugsa til Vegamálastjórnar- innar, en nú í auðmýkt. Ég gæti skrifað: Elsku[ litla Vegamálastjórn..... og endað: Yðar með mikilli samúð. Við för- um um þann vegarspotta, sem sumir telja dýrastan á landinu. Tvær brýr og vegur, sem sígur jafnharðan í botnlaust fen. „Það er eitthvað bogið við þetta.“ „Kölski, maður, Kölski.“ „Við skýrum spottann." „Hvað á barnið að heita?“ „Hroll'vekjan, maður, hrollvekjan.“ Vegamót, við beygjum norður. Gróður- inn eykst. Úr fjariægð sér til Svignaskarðs. Baula gnæfir yfir voldugan fjcllahring. Allt er bjart og hlýtt. — Og hér var önnur hrollvekja. Gljúfurá. Hér stéyptist Gunn- ar Eyjólfsson í ána ög lét lífið, eins ög þeir muna, sem sáu 79 af stöðinni -- 6g héir gerðust illir atburðir á stríðsár- umfm, er bifreið full af hermönnuTn steyptist í gljúfrið. „Ég veit ekki livernig þeir hafa „farið að því að komast gömlu brúna í öll þessi ár.“ „Það er nú eins og að ætl'a sér að þræða stoppnál með reiptaglL Niðri í gljúfrinu húkir, gömul þröng brú og gýtur illilegu honiauga, er viíí þjótunt beina braut ofar henni. Far vel Frans. Hverful sól bregður birtu á gróið kjarr milli kletta. Stúlkur við veginn, veifa og brosa. Hryssa með folald í túni og fram- undan Hreðavatn og Bifröst. Hreðavatn. Hér hefur skáld gengið un garð — Vandræðaskáld. „HALLFREÐR REIÐ HEIM UM MORG- ININN TIL HREÐUVATNS 1 NORÐUR- ÁRDAL. ÞAR RÉÐ FYRR EIGNUM ÞEIRA GALTI, BRÓÐIR HANS OG VAR VASKR MAÐR.“ Það sama laugardagskvöld var efnt til veizlu að Borg og heitmey Gunnlaugs Þessa ágætu fígúru skemmtu vegavinnu- menn sér við að gera sumar eitt. Hún stendur við ána Pennu í dalnum, sem liggur upp úr Vatnsfirði til Vestfjarða- hálendisins. Handan fí- gúninnar er hinn nýi <vagn Vestfjarðaíeið- ar.

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.