Sunnudagsblaðið - 01.09.1963, Page 3
SAGT er, að íslenzka ferskeytl-
an og aðrir vísnahættir hérlendis
eigi rætur sínar að rekja til inn-
fluttra danskvæða, á miðöldum
íslenzkrar sögu. Víst er um það,
að í ýmsum þeirra kvæða eru
stef. sem að háttum líkjast núlif-
andi vísnaháttum. Skemmtileg
dægradvöl er að íhuga sköpun ís-
lenzku vísnaháttanna og geta fcl
um aðstæður þær og umhverfi,
sem mótuðu þá: Kvöldvökur og
aðrar stundir í gömlum torfbæj-
um. Rinstök stef úr fornum dans-
kvæðum eru tekin út úr löngum
bálkum og vísur ortar undir þeim
háttum. Hinar einstöku vísur
mótast fyrst, og stemmur við þær.
Vísurnar og lögin eru svo líka
endurtekin á ferðamanna og föru-
mannaslóðum, á öllum árstíðum.
•Sérstæð þjóðleg list myndast. —
Síðar taka alþýðuskáldin að yrkja
heilar rímur og kvæðalögin skýr-
ast. Leiknin verður á löngum
tíma mikil, í rími, raddblæ og
meðferð efnis. Enda fer svo að
lokum, að
Það er hægt að hafa yfir
heilar bögur,
án þess rímið þekkist, þegar
þær eru nógu alþýðlegar.
Einstöku vísurnar, húsgangarn-
ir, sem kynslóðir læra hver af
annarri og fljúga landshornanna
milli, verða vinsælasta tegund
þessa kveðskapar. Vísan verður í
senn leikfang til skemmtunar og
vopn í baráttu lífsins.
Ferskeytlan er Frónbúans
fyrsta barnaglingur.
Verður seinna i höndum hans
hvöss sem byssustingur.
Hver veit með vissu hve ríkan
þátt íslenzka stakan á í viðreisn
íslenzku þjóðarinnar, vexti henn-
ar úr djúpum aldalangrar kúg-
unar og niðuriægingar.
Það er dauði og djöfuls nauð
er dyggðasnauðir fantar,
safna auð með augun rauð,
en aðra brauðið vantar.
Visur eins og þessi hafa við-
haldið réttlætistilfinningunni víð-
ar en í sinu þrengsta umhverfi, og
orðið meira en útrás tilfinninga.
Fleira af þeirri tegund:
Illa fenginn auðinn þinn
áður en lýkur nösum;
aftur týnir andskotinn
upp úr þínum vösum.
Og:
Þótt þú berir fegri flík
og fleiri í vösum lykla,
okkar verður lestin lík
lokadaginn mikla.
Skamma- og níðvísurnar eru
sennilega gagnlegasta tegund ís-
lenzkra bókmennta að fornu og
nýju. Þær eru bæði vinsælar og
óvinsælar, — og af þeim hlýzt
bæði samstarf og sundrung. Höf-
undarnir eru illa séðir af mörg-
um :
Að yrkja kvæði ólán bjó
af því fara sögur,
en gaman er að geta þó
gert ferskeyttar bögur.
En eitt af þeim lögmálum, sem
gilda lengst í mannheimum er
það, að níðvísa lifir því lengur, sem
meir er á móti henni haft. Þess
vegna er réttlætið í því fólgið, að
Ijúga aldrei á andstæðing sinn í
níðvísu. Sannleikann einan skal
hann þola, og ekkert ódrenglyndi.
Út af þessu er þó oft brugðið:
Meinleg örlög margan hrjá
mann og ræna dögum.
Sá er löngum endir á
íslendingasögum.
Eða:
Lífs mér óar ölduskrið,
er það nógur vandi,
að þurfa að róa og þreyta við
þorska á sjó og landi.
Svo mæltu Þorsteinn Erlings-
son og Sveinn úr Elivogum, og
lærðu þeir spekina af fornsögun-
um. En nú eru eftir allar vísurn-
ar um fegurð landsins og náttúru
þess. Ber ekki, að þakka þeim
fyrst og fremst, það hugrekki og
ódrepandi trú á líf fólks í níddu
landi, sem hefur orðið fjöregg
þjóðarinnar:
Vors ei leynast letruð orð
ljóst á grein og móa:
Sæla reynist sönn á storð
sú mun ein að gróa. (St.G.St.)
Kynslóð eftir kynslóð hafa skáld
og vísnahöfundar túlkað í ljóð-
mælum stökuháttanna þá heim-
þrá og átthagaást útlaga og far-
manna, sem þróar glæður ís-
lenzkrar sögu fyrr og síðar:
Brýni kænu í brim og vind,
bylgjan græn, þótt vatni um
hlíðar,
ef úr sænum yddir tind
yfir bænum Ketilríðar. (St.G.St.)
Um Jónsmessu hvert ár koma
sólskinsstefin fljúgandi með heið-
ríkjunni bláu, stíga dans með
geislunum, niða með regndropun-
um og glóa með dögginni:
Á um njólu aldinn mar
út hjá póli gaman.
Árdagssól og aftan þar
eiga stóla saman.
Ekki er margt sem foidar frið
fegur skarta lætur,
eða hjartað unir við
eins og bjartar nætur.
Svo mælti Þorsteinn Erlings-
son. En Halldór Friðjónsson
þannig:
Ársól gljár við unnarsvið
ofið báruskrúða.
Ræðir smára rjóðan við
rósin táraprúða.
Eiríkur Brynjólfsson í Krist-
nesi bregður upp skáldlegri og
hrífandi mynd af íslenzku vetrar-
kvöldi:
Listavandir ljósálfar
logabandið hnýta.
Svífur andi eilífðar
yfir landið hvíta.
Ónefndur yrkir:
Ástúð vorsins óði frá
andar þítt í blænum.
Ljúfir draumar lifna á
leiðum sumargrænum.
Djúpt og tært er himins haf,
hreyfist stör í blænum.
Morgunkaffi eimar af
upp um stromp á bænum.
Mannlífið í ýmsum myndum
hefur fætt af sér stökur, sem
ljóma eins og kristallar. Hér er
ein eftir Theódóru Thoroddsen:
Þú hefur siglt um sollinn ál,
sinnt ei um að kvarta,
með geisla í auga, gleði í sál
og gullið skirt í hjarta.
Og tvær eftir Ólínu Jónasdótt-
ur:
Lagt í eyði löngu er
litla heiðarkotið.
Fyrr á leiðum hafa hér
hugir þreyð og notið.
Dimmum slóðum dalsins á
dagar hljóðir runnu,
en sögu og ljóða lestri frá
ljósar glóðir brunnu.
Þorgerður Stefánsdóttir frá
Kristnesi orti:
Týnist arfur æskumanns,
óskin djarfa blundar,
gáfur, starf og guðmóð hans
gleypa þarfir stundar.
Pétur Jónsson frá Nautabúi:
Tíminn bak við tjaldið hljótt
taumaslakur rennur.
Lífs kvöldvaka líður skjótt,
ljós að stjaka brennur.
Og á tjaldi hugans bregður fyr-
lr minningu frá sláttudögum á
bökkum Laxár, hið regnþunga sum
-ar 1934. Á Arnarvatni í Mývatns-
sveit bjó þá við margbýli heið-
ursskáldið Jón Þorsteinsson, hnig-
inn að árum, kempulegur karl
með hvítt alskegg, næmur i lund
og ofurlítið feiminn við að fara
með stökúr sínar við ókunnuga.
Eftir nokkurra daga kynni gat þó
rætzt úr og man undirritaður, að
hann taldi þessa vísu vera með
sínum beztu, eins konar ,motto’:
Vorið dregur eitthvað út
undan frosnum bakka.
Hefur geymt þar grænan kút,
gef mér nú að smakka!
Lýsir vísan gleði íslenzks bónda
yfir vorkomunni og tekur líkingu
af veitingu góðra vína úr gömlum
trékútum, svo sem eitt sinn tíðk-
aðist. Þá voru eigi brotnir flösku
hálsar.
Jón Þorsteinsson gat verið
glettinn og þéttur fyrir, þrátt fyr-
ir allt hæglætið og prúðmennsk-
una og lét ekki sitt eftir liggja í
rímuðu orðastríði. Svo reyndist
þegar Konráð Erlendsson glettist
við Mývetninga út af heysölu, með
þessari vísu:
Vænkast tekur Mammons mál,
máttur Drottins ræður ei.
Mývetningar sína sál
seldu fyrir mýrarhey.
Jón á Arnarvatni svaraði:
Sagt er að við höfum selt fyrir Mý
sálna vorra gengi,
en Konsi lýgur þessu — því
það var bleiki-engi.
Bleiki-engi nefnast í Mývatns-
sveit fegurstu og beztu starar-
slægjurnar. — Og ljóðaakur
skáldanna í þessum þætti er sam-
nefndur: bleiki-engi. Hér hafa
verið birtar margar kunnar vís-
ur, sökum þess, að þær eru aldi’-
ei of oft kveðnar, og fólk ætti að
rifja þær upp á hverjum sunnu-
dagsmorgni lífs sins, ásamt mörg-
um fleirum jafngóðum, njótá
þeirra eins og sumárregnsins og
sólskinsins, láta blæ hinna bláu
ljóðlindastrauma fleyta fleyi hug-
ans frá einu skeri eða tveimur,
helzt öllum. —
Til ferskeytlunnar kvað Ólína
Andrésdóttir:
Á ey og bala öldufalls
áttu sali kunna:
Þú ert dala dís og fjalls,
dóttir alþýðunnar.
• ---- s-k-d.
EFTIR að Maresyev vaknaði til með-v
, vitundar á ný, varð honum ljóst, að hanra
lá í snjó í greniskógi, og jafnskjótt fajin
hann til kvalar í fótunum. í fyrstu ga>
hann ekki áttað sig á, hvcrs vegna hann
væri á þessum stað, en fljótlega hugsaði
hann skýrar og mundi eftir bardaganum,
sem farið hafði fram í loftinu. Og svo
voru það fæturnir. Var kannski lítið eftii?
af þeim?
Hann herti upp hugann til að líta nið-
ur á sig. Fæturnir lágu undir honum I
óeðlilegri stellingu, eins og þeir tilheyrðia
honum ekki lengur. En þarna voru þei**
samt í þungum flugstígvélunum.
En þegar hann ætlaði að reisa sig UPR
ALÞÝÐUBLAÐK) - SUNNUDAGSBLAB g