Sunnudagsblaðið - 01.09.1963, Side 5

Sunnudagsblaðið - 01.09.1963, Side 5
„Getur það verið að Bwana sé hræddur"? eð Ijónin væru mest á ferli að næturlagi. Eftir það eyddi ég nokkrum tíma í að laga sigtið á tvíhleypta rifflinum mínum, sem ég vissi af reynzlu að var forláta tæki til að fella stórgripi. Einnig æfði ég mig í skotfimi. Buhuka kom til mín tim kvöldið og við ræddum um Ljóna-bræðurna. Ég hafði heyrt að sérhver meðlimur bræðranna réði yfir ákveðnum hópi liósiá, svo að ég spurði: „Og þú hefur þín eigin ljón?“ „Já, bwana,“ sagði hann, ,,og ég hef þjálfað þau vel. Þegar grasætur koma og vilja éta kornið okkar reka Ijónin mín þær burtu. Mitt fólk hefur ekki orðið fyrir uppskcrubresti vegna slíkra gras- ætna árum saman." Ég starði á hann. Augu hans voru skýr og hann talaði af fullri hreinskilni. Hann var ekki að semja neina lygasögu. „En hvernig," spurði ég. „Ég meina hvernig ferðu að því að standa í sam- bandi við dýrin, forðast að þau geri þér mein og annað því um líkt?“ „Það er auðvitað leyndarmál, sem ég get ekkí gert uppvLst," sagði Buhuka al- varlegur, „en við vitum hvernig við eigum að fara að ljónunum. í nótt vona ég, að ég geti sýnt þér hvað gerist. Þú ert sterkur og hrauslur, og ég vona, að þú sért fljótur að hlaupa.,, „Ég veit. að sumir innfæddir geta hlaup ið eins hratt og ljón, en ég get það ekki,“ svaraði ég. „Það get ég heldur ekki til lengdar sagði Buhuka, „en ég næ þeim, þegar þau hafa fellt bráðina." „Ég er hræddur um, að ég verði langt á eftir þér, því að ég verð að bera riffil- inn minn," sagði ég. „Riffilinn,“ hrópaði Buhuka skelfdur, „en bwana, ég get ekki leyft að þú berir vopn." „Hvað þá?“ ég starði undrandi á hann. „Flest ljón og önnur villidýr vita nú hvað vopnaður hvítur maður getur gert þeim. Ljónin mín munu ekki koina ná- lægt mér, ef þú ert með riffilinn þinn," sagði Buhuka. Ég dró djúpt andann og kaldur hroiiur hríslaðist um mig. Ég lief aldrei verið sérlega hræddur við dauðann, aðeins við það hvernig ég ætti að deyja. Ef ég færi nú með Buhuka og kæmrst svo að raun um, að hann væri bara raupari — og ljónin réðust svo á okkur þarna út í nóttinni----- „Þú treystir mér ekki, bwana?" Bu- huka truflaði hugleiðingar mínar. Ég starði á hann. Hann hafði traustvekjandi andlit, sterkmótað og grelndarlegt. Hann var hávaxinn og vel byggður. Samt fór aftur hrollur um mig. er ég hugsaði um mig og Buhuka þarna úti með- al hungraðra ljónanna. „Getur það verið að bwana sé hrædd- ur?“ sagði Buhuka mjúkri röddu. Og nú var ég á valdi hans. Oftar en einu sinni hafði ég séð til svertingjanna er þeir héldu á ljónaveiðar aðeins vopnaðir heima gerðum hnífum og spjótum, og ég liafði eéð hryllileg sár þeirra, sem þeir þoldu án þess að kveinka sér. Neitaði ég nú að taka þátt í leiknum, hlyti ég að gera öllum hvíta kynstofninum skömm í augun svertingjanna. Það gæti þýtt lokin fyrir mér, en — „Auðvitað kem ég með,“ sagði ég við Buhuka. ,,En það kom illilega flatt upp & mig, þegar þú sagðir mér, að ég mætti ekki taka riffil- inn með mér.“ „Þú þarft ekki á honum að halda," sagði Buhuka með fullvissu í rómnum. Ég vonaði innilega að hann hefði á iéttu að standa. Um kvöldmatarleytið vissu allir í þcip- inu, að ég ætlaði með Buhuka v.m nótt- ina og mér var sýnd opinber aðdáun og virðing. Enginn innfæddur, sem ekki tilheyrði bræðralagi Ljónabræðranna, hefði þor- að að fara með Buhuka, þrátt fyrir það að Ljónabræðurnir njóta ýfirleitt hinnat mestu virðingar og trausts. Sums staðar eru þó Ljóna-bræöurnir hataðir, því fyrir hefur komið, að einn slíkur hefur leyst mannætuljón úr haldi, eftir að tekizt hafði að ná því í gryfju. Tunglið var fullt þetta kvöld er Buhuka kom til mín og kvaðst reiðubúinn til ferðarinnar. Við héldum af stað, Bu- huka klæddur lendaskýlu með langan hníf í belti — ég í stuttbuxum og hlaupaskóm. „En hvernig veiztu, hvar þú getur fundið ljónin þín?“ spurði ég um leið og við héld um út á sléttuna. „Ég veit það,“ sagðu Buhuka rólegur, „og nú er bezt að við þegjum." Rúmar tvær stundir gengum við og við hvert skref jókst óró mín, og ég tók að ásaka mig fyrir þessa fíflsku. Allt í einu stanzaði Buhuka og benti mér að fara að dæmi sínu. Þá heyrði ég það, sem hann hlaut þeg- ar að hafa heyrt, fótatak nokkurra ljóna nálgaðist. Svo fann ég af þeim lyktina. Þrátt fyrir svala næturinnar tók ég að svitna. Buhuka kallaði eitthvað á tungumáli, sem ég þekkti ekki. Fótatakið hljóðnaði og ég fremur fann en sá Ijónin í myrkrinu. þar sem þau stóðu stíf — eða kannski voru þau farin að skríða hljóðlega á ir.ag anum í átt til okkar og myndu innan skamms stökkva á okkur. „Óttastu ekki," hvíslaði Buhuka. „Þetta eru ekki mannætuljón, þau eru snnarar tegundar." Og hann bætti við: ,Allur hópurinn minn er hérna, sjö.“ Ég svitnaði enn meira. Og nú sá ég ljón in í tunglsljósinu, er þau nálguðust okk- ur svo ekki var meira en fimmtíu fet á milli okkar. Eins og að gefnu merkl öskruðu þau öll í einu. Mér fannst jörð- in bifast við öskrið. „Þau eru glorhungruð," hvíslaði Bu- huka, “nú förum við á veiðar." Hlið við hlið lögðum við af stað á hlaupum yfir sléttuna með ljónin «■"' á hælum okkar. Nær óviðráðanleg íöngun til að taka aftur til fótanna til þorpsins, greip mig. En það var isama og sjálfsmorð. Það hefði getað orðið til þess að ijón- in hefðu tekið til fótanna á eftir mór og rifið mig í sig. Að öðrum kosti 'iefðl ég verlð stimplaður eftir það sem hleyða. , BVís heyrðist aUt í einu framundan og zebrahjörð reis skyndilega upp. Andartak stóð öll hjörðin eins og steingerð svo tóku dýrin til fótanna. Buhuka kallaði eitthvað aftur á hinu ókennilega tungumáli og sveiflaði liand- leggjunum. Sem ör væri skotið voru ljónin sjö: allt í einu komin að hlið okkar og þutu fram úr okkur. Þau æddu í ðtt til zebrahjarðarinnar með höfuðin lág- reist og halana beint úfc í loftið. Buhuka fylgdi þeim eftir á sama hráða að minnsta kosti hundrað metra spöl, hvorki fyrr né síðar hef ég séð :nann hlaupa jafnhratt. Ég hljóp eins og nraft- arnir leyfðu, en dróst langt aítur úr á svipstundu. Um stund sá ég ckkcrt, en hélt áfram hlaupunum í átt til hljóðanna sem bárust til mín utan úr nóttunni — hljóðanna frá ljónum, sem höfðu náð bráð. Yfir öskur þeirra barst rödd Buhuka æðisleg og kveinandi. Djöflakórinn var nú rétt hjá mér, urrandi ljón, æðisleg vein og ómennsk öskur Buhuka og nú sá ég sjón, sem ég vart gat trúað að væri raun- veruleg. Ljónin höfðu fellt þrjú zebradýr. Þijú ljónanna höfðu tekið til við að rífa í sig eitt zebradýrið, tvö ljón voru við hin tvö hræin, smjattið og sogin bárust til mín ógeðslega skýrt. Við hlið tveggja ljónanna stóð Buhuka í óða önn við að höggva af zebralæri með hníf sínum, ljónin gerðu enga tilraun til að stöðva hann en héldu áfram átinu. Aílt í einu flutti eitt ljónið sig milli hræja og sá mig um leið. Andartak stóð það óákveðið, það brettist upp á varirnar, augun urðu illileg. Hjálparvana skelfing umlukti mig. Ég gat alls ekki hreyft mig. Á næsta andar- taki gat ég búist við því að skepnan réðist á mig með leifturhraða. Á þessu skelfing- arandartaki leit Buhuka upp og sýndi þá dásamlegustu rósemi og þann ’.ýrðleg- asta kjark, sem ég hef nokkru sinni orðið vitni að. Hann bar í hendinni kjötstykki og gekk með það beint til dýrsins. Hann íélt því framan við andlit þess og Ijónið ætlaði að þrífa það til sín. Buhuka úró að sór kjötið, áður en ljónið gæti náð því og kast- aði því að einu hræinu. Ljónið stökk á eftir því, eins og kettling ur eltir bolta og tók svo aftur til við að rífa í sig zebrahræið — ég náði aftur andanum, en fór um leið að skjálfa. Buhuka gekk aftur að því að ná lausu zebralærinu og kom svo til mín með það. „Trúirðu nú, bwana?“ spurði hann um leið og við gengum af stað heimleiðis. Ég var enn hálflamaður og svo rugl- aður, að ég gat aðeins kinkað kolli. í huga niínum endurtók ég aftur og aftur setningu eftir Kipling: „Þegar það ómögulega heí- ur gerst.“ Það getur virst allt að því ómögulögt, að í Afríku séu til svertingjar, sem standa í nánu og óhagganlegu vináttusambandi við ljón og fara jafnvel á veiðar með þeim — en ég veit að það cr staðreynd. Frank Lendrum. {I ndv afneitarar Jaina-þjóðflokkurinn í Indlandi er talið vera ríkasta samfélagið þar í landi. En þeir háttsettustu og virðingarmestu meðal þeirra, Munis-arnir, hafa andúð á öllum auði og veraldargæðum og lifa iífinu í algjörri sjálfsafneitun. Það er ekki fyrir venjulega menn að standa við heitin íimm, sem þeir vinna: alger útilokun á hvatiekeytni eða nokkurs konar ofbeldi í hugsun, orðum og gorð- um; bæling allra langana; sann- leiksþjónusta; frómleiki og strangt einlífi. Gengið er ríkt eftir, að boðorð þessi séu haldin út í yztu æsar, og því er ekki að undra, þótt reglubræðurnir séu ekki margir, en þeir eru innan við þrjátiu. Regla þessi er kennd við Dig- ambar, og nýlega fékk ég leyfi til að eyða degi í hofi þeirra á- samt hinum yngsta reglubræðr- anna. Munis-arnir eyða tveim klukku- stundum á roorgnana og tveim stundum síðdegis til „shankasa- madhan“ (spuminga og svara), cg fyrsta spurningin, sem ég bar fram hljóðaði á þessa leið: „Við vitum, að klæðaburður fylgir siðmenn- ingunni en hvers vegna hafnið þið öllum fötum og gangið kvik- naktir?“ Leiðsögumaður minn svaraði því til, að „dharma“ (lög reglunn- ar) þeirra Jain-anna sé byggt á . kenningunni um „nirvana". í byrjun er hver einstakur látinn gefa loforð um, að takmarka eig- ur sínar og vera ekki of eigin- gjarn. Ef veraldlegur auður hans er yfir vissu hámarki, skal hann gefa frá sér það, sem urafram er. Næst tékur við námskeið eða reynslutími í siðavendni og guð- rækni, óg éf það í ellefu stigum. Lokastigið er alger sjálfsafneit- un; viðkomandi reglufélagi hafn- ar síðustu eigum sínum og verður laus við allar langanir og fýsnir. Hann skýlir líkama sínum jafnvel ekki á vetrum eða í rigningu. Hann sefur undir beru lofti og ferðast fótgangandi, notfærir sér engin farartæki. Ekki notar hann heldur neins konar áhöld, og mat eldar hann ekki. Sé honum boðið til máltíðar hafnar hann því. En hann leggur leið sína til hverfa hinna trúræknu og þiggur mat af hverjum þeim, sem býður hann fram af íilhlýðilegri virðingu. Hann snæðir aðeins einu sinni á degi hverjum, standandi í sömu sporum, og notar guðsgafflana eina saman. Aldrei borðar hann meira en 32 munnfyllir í einni máltíð. Venjulega heldur hann ekki kyrru fyrir í sama staðnum lengur en fimm daga í einu — nema á regntímanum. Þá getur dvalartíminn orðið fjórir mánuðir. Jain-amir ætlast ekki til, að nekt þeirra auki á sálarstyrk þeirra eða siðprýði. Þeir líta fremur svo á, að algert klæðleysi sé eðlilegast þeim mönnum, sem hafa engar syndir að fela. Líf þeirra á að vera öllum opin bók. Þeir hafa sigrazt á öllum dýrsieg- um ástríðum, og guðirnir dást að nöktum líkömum þeirra. Ég spurði: „En hvernig farið þið Munis-arnir að því að halda á ykkur hita á köldum vetrardögum, úr því að þið farið aldrei í neina flík?“ Þessari spurningu var svarað þannig, að Munis-arnir fyndu ekki til kulda, þar eð hugsun þeirra beindist ekki að líkamanum held- Ur sálinni. Þeir orna sér ekki við eld fremur en sadhus-ar (hin- Frh. á bls. 9. r-f* *liÞVí»V8U*ÐIÐ - ÖUNN01/.VGBBLAP 5

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.