Sunnudagsblaðið - 01.09.1963, Page 8

Sunnudagsblaðið - 01.09.1963, Page 8
Siðari hluti .Vaðsteinninn var sporöskjulagaður steinn, 2-3 kg. að þyngd, með íklappaðri rauf að endilöngu, og lá í raufinni járn- gjörð, sem soðin var saman utan um stein inn. Járngjörð þessi nefndist fat eða vað- steinsfat. Drepurinn var tvieggjuð skálm sem hákarlinn var stunginn með í mæn- una, rétt aftan við hausinn. En skálmarnar voru eineggjuð söx, sem hákarlinn var skorinn með. Auk þessara tækja voru svo ífærur, þ.e. langir og sterkir járnönglar, sem festir voru í hákarlinn, er hann kom í sjólokin, síðan var hann dreginn upp með talíum, er nefndust heisingar, og voru þær tvær, sín hvors vegar á mastr- inu. Um útbúnað skipanna er það helzt að segja, að þau voru ávallt einmöstruð, en með tveimur seglum, hvoru upp af öðru. Neðra seglið var geysistórt og kall- aðist stórsegl. Það var skiljanlega breið- ast neðst, en mjókkaði upp. Að neðan var hálsinum fest við beitiás, sem færður var fram og aftur eftir saxinu, eftir því hvont mikið eða lítið var beitt á. Skaut- inu var fesl undir rengur í afturrúmi skips- insj. Að ofan var seglráin. Efra seglið nefndist fokka. Hún var með sama iagi og stórseglið, en mikfð mireni. Neðri jaðar hennar var festur við stórseglsrána, en hinn eíri við aðra rá, sem dregin var up|> á sérstökum fal. í hverju skipi var lifrakassi, er tók 12-14 tunnur. Var hann í tveimum miðrúmum skipsins og ekki breiðari en svo, að hægt var að róa á bæði borð við hann. Með hverju skipi voru og tvö akkeri, þótt aðeins annað væri notað. Hitt var til vara. Stund- um var það akkeri og dreki. Þrjár 30 faðma langar járnfestar fylgdu einnig. Ein þessara festa nefndist tampur, og fylgdi henni svonefndur tampás. Hún var ekki notuð við akkeri, heldur í skurðar- róðrum, sem kallaðir voru, þegar leið á veiðitímann og farið var að taka mest megnis aðeins lifrina úr hákarlinum, en fleygja fiskinum. Þegar tampurinn var notaður, var tamp- ásinn festur þvert yfir skipið milli saxa fyrir framan mastrið og festarendamir gerðir fastir í ásendana, en festarlykkjan lá í sjó undir kili skipsins. Þegar hákarl- var settur í tamp, var aðeins tekin úr honum lifrin og sett í kassann, en skrokkn um rennt á tampfestina, þannig að gat var gert í gegnum haus hákarlsins fyrir ofan augu. Var það nefnt að trumba hákarlinn og gatið ejnnig nefnt trumba.Þegar há- karli var rennt á tampfestina, lentl hann undir botni skipsins, í festarlykkjunni. Gæta varð þess, er tveim fyrstu há- körlunum var rennt á festina, að eigi yrði bragð eða snúningur á milli þeirra á festinni, því að þá áhlekkjaðist hann, sem kallað var, þ.e. varð fastur á festinni, þar sem rennt var á hana frá báðum end- um. Var þá aðeins helmingur hákarlanna laus, þegar öðrum endanum var sleppt og losað af tampinum. Þegar áhlekkjun kom fyrir, var aðeins um tvennt að gera, að sleppa báðum endum og tapa þar með festinni, sem ekki þótti gott, eða skera ofan af henni, þ.e. draga hana upp og skera af efstu hákarlana i sjólokunum, jafnótt og upp komu. Var það oftast gert í slíku tilfelli, en þótti aldrei gott verk. Akkerisfestin var, auk járnfestarinnar, sem næst var akkerinu, um 150 faðma langur kaðall, sem hringaður var niður á svonefndan línuplitt, sem var trépallur í barkanum. Annar plittur var í skut, og vár varaakkerið eða drekinn geymt þar. Með hverju skipi voru fjórir vaðir og auka- vaður hinn fimmti, sem kallaður var sníkja. Venjulega sátu aðeins fjórir menn undir vað, og voru valdir til þess hinir heppnustu og veiðisælustu af skipshöfn- inni. Vaðglöggir þurftu menn að vera, ef Straumur var og vaðinn bar langt frá, sem oít kom fyrir. Þó að rennt væri á 80-90 faðma dýpi, gat borið frá upp í 150-200 faðma, og nefndist það útburður. Var þá ilit að finna hvort ákom eða ekki. En væri sá grái ekki dreginn tafarlaust, gat hann annað tveggja étið beituna og farið svo sína leið eða áðrir hákarlar komu og átu hann, svo að vaðmaður hafði hausinn ein- an er upp kom. ' Hverju skipi fylgdi áttaviti, er var í trékassa tvíhólfuðum, sem nefndist nátt- hús. í öðru hþlfinu yar áttavitinn, en lampi eða kerti í hinu. Milli hólfanna var glerrúða og eins yfir áttavitanum, til þess að hægt væri að sjá á hann i myrkri, þá er kveikt hafði verið á kertinu. Þegar komið var út til miða, var það fyrsta verk formannsins, að setja niður kompásinn, sem svo var nefnt, en það var innifalið í því að binda niður nátthúsið og taka strik það, er eftir skildi sigla til lands. Var mjög mikilvægt, að það væri ve\ athugað, því að jafnan mátti búast við þvi, að hoimförin yrði í hríðar- eða næturmyrkri og iandssýn falin. Hákarlabeitan var mest megnis hangið hrossakjöt, saltað seispik með húðinni — og hét þá húðarselur, — og einnig heilir selir, sem þótti betra. Ennfremur var beitt úr hákarlinum sjálfum því, sem kallað var gallpungur og sál. Gallpungurinn er hylki með græn- leitum, lýsiskenndum vökva, er liggur milli Sagt var í fyrri hluta greinar- innar um Hákarlaveiffar á Strönd- um, aff bærinn Gjögur hafi veriff 64 hundruff aff fornu mati. Átti aff vera 6—4 hundruff. í1',! HÁKARLADREPIR Sökum þess, aff myndirnar af hákarladrepum voru mjögr óljósar í fyrri hiuta sömu greinar, eru hér birtar betri og réttari mýndir af því verkfæri. TwTTTT * ' 1 U

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.