Morgunblaðið - 15.11.2004, Side 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 B 3
ÍSLENSKU fjárfestarnir, sem eiga
meirihluta í enska 1. deildarliðinu
Stoke City, fögnuðu því um helgina
að fimm áru liðin frá því þeir tóku
við stjórn félagsins.
Íslendingarnir hafa nú gert ný
plön en stefna þeirra er að Stoke
verði í deild þeirra bestu innan
tveggja ára.
„Gamla fimm ára áætlunin hefur
nú verið lögð til hliðar og við höfum
gert nýja tveggja ára áætlun sem
felst í því að við stefnum á að kom-
ast upp í úrvalsdeildina. Kjarninn í
okkar liði er góður en við þurfum
að styrkja hópinn og við vitum um
leikmenn sem við getum fengið til
að styrkja okkar lið,“ segir Gunnar
Þór Gíslason stjórnarformaður
Stoke í The Sentinel.
Í leikskrá fyrir leik Stoke gegn
Crewe á laugardaginn ritaði Gunn-
ar Þór grein og þar segir meðal
annars: ,,Við erum með lið sem við
getum verið stoltir af og þetta lið er
mun sterkara en það lið sem Stoke
tefldi fram í nóvember 1999 þegar
við tókum við.“
Pulis skrifaði undir
nýjan samning
Tony Pulis knattspyrnustjóri
Stoke hafði tvöfalda ástæðu til að
fagna. Hann skrifaði undir nýjan
samning við félagið og eftir það
höfðu hans menn betur gegn
Crewe, 1:0.
Stoke er í 8. sæti 1. deildarinnar
með 27 stig, tólf stigum á eftir topp-
liðunum Wigan og Ipswich.
Fimm ár frá yfirtöku
Íslendinganna hjá Stoke
RÓBERT Gunnarsson fór á
kostum rétt eina ferðina með
liði Århus GF þegar liðið
burstaði Helsinge, 33:24, í
dönsku úrvalsdeildinni í hand-
knattleik í gær. Róbert skor-
aði 13 mörk, þar af aðeins eitt
úr vítakasti, og hann er lang-
markahæstur í deildinni með
104 mörk í tíu leikjum. Sturla
Ásgeirsson skoraði 1 mark
fyrir Árósaliðið sem er efst í
deildinni með 17 stig, meist-
arar Kolding hafa 15 og GOG
og Viborg hafa 14.
Hans með sjö mörk
Íslendingurinn Hans Lind-
berg var markahæstur í liði
Helsinge með 7 mörk en,
Hans, sem er fæddur á Íslandi
og á íslenska foreldra, er í
danska landsliðinu.
Róbert með
13 fyrir
Århus GF
GUÐJÓN Valur Sigurðsson
skoraði 4 mörk fyrir Essen í sigri
þess á Redbergslid, 23:20, á útvelli í
EHF-keppninni í handknattleik en
Essen hafði áður unnið heimaleik-
inn með sjö marka mun.
MAGDEBURG undir stjórn Al-
freðs Gíslasonar er einnig komið
áfram í keppninni en liðið burstaði
Paris SG, 36:23, og hafði áður unnið
á útivelli, 30:25. Arnór Atlason
skoraði eitt mark í leiknum en Sig-
fús Sigurðsson komst ekki á blað.
LOGI Geirsson skoraði 3 mörk
fyrir Lemgo sem tapaði fyrir ung-
verska liðinu Fotex Vesprém,
29:23, í Ungverjalandi í Meistara-
deild Evrópu. Ósigurinn kom ekki
að sök því Lemgo hafði fyrir leikinn
tryggt sér sæti í 16 liða úrslitunum.
EINAR Hólmgeirsson var
markahæstur í liði Grosswallstadt
sem tapaði fyrir Nordhorn í þýsku
1. deildinni í handknattleik, 30:22.
Einar skoraði 5 mörk en Snorri
Steinn Guðjónsson skoraði 3.
PATREKUR Jóhannesson skor-
aði 4 mörk fyrir Minden sem tapaði
á heimavelli Tus N-Lubbecke,
40:37.
MARKÚS Máni Michaelsson
skoraði 4 mörk fyrir Düsseldorf
sem sigraði Post Schwerin, 27:26.
Alexander Pettersson komst ekki á
blað fyrir Düsseldorf.
RÚNAR Sigtryggsson, þjálfari
og leikmaður Eisenach, skoraði 1
mark fyrir lið sitt sem sigraði
Kornwestheim, 40:38, í miklum
markaleik í þýsku 2. deildinni.
Þetta var annar sigur Eisenach í
röð.
DAGUR Sigurðsson, þjálfari
austurríska liðsins Bregenz, skor-
aði 4 mörk fyrir sína menn sem töp-
uðu fyrir danska liðinu á Álaborg,
24:22, í EHF-keppninni. Bregenz
komst engu að síður áfram því liðið
vann heimaleikinn með 5 marka
mun.
SKJERN, sem Aron Kristjánsson
þjálfar, féll úr leik í EHF-keppn-
inni. Skjern tapaði síðari leik sínum
á heimavelli fyrir rússneska liðinu
Dynamo Astrakhan, 37:32, og sam-
anlagt, 68:62. Jón Þorbjörn Jó-
hannsson og Ragnar Óskarsson
skoruðu tvö mörk hver fyrir
Skjern.
WEIBERN, undir stjórn Aðal-
steins Eyjólfssonar, tapaði með 21
marks mun fyrir Leipzig í þýsku 1.
deildinni. Dagný Skúladóttir skor-
aði 6 mörk fyrir Weibern og Sól-
veig Kjærnested 3.
HRAFNHILDUR Skúladóttir
skoraði 4 mörk fyrir SK Århus sem
tapaði fyrir Horsens, 26:24, í
dönsku úrvalsdeildinni í handknatt-
leik í gær. SK Århus er í næst-
neðsta sæti með 4 stig eftir tíu um-
ferðir.
FÓLK
Ég hef verið í djúpu lauginni meðliðinu að undanförnu og hef
ekki þekkingu eða reynslu af keppni
á alþjóðavettvangi.
Hef því lært mikið á
þessum leikjum. En
ég er gríðarlega
ánægð með þann
anda sem var í liðinu á laugardaginn.
Þar var barist um alla bolta og ekk-
ert gefið eftir. Við vorum aftarlega á
vellinum og tókum enga áhættu.
Þannig þurfum við að spila til þess að
ná árangri,“ sagði Helena.
Dagny Mellgren kom Norðmönn-
um yfir á 22. mínútu er hún skaut að
marki en knötturinn fór í varnar-
mann og í markið. „Klaufalegt mark
og við áttum að gera betur í því til-
viki,“ sagði Guðlaug Jónsdóttir sem
lék í stöðu vinstri bakvarðar að
þessu sinni. En hún var miðvörður í
fyrri leiknum.
„Ég tel að þær breytingar sem ég
gerði á byrjunarliðinu hafi skilað ár-
angri. Vörnin stóð sig vel en ég er
sérstaklega ánægð með Dóru Maríu
Lárusdóttur og Erlu Arnardóttur
sem stóðu sig vel á vængjunum,“
sagði Helena.
Nína Kristinsdóttir jafnaði leikinn
með góðu marki á 69. mínútu en
Nína náði frákasti eftir að skot Erlu
Árnadóttur hafði farið í þverslána.
Gott mark.
„Við töldum að þessar breytingar
myndu skila árangri og það sýndi sig
að mínu mati,“ sagði Helena en
Dagny Mellgren tryggði norska lið-
inu sigur með marki á 79. mínútu af
stuttu færi. „Vörnin var mun betri
hjá okkur. Það voru tæklingar og
læti í leiknum. Eitthvað sem við náð-
um ekki í fyrri leiknum. Og þetta eru
hlutir sem við þurfum að hafa í lagi
til þess að ná árangri,“ sagði Guð-
laug Jónsdóttir sem lék vel í vörn Ís-
lands. „Þær eru að mínu mati í betra
ástandi líkamlega en við. Undir lok
leiksins bættu þær við á meðan við
vorum á „felgunni“, alveg búnar,“
sagði Guðlaug.
Landsliðsþjálfarinn tekur undir
orð Guðlaugar og telur að íslenskar
stúlkur þurfi að lyfta lóðum og taka á
því eins og sagt er. „Ég er ekki að
mæla með öfgum í þessu samhengi
en ég tel að við þurfum að leggja
meiri áherslu á líkamlega þjálfun.
Tækni og sendingageta skilar engu
ef við getum ekki haldið í við þá
bestu úti á vellinum. Besta dæmið á
þessu sviði er að í efstu deild á Ís-
landi geta leikmenn notað allt að 5
snertingar áður en þeir gefa stungu-
sendingar inn fyrir vörnina.
Í þessum leikjum höfum við ekki
getað gefið stungusendingar af
þeirri einföldu ástæðu að norska lið-
ið var í stakk búið að hlaupa okkur
uppi og við fengum ekki tíma til þess
að afhafna okkur. Allt þetta bendir
til þess að við leikum ekki nógu hratt
á Íslandi og tvískipt deild kvenna
gefur vísbendingu um hvað um er að
ræða. Kannski þurfum við að taka
þátt í 2. flokki karla eða 3. flokki
karla til þess að fá verkefni sem efla
okkur,“ sagði Helena Ólafsdóttir eft-
ir leikinn í Ósló.
„Ég ber ábyrgð á 7:2-tapi liðsins í Egilshöll,“ segir Helena Ólafsdóttir
Íslenska
liðið spark-
aði frá sér
„VIÐ erum stoltar eftir leikinn þrátt fyrir 2:1 tap og ég tek það alfar-
ið á mig að við töpuðum fyrri leiknum, 7:2, á heimavelli. Ég ofmat
getu okkar og við fórum ekki rétt að í þeim leik,“ sagði Helena
Ólafsdóttir, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir 2:1 tap liðs-
ins gegn Norðmönnum í umspili um laust sæti í úrslitum Evrópu-
mótsins. „Við hentum möguleikum okkar frá okkur í fyrri leiknum.
Og þar ætluðum við okkur of mikið. Ég ofmat getu okkar og lærði
mikið af þeim leik,“ sagði þjálfarinn er Morgunblaðið spjallaði við
hana á hóteli liðsins eftir leikinn á laugardaginn.
Morgunblaðið/RAX
Helena Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari Íslands.
Sigurður Elvar
Þórólfsson
skrifar frá
Noregi
Morgunblaðið/Golli
Erla Hendriksdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, spyrnir knettinum að marki Norðmanna.