Morgunblaðið - 15.11.2004, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 B 7
Haukarnir byrjuðu ágætlegagegn sænsku meisturunum.
Þeir náðu tveggja marka forystu,
6:4, og virtust líklegir til að standa
uppi í hárinu á liði Sävehof. En þegar
líða tók á seinni hálfleik fóru Hauk-
arnir að gera sig seka um tæknifeila í
sókninni sem Svíarnir nýttu sér til
hins ýtrasta með mörkum úr hraða-
upphlaupum og þegar fyrri hálfleik-
ur var allur hafði Sävehof þriggja
marka forskot, 19:16.
Íslandsmeistararnir byrjuðu
seinni hálfleikinn illa. Þeir misstu
Svíana sjö mörkum fram úr sér
snemma í hálfleiknum og þrátt fyrir
ágæta spretti af og til þá náðu Hauk-
ar ekki að vinna þennan mun upp.
Varnarleikur Haukanna var frekar
slakur og þeir voru heldur of fljótir
að gefast upp í leiknum. Baráttan
var ekki til staðar og mistökin of
mörg í sókninni til að standa uppi í
hárinu í sænska liðinu, sem er afar
sterkt á heimavelli og til marks um
það lágu liðsmenn Kiel fyrir liðinu í
Gautaborg.
Halldór Ingólfsson komst best frá
leik Hauka en hann sýndi gamal-
kunna takta þegar hann plataði
varnarmenn Sävehof oftar en ekki
upp úr skónum.
Birkir Ívar Guðmundsson, lands-
liðsmarkvörður, stóð fyrir sínu í
markinu en var ekki öfundsverður
þar sem vörn Haukanna var götótt
og Svíarnir fengu mörk hraðaupp-
hlaup, mest fyrir klaufaleg mistök
Haukanna. Þá átti Þórir Ólafsson
ágætan leik og Freyr Brynjarsson
góða innkomu í seinni hálfleik en lyk-
ilmenn Hauka, Ásgeir Örn Hall-
grímsson, Andri Stefan og Vignir
Svavarsson voru mistækir og við því
mega Haukar alls ekki.
Haukar í þriðja sætinu
ÍSLANDSMEISTARAR Hauka luku þátttöku sinni í Meistaradeild
Evrópu með tapi gegn Sävehof í Gautaborg, 38:22 á laugardags-
kvöldið. Haukarnir þurftu þar með að bíða úrslitanna í Frakklandi
þar sem Créteil tók á móti þýska liðinu Kiel. Eitt stig í þeim leik
hefði dugað Frökkunum til að ná þriðja sætinu en Kiel hafði betur,
31:29, og tryggði þar með Haukum sæti í Evrópukeppni bikarhafa
en liðin sem höfnuðu í þriðja sæti í riðlum Meistaradeildarinnar
fara í þá keppni
Leikurinn var afskaplega bragð-daufur framan af og rólegt yfir
liðunum. Haukarnir stjórnuðu leikn-
um en náðu ekki af-
gerandi forskoti fyrr
en í þriðja leikhluta
þegar varnir KR-
inga brugðust. Þeir
náðu mest 15 stiga forskoti um miðj-
an fjórðunginn og KR-ingum tókst
ekki að saxa nægilega á muninn.
Gestirnir komust ekki almennilega í
gang fyrr en á síðasta fjórðungi en
það var of seint og Haukar lönduðu
mikilvægum sigri og fögnuðu vel í
lokin.
Reynir Kristjánsson, þjálfari
Hauka, gat ekki fundið mikið að leik
liðsins. „Við náðum þarna ágætisfor-
skoti sem dugði okkur til að ljúka
leiknum. Gengi okkar hefur verið
mjög skrykkjótt og gengur upp og
niður, við eigum mjög slaka leiki en
svo getum við spilað alveg glimrandi
inni á milli. Í þessum leik áttum við
mjög góða kafla og líklega með því
besta sem við getum staðið fyrir,“
sagði Reynir.
„Ég get ekki annað en verið
ánægður með leikinn, við stjórnuð-
um þessu vel og allir voru að leggja
sig fram og börðust vel. Við þurftum
virkilega á þessum sigri að halda og
vonandi að þetta sé vísir að einhverju
meira,“ bætti Reynir við að lokum.
Herbert Arnarsson, þjálfari KR,
var allt annað en ánægður með spila-
mennsku sinna manna.
„Þetta var alveg hræðilegt. Hauk-
arnir spiluðu mjög vel í kvöld og ég
veit ekki hvort undirbúningurinn hjá
okkur hafi ekki verið nægilega góður
en okkur tókst ekki að gera sömu
hluti og þeir. Ég tel að við séum betri
en Haukarnir en þeir voru betri í
kvöld og það er það sem telur. Við
reyndum að undirbúa okkur eins og
við gátum en það tókst bara ekki bet-
ur til í kvöld. Þessi leikur var gríð-
arlega mikilvægur til að mjaka sér
upp í deildinni en það þýðir ekkert að
grafa hausinn í sandinn, við höldum
ótrauðir áfram,“ sagði Herbert
Arnarson.
Góður
sigur
Hauka
HAUKAR unnu góðan sigur í úr-
valsdeildinni í körfuknattleik,
Intersport-deildinni, þegar liðið
lagði KR að velli, 92:87, á Ás-
völlum í gærkvöldi. Bæði lið eru
um miðja deild og sigurinn var
því mjög mikilvægur til að
freista þess að komast í topp-
baráttuna. Staðan í hálfleik var
46:44 en jafnræði var á með lið-
unum þar til í þriðja leikhluta
þegar Haukar náðu góðu for-
skoti sem þeir héldu þar til yfir
lauk. John Weller átti mjög góð-
an leik fyrir heimamenn og
skoraði 33 stig og átti 5 stoð-
sendingar.
Andri
Karl
skrifar
Eyjakonur reyna hvað þær getaað halda í við Hauka í 1. deild
kvenna. Á laugardaginn sigruðu
þær Gróttu/KR
nokkuð örugglega,
28:17. Það má segja
að munurinn á lið-
unum hafi legið í
markvörslunni en Florentina Grecu
varði 23 skot í Eyjamarkinu og
gerði gæfumuninn í leiknum. Eyja-
konur byrjuðu leikinn af miklum
krafti og komust í 6:1. Eftir það
jafnaðist leikurinn lítið eitt en þær
héldu þriggja marka forystu í leik-
hléi. Smátt og smátt í síðari hálfleik
juku Eyjakonur muninn og þegar
upp var staðið skildu ellefu mörk
liðin að, kannski heldur stór sigur
miðað við hvernig leikurinn var en
Eyjastúlkur voru langt frá því að
sýna sínar bestu hliðar. Það fór
mikið fyrir stórskyttum ÍBV, Öllu
Gorkorian og Zsofiu Pazstor í leikn-
um og skoruðu þær hvor sín níu
mörkin en eins og oft áður í vetur
var besti leikmaður liðsins mark-
vörðurinn Florentina Grecu. Eva
M. Kristinsdóttir var öflugust hjá
gestunum og Anna Úrsúla Guð-
mundsdóttir barðist vel á línunni og
í vörn Gróttu/KR.
Léttur sigur
meistaranna
Sigursveinn
Þórðarson
skrifar
Á fyrstu tíu mínútum leiksinsgrófu Valsstúlkur sína eigin
gröf því þó að þær hafi skorað fyrsta
markið þá brást
þeim bogalistin í
næstu sex sóknum
og refsuðu Hauka-
stúlkur þeim
grimmilega í hvert skipti. Valsstúlk-
ur vantaði sárlega frumkvæði í
sókninni á meðan Haukaliðið var
fullt sjálfstrausts og sóknarleikur
þeirra var agaður og öruggur. Þær
verðskulduðu því fyllilega níu marka
forskot sitt í hálfleik, 19:10, og gátu
leyft sér að draga úr hraðanum eftir
hlé og spila eins og hálfdrættingar á
við fyrri hálfleik. Allt annað var þá
að sjá Valsstúlkur, þær gengu á lag-
ið og minnkuðu muninn – hleyptu
næstum því spennu í leikinn undir
lokin – en sigur Hauka var þó aldrei
í hættu og fóru þær með sigur af
hólmi 32:29 og máttu vel við una.
Hanna G. Stefánsdóttir átti stór-
leik fyrir Hauka og skoraði 13 mörk,
annars var vart að merkja veikan
blett á liðinu sem spilaði, alla vega í
fyrri hálfleik, oft á tíðum bráð-
skemmtilegan handbolta.
Guðmundur Karlsson, þjálfari
Hauka, var ekki ánægð með síðari
hálfleikinn en tíu leikja sigurganga
kætir hann vissulega.
„Við gerðum okkur þetta vissu-
lega erfitt um miðjan seinni hálfleik,
vorum komnar átta mörkum yfir og
héldum kannski að þetta væri búið
en Valsstúlkurnar eru mjög fljótar
og refsuðu hratt í lokin á meðan við
fengum mikið af brottvísunum á
okkur. Leikurinn varð því óþarflega
jafn í lokin og við slökuðum kannski
fullmikið á. Valsliðið er sterkt en
þetta var samt aldrei í hættu, það
hefði mikið þurft að ganga upp hjá
þeim til að ná að jafna. Þær eru að
spila sig í gang aftur eftir mikið af
skakkaföllum og mér fannst seinni
hálfleikurinn mjög góður hjá þeim
og eitthvað sem þær geta byggt á.
Annars er allt í toppstandi hjá okkur
og stemningin í liðinu frábær. Við
ætlum okkur að vera í baráttunni
eins lengi og við getum og spila um
titil ef hann verður í boði,“ sagði
Guðmundur að lokum.
Valsstúlkur eiga eftir að naga sig í
handarbökin eftir frammistöðu sína
í byrjun leiksins því þar réðust úr-
slitin. Þær björguðu þó andliti í síð-
ari hálfleik með fínum leik og von-
andi að sá leikkafli verði þeim til
eftirbreytni. Ágústa Edda Björns-
dóttir var þeirra markahæst með 9
mörk og Katrín Andrésdóttir stóð
sig vel í síðari hálfleik en hún skor-
aði alls 6 mörk. Guðríður Guð-
mundsdóttir, þjálfari liðsins, var að
vonum svekkt með úrslitin en
ánægð með baráttuna í síðari hálf-
leik.
„Við mættum skíthræddar í leik-
inn og þetta var hrikalegt í byrjun
og okkur var refsað herfilega fyrir.
En við unnum seinni hálfleikinn og
töpum aðeins með þremur mörkum
og það hlýtur að sýna liðinu að þetta
er hægt. Ég sagði í leikhléi að við
myndum byrja upp á nýtt í síðari
hálfleik þannig að þær ættu að gjöra
svo vel og sýna hvað þeim býr og
þær brugðust mér ekki þar,“ sagði
Guðríður Guðmundsdóttir, þjálfari
Valsstúlkna. „Hugurinn var ekki í
lagi í byrjun og reynslumeiri leik-
menn hjá okkur klikkuðu en yngri
leikmenn blómstruðu í síðari hálf-
leik. Ekki er hægt að neita því að
gott hefði verið að vinna og færa
smáfjör í deildina en þær eru ein-
faldlega þetta góðar og svona er
handboltinn bara, sagði Guðríður að
endingu.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ramune Pekarskyte skorar hér eitt af sex mörkum sínum fyrir Hauka gegn Val án þess að Arna Grímsdóttir komi vörnum við.
Haukar héldu sínu
striki að Hlíðarenda
HAUKAR styrktu enn stöðu sína á toppi fyrstu deildar kvenna þegar
liðið lagði Val að velli, 32:29, á Hlíðarenda þegar liðin mættust á laug-
ardaginn. Getumunurinn var augljós strax í upphafi og eftir að Hauk-
ar náðu sex marka forskoti, 7:1, varð róðurinn þungur fyrir heima-
sæturnar sem þurftu nauðsynlega á sigri að halda til að tryggja sæti
sitt í toppbaráttunni. Eftir leiki helgarinnar sitja Haukar sem fyrr í
efsta sæti deildarinnar og hafa unnið alla tíu leiki sína. Valsstúlkur
deila hins vegar fjórða sætinu með FH-ingum – eiga þó leik til góða.
Andri
Karl
skrifar