Morgunblaðið - 15.11.2004, Side 4

Morgunblaðið - 15.11.2004, Side 4
ÍÞRÓTTIR 4 B MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ  HERMANN Hreiðarsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, og félagar hans í Charlton unnu sinn stærsta sigur á tímabilinu þegar þeir skelltu nýliðum Norwich, 4:0, á the Walley. Finninn Jonatan Johansson skoraði tvö markanna og þeir Paul Konch- esky og Jason Euell gerðu sitt mark- ið hvor. Hermann lék allan leikinn og stóð að vanda fyrir sínu.  ,,VIÐ urðum hreinlega að ná öllum stigunum enda bíða okkar erfiðir leik- ir á móti Manchester United og Chelsea. Ég vona að þessi sigur virki sem vítamínsprauta á mannskapinn. Það hefur ekki gengið sem skyldi hjá okkur en ég veit að það býr meira í liðinu en það hefur sýnt. Þessi sigur var því skref í rétta átt en það er enn nokkuð í land hjá liðinu,“ sagði Alan Curbishley, stjóri Charlton.  PAUL Dickov, fyrrum leikmaður Manchester City, tryggði Blackburn jafntefli gegn City þegar hann jafnaði metin úr vítaspyrnu 12 mínútum fyrir leikslok. Leikmenn Blackburn ætl- uðu vart að trúa sínum eigin augum þegar dómarinn dæmdi vítaspyrnu enda í fyrsta sinn í 52 leikjum sem Blackburn fær vítaspyrnu.  DANNY Mills braut þá á Steven Reid og fékk að launum rauða spjald- ið og Skotanum Dickov urðu ekki á nein mistök í vítaspyrnunni.  SHAUN-Wright Phillips hinn smái en knái leikmaður Manchester City segist ekkert vera á förum frá City en hann hefur verið orðaður við nokkur lið, þar á meðal Arsenal. ,,Ég hef ekk- ert hugsað mér að yfirgefa Manchest- er City. Ég er ánægður hjá liðinu og vil leika með því áfram,“ sagði hinn 22 ára gamli Wright.  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, hefur fengið þau skilaboð frá stjórn félags- ins að hann verði að selja leikmenn ætli hann sér að kaupa nýja menn til félagsins á næsta tímabili. Ferguson eyddi öllum peningunum sem hann átt að hafa til afnota í sumar þegar hann fjárfesti í Wayne Rooney fyrir 23 milljónir punda í haust.  STEVEN Gerrard, fyrirliði Liver- pool, leikur í kvöld sinn fyrsta leik í tæpa tvo mánuði eða frá því hann fót- brotnaði í leik á móti Manchester United. Gerrard leikur með varaliði Liverpool á móti Wolves og ef hann kemst heill í gegnum hann er líklegt að hann verði með Liverpool um næstu helgi á móti Middlesbrough.  PÓLSKI markvörðurinn Jerzy Dudek vill komast í burtu frá Liver- pool fari svo að hann fái ekki tækifæri í byrjunarliðinu í næstu leikjum. ,,Það verður erfitt að yfirgefa Liverpool en ég á engra annarra kosta völ ef fram heldur sem horfir,“ segir Dudek sem hefur þurft að horfa á Chris Kirkland standa á milli stanganna í marki Liv- erpool undanfarnar vikur. FÓLK RYAN Giggs, eitt af óskabörnum Manchest- er United, hafnaði um helgina nýjum eins árs samningi við félag sitt og þar með er framtíð þessa 30 ára gamla Walesbúa í óvissu. Giggs vill setja öryggið á oddinn og fá lengri samning en til eins árs en hann hefur verið í herbúðum United í 14 ár og hefur spilað yfir 500 leiki fyrir félagið. „Ég hef hafnað þessu tilboði en ég vona bara að mér verði boðinn annar samningur. Þangað til verð ég bara að bíða og sjá,“ sagði Giggs við enska blaðið News of the World. Giggs hóf sinn feril undir stjórn Alex Ferguson á Old Trafford árið 1990. Frá þessum tíma hefur hann leikið 425 deild- arleiki, 48 bikarleiki, 26 deildabikarleiki og 107 Evrópuleiki. Í þessum leikjum hefur Giggs skorað 123 mörk, þar af 86 í deildinni. Giggs hafnaði samningi BRYNJAR Björn Gunn- arsson skoraði mark Wat- ford sem gerði jafntefli gegn Sheffield United í ensku 1. deildinni í knatt- spyrnu. Brynjar jafnaði metin 25 mínútum fyrir leikslok með góðu skoti en þetta var annar deild- arleikurinn í röð sem Brynjar er á skotskónum fyrir Watford. Heiðar Helguson, sem fyrir leik- inn hafði skorað sjö mörk í jafnmörgum leikjum, var fjarri góðu gamni þar sem hann tók út leik- bann.  Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Read- ing sem bar sigurorð af Cardiff, 2:1. Reading er í þriðja sæti, aðeins tveim- ur stigum á eftir topp- liðunum Wigan og Ips- wich.  Bjarni Guðjónsson gat ekki leikið með Coventry sem vann 2:1 sigur á Plymouth en Bjarni hefur átt við ökklameiðsli að stríða.  Jóhannes Karl Guð- jónsson var í byrjunarliði Leicester sem tapaði á heimavelli fyrir Sunder- land, 1:0. Jóhannesi var skipt útaf á 72. mínútu. Brynjar Björn Brynjar Björn aftur á skotskónum R David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins. ÞEIR eru margir sem telja portú- galska knattspyrnustjórann Jose Mourinho hrokagikk og ekki dró úr því þegar Mourinho lét hafa eft- ir sér um helgina að hann hefði fulla trú á að Chelsea yrði búið að tryggja sér sigur í ensku úrvals- deildinni tveimur vikum fyrir mótslok. Og Mourinho hélt áfram að láta móðan mása eftir sigur að- alkeppinautanna í Arsenal á Tott- enham, 5:4. „5:4 er markaskor í hokkíleik en ekki knattspyrnuleik. Varnarleikur Arsenal getur ekki verið í lagi. Á æfingu, þegar ég læt mína menn spila þrír á móti þremur og markatalan fer í 5:4 þá rek ég leik- mennina inn í klefa og segi þeim að þeir séu ekki að verjast eins og þeir eiga að gera. Að úrslit í leik með 11 á móti 11 skuli enda 5:4 er hlægilegt.Ég hef fulla trú á mínu liði og að það geti farið alla leið. Mér finnst það enginn hroki af minni hálfu þegar ég segi að Chelsea sé með besta liðið. Ég hef mikla trú á mínum mönnum og að þeir geti staðið uppi sem sigurveg- arar í vor,“ sagði Mourinho við fréttamenn eftir sigur sinna manna á Fulham. „Markatala í hokkí“ Í öðrum Lundúnaslag hafði Chelseabetur gegn Fulham, 4:1, og ef fram fer sem horfir þá stefnir í ein- vígi Chelsea og Arsenal um Eng- landsmeistaratitilinn. Chelsea hefur 32 stig, Arsenal 30 og Everton, sem vann góðan útisigur á Birmingham er í þriðja sæti með 26 stig. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarlið- inu en tókst ekki að skora að þessu sinni. Hollendingurinn Arjen Robb- en var hins vegar á skotskónum rétt eina ferðina en þessi frábæri leik- maður skoraði eitt mark eins og Frank Lampard, Gallas, Tiago. ,,Þetta var afar þýðingarmikill sigur því margir biðu eftir því hvað við gerðum undir pressu. Fyrir leikinn vissum við að Arsenal hefði lagt Tottenham að velli og þar með urð- um við að sigra til að endurheimta toppsætið. Mínir menn stóðust álag- ið fullkomnlega. Þeir léku afar vel og ég er ekkert hrokafullur þegar ég segi að við höfum alla burði til að hampa Englandsmeistaratitlinum í vor,“ sagði Jose Mourinho, knatt- spyrnustjóri Chelsea. Chris Cole- man, kollegi hans hjá Fulham, hrós- aði liði Chelsea á hvert reipi og hann veðjar á liðið sem verðandi meistara. ,,Lið Chelsea sýndi það og sannaði hversu frábært það er. Við vorum yf- irspilaðir á löngum köflum og ég get ekki betur séð en að Chelsea sé með betra lið en Arsenal. Alla vega þá spái ég að Chelsea verði meistari,“ sagði Coleman. Loks búnir að hrista af okkur timburmennina Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sagði eftir sigur sinna manna að loksins hefðu þeir hrist af sér slenið eftir tapleikinn á móti Manchester United en eftir ósigurinn á Old Traf- ford varð Arsenal að sætta sig við jafntefli við Southampton og Crystal Palace. ,,Það var afar mikilvægt að ná þremur stigum. Við höfum þjáðst af timburmönnum eftir tapið á móti Manchester United og nú vonast ég til að við séum komnir á rétt ról á nýjan leik. Leikurinn hér í dag var hreint brjálæði og frábær skemmt- un. Ég er að vísu ekki ánægður með að við skyldum fá á okkur fjögur mörk en fyrst við gerðum einu marki meira þá get ég ekki annað en glaðst,“ sagði Wenger. ,,Ég er stoltur af mínu liði. Mér fannst við spila á köflum frábærlega og einkum og sér í lagi í fyrri hálf- leik. Við misstum hins vegar Arsenal aðeins of langt frá okkur en strák- arnir gáfust ekki upp og með sama áframhaldi eigum við eftir að hífa okkur upp töfluna,“ sagði Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, eftir leikinn. Baros með þrennu fyrir Liverpool  Tékkinn Milan Baros var maður dagsins á Anfield þegar Liverpool marði nýliða Crystal Palace, 3:2. Baros skoraði öll mörk Liverpool, þar af tvö úr vítum, og sigurmarkið á lokamínútu leiksins. ,,Ég er mjög ánægður fyrir hönd Baros. Hann hélt áfram allan tímann og var hetja okkar í leiknum. Crystal Palace reyndist okkur annars mjög erfiður mótherji. Lið þeirra var mjög vel skipulagt og það veitti okkur svo sannarlega verðuga keppni. Mér fannst við samt stjórna leiknum en sigurinn stóð samt ansi tæpt,“ sagði Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn.  Danski landsliðsmaðurinn Thom- as Gravesen tryggði Everton öll stigin gegn Birmingham á St. Andr- ews en mark hans úr vítaspyrnu 20 mínútum fyrir leikslok skildi liðin að. Þetta var fimmti útisigur Everton á leiktíðinni en allt tímabilið í fyrra náði Everton aðeins að krækja í 10 stig í útileikjum sínum. ,,Þetta var góður sigur. Við steinlágum síðast þegar við lékum á þessum velli og það hefur orðið ansi ánægjuleg breyting á leik okkar á útivelli frá tímabilinu í fyrra. Við erum í góðri stöðu en ég hugsa samt enn þá að við verðum að ná í það mörg stig til að tryggja veru okkar í deildinni,“ sagði David Moyes, stjóri Everton, eftir leikinn. Bolton tapaði á heimavelli  Bolton varð að lúta í lægra haldi á heimavelli sínum í fyrsta sinn á leiktíðinni þegar liðið lá fyrir Aston Villa, 2:1. Þjóðverjinn Thomas Hitz- elberger kom af varamannabekkn- um og tryggði Villa öll stigin með marki tveimur mínútum fyrir leiks- lok og um leið fyrsta útisigur Aston Villa á tímabilinu. ,,Leikmenn mínir sýndu mikið baráttuþrek. Þeir börð- ust eins og ljón og uppskáru sam- kvæmt því. Sigurinn var liðsheildar- innar. Hópurinn sem ég hef yfir að ráða er ekki stór en það er mikil samstaða í honum,“ sagði David O’Leary, stjóri Villa, eftir leikinn. Robert Pires fagn ENGLANDSMEISTARAR Arsenal fundu taktinn á ný í ensku úrvals- deildinni. Eftir að hafa spilað þrjá leiki án sigurs lögðu þeir granna sína í Tottenham í Norður-Lundúnaslagnum í hreint ótrúlegum markatrylli, 5:4. Arsenal tyllti sér með sigrinum í toppsætið á nýjan leik en veran á toppnum var skammvinn því tveimur þremur klukku- stundum síðar náði Chelsea efsta sætinu á nýjan leik. Flóðgáttir opnuðust á White Hart Lane

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.