Morgunblaðið - 17.11.2004, Side 1

Morgunblaðið - 17.11.2004, Side 1
2004  MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A NÝTT KEPPNISFYRIRKOMULAG Í HANDKNATTLEIK Á ÍSLANDI / C3 BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, náði ekki að tryggja sér fullan keppnisrétt á evrópsku mótaröðinni í golfi. Síðasti hringur- inn í úrtökumótinu var leikinn á Spáni í gær og lauk Birgir Leifur leik á 74 höggum, tveimur höggum yfir pari vallarins og hringina sex á átta höggum yfir pari en þeir sem léku á sjö yfir í heildina komust áfram, alls 39 kylfingar. Árangur hans tryggir honum rétt til að keppa á Áskorendamótaröðinni og jafnframt á einhverjum mótum á evrópsku mótaröðinni. Birgir Leifur hefur fimm sinnum áður komist á lokastig úrtökumótsins fyrir evrópsku móta- röðina og árið 2001 munaði aðeins einu höggi að hann kæmist inn, líkt og núna. Fimm kylfingar náðu að leika hringina sex undir pari og bestur þeirra var Peter Gustafs- son frá Svíþjóð á níu höggum undir pari. Birgi Leif vantaði aðeins eitt högg JUSTIN Miller, annar erlendi leik- maður úrvalsdeildarliðs Grinda- víkur í körfuknattleik karla, er far- inn til síns heima. Móðir hans er þungt haldin af krabbameini og því varð það að samkomulagi milli hans og Grindvíkinga að hann fengi sig lausan undan samningi. Miller hafði gert 13,9 stig að með- altali fyrir Grindvíkinga í deildinni og átti meðal annars fínan leik gegn Keflvíkingum í fyrrakvöld þar sem hann gerði 23 stig. Kristinn Friðriksson, þjálfari Grindvíkinga, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að leit að nýj- um erlendum leikmanni væri þeg- ar hafin en óvíst væri hvenær sá sem fyndist kæmi til liðs við félag- ið, en Grindvíkingar leika á föstu- dagskvöldið í undanúrslitum Hóp- bílabikarsins við Snæfell. Miller farinn frá Grindavík Króatíska liðið vann sér keppn-isréttinn í 16-liða úrslitunum með því að slá út Cankaya Ankara frá Tyrklandi. Króatarnir höfðu bet- ur í báðum rimmum liðanna, 39:38 í Tyrklandi og 31:27 á heimavelli, samanlagt, 70:65. Í 2. umferðinni átti Medvescak í höggi við Nyiergyhazi frá Ungverja- landi og hafði betur samanlagt, 61:58. Ungverska liðið hafði betur á heimavelli sínum, 33:27, en Króat- arnir unnu heimaleikinn, 33:27. Í fyrra komst Medvescak í 3. um- ferð EHF-keppninnar en var slegið út af franska liðið Paris Handball. Frakkarnir unnu báða leikina, 23:21, í Króatíu og 31:27 í París. Páll Ólafsson þjálfari Hauka var ekki ánægður með dráttinn þegar Morgunblaðið leitaði eftir viðbrögð- um hans. ,,Þetta var ekki góður dráttur en við verðum taka þessu af karl- mennsku. Það var margt annað skemmtilegra í boði og þetta lið var eitt af þremur liðum sem við síst vildum mæta. Óskamótherjinn var danska liðið FC Köbenhavn en það er ekki á allt kosið í þessu. Við höfum verið tiltölulega heppnir í drættinum undanfarin ár svo það mátti alveg búast við því að við fengjum smá bakslag,“ sagði Páll Ólafsson. „Ég veit ekkert um þetta króatíska lið og ég veit í fljótu bragði ekki hvernig ég á að nálgast upplýsingar um það. Þeir léku á móti ungversku liði og síðan liði frá Tyrklandi og ég er ekki með mikið af samböndum í þessum löndum. Þetta er hins vegar pottþétt gott lið eins og flest frá þessum slóð- um enda handboltahefðin sterk í Króatíu. Við mætum hvergi bangnir til leiks enda ætlum við okkur lengra í keppninni.“ Ég er bara svona gerður. Reyniávallt að gera mitt besta en ég leik bara eins vel og liðið gerir í hvert sinn. Strák- arnir voru duglegir að finna mig á lín- unni og voru ógn- andi sjálfir fyrir ut- an. Þegar það gerist opnast margir möguleikar í sókninni,“ sagði Ró- bert. Um varnarleikinn sagði Róbert að Viggó hefði lagt línurnar á æf- ingunni sem liðið fékk daginn fyrir leikinn, margt þyrfti að laga og slípa, en heildarmyndin væri á hreinu. „Þegar þessi vörn er spiluð þá getur það komið fyrir að menn sleppa í gegn og það virkar sem allt sé galopið. En það er bara eðli varnarinnar, við erum framarlega með þrjá menn og það eru eyður sem þarf að stoppa í. En á heildina litið erum við bara ánægðir með hvernig vörnin var hjá okkur. En það sem fór illa með okkur að þessu sinni var hve mörg mörk við feng- um á okkur úr hraðaupphlaupum.“ Róbert tók undir orð þjálfarans sem sagði liðið hafa gert of mörg mistök í sókninni. „Við vitum það alveg. Menn hentu boltanum útaf og misstu hann í sókninni. Það get- ur alltaf gerst af og til en við gerð- um of mörg mistök í leiknum sem gerðu okkur erfitt um vik.“ Gömlu hestarnir eru okkur dýrmætir Að mati Róbert blása jákvæðir straumar í herbúðum liðsins. „Þetta er í raun nýtt lið, nýjar áherslur með nýjum þjálfara. Við sem skipuðum unglingalandsliðið hér á árum áður erum í meirihluta að þessu sinni. Gömlu hestarnir eru okkur dýrmætir og hafa reynsluna sem við höfum ekki. En það er kraftur í þessum hóp, samstaðan er mikil og það eru spennandi tímar framundan hjá okkur. Ég get varla beðið eftir næsta leik og get ekki ímyndað mér annað en við verðum bara betri og betri með hverjum leik sem líður. Þessi leikur var langt frá því að vera alslæmur og nú er bara að taka það með sér sem skiptir máli í næstu verkefni. En maður á eflaust eftir að hugsa til baka og sjá eftir því að við skyldum ekki hafa unnið leikinn, með nýtt lið og nýjan þjálfara,“ sagði Róbert Gunnarsson. Ljósmynd/Mattias Nääs Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari Íslands, gefur hér Loga Geirssyni góð ráð í leiknum gegn Þýskalandi í gærkvöldi. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Borlänge Sjö mörk Róberts Gunnarssonar dugðu ekki gegn Þjóðverjum í Borlänge „Jákvæðir straumar hjá okkur“ „VIÐ lærðum vörnina sem við vorum að spila daginn fyrir leikinn gegn Þjóðverjum og miðað við þann undirbúning þá erum við bara sáttir við þann hluta leiksins. En við vitum að það býr mikið meira í þessu liði og við erum ekki sáttir við að tapa. Þetta var hrikalega súrt tap, sagði Róbert Gunnarsson, línumaðurinn sterki, sem skor- aði 7 mörk gegn Þjóðverjum í heimsbikarmótinu, World Cup, sem hefst í gærkvöldi í Svíþjóð. Það hugði ekki til sigrus, þar sem Þjóð- verjar voru sterkari, 29:28. Að venju var Róbert á sama hraða og venjulega í sókn sem vörn. Með allt í botni enda er aðeins hægt að kveikja eða slökkva á kappanum. Það er enginn millihraði. ■ Þjóðverjar of stór/C3  Gerðum of mörg/C4 Haukar fara til Króatíu ÍSLANDSMEISTARAR Hauka mæta Medvescak Infosistem Zagreb frá Króatíu í 16-liða úrslitum í Evrópukeppni bikarhafa í handknatt- leik en dregið var á Evrópumótinum í handknattleik í Vín í gær. Haukar eiga fyrri leikinn á heimavelli, 4. eða 5. desember og viku síðar eigast liðin við í Króatíu. ■ Evrópudrátturinn/B2 DEAN Martin, enski knattspyrnu- maðurinn sem hefur leikið með KA um árabil, gekk í gærkvöld til liðs við Skagamenn og samdi við þá til þriggja ára. Samningurinn tekur gildi um áramót. Martin er 32 ára og hefur leikið hér á landi í tíu ár, frá 1995. Ávallt með KA, nema árið 1998, en þá spil- aði hann með Skagamönnum. Þá lék hann 10 leiki með þeim í úrvals- deildinni og skoraði tvö mörk. Martin er uppalinn hjá West Ham og hefur spilað með ensku liðunum Stevenage og Dagenham og hann lék um skeið í Hong Kong. Hann hefur verið búsettur á Akureyri undanfarin ár og flytur búferlum til Akraness í byrjun apríl. Dean Martin til liðs við ÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.