Morgunblaðið - 17.11.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.11.2004, Qupperneq 4
ÁSGEIR Örn Hallgrímsson, Haukum, varð í 9.–12. sæti yfir markahæstu leikmenn í riðlakeppni Meistaradeild- arinnar í handknattleik. Ás- geir Örn skoraði 39 mörk eins og Jonas Larholm, Sävehof, Pete Kust, Karvina og Sebast- ian Seifert, Kolding. Siharei Rutenka og Carlos Perez, Celje Lasko, urðu markahæst- ir með 52 mörk. Ásgeir Örn í 9.–12. sæti Breyttar áherslur í varnarleikn-um var það fyrsta sem menn tóku eftir í leik liðsins, nú var gengið út í skytturnar í 3:3- vörninni og 6:0-vörn- in sem einkennt hef- ur íslenska landsliðið undanfarin misseri hefur verið lögð til hliðar – að sinni. „Við gerðum of mörg tæknileg mis- tök í leiknum en ég var mjög ánægð- ur með baráttuna í liðinu. Það var eitt af aðalatriðum leiksins að menn stæðu vaktina 100% og það gerðu þeir svo sannarlega,“ segir Viggó. Hann var ánægður með 3:3-vörn- ina og taldi varnarleikinn hafa staðið fyrir sínu. „Það sem gerði gæfumun- inn að þessu sinni var að við vorum ekki nógu fljótir aftur í vörnina eftir að hafa misst boltann frá okkur. Við gættum ekki að okkur í þeim tilvik- um og síðan fengum við á okkur mörk eftir aukaköst. En það verðum við að fara yfir fyrir leikinn gegn Frökkum. Ungverjar eru með frekar ungt og óreynt lið og þar eigum við góða möguleika en við skulum ekk- ert fara að velta því of mikið fyrir okkur hvað muni gerast. Næsti leik- ur er gegn Frökkum og við byrjum strax að undirbúa okkur fyrir hann.“ Í gegnum tíðina hafa hraðar sókn- ir einkennt lið sem Viggó Sigurðsson hefur þjálfað en að þessu sinni var lítið um þau tilþrif. Í fyrri hálfleik skoraði íslenska liðið ekkert mark úr hraðaupphlaupi en í síðari hálfleik skoraði liðið fjögur slík mörk. „Við fengum á okkur átta mörk úr hraða- upphlaupum og viljum að sjálfsögðu skora fleiri mörk en fjögur úr slíkum upphlaupum. Menn hlupu ekki í eyð- urnar með réttum hætti og voru ekki nógu ákveðnir að fara alla leið í þess- um færum. Ég mun leggja meiri áherslu á útfærslu hraðaupphlaupa fyrir næstu leiki okkar.“ Fyrir keppnina hafði Viggó gert sér vonir um að vinna Þjóðverja og ná alla leið í undanúrslit með hið unga og breytta lið Íslands. „Ég geri miklar væntingar til liðsins og það gera leikmenn liðsins einnig. En þegar á heildina er litið var ekki allt sem féll okkur í hag í þessum leik. Mistökin voru of mörg í sókninni og við vorum of lengi aftur í vörnina.“ Hann taldi dómara leiksins hafa komist vel frá sínu en að venju voru nokkur atriði sem féllu í grýttan jarðveg. „Það voru 1-2 atriði undir lok leiksins þar sem þýska liðið fékk að njóta vafans. Líklega vegna virð- ingar sem þeir hafa í handknattleiks- heiminum. En svona er þetta bara og ekkert við þessu að gera.“ Fyrir leikinn hafði Viggó lagt þrjú sóknarkerfi fyrir liðið og taldi hann að sóknarleikurinn hefði gengið ágætlega miðað við undirbúnings- tíma. „Við skoruðum mikið utan af velli úr langskotum. Einar Hólm- geirsson og Markús Máni Mich- aelsson voru ógnandi. Dagur Sig- urðsson stjórnaði leiknum vel er hann var í sókninni á sínum stað. Sem leikstjórnandi, hann átti stoð- sendingar og skoraði ágæt mörk, en tók nokkur ótímabær skot. Róbert Gunnarsson var að venju kraftmikill á línunni og hann stóð sig mjög vel. Það gekk ekki nógu vel að virkja hornamenn liðsins að þessu sinni en það mun bara lagast í næstu leikjum. Ekki spurning. Það eru mörg atriði sem þarf að laga sem geta fleytt okk- ur í gegnum svona leik,“ sagði Viggó. Viggó Sigurðsson var ánægður með vörnina og baráttuna í fyrsta leik sínum Gerðum of mörg tæknileg mistök Ljósmynd/Mattias Nääs Róbert Gunnarsson, línumaðurinn sterki, var útnefndur besti leikmaður íslenska liðsins gegn Þýskalandi af sérstakri dómnefnd. Hér er hann að skora eitt af sjö mörkum sínum í leiknum. VIGGÓ Sigurðsson var ekki líkur sjálfum sér í fyrri hálfleik er hann stjórnaði íslenska A-landsliðinu í fyrsta sinn á ferl- inum, gegn Þjóðverjum, í riðla- keppni í heimsbikarmótinu, World Cup, í Borlänge í Svíþjóð. Landsliðsþjálfarinn var afar ró- legur á hliðarlínunni en vaknaði síðan til lífsins er leið á leikinn. Hafði skoðanir á dómgæslunni, setti þær skoðanir fram með ró- legum hætti og kom skilaboðum áleiðis til sinna manna. „Ég held að ég hafi ekki sett mig í aðrar stellingar sem landsliðsþjálfari á hliðarlínunni. Ég upplifði leik- inn eins og ég væri að stjórna hverju öðru handboltaliði. Þetta voru strákarnir mínir og þeir stóðu sig að mínu mati bara nokkuð vel gegn Evrópumeist- araliðinu,“ sagði Viggó eftir 29:28-tap íslenska liðsins. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Borlänge  KÁRI Steinn Karlsson, hlaupari úr UMSS, varð í sjötta sæti í flokki 19 ára og yngri á Norðurlandameistara- mótinu í víðavangshlaupi sem fram fór í Ejby í Danmörku á sunnudag. Kári hljóp vegalengdina sem var 6,6 km á 21,41 mínútu og var 22 sekúnd- um á eftir Joel Lewis Johnsson frá Svíþjóð sem kom fyrstur í mark í þessum flokki sem 19 keppendur tóku þátt í.  DANINN Ebbe Sand er búinn að framlengja samning við þýska liðið Schalke um eitt ár en búið var að gera því skóna að dagar hans hjá fé- laginu væru taldir í vor. Ralf Ragnic, þjálfari Schalke, lagði hins vegar hart að stjórn félagsins að gera við Sand nýjan saming. Sand, sem er 32 ára gamall, gekk í raðir Schalke frá Bröndby árið 1999. Hann hefur spil- að 165 leiki fyrir félagið og gert í þeim 64 mörk.  JOE Cole dró sig út úr enska landsliðinu í knattspyrnu í gær vegna veikinda. Sven Göran Eriksson kall- aði ekki á annan leikmann í stað Coles en enska landsliðið mætir Spánverjum í vináttulandsleik í Madrid í kvöld.  JERZY Dudek segist reikna með því að yfirgefa Liverpool í janúar hafi honum ekki tekist að endurheimta stöðu sína sem fyrsti markvörður liðsins fyrir þann tíma. Dudek segir það ekki verða auðvelt að yfirgefa Liverpool komi til þess en hann verði að hugsa um stöðu sína auk þess sem hann verði ekki aðalmarkvörður pólska landsliðsins á meðan hann er varamarkvörður hjá Liverpool.  DUDEK segist líka betur undir stjórn Rafels Benítez en hjá forvera hans, Gerard Houllier. „Benítez er alls ekki slæmur knattspyrnustjóri en það var Houllier. Hann beið eftir að ég gerði mistök svo hann gæti réttlætt það að setja mig út úr liðinu á kostnað Chris Kirkland,“ segir Dudek.  ROBERT Pires, leikmaður Arsen- al, hefur beðið franska knattspyrnu- sambandið og einn helsta styrktar- aðila þess, Adidas, afsökunar á því að hafa verið í búningi frá öðrum íþróttavöruframleiðanda þegar hann æfði með franska landsliðinu fyrir landsleiki í haust. Uppátæki Pires fór mjög fyrir brjóstið á forráða- mönnum franska knattspyrnusam- bandsins og var ein ástæða þess að Pires var ekki valinn í landsliðið á dögunum.  HENRIK Larsson hefur verið út- nefndur knattspyrnumaður ársins í Svíþjóð og fékk afhentan gullboltann sem fylgir sæmdarheitinu. Þetta er í annað sinn sem Larsson verður fyrir valinu en hann var útnefndur sá besti árið 1998.  DENNIS Rommedahl, danski landsliðsmaðurinn í herbúðum Charlton, er allt annað en ánægður með þá ákvörðun knattspyrnustjór- ans Alans Curbishley að velja hann ekki í leikmannahópinn í síðustu fjór- um leikjum. FÓLK Gestirnir af Suðurlandinu tókufrumkvæðið strax en jafnræði var þó lengstum í fyrsta leikhluta. Þegar tvær mínútur voru til loka leikhlut- ans tóku Hamars- menn öll völd áttu fjórar síðustu körf- urnar og munaði þá átta stigum. Hamarsmenn héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og fyrstu fjórar mínúturnar náðu heimamenn ekki að skora, en gestirnir léku á als oddi og áður en Stólarnir komust á blað var staðan orðin 18:37. Þá virt- ust heimamenn loksins ranka við sér og fóru nú loks að hitta úr skotunum og náðu að klóra í bakkann þannig að átta stig skildu liðin að í hálfleik. Sami barningur hélst í þriðja leik- hluta en undir lok hans komu Svavar og Fletcher sterkir inn og við lok hlutans skildi liðin eitt stig. Í fjórða leikhluta fór Chris Woods á kostum í liði Hamars/Selfoss, ásamt Bailey og þrátt fyrir að Nikola Sverkovic færi loks í gang í liði Tindastóls nægði það ekki og Sunnlendingar lönduðu sanngjörnum sigri, og fóru með dýr- mæt stig í farteskinu heim. Í liði Tindastóls báru Svavar og Fletcher hita og þunga dagsins og Sverkovic vaknaði í fjórða leikhluta, varnarleikur liðsins var slakur, og sóknin ráðleysisleg og skotnýting ekki góð. Í liði Hamars/Selfoss voru Bailey og Woods yfirburðamenn, en Svavar Páll Pálsson og Marvin Valdimars- son börðust vel og áttu ágætan dag. Dýrmæt stig til Hamars/Selfoss ÁHORFENDUR í íþróttahúsinu á Sauðárkróki hafa oft orðið vitni að skemmtilegri og betri leik heimamanna en þeir sáu í gærkvöldi þegar Tindastóll tapaði 82:93 fyrir Hamri/Selfossi í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Intersportdeildinni. Björn Björnsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.