Morgunblaðið - 18.11.2004, Page 1
18. nóvember 2004
Frá hugmynd
að fullunnu verki
Plötusmíði Hönnun:GísliB.
Gæði - Öryggi - Þjónusta
Ný DHB-dælulína frá Iron Pump
Sérhannaðar til notkunar til sjós
Leitið nánari upplýsinga
Danfoss hf
Skútuvogi 6 104 Reykjavík
Sími 510 4100 • www.danfoss.is
IR
O
N
D
B
L
Rafrænar afladagbækur, samvinna
um sókn inn á Rússland, íslenzk fisk-
veiðistjórnunarlíkan og soðningin
Landiðogmiðin
Sérblað um sjávarútveg
úrverinu
RÆKJUIÐNAÐURINN hefur
verið í mikill lægð síðustu misseri,
verksmiðjum verið lokað og skip-
um lagt. Rækjuverksmiðjan Dögun
á Sauðárkróki hefur aftur á móti
verið keyrð á fullum afköstum en
hún var nýlega stækkuð og starfs-
fólki fjölgað um helming. Þröstur
Friðfinnsson, framkvæmdastjóri
Dögunar, segir reksturinn samt
sem áður í járnum um þessar
mundir.
Rækjuverksmiðja Dögunar var
stækkuð og vinnslulínan endurnýj-
uð síðasta vetur. Í sumar var byrj-
að að vinna á tveimur vöktum í
verksmiðjunni og er nú unnið í
henni í 16 klukkustundir á sólar-
hring. Að sögn Þrastar kallaði
þetta á fleira starfsfólk og voru um
20 manns ráðnir til starfa í sumar
og haust en alls vinna nú vel yfir
40 manns hjá Dögun, í u.þ.b. 35
stöðugildum, að stærstum hluta
heimafólk. „Endurnýjunin var dýr
og því þarf að nýta tækin vel. Það
er hröð þróun í tækjabúnaði fyrir
rækjuvinnslu og vélarnar úreldast
hvort sem þær eru notaðar eða
ekki. Við ákváðum því að keyra
verksmiðjuna á fullum afköstum,
að minnsta kosti á meðan við höf-
um aðgang að nægu hráefni.“
Margir kannast við Dögunar-
rækju úr matvöruverslunum hér-
lendis en langstærsti hluti fram-
leiðslunnar er samt sem áður
fluttur út, einkum til Bretlands, en
einnig til Danmerkur og Þýska-
lands.
Að jafnaði er unnið úr um 40
tonnum af hráefni á dag hjá Dög-
un, aðallega frosnu hráefni. Þar er
fyrst og fremst um að ræða iðn-
aðarræku af frystitogurum, mest
af Flæmingjagrunni en einnig
nokkuð úr Barentshafi. Auk þess á
Dögun rækjubátinn Röst SK, en
Þröstur segir að hann hafi ekki
verið gerður stíft út að undan-
förnu. „Það hefur verið afspyrnulé-
leg rækjuveiði við Ísland síðustu
mánuðina, auk þess sem tíðarfarið
hefur verið slæmt. Báturinn hefur
þannig verið bundinn við bryggju
að undanförnu en honum hefur
þrátt fyrir það ekki verið lagt. Ég
á raunar von á að hann haldi á
veiðar einhvern næstu daga.“
Þröstur segir að þótt verksmiðj-
an sé keyrð á fullum afköstum
þessa dagana sé staðan í rækjuiðn-
aðinum mjög erfið um þessar
mundir. „Útlitið var betra undir
lok síðasta sumars og fram á
haust. Afurðaverð hækkaði lítillega
síðasta sumar eftir fimm ára nán-
ast stöðuga verðlækkun. Í haust
hélt síðan hráefnisverð áfram að
hækka án þess að afurðaverð
fylgdi með. Jafnframt hefur geng-
isþróun krónunnar verið okkur
óhagstæð, styrking hennar þýðir
lægra skilaverð. Síðustu vikurnar
hafa þannig verið okkur fremur
erfiðar. Verksmiðjan er samt sem
áður keyrð á fullum afköstum og
engin áform uppi um annað,“ segir
Þröstur.
Verksmiðja Dögunar
keyrð á fullum afköstum
Starfsfólki rækjuvinnslunnar fjölgað um helming
Morgunblaðið/Björn Björnsson
Nóg að gera Þröstur Friðfinnsson, framkvæmdastjóri Dögunar.
SJÓMENN hvílast ekki nógu vel
um borð í skipum sínum en það eyk-
ur hættu á slysum. Þetta kemur
fram í rannsókn sem gerð var á
áhrifum hvíldar á heilsu og öryggi
sjómanna.
Haustið 2002 fól samgöngu-
ráðuneytið fyrirtækinu Solarplexus
að rannsaka þætti er varða hvíld og
heilsu sjómanna á íslenskum tog-
urum. Meginmarkmið rannsókn-
arinnar var að fá vísbendingar um
áhrif hvíldar á heilsu og slysatíðni
um borð í skipum.
Vaktavinna hefur samkvæmt
skýrslunni áhrif á almennt heilsu-
far og veldur bæði líkamlegu og
andlegu álagi, einkum hjá þeim sem
eldri eru. Þannig eykst hætta á
meltingarfærasjúkdómum, ásamt
hjarta- og æðasjúkdómum eftir 20
ára vaktavinnu.
Þá eru félagsleg áhrif vakta-
vinnu einnig töluverð. Niðurstöður
sýna að um 18% einstaklinga, sem
þátt tóku í rannsókninni, höfðu
fundið fyrir kvíða undanfarna sex
mánuði, 33% höfðu fundið fyrir
depurð og upplifað áhyggjur síðast-
liðna sex mánuði sem rekja mátti til
félagslegra aðstæðna. Þetta má
fyrst og fremst rekja til þess að ein-
staklingurinn fær í ofanálag ekki
næga hvíld og er í skýrslunni
fjallað nokkuð um svefnvenjur sjó-
manna. Segir að svefnklefar séu
jafnan of litlir og þröngir með lítilli
loftræstingu. Þá segir að hávaði um
borð í fiskiskipum auki andlegt
álag og trufli svefn. Niðurstöður
svefnmælinganna leiddu þannig í
stórhluti sjómanna fær ekki nægan
svefn 20% þeirra eiga við verulegar
svefntruflanir að stríða (Insomnia)
með tilheyrandi einkennum.
Í skýrslunni segir að sjómenn
vinni í mörgum tilfellum einhæfa
vinnu sem hafi í för með sér viðvar-
andi spennu sömu vöðva í langan
tíma. Ofan á þetta bætist síðan
kuldinn eða ójafnt hitastig sem eyk-
ur spennuna og álagið til muna.
Þá voru í rannsókninni gerðar
mælingar á blóðþrýstingi, kólester-
óli, blóðsykri, líkamsfitu og þoli sjó-
manna. Þær leiddu í ljós að sjómenn
voru í miklum meiri hluta of þungir
og voru t.d. 56% með of háan blóð-
þrýsting. Reykingar og kaffi-
drykkja er of mikil, blóðsykur og
líkamsfitustuðull of hár.
Þrátt fyrir þetta sýnir rann-
sóknin að um 77% sjómanna líður
vel eða mjög vel í vinnu sinni.
Sjómenn sofa ekki
nógu vel um borð
Morgunblaðið/Jim Smart
REKSTRARÁRANGUR norskra
sjávarútvegsfyrirtækja hefur verið
lélegur síðastliðin ár og verri en ís-
lenskra. Reyndar hefur árangur ís-
lenskra sjávarútvegsfyrirtækja
verið mun betri en margra er-
lendra sjávarútvegsfyrirtækja und-
anfarin ár. Þetta kemur fram í
nýrri skýrslu sem Greining Íslands-
banka hefur gefið út um fiskiðn-
aðinn í Noregi og Íslandi.
Í Noregi er nú uppi umræða um
að bregðast við þessu með því að
breyta löggjöfinni við stjórnun fisk-
veiða í átt til meiri sveigjanleika og
frjálsræðis en strangar reglur og
svæðabundin stjórnun hefur staðið
norska sjávarútveginum fyrir þrif-
um að mati Íslandsbanka. Í þeim
efnum hafa Norðmenn m.a. horft til
reynslunnar hér á landi. Er t.d.
rætt um að liðka fyrir framsali afla-
heimilda. Segir í skýrslunni að
norski sjávarútvegurinn hafi smám
saman verið að færa sig í átt til
kerfis með framseljanlega kvóta,
líkt og er við lýði hérlendis.
Norski fiskiðnaðurinn hefur
gengið í gegnum miklar hremm-
ingar á undanförnum árum og
fjölda fiskvinnslufyrirtækja verið
lokað eða þau orðið gjaldþrota.
Ytra umhverfi rekstrarins hefur
reynst Norðmönnum þungt í skauti,
m.a. sterk staða norsku krónunnar,
hátt olíuverð og skortur á hráefni.
Hagnaður hefur þannig verið
hverfandi í greininni til þessa. Sam-
einingarferlið í norska sjávarútveg-
inum hefur gengið hægt að mati
Greiningar Íslandsbanka en þokast
þó í rétta átt.
Veiðiheimildir Norðmanna hafa
aukist lítils háttar í mikilvægum
tegundum á borð við þorsk, ufsa og
ýsu og helstu fiskistofnar eru al-
mennt taldir vel á sig komnir. Þá
hefur meðalverð á lönduðum afla
hækkað umtalsvert að undanförnu.
Norðmenn hafa jafnframt hug á að
auka áherslu sína á útflutningi
ferskfisks til Evrópu.
Þokast hægt í rétta átt í Noregi