Morgunblaðið - 18.11.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 18.11.2004, Síða 4
 %  %& % '    %  %& '   %  %& '     %  %& '  ()( **)+ ,-(). /)- *-)/ ,*/)- .)/ 0,)1 (-), ,)0 ,+)- 2.)*      (     ( (( (      3 "4 54   6     6       6     0/. 00. 0.. ,1. ,-. ,/. ,0. ,.. 1. ,-. ,/. ,0. ,.. 1. -. /. 0. . /.. *(. *.. 0(. 0.. ,(. ,.. (. . )% *  + $%,)% *  -% %.+'$%$%  '% * %7 %7 %7 ,-. ,/. ,0. ,.. 1. -. /. 0. . %7   (         (        (         (         (         '0-,), 44  4   8 %,(% 6%  0/1 %7   ,1* %7   *0* %7   %   9:    ! '0/(),  4   8 /-% %4 0.0)2 4   ,,- %7  0,)* 4  2+ %7   +  +   +    /%     *,( 0-- ,-0 0*, ,2( ,/* ; */* *.* Það er ýmislegt hægt að gera þegar tæknin tekur höndumsaman við sjómenn og fiskverkendur. Tæknistig ogtækniþekking er mjög mikil hér á landi og er hægt að full-yrða að hvergi í heiminum er meiri tækni notuð í sjávar- útvegi en á Íslandi þegar á alla þætti hans er litið. Brúin í tog- urum og jafnvel minnstu bátunum líkist einna helzt geimskipi. Skipstjórinn skráir allar upplýsingar um veðurfar, veiði, strauma og allt sem honum dettur í hug að hafi áhrif á aflasældina og færir í tölvuna. Hann getur nánast talið fiskana inn í trollið og getur þannig varast að taka of mikið í einu. Þegar hann heldur úr höfn, fer hann yfir upplýsingarnar í tölvu- bankanum sínum og getur séð hvert bezt er að fara með tilliti til veðurs, fiskigengdar og fleiri þátta. Eftir nokkurra ára upplýsingasöfnun ár getur hann í rauninni látið tölvuna segja sér hvert hann ætti helzt að fara eftir að hún hefur tekið alla hugsanlega þætti inn í útreikn- ingana. Gífurleg upplýsingasöfnun hefur átt sér stað um borð í íslenzk- um fiskiskipum og þekking skipstjóranna orðin ævintýraleg. En það er enn hægt að bæta við og reyndar er verið að því. Fisk- vinnslan er orðin svo tæknivædd að það liggur við að hægt sé að skoða og meta hvern einasta fisk, hvernig bezt er að skera flökin til að fá sem mest út úr honum. Upplýsingasöfnunin í fiskvinnsl- unni er einnig ótrúleg. Þar vita menn býsna vel hvers þeir mega vænta úr þorskfarmi, sem er tekinn á einhverri tiltekinni slóð, hvort vænta megi þess að los sé í flökunum, hvert vatnsinnihald þeirra kunni að vera og hve mikið verði af hringormi í fiskinum. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins er að vinna verkefni með nokkrum útgerðum og fiskvinnslum þar sem allir mögulegir þætt- ir frá veiðum til vinnslu og afurðar eru kortlagðir. Þegar upplýs- ingarnar liggja fyrir getur framleiðslustjóri í fiskvinnslu gert áætlanir lengra fram í tímann þar sem er eiginleikar hráefnisins eru betur þekktir. Hægt verður að bæta stjórnun á hráefni og starfsfólki í fiskvinnslu út frá spám um eiginleika þorsks. Hægt verður að leggja mat á ávinning og kostnað við langar siglingar á miðin. Það er margt fleira sem hægt verður að gera og sýnir þetta í raun ótrúlega dæmi hvað hægt er að gera þegar allir leggjast saman á eitt. Þetta kom fram í erindi doktors Sigurjóns Arasonar á haust- fundi Rf í Grindavík. Þar lagði hann mikla áherzlu á samstarf allra aðila til að bæta áreiðanleika upplýsinganna og notagildi þeirra. Fiskifræði sjómanna var mjög oft í samræmi við niður- stöður rannsókna. Það er sannarlega rétt að hlusta á þá. Þeir vita vel hvað þeir eru að fást við. BRYGGJUSPJALL Hjörtur Gíslason Verður mikið af ormi í fiskinum? Hvergi í heiminum er notuð meiri tækni í sjávar- útvegi en hér hjgi@mbl.is GRÆNLENSKA landstjórnin hyggst taka í notkun hagfræðilíkan sem metur áhrif pólitískra ákvarðana um stjórn fiskveiða á afkomu rækju- iðnaðarins í landinu. Annar tveggja höfunda líkansins er Hilmar Ög- mundsson þjóðhagfræðingur. Líkanið kallast SIMGREEN (Shrimp Industry and Fishery Model for Greenland) og hóf Hilmar smíði þess sumarið 2003, að áeggjan Christens Sørensens, prófessors við Syddansk-háskólann í Óðinsvéum, sem er formaður ráðgjafarnefndar danska forsætisráðuneytisins um efnahagsmál í Grænlandi „Sørensen taldi mikilvægt að Grænlendingar eignuðust verkfæri sem gæti í stórum dráttum metið kosti og galla mismun- andi fiskveiðistefna og áhrif þeirra á atvinnu, verðmætasköpun og útflutn- ingsverðmæti. Fyrsta útgáfa líkans- ins einblínir eingöngu á rækjuiðnað- inn, rækjuveiðar og samskipti þess við yfirvöld. Þetta er vegna þess að rækjan skilar í kringum 70% af heild- ar útflutningsverðmæti Grænlands. Hins vegar er líkanið þannig upp- byggt að hægt er að nota það á aðrar fisktegundir. Líkanið er fyrst og fremst byggt á gögnum frá hinu op- inbera, grænlensku fiskistofunni og fyrirtækjum sem starfa í rækjuiðn- aðinum.“ Tillit til pólítískrar stefnu Hilmar segir líkanið frábrugðið öðr- um hagfræðilíkunum að því leyti að það byggist á rekstrarhagfræði en önnur byggist jafnan á þjóðhagfræði. „Það þýðir að öll einstök fiskiskip, rækjuverksmiðjur og fyrirtæki tengjast rækjuveiðum og rækjuiðn- aðinum á beinan hátt eru notuð í út- reikningum líkansins. Einnig er tekið mið af þætti stjórnvalda í líkaninu, að því leyti að hægt er að breyta núver- andi fiskveiðistjórnun og -stefnu. Dæmi um pólitískar stefnur sem hafa áhrif á útreikninga líkansins eru kvótadreifing á einstök fyrirtæki, löndunarskylda, skattar á framleiðslu frystitogara og styrkir til báta sem landa ferskri rækju. Líkanið reiknar til að mynda hvernig hagkvæmast er að úthluta kvótanum og efnahagsleg áhrif úthlutunarinnar á samfélagið, með öðrum orðum hvaða samsetning flotans er æskilegust.“ Meðal annarra útreikninga sem hægt er að herma í líkaninu eru fisk- veiðar, sjófrysting og ársuppgjör ein- stakra skipa, hluta flotans eða flotans í heild. Á sama hátt reiknar líkanið út hráefnisöflun, framleiðslu og ársupp- gjör einstakra eða allra rækjufyrir- tækja í grænlenska rækjuiðnaðinum. Jafnframt má í líkaninu finna út verð- mætasköpun, útflutningsverðmæti og atvinnusköpun út frá hverju ein- stöku skipi eða rækjuverksmiðju. Einnig er hægt að nota líkanið til að meta opinberar fjárfestingar í rækju- iðnaði, t.d. í tengslum við opnun nýrr- ar rækjuverksmiðju þar sem er vatns- og rafmagnsskortur. „Það reynist erfitt að meta áhrif þeirra ákvarðanna sem teknar hafa verið í grænlensku fiskveiðistjórnun- inni. Fram til þessa hefur atvinnu- sköpun fyrst og fremst ráðið ákvörð- unum og velferð landsins í heild hefur í raun liðið fyrir það. Þess vegna hef- ur sjávarútvegsráðuneytið og græn- lenska landstjórnin tekið því fagn- andi að fá í hendur verkfæri til að meta áhrif mismunandi fiskveiði- stjórnunar,“ segir Hilmar. Hann segir að líkanið verði notað af heimastjórninni til að lýsa efnahags- legum kostum og göllum við mismun- andi fiskveiðistjórnun og -stefnu. „Líkanið verður sérstaklega notað til að meta hvernig framleiðsla og kvóti nýtist á sem hagkvæmastan hátt fyrir grænlenska samfélagið. Einnig verð- ur það notað til að finna hagkvæm- ustu nýtingu framleiðslutækjanna og áhrif hennar á framleiðslukostnað og hagnað. Oft á tíðum ýkja hagsmunasamtök áhrif breytinga á fiskveiðistjórn- eða stefnu og landstjórnin hefur látið undan þrýstingi þeirra. Núna getur landstjórn notað SIMGREEN til meta áhrif breytinga óháð hagsmuna- samtökum.“ Líkanið var kynnt fyrir skömmu í Menningarhúsinu í Nuuk, að við- stöddum fulltrúa fyrirtækja, stofnana og ráðgjafarfyrirtækja. Sjávarút- vegsráðherra Grænlands, Rasmus Frederiksen, opnaði kynninguna en hann tók við embætti þann sama dag. Hilmar segir líkanið hafa fengið góð- ar viðtökur, þó að vissulega hafi kom- ið fram gagnrýni á það. „Við kynntum meðal annars niðurstöður úr líkaninu um hvað myndi gerast ef löndunar- skylda á rækju yrði afnumin í Græn- landi. Grófar niðurstöðurnar gefa til kynna að verðmætasköpun myndi aukast um um það bil 2%, útflutnings- verðmæti um 2% en að atvinna myndi dragast saman um kringum 6%. Vegna margföldunaráhrifa lítur hins vegar út fyrir að áhrif á atvinnu yrðu mjög lítil þegar til lengri tíma er lit- ið,“ segir Hilmar. Líkan metur áhrif fiskveiðistjórnunar Grænlenska landstjórnin notar hagfræðilíkan til að meta áhrif pólitískra ákvarðana um stjórn á rækjuveiðum Hjálpartæki landstjórnarinnar Frá kynningu á hagfræðilíkaninu SIM- GREEN í Nuuk í Grænlandi. F.v. Amalie Jessen, hjá grænlenska sjávar- útvegsráðuneytinu, Hilmar Ögmundsson þjóðhagfræðingur, Rasmus Frederiksen, sjávarútvegsráðherra Grænlands, og Morten Sommer þjóð- hagfræðingur sem er höfundur líkanins ásamt Hilmari. EINS og mörgum er kunnugt varð vart við norsk-íslenska vorgots- síld í afla skipa sem voru að veiða ís- lensku sumargotssíldina við Aust- firði í haust. Eftirlitsmenn Fiski- stofu fóru eftir ábendingum veiðimanna og tóku sýni úr þessum afla til að meta magnið. Mælingar leiddu í ljós að 407 tonna afli af norsk-íslenskri síld var blandaður við hefðbundinn afla síld- arskipanna fyrir austan land í ný- liðnum október. Yfirleitt var vor- gotssíldin, þ.e. sú norsk-íslenska, aðeins 1–3% af síldarafla í einstökum löndunum. Hæst var hlutfallið fyrst eftir að vart var við norsk-íslensku síldina, eða 5–15% af afla skipanna. Ekki eru nema tæpir fjórir ára- tugir síðan norsk-íslenska síldin gaf 40% tekna Íslendinga af vöruútflutn- ingi. Það eru því stórtíðindi að vart var við slæðing af norsk-íslenskri síld við Íslandsstrendur á haustdög- um 2004. Það sem af er þessu ári hafa rúm 8 þúsund tonn af norsk-íslensku síld- inni veiðst innan lögsögunnar en þess ber þó að geta að stærstur hluti þess afla veiddist rétt innan land- helgislínunnar sl. vor. Síldin sem veiddist í október var aftur á móti skammt út af Austfjörðum og hefur síld af þessum stofni ekki veiðst svo nálægt landi svo áratugum skiptir. Á síðasta ári veiddust nærri 12 þúsund tonn innan íslenskrar lögsögu, árið 1998 veiddust nærri 26 þúsund tonn og rúm 10 þúsund tonn árið 1995. Alls hafa íslensk skip veitt 102 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld það sem af er þessu ári, þar af rúm 49 þúsund tonn við Svalbarða og tæp 45 þúsund tonn á alþjóðlegu haf- svæði, Síldarsmugunni svokölluðu. 5–15% síldaraflans af norsk-íslenskum stofni SOÐNINGIN lítur nú dagsins ljós í Verinu að nýju eftir langt hlé. Tekið hefur verið tekið upp sam- starf við Fylgifiska sem eru sér- verslun með sjávarfang og munu matreiðslumeistarar á vegum Fylgifiska sjá lesendum Versins fyrir uppskriftum að góm- sætum fiskréttum næstu vikurnar. Hér er fyrsta uppskriftin frá Fylgi- fiskum. Steinbítur varð fyrir valinu. Sveinn Kjartansson, yfirkokk- ur Fylgifiska, er höf- undur þessarar upp- skriftar, en hún er ætluð fjórum. 1 kg steinbítur 1 hvítlauksrif 1 sítróna 2 dl tamarínsósa 1 lítil engiferrót 1 stk. rauðlaukur 1 búnt vorlaukur 2 bollar baunaspírur 2 stk. kaffírblöð salt og pipar smáhveiti olía til steikingar. Skerið steinbítinn í steikur. Hreinsið og brytjið hvítlaukinn og engiferið, rífið börkinn af sítr- ónunni. Kreistið saf- ann úr sítrónunni og blandið saman við tamarínsós- una. Veltið stein- bítnum upp úr hveitinu og steikið í olíunni í um 2 mín- útur á hvorri hlið. Flysjið og sneiðið rauðlaukinn og bætið honum út á pönnuna. Saxið kaffír- blöðin og setjið út á pönnuna ásamt tamarínsósunni, látið suðuna koma upp og takið af hitanum saxið vor- laukinn og bætið honum út í ásamt baunaspírunum. Berið fram með t.d. hrísgrjónum og salati. SOÐNINGIN | Sveinn Kjartansson Steinbítur með tamarín og sítrónu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.