Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 1
2004  FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER BLAÐ D B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A LOKSINS UNNU EVRÓPUMEISTARARNIR / D4 GYLFI Einarsson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu getur ekki byrjað að leika með Leeds United fyrr en um áramót. Enska félagið fór þess á leit við FIFA, Alþjóða knattspyrnu- sambandið, að Gylfi fengi að spila með Leeds frá næstu mánaðamótum þar sem samningur hans við Lilleström í Noregi væri þá útrunninn. Reglur sambandsins kveða hinsvegar á um að til að svo mætti verða, hefði samningur Gylfa þurft að vera runninn út þegar lokað var fyrir félagaskiptin 1. september. Kevin Blackwell, knattspyrnustjóri Leeds, þarf þar með að bíða með að nota Gylfa til nýj- ársdags í það minnsta, en þá leikur Leeds við Crewe í ensku 1. deildinni. „Gylfi mun styrkja okkar hóp. Hann er staðráðinn í að standa sig og ég er sannfærður um að hann reynist okkur góður liðsauki,“ sagði Blackwell í gær. Gylfi þarf að bíða til áramóta VEIGAR Páll Gunnarsson, lands- liðsmaður í knattspyrnu, vill kom- ast í burtu frá norska liðinu Sta- bæk sem hann samdi við til þriggja ára í fyrra. Veigar á tvö ár eftir af samningi sínum við félagið, sem féll úr norsku úrvalsdeildinni í haust, og hann þarf því að fara samningaleiðina til að fá sig laus- an. „Staðan hjá mér er enn óljós en minn vilji er alveg skýr. Ég vill losna frá Stabæk. Ég er ekki búinn að gera forráðamönnum Stabæk grein fyrir því en ég held að þeir viti alveg minn hug. Ég er á heim- leið í frí og það fyrsta sem ég geri er að ræða við umboðsmann minn og næsta skrefið er svo að komast að samkomulagi við Stabæk,“ sagði Veigar Páll við Morgunblaðið. Ef svo fer að þú færð þig lausan. Hyggst þú þá spila hér heima? „Helst ekki en það er samt aldrei að vita. Það er verið að vinna í ýms- um hlutum fyrir mig erlendis en það hefur ekkert sérstakt komið út úr því ennþá. Ef ég kemst í burtu frá Stabæk er alveg ljóst að ég spila ekki meira í Noregi. Ég er bú- inn að komast að því að norska knattspyrnan hentar mér ekki vel þó svo að mér hafi fundist að ég hefði átt að vera í byrjunarliðinu í Stabæk.“ Veigar, sem lék með KR og varð Íslandsmeistari með liðinu þau tvö ár sem hann lék með því áður en hann samdi við Stabæk, segist hafa fengið fyrirspurnir frá liðum á Ís- landi en hann hafi ekki fengið nein formleg tilboð. Hraðinn í sóknarleiknum var aðmínu mati góður, við sköpum okkur færi en það er ótrúlegt að hornamenn liðsins nái ekki nýta þau 5–6 færi sem þeir fengu í leiknum.“ Viggó vildi ekki fallast á það að hann væri að senda hornamönnum liðsins „kaldar“ kveðjur með því að setja Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson í hornin á lokakafla leiksins. „Nei það var ekki meining- in. Arnór hafði ekkert leikið og það var hans hlutskipti að fara í hornið þar sem við erum með tvær skyttur vinstra megin og tvo miðjuleikmenn. Hann fór í hornið fyrir Loga þar sem Guðjón Valur Sigurðsson var ekki með að þessu sinni.“ Hefur þú séð það fyrir þér að nota jafnvel Ásgeir Örn í hægra horninu, Einar Hólmgeirsson í skyttunni og Ólaf Stefánsson á miðjunni? „Nei við erum ekkert að horfa langt fram á veginn með þessari upp- stillingu. Mér fannst margt jákvætt í fyrri hálfleik en markvarslan var bara „núll og nix“. Þeir fengu vissu- lega opin færi en það er bara þannig að markverðirnir verða að verja meira, 10 boltar varðir eru bara ekki nóg. Hreiðar Guðmundsson kom gríðarlega vel frá leiknum. Framtíð- armaður í landsliðinu,“ sagði Viggó. „Franska liðið er frábært. En við erum rétt að byrja okkar samveru, eigum eftir að læra mikið. Strákarnir reyndu að gera sitt, þeir voru að berjast en við réðum bara ekkert við þá að þessu sinni. Ég hef engar áhyggjur af þessum úrslitum en við þurfum að laga hraðaupphlaupin. Bakverðirnir eiga að flytja boltann fram en gerðu það ekki nógu vel eins og er. Við gerum mikið af mistökum á þessu sviði leiksins og við verðum að ná betri tökum á hraðaupphlaup- unum,“ sagði Viggó Sigurðsson. Ljósmynd/Anders Abrahamsson Viggó Sigurðsson fylgist áhyggjufullur með sínum mönnum í Ludvika, þar sem Frakkar unnu, 38:29. Þórir Ólafsson, Ingimundur Ingimundarson og Vignir Svavarsson sitja næstir þjálfaranum. Engar áhyggjur „ÞESSI leikur var langt frá því að vera viðunandi af okkar hálfu. Við lékum 3:3-vörnina þokkalega, ekki mikið meira en það en 5:1- vörnin sem við beittum að hluta til í síðari hálfleik virkaði ekki. Þar gerðum við mikið af mistökum og réðum alls ekki við þá,“ sagði Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari í handknattleik eftir 29:38-tap gegn Frökkum í öðrum leik liðsins í riðlakeppninni á World Cup, heimsbikarmótinu í gærkvöldi. Veigar vill hætta hjá Stabæk ÞAÐ er ljóst að Ásgeir Örn Hallgrímsson verður aðeins með íslenska liðinu á heims- bikarmótinu,World Cup, en ekki á heims- meistaramótinu í Túnis. Ásgeir er með brotið bátsbein á hægri hendi og fer í að- gerð strax og heim verður komið frá Sví- þjóð. „Það er víst ekki hægt að bíða lengur með þetta. Aðgerðin er frekar flókin þar sem tekin verður beinflís úr mjöðminni á mér og grædd í höndina. Ég get ekki lýst þessu í smáatriðum. Er ekki læknir en það er ekki mikið blóðflæði á þessu svæði og það getur tekið 2–3 mánuði að fá þetta til að gróa. Síðan verð ég í gifsi og má ekkert hreyfa þetta svæði. Vonandi verð ég klár í slaginn með Haukum í lok febrúar eða byrjun mars,“ sagði Ásgeir en hann telur tímasetninguna ekki vera skrýtna. Það hafi ekki komið í ljós fyrr en á allra síð- ustu vikum að hann væri í raun brotinn. „Ég hef ekki hugmynd um hvenær þetta gerðist. Líklega gegn Barcelona í Meist- aradeildinni á sl. ári en ég haft verki í hendinni síðan þá en ég var frá í 2–3 vikur eftir þann leik. Tekið bólgueyðandi frá þeim tíma, verið límdur saman fyrir hverja æfingu og hvern leik og reynt að hlífa mér eftir bestu getu. Enda er þetta hægri höndin og ef ég væri ekki örvhent- ur gæti ég í raun ekki spilað,“ sagði Ás- geir en hann hefur sagt Viggó Sigurðssyni frá ákvörðun sinni hvað varðar aðgerðina. „Við vorum bara slakir í þessum leik gegn Frökkum. Náðum nokkrum köflum af og til en við getum gert miklu, miklu betur,“ sagði Ásgeir. Ásgeir Örn ekki með á HM í Túnis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.