Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 1
2004  FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KEFLAVÍK TAPAÐI FYRIR BAKKEN BEARS MEÐ EINU STIGI /B4 WAYNE Rooney, hinn ungi sóknarmaður enska landsliðsins í knattspyrnu, bað Sven Göran Er- iksson landsliðsþjálfara og Alan Smith, félaga sinn hjá Manchester United, afsökunar á fram- komu sinni í leik Englands og Spánar í fyrra- kvöld. Rooney reiddist mjög þegar Eriksson skipti honum af velli undir lok fyrri hálfleiks, en með því forðaði sænski þjálfarinn honum vafalítið frá því að fá rauða spjaldið. Hinn 19 ára gamli Rooney strunsaði af velli, tók ekki í höndina á Alan Smith, sem kom inn á í hans stað, og kórónaði framkomu sína með því að rífa af sér sorgarbandið og grýta því í jörðina. Leikmenn Englands báru sorgarbönd til að minnast Emlyn Hughes, fyrrum fyrirliða enska landsliðsins, sem lést á dögunum. Eriksson staðfesti í gær að Rooney hefði beð- ið sig og Smith afsökunar strax eftir leikinn. Rooney baðst afsökunar Til stóð að landsliðið færi til Svissog léki þar æfingaleiki fyrir mótið í Póllandi en hætt var við það. „Það kom á daginn að stelpurnar gátu illa verið svona lengi frá vinnu og skóla og nokkrar gáfu ekki kost á sér vegna þess,“ sagði Stefán í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Hann valdi liðið í gær og í því eru markverðirnir Helga Torfadóttir, Haukum, og Sóley Halldórsdóttir frá Gróttu/KR. Aðrir leikmenn eru: Dagný Skúladóttir og Jóna M. Ragn- arsdóttir frá Weibern, Hanna G. Stefánsdóttir og Ragnhildur Guð- mundsdóttir úr Haukum, Ásdís Sig- urðardóttir og Kristín Guðmunds- dóttir frá Stjörnunni eins og Kristín Clausen. Hrafnhildur Skúladóttir, Århus, Drífa Skúladóttir, Berlín, Guðrún D. Hólmgeirsdóttir og Gunnur Sveinsdóttir, FH, Ágústa Björnsdóttir, Val, Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir, Gróttu/KR, og Eva Hlöðversdóttir, ÍBV. Fyrsti leikur liðsins verður við Slóvakíu á þriðjudaginn, síðan mætir það Litháen á miðvikudaginn, Make- dóníu á fimmtudaginn, Tyrklandi á föstudag og Pólverjum á sunnudag- inn. „Markmiði hjá okur er að við ætl- um að reyna að spila eins vel og við getum, en vitum að þetta verður geysilega erfitt enda mjög sterkar þjóðir þarna. Makedónía vann til dæmis Þýskaland á dögunum í öðr- um leiknum af tveimur, Litháen tap- aði með einu marki fyrir Austurríki, sem er gríðarlega sterk þjóð, Pól- verjar töpuðu naumlega fyrir Spáni og Slóvenar rétt töpuðu fyrir Serbíu. Það er því alveg ljóst að þetta verður gríðarlega erfitt en vonandi lærdómsríkt fyrir okkur,“ sagði Stefán. HANDKNATTLEIKSMAÐURINN Patrekur Jó- hannesson fór í aðgerð á hægra hné á sjúkrahúsi í Brimum í Þýskalandi í fyrradag, en hann hefur ekki getað leikið af fullum krafti með GWD Minden á leik- tíðinni vegna brjóskeyðingar og skemmdar í liðþófa. „Þetta var fyrst og fremst skoðun og hún gekk vel. Við erum bjartsýn á að í framhaldinu geti Patrekur farið að leika á fullri ferð,“ sagði Rakel Guðnadóttir, eig- inkona Patreks, í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Rakelar var liðþófinn í hægra hnénu verr farinn en talið var en eigi að síður gefi aðgerðin von til bjartsýni. „Í skoðuninni var reynt að laga liðþófann og við vonum að það hafi tekist, að minnsta kosti er það þess virði að reyna,“ sagði Rakel sem reiknar með að Patrekur verði frá keppni í þrjár til sex vikur af þess- um sökum. Aðgerðin í fyrradag var gerð af dr. Pieper, lækni í Brimum, en hjá honum var Patrekur í aðgerð 1998 þegar hann sleit krossband í þessu sama hné. Brjósk- eyðingin sem Patrekur glímir við nú er rakin til kross- bandaslitsins fyrir sex árum. Patrekur hefur lítið sem ekkert getað æft síðustu mánuði og hefur orðið, þótt sárkvalinn sé, að leika með GWD Minden þar sem leikmannahópurinn er fámenn- ur. Þegar upp komst um hversu alvarleg meiðsli Pat- reks voru í haust var talið að hann yrði fljótlega að leggja skóna á hilluna en Rakel segist vonast til að með þessari aðgerð geti Patrekur leikið eitthvað lengur. Patrekur frá keppni í þrjár til sex vikur „ÞETTA var gaman, fyrsti leik- urinn í byrjunarliði landsliðsins og þetta gekk betur en ég átti von á,“ sagði Hreiðar Guðmundsson, mark- vörður, sem varði alls 18 skot á 50 mínútum gegn Ungverjum og mörg þeirra af stuttu færi í sigurleiknum á heimsbikarmótinu í gær, 33:29. „Þetta er í raun það mesta sem ég hef spilað frá því mars árið 2003 og ég er því mjög sáttur við þessa útkomu. Það var að sjálfsögðu að- alatriðið að vinna,“ sagði Hreiðar. Skoðuðu myndband af leikjum Ungverja Hreiðar sagði að hann og Roland Eradze hefðu skoðað myndband frá leikjum með Ungverjum og kortlagt skyttur liðsins. „Það gekk í raun eftir en við sáum að þeir skjóta oftast í fjærhornið. Ég tók því áhættuna og var mættur í horn- ið. Það gekk stundum upp og stundum ekki. Eftir á að hyggja þá var ég of fljótur á mér í nokkrum skotum og hefði átt að verja fleiri bolta frá þeim.“ Hreiðar mátti vart vera að því að tala umkringdur stórum hópi sænskra barna sem vildu að hann krotaði nafnið sitt á blað fyrir þau. „Við dvöldum ekki lengi yfir Frakkaleiknum og það er í raun ágætt að stutt er á milli leikja. Maður hefur ekki tíma til þess að velta sér upp úr því sem illa fer. Og við erum búnir að brjóta ísinn – fyrsti sigur okkar undir stjórn Vig- gós.“ Ljósmynd/Borlänge tidning Ásgeir Örn Hallgrímsson skýtur að marki Ungverja en Guyla Gál reynir að stöðva hann. Ísland vann mjög öruggan sig- ur á Ungverjum, 33:29, og leikur gegn Króötum í keppninni um 5.–8. sæti heimsbikarmótsins á morgun. Erum búnir að brjóta ísinn Einn nýliði valinn í kvennalandsliðið ÍSLENSKA kvennalandsliði í handknattleik heldur til Póllands á sunnudaginn þar sem það tekur þátt í forkeppni að undankeppni heimsmeistaramótsins. Einn nýliði er í landsliðshópi Stefáns Arnar- sonar þjálfara, hornamaðurinn Kristín Clausen úr Stjörnunni. Leikið verður við Litháen, Makedóníu, Pólland, Slóvakíu og Tyrkland. Tvær efstu þjóðirnar komast í undankeppni sem fram fer í júní á næsta ári.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.