Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.11.2004, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 B 3 ða að . Ég þó í ð eru n við jum. num liðið ðum und- rfum gegn gum þurf- yttur n því r svo ymdi vildi na til s og liðið strik i ENGLENDINGAR krefjast þess að gripið verði til rót- tækra aðgerða gagnvart kynþáttahatri á knattspyrnu- leikjum, í kjölfarið á skammarlegri framkomu spænskra áhorfenda í garð enskra leikmanna í vikunni. Þeldökkir leikmenn Englands urðu fyrir aðkasti í leik 21 árs landsliða þjóðanna á þriðjudag og aftur þegar A- landsliðin mættust á miðvikudag. Richard Caborn, íþróttamálaráðherra Bretlands, skrifaði í gær Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, og krafðist aðgerða. Hann sagði við breska fjölmiðla í gær að dómarar ættu að hafa vald til að flauta leiki af, ef áhorfendur láta í ljós kynþáttafordóma. Dæmi er um slíkt í Hollandi en þar hætti dómarinn Rene Timmink leik á milli Den Haag og PSV Eindhoven fyrir skömmu. Jermaine Jenas, leikmaður Englands, sagðist aldrei hafa upplifað annað eins. „Ég hef orðið fyrir áreiti áð- ur, í leikjum með Newcastle í Evrópukeppni, en það var ekkert þessu líkt. Ashley Cole og Shaun Wright- Phillips voru mjög slegnir yfir þessu, eins og í raun lið- ið í heild. Þetta kom mér geysilega á óvart, ég áttaði mig ekki á því að Spánverjar væru svona,“ sagði Jenas. „Það er alveg ljóst að ef enskir áhorfendur hefðu gert sig seka um hegðun á borð við þessa hefði okkur verið refsað harkalega og verið vísað úr öllum mótum,“ sagði Gary Neville, enski landsliðsmaðurinn. Spænskir fjölmiðlar taka misjafnlega á málinu og flestir gera lítið úr því, kalla það storm í vatnsglasi eða lélegar afsakanir Englendinga fyrir tapinu, 1:0. Í dag- blaðinu El Pais kveður þó við annan tón. „Knattspyrn- an hefur mikilvægu hlutverki að gegna í samspili ólíkra kynþátta sem byggja England og þess vegna eru Englendingar viðkvæmir fyrir svona framkomu. Luis Aragones (landsliðsþjálfari Spánar) hratt þessu af stað með ummælum sínum um Thierry Henry. Það var rétt af enska knattspyrnusambandinu að kvarta til UEFA og FIFA, en eins og vanalega eru viðbrögð spænska knattspyrnusambandsins léleg. Það þarf einhver að hafa hemil á Luis Aragones áður en verra hlýst af. Þetta mál hefur skaðað ímynd spænskrar knatt- spyrnu,“ skrifaði dálkahöfundur El Pais í gær. Englendingar vilja að FIFA grípi til aðgerða gagnvart Spánverjum JALIESKY Garcia lék ekki með íslenska liðinu gegn Ungverj- um í gær í Borlänge og enn fremur hvíldu Einar Örn Jónsson og Birkir Ívar Guð- mundsson í gær. Garcia var undir miklum þrýstingi frá félagsliðinu sínu, Göppingen, að koma til baka til Þýska- lands en hann átti við smávægileg meiðsli að stríða í hné. Vildu forsvarsmenn liðsins ekki taka neina áhættu á að hann myndi koma meiddur til baka frá heimsbikarmótinu, World Cup. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er Garcia í loka- viðræðum við félagið um þriggja ára samning en hann lék með lið- inu á síðustu leiktíð eftir að hafa leikið með HK úr Kópavogi í nokkur ár. Hann fékk íslenskt rík- isfang fyrir Evr- ópumeistaramótið í Slóveníu fyrir rétt rúmu ári síðan. Garcia flaug frá Bor- länge til Gautaborg- ar í gærmorgun og fór þaðan til Frank- furt. Það eru því 16 leikmenn í ís- lenska landsliðshópnum þessa stundina en Ingimundur Ingi- mundarson var kallaður inn í hópinn rétt áður en liðið hélt til Svíþjóðar en hann hefur fengið tækifæri í tveimur síðustu leikj- um liðsins eftir að hafa hvílt í fyrsta leiknum gegn Þjóðverjum. Jaliesky Garcia í við- ræðum við Göppingen ÍR-ingurinn varði alls 18 skot í leikn-um og mörg hver úr dauðafærum. Ísland mætir heimsmeistara- og Ól- ympíumeistaraliði Króatíu á morgun í Gautaborg í keppni um 5.–8. sætið. Það lið sem vinnur þann leik leikur úrslitaleik um 5. sætið á sunnudag, einnig í Gautaborg. Varnarleikur og góð markvarsla er lifibrauðið í alþjóðlegum handknatt- leik og hið unga lið Íslands náði góð- um skorpum á því sviði gegn Ung- verjum. Vörnin var leikin framarlega, 3:3, og sóknarmönnum Ungverja beint út í hornin þar sem þeir fengu þá tækifæri til þess að spreyta sig gegn Hreiðari markverði. Vörnin krefst þess að leikmenn liðsins vinni saman og í gær var samvinnan mun betri en gegn Frökkum í Ludvika á miðvikudaginn. Þar sem Frakkarnir fengu að valsa í gegnum vörnina, einn gegn einum. Þessi staða kom ekki upp mörgum sinnum í gær, ávallt var mættur annar varnamaður til þess að hjálpa og var gaman að fylgjast með ákefðinni í vörn liðsins. Ungverjar áttu margoft í erfiðleikum að vinna sig í gegnum vörn íslenska liðsins og lentu í vandræðum með að ljúka sókn- um sínum með góðum skotum. Hreiðar varði 3 skot í upphafi leiks og sýndi góð tilþrif það sem eftir lifði leiksins. Hann varði vítakast og mörg skot sem tekin voru af stuttu færi. Góð innkoma hjá stráknum í þessu móti og það verður gaman að sjá hvort hann fái tækifæri í næstu leikj- um. Hann á það skilið að mínu mati. Í sókn bar mest á Róberti Gunn- arssyni línumanni, sem skoraði alls 11 mörk og þar af 4 úr vítaköstum. Bar- áttan og leikgleðin skín af Róberti og hann hefur þann eiginleika að geta staðsett sig á réttum stöðum er bolt- inn hrekkur af markverði eða er í einskismanns landi. „Ryksuga“ myndi einhver segja og Róbert hefur komið allra mest á óvart í þeim þrem- ur leikjum sem liðið hefur leikið til þessa. Hraðaupphlaupin komu loks fram á sjónarsviðið hjá íslenska lið- inu. Guðjón Valur Sigurðsson kom inn í liðið á ný eftir að hafa hvílt gegn Frökkum. Guðjón Valur skoraði 4 mörk úr hraðaupphlaupum, Þórir Ólafsson var einnig með 4 slík mörk. Knötturinn var mun fyrr sendur á rétta staði á vellinum og allt annað að sjá til liðsins. Fyrir vikið voru skyttur íslenska liðsins ekki eins áberandi og í fyrstu tveimur leikjunum þar sem fá mörk voru skoruð úr hraðaupphlaupum. Ingimundur Ingimundarson var ógn- andi í stöðu hægri skyttu og er sér- lega lunkinn í gegnumbrotunum. Arnór Atlason fékk tækifæri fyrir ut- an sem skytta og leikstjórnandi og er gott til þess að vita að hann getur leik- ið á miðjunni. Og verið ógnandi sem skytta um leið. Einar Hólmgeirsson nýtti færin sín ekki nógu vel, var reyndar í stöðu hægri hornamanns um tíma. Markús Máni Michaelsson hóf leikinn en var ekki nógu skotviss og brenndi af upplögðum færum og fengu Ingimundur og Arnór því tæki- færi að spreyta sig í þeirri stöðu. Snorri Steinn Guðjónsson og Dagur Sigurðsson léku sem leikstjórnendur til skiptis og stjórnuðu leik liðsins af röggsemi en þeir hafa ekki náð að láta að sér kveða sem markaskorarar. Af þessum leik má ráða að íslenska liðið sé smátt og smátt að taka á sig nýja mynd. Leikstíll liðsins er annar en áð- ur, leikmenn liðsins eru aðrir en áður og nýr þjálfari er með allt aðrar áherslur. Ljósmynd/Borlänge tidning ngverjum í gær og skoraði 11 mörk. Hér er eitt þeirra í uppsiglingu. Ungverjar reynd- ust engin hindrun ÍSLENSKA landsliðið vann fyrsta leik sinn undir stjórn Viggós Sig- urðssonar í gær er liðið hafði tögl og hagldir gegn Ungverjum í síð- asta leik riðlakeppninnar á heimsbikarmótinu í handknattleik, World Cup, í Borlänge í Svíþjóð. Varnarleikur liðsins og markvarsla Hreiðars Guðmundssonar lögðu grunninn að mörgum hraðaupp- hlaupum og var allt annað að sjá til liðsins eftir 38:29 tapið gegn Frökkum. Ísland skoraði 33 mörk gegn 29 mörkum Ungverja í gær, þar bar mikið á línumanninum Róberti Gunnarssyni sem skoraði 11 mörk þar af 4 úr vítaköstum og Hreiðar Guðmundsson hélt upp- teknum hætti frá því í síðari hálfleik gegn Frökkum. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Svíþjóð Fyrsti sigur landsliðsins í handknattleik undir stjórn Viggós Sigurðssonar                             ! "   # $ % &' (    )*)    +       RÓBERT Gunnarsson var útnefnd- ur besti maður íslenska liðsins gegn Ungverjum líkt og í fyrsta leiknum gegn Þjóðverjum á þriðjudag. Róbert hefur fengið „fullt hús“ á þessu sviði því ekki var tilkynnt um val á manni leiksins eftir viðureignina gegn Frökkum í Ludvika á miðvikudaginn. Skipuleggjendur leiksins gleymdu hreinlega að taka slíkt með í reikning- inn.  LÁZLÓ Skaliczky er afar virkur á hliðarlínunni sem þjálfari Ungverja, en hann hefur út á flest að setja sem dómararnir hafa fram að færa. Skal- iczky lét öllum illum látum í Ludvika er Ungverjar voru teknir í kennslu- stund af Þjóðverjum í fyrri hálfleik og lamdi hann af og til af krafti í auglýs- ingaskilti sem var fyrir aftan vara- mannabekk liðsins. Hann vakti ekki lukku hjá blaðamönnum sem þar sátu enda voru fartölvur þeirra í hættu er Skaliczky lét til skarar skríða.  ÞAÐ var ágætlega mætt á báða leiki gærkvöldsins í Borlänge, og var hópur þýskra stuðningsmanna áber- andi. Þeir voru með fána, málaðir í framan í fánalitunum og með „söng- vatnið“ meðferðis.  STÆRSTI hluti áhorfenda í Bor- länge eru ungir handknattleiksiðk- endur sem eru duglegir við að safna eiginhandaráritunum hjá leikmönn- um. Eftir leikina eru leikmenn lengi að komast af vellinum og í búnings- herbergin þar sem unga kynslóðin tefur för þeirra með óskum um eig- inhandaráritun.  MILAN Baros, tékkneski sóknar- maðurinn, leikur ekki með Liverpool næstu þrjár til sex vikurnar og er því jafnvel frá keppni til áramóta. Baros reif vöðva í læri í leik Tékka gegn Makedóníu í undankeppni HM í knattspyrnu í fyrrakvöld. Þar með eru Neil Mellor og Florent Sinama- Pongolle einu sóknarmennirnir sem eru til taks hjá Liverpool næstu vik- urnar.  VÅLERENGA, lið Árna Gauts Arasonar, vonast eftir því að fá Tore Andre Flo, norska landsliðsmiðherj- ann, í sínar raðir fyrir næsta tímabil. Flo leikur með Siena á Ítalíu en hefur lítið sem ekkert fengið að spila og hef- ur gefið til kynna að hann gæti alveg eins snúið heim til Noregs. Våler- enga missti af norska meistaratitlin- um á einu marki í haust og hyggst styrkja hópinn og freista þess að ná titlinum úr höndum Rosenborg.  LANDON Donovan, leikmaður San Jose Earthquakes, var í gær valinn knattspyrnumaður ársins í Banda- ríkjunum, þriðja árið í röð. Donovan, sem er aðeins 22 ára, skoraði 5 mörk fyrir bandaríska landsliðið í ár og tók við stöðu fyrirliða. DaMarcus Beasl- ey, miðjumaður PSV Eindhoven, varð annar og Carlos Bocanegra, varnarmaður Fulham, varð þriðji. FÓLK rra Jaliesky Garcia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.