Morgunblaðið - 27.11.2004, Síða 1
2004 LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
RÆTT VIÐ ÁRNA GAUT ARASON Í ÓSLÓ / C2,C3
RÓBERT Sighvatsson, hand-
knattleiksmaður með þýska
1. deildarliðinu Wetzlar,
varð fyrir því óláni að brjóta
þumalfingur hægri handar í
leik gegn inu Flensburg.
Hann verður frá keppni
næstu vikurnar og þar með
er ljóst að hann er ekki val-
kostur fyrir Viggó Sigurðs-
son þegar hann velur lands-
liðshópinn sem leikur á HM í
Túnis í janúar.
„Ég er að vona að ég
verði ekki lengur frá en í
fjórar til sex vikur en maður
veit samt aldrei. Það fer allt
eftir því hvernig brotið
grær,“ sagði Róbert við
Morgunblaðið í gærkvöld,
nýkominn af skurðarborð-
inu. Róbert brotnaði á sama
fingri í byrjun nóvember á
síðasta ári í landsleik á móti
Pólverjum og var þá frá æf-
ingum og keppni í sex vikur.
Þetta gekk bara vel og ég er mjögánægður með þann árangur
sem ég náði. Hann er sá besti sem ég
hef náð á ferlinum,“ sagði Björgvin í
samtali við Morgunblaðið í gær þar
sem hann var staddur í Kaupmanna-
höfn á leið til Finnlands.
Mótið í Hollandi var sérstakt fyrir
þær sakir að keppt var undir þaki, í
Landgraaf-skíðahöllinni.
„Það var rosalega gaman að keppa
í þessari höll. Umgjörðin var til fyr-
irmyndar og mikið af áhorfendum
sem fylgdust með. Þetta er í fyrsta
sinn sem mót er haldið innandyra og
ég held að þetta eigi eftir að færast í
vöxt. Þetta var nánast eins og frysti-
klefi. Snjónum var dælt í brekkuna
með sérstökum byssum og svo voru
sérstakir frystiblásarar uppi í lofti
hallarinnar,“ sagði Björgvin.
Björgvin keppir á tveimur stór-
svigsmótum í Evrópubikarnum sem
haldin verða í Finnlandi á miðviku-
dag og fimmtudag – bæði að kvöld-
lagi í fljóðljósum. Eftir mótin í Finn-
landi liggur leiðin til Austurríkis þar
sem hann verður við æfingar fram til
jóla.
Björgvin, sem er 24 ára gamall,
náði ekki að ljúka keppni á fyrsta
heimsbikarmótinu sem haldið var í
Sölden í Austurríki í síðasta mánuði
en hann vonast til að keppa á fleiri
slíkum mótum í vetur. „Ég fór því
miður á hausinn í fyrri ferðinni í
Sölden en ég stefni á að keppa á
fleiri heimsbikarmótum. Ég hef
aldrei verið eins vel upplagður og
núna. Ég undirbjó mig mjög vel í
sumar, bæði andlega og líkamlega
og það var gott fyrir sjálfstraustið að
ná þessum góða árangri í Hollandi,“
sagði Björgvin en þjálfari hans er
Jamie Dunlop frá Ástralíu. „Hann
hefur verið þjálfari minn í eitt og
hálft ár og ég er mjög ánægður með
hann.“
Kristinn Björnsson er eini Íslend-
ingurinn sem sigrað hefur á Evrópu-
bikarmóti og hefur komist á pall í
heimsbikarnum en Kristinn varð að
leggja skíðin á hilluna fyrir nokkrum
árum vegna erfiðra meiðsla.
„Kristinn náði frábærum árangri
og ég stefni auðvitað að því að gera
svipað og hann. Ég á nóg eftir og á
líka eftir að bæta mig heilmikið.“
Róbert
brotinn
Morgunblaðið/Kristján
Björgvin Björgvinsson frá Dalvík verður á ferðinni í Finnlandi í næstu viku.
Vel upplagður
DALVÍKINGURINN Björgvin Björgvinsson tekur þátt í tveimur stór-
svigsmótum í Evrópubikarnum á skíðum í Finnlandi í næstu viku.
Þar vonast hann til þess að fylgja eftir góðum árangri sínum í Hol-
landi á fimmtudaginn, er hann varð fimmti í svigi í keppni innan-
húss í Landgraaf, en það er jafnframt annar besti árangur íslensks
skíðamanns á Evrópubikarmóti frá upphafi.
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL Körfu-
knattleikssambands Íslands, KKÍ,
hefur dæmt að úrslit leiks Fjölnis
og Hauka úr 1. umferð Intersport-
deildarinnar skuli standa óhögg-
uð. Haukar kærðu framkvæmd
leiksins eftir að leikklukka í
íþróttahúsi Grafarvogs hafði bilað
á lokakafla leiksins er Haukar
skoruðu að því virtist sigurkörfu
leiksins. En dómarar leiksins
dæmdu körfuna ekki gilda.
Áfrýjunardómstóllinn snýr því
dómi dómstóls KKÍ sem áður hafði
dæmt að leikurinn skyldi leikinn á
ný. Í dómnum kemur ma. fram eft-
irfarandi:
„Í dómi í máli þessu verður ekki
lagt mat á réttmæti þeirrar
ákvörðunar dómara sem mál þetta
er sprottið af. Í hverjum leik taka
dómarar margar matskenndar
ákvarðanir sem ekki verða endur-
skoðaðar af dómstólum Körfu-
knattleikssambands Íslands. Mis-
tök, sem dómarar kunna að gera
eru hluti af leiknum og verða ekki
leiðrétt eftir á. Hin umdeilda
ákvörðun dómara var hluti af
þeim leik sem lið aðila háðu 7.
október síðastliðinn og verður
ekki við henni hróflað.
Samkvæmt framansögðu er það
niðurstaða dómsins að úrslit leiks-
ins skuli standa.“
Úrslit úr leik
Fjölnis og
Hauka standa
óhögguð
ÁSGEIR Örn Hallgrímsson, lands-
liðsmaður í handknattleik og leik-
maður Hauka, verður frá æfingum
og keppni næstu þrjá mánuðina.
Ásgeir gekkst undir aðgerð á hendi
í vikunni en vitað var að bátsbein
hægra handar var brotið og því
ekki spurning hvort heldur hvenær
hann þyrfti að fara í aðgerð.
„Ég ákvað bara að drífa í þessu
og ef allt gengur að óskum þá ætti
ég að verða klár um mánaðamótin
febrúar mars. Aðgerðin tókst að
óskum og nú er bara að vona að
beinið grói vel saman. Ég vildi ekki
bíða með að fara í aðgerðin fram
yfir Evrópuleikina með Haukunum.
Ég er í háskólanum og það hefði
verið ómögulegt að vera í þessu
mikla gifsi sem ég er í þegar prófin
fara af stað,“ sagði Ásgeir Örn við
Morgunblaðið. Ásgeir missir því af
HM í Túnis. „Auðvitað er það
svekkjandi en maður verður að
velja og hafna. Óli Stefáns verður
með svo ég hef ekki áhyggjur.“
Ásgeir Örn frá
í þrjá mánuði
STUÐNINGSMENN ítalska knattspyrnuliðsins
Lazio tóku leikmanninn Pierre Boya fyrir í leik
liðsins gegn Partizan Belgrad í UEFA-
keppninni á fimmtudaginn og sýndu merki um
kynþáttafordóma. En Boya er frá Kamerún.
Það verður hlutverk UEFA og FIFA að rann-
saka málið enn frekar en atvikið kemur í kjöl-
farið á umræðu um kynþáttafordóma sem áttu
sér stað í landsleik Spánverja og Englendinga
og síðar í viðureign spænska liðsins Real Madr-
id og Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evr-
ópu.
Dwight Yorke leikmaður Birmingham varð
fyrir barðinu á fyrrverandi stuðningsmönnum
sínum í Aston Villa á dögunum.
Pierre Boya skoraði bæði mörk Partizan
Belgrad í 2:2 jafntefli liðsins gegn Rómarliðinu
og var stöðugt verið að hreyta í hann blótsyrð-
um vegna húðlitar hans. Í hvert sinn sem hann
kom við knöttinn í fyrri hálfleik gaf stór hópur
stuðningsmanna frá sér hljóð sem áttu að líkj-
ast þeim hljóðum sem apar gefa frá sér.
Lazio hefur áður verið í kastljósinu vegna
slíkra mála og hafa stuðningsmenn liðsins ver-
ið þekktir fyrir slíka hluti í gegnum árin. Fé-
lagið má búast við hörðum viðbrögðum frá Al-
þjóða knattspyrnusambandinu, UEFA.
Kynþáttafor-
dómar í brenni-
depli á ný í Róm