Morgunblaðið - 27.11.2004, Síða 3

Morgunblaðið - 27.11.2004, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 2004 C 3  ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik á ekki lengur mögu- leika á að komast í úrslitakeppni HM eftir tap gegn Makedóníu, 30:21, í undankeppni HM í Póllandi í gær. Íslenska liðið átti á brattann að sækja en staðan í hálfleik var 20:9. ,,Stelpurnar voru langt frá sínu besta og þetta var allt annað lið sem ætti leiks en í fyrstu tveimur leikj- unum,“ sagði Þór Ottesen, farar- stjóri íslenska liðsins, við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Ísland mætir Tyrklandi í kvöld.  EINAR Örn Jónsson skoraði 7 mörk fyrir Wallau Massenheim sem sigraði Wetzlar, 37:27, í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöldi.  LOGI Geirsson skoraði þrjú mörk, öll úr víti, fyrir Lemgo sem burstaði Post Schwerin á útivelli, 36:18.  RÚNAR Sigtryggsson og læri- sveinar hans lögðu Melsungen, 28:26, í suðurriðli 2. deildarinnar.  RAGNAR Óskarsson skoraði eitt mark fyrir Skjern sem tryggði sér sæti í úrslitum dönsku bikarkeppn- innar í handknattleik annað árið í röð með því að leggja Ajax á útivelli, 27:25, í fyrrakvöld. Jón Þ. Jóhanns- son komst ekki á markalistann hjá Skjern sem Aron Kristjánsson þjálf- ar. Skjern mætir Kolding í úrslitum.  HÖRÐUR Bjarnason, knatt- spyrnumaður úr Breiðabliki, er genginn til liðs við Víking. Hörður, 24 ára, hefur bæði leikið sem sókn- armaður og varnarmaður og á 14 leiki að baki í efstu deild með Breiða- bliki, en hann lék alla leiki Kópa- vogsliðsins í 1. deildinni í sumar.  RICCARDO Agricola, læknir ítalska knattspyrnuliðsins Juventus til margra ára, hefur verið dæmdur í 22 mánaða skilorðsbundið fangelsi á Ítalíu vegna ólöglegs framferðis í starfi. Antonio Giraudo, einn for- svarsmanna Juventus, var hins veg- ar sýknaður af ákæru um að hafa dreift hormóninu EPO (erythrop- oietine) til leikmanna liðsins. Ekki hefur verið sannað að leikmenn liðs- ins hafi notað EPO sem eykur magn rauðra blóðkorna í blóðvökva og þar með þol íþróttamannsins. FÓLK Reuters Árni Gautur Arason hafði í nógu að snúast í fyrsta leik sínum með Manchester City. Árni talar reiprennandi norsku eins og hann i alla tíð búið í Þrándheimi. Er með hreim m einkennir landshlutann. „Ég hef reyndar af talað eins og sá aðili sem ég er að tala við. Í senborg var ég mikið með Mini Jakobsen í bergi á ferðalögum. Hann er frá Bodö og ég aði eins og hann er við vorum að tala saman. pti síðan um takt er ég ræddi við aðra í liðinu m voru frá Þrándheimi. Núna er ég í Ósló og imurinn frá Þrándheimi er að alltaf að nnka. En Þrándheimsnorskan er ekki myllu- inn um hálsinn, langt því frá.“ Talið berst að síðustu leikjum ís- lenska landsliðsins; tap gegn Búlg- aríu, Svíþjóð og markalaust jafntefli gegn Möltu. „Vissulega eru þessi úr- slit vonbrigði fyrir okkur sem lið. En við getum ekki bent á eitthvað ein- stakt atriði sem hefur farið úrskeið- is. Ég svaf ekkert sérstaklega vel eftir tapið gegn Búlgaríu. Við berum fullt traust til Ásgeirs Sigurvinsson- ar og Loga Ólafssonar. Við höfum náð góðum úrslitum með þeim að- ferðum sem þeir leggja upp með. Og eigum að geta gert betur. Það hefur alltaf verið draumurinn að komast í úrslit á stórkeppni, það er fjarlægur draumur núna en það er ekki nema ár síðan við lékum úrslitaleik gegn Þjóðverjum um eitt af efstu sætun- um í undankeppni Evrópumótsins. Við getum að mínu mati mun betur og það verður okkar verkefni að koma liðinu á kortið á ný.“ Bjargað frá gjaldþroti Á síðustu misserum hefur Våler- enga átt í fjárhagslegum erfiðleikum og hefur rekstur liðsins gengið illa. Ekki fyrir svo löngu síðan var hluta- félagi sem stóð að rekstri félagsins bjargað frá gjaldþroti. En Árni von- ar að nú hafi stjórn liðsins náð tökum á rekstrinum. „Í gegnum tíðina hef- ur verið mikið basl á þessu liði. Hef- ur auðugasti maður landsins, John Fredriksen, komið liðinu til aðstoðar hvað eftir annað, en hann er rekur skipafyrirtæki ásamt ýmsu öðru. Ég hef reyndar aldrei hitt Fredriksen eða séð hann. Enda býr hann erlend- is og kemur að ég held aldrei á leiki liðsins.“ Lars Bohinen fyrrverandi lands- liðsmaður og aðstoðarþjálfari liðsins gengur inná kaffistofuna, réttir Árna Gauti boð um að mæta í verslun fé- lagsins og taka þar á móti samstarfs- aðila félagsins. „Það er alltaf eitt- hvað um að vera og menn skiptast á um að fara í slíkar mótttökur. Ég verð að greiða mér og brosa í tvo klukkutíma, spjalla við fólkið. Það er ekkert mál og bara gaman,“ segir Árni, klárar kaffið og rýkur út á æf- ingasvæði félagins. Útihlaup hjá úti- leikmönnum en á meðan eru mark- verðir liðsins á séræfingu. Það er kalt í Ósló. Um 3 stiga hiti, langt liðið á nóvember, en æfing liðsins fer fram á grasvelli. Árni Gautur veltist um í grasinu líkt og keppinautar hans um stöð- una. Það er ekkert gefið eftir og það fer ekki á milli mála að stórþvottur var framundann hjá liðsstjóranum enda grasið blautt og gisið. ÁRNI Gautur hefur styrkt liðið mikið nda er hann frábær markvörður,“ sagði Kjetil Rekdal, þjálfari Vålerenga, er ann var að bíða eftir leikmönnum liðs- ns á æfingasvæði félagsins. Rekdal fékk Árna Gaut frá Manchester City en sjálf- r var Rekdal lykilmaður í norska lands- ðinu og atvinnuaður í Þýskalandi. Rek- al á það til að reima á sig keppnisskóna jálfur og lék nokkra leiki með liðinu á eiktíðinni. „Það sem Árni Gautur gerir yrir utan völlinn er einnig mikilvægt yrir liðið. Hann er sannur atvinnumað- r. Lætur verkin tala og leggur gríð- rlega hart að sér á æfingum sem og í eikjum. Og ekki skemmir það fyrir að ann hefur 6 sinnum upplifað það að era í sigurliði í norsku deildinni og get- r því miðlað miklu til leikmanna liðs- ns,“ sagði Rekdal og gekk um æf- ngasvæðið og lagaði ójöfnur á vellinum afnóðum og hann talaði. „Ég vissi að Árni Gautur var einn sá esti sem við gátum fengið til félagsins g samstarfið hefur gengið vel,“ sagði Rekdal en hann er þekktur fyrir aga og refst þess að leikmenn liðsins mæti á éttum tíma. Er hann tók við liðinu fyrir úmum tveimur árum rak hann leikmenn eim af æfingum sem mættu með illa reitt hár og nývaknaðir á morgunæf- ngar. „Þetta er eins og hver önnur inna, og menn sem mæta nývaknaðir á æfingar án þess að hafa fengið sér morg- nmat eru ekki líklegir til þess að hafa agn af æfingunni. Það tók ekki langan íma að laga þessa hluti,“ sagði Kjetil Rekdal. Kjetil Rekdal: „Árni er frábær Á Ísafirði er komin fullkomin aðstaða til knattspyrnuiðkunar. Á Torfnesi er nýr gerfigrasvöllur við hlið grasvallarins. Einnig er á Torfnesi stórt og gott íþróttahús. Á milli knattspyrnuvallanna er mjög gott Vallarhús þar sem öll félagsaðstaða félagsins er. Á Ísafirði er gott að búa og góð aðstaða fyrir alls konar afþreyingu. Boltafélag Ísafjarðar óskar eftir að ráða þjálfara fyrir meistaraflokk félagsins. Áhugasamir hafi samband um nánari upplýsingar hjá Kristjáni í síma 895 7171 eða kp@snerpa.is FRÁ BOLTAFÉLAGI ÍSAFJARÐAR Jólamót Sparisjóðs Kópavogs 2004 í knattspyrnu verður haldið dagana 27.-30. desember næstkomandi og er keppt í öllum yngri flokkum karla og kvenna, frá 2. flokki til 7. flokks. Breiðablik og HK halda mótið sameiginlega og fer það fram í knattspyrnuhöllinni Fífunni, íþróttahúsinu Digranesi og íþróttahúsinu Smáranum. Ef félög óska eftir því að senda C-lið til keppni í kvennaflokkunum og 2. og 3. flokki karla verður efnt til keppni þar, ef þátttaka reynist næg. Hún verður þá í Digranesi eða Smáranum. Í 2., 3., 4. og 5. flokki karla og kvenna, A- og B-liðum, er leikið í 7 manna liðum í Fífunni. Í 2. og 3. flokki karla og kvenna er leikið á stærstu gerð af mörkum en í 4. og 5. flokki er leikið á hefðbundna stærð af mörkum fyrir 7 manna lið. Í 6. og 7. flokki karla og 6. og 7. flokki kvenna, ásamt C- og D-liðum í 4. og 5. flokki karla, er leikið í Digranesi og Smáranum. Nánari upplýsingar, leikdagar í hverjum flokki fyrir sig, reglur o.fl., eru á heimasíðu mótsins, www.jolamot.is og fyrirspurnir má senda á netfangið: fyrirspurnir@jolamot.is Skráningar skal senda á netfangið: skraning@jolamot.is fyrir 6. desember. Knattspyrnudeildir HK og Breiðabliks. Jólamót Sparisjóðs Kópavogs 2004 HK - KA í dag 1. deild karla í handbolta kl. 13.30 í Digranesi Mætum öll og styðjum okkar menn! ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.