Morgunblaðið - 29.11.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 29.11.2004, Qupperneq 1
2004  MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SLAGSMÁL OG LÆTI Í RIMMU ÞÓRS OG FRAM/B2 BERGSVEINN Bergsveinsson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handknattleik, sem lék með FH og Aftureldingu á árum áður, verður aðstoðarmaður Viggós Sigurðssonar, landsliðs- þjálfara í handknattleik. Þeir félagar sátu sam- an á leik HK og KA á laugardaginn í Digranesi og báru saman bækur sínar. Viggó hafði samband við Bergsvein, sem svaraði kallinu. Bergsveinn hefur mikla reynslu sem markvörður – var lengi vel í hópi bestu markvaða Íslands og lék 148 landsleiki á árunum 1990 til 2001. Bergsveinn var þekktur fyrir, þegar hann var upp á sitt besta í markinu, hvað hann las leikinn vel og hvernig hann kortlagði mótherja sína. Bergsveinn átti stóran þátt í að Ísland náði fimmta sætinu á HM í Kumamoto 1997. Hann er góður liðsstyrkur fyrir Viggó og landsliðið. Bergsveinn aðstoðar Viggó Í leik liðsins í gær gegn Keflavík í32-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ og Lýsingar var Ingvaldur Magni Hafsteinsson fyrir utan lið- ið. Desmond Peoples frá Banda- ríkjunum var utan við liðið í leik liðsins gegn ÍR í Intersportdeild- inni sl. fimmtudag. „Það er ljóst að gerð voru mis- tök af okkar hálfu hvað varðar túlkun á reglugerðinni og KKÍ mun úrskurða endanlega á morgun (í dag) hvert framhaldið verður. En það er ljóst að við getum ekki haldið áfram á þessum nótum,“ sagði Bárður en hann er ekki sátt- ur við hvernig komið er fyrir lið- inu. „Þetta er leiðindamál og í raun eigum við að geta einbeitt okkur að því sem gerist á körfuboltavell- inum sjálfum. En það er ekki hægt að breyta núgildandi samningum og við verðum því 60.000 kr. yfir launaþakinu í hverjum mánuði þar til að annað kemur í ljós. Það eru fátt sem við getum gert úr þessu,“ sagði Bárður. Spurður um hvort brugðið yrði á það ráð að senda Bandaríkjamenn- ina Desmond Peoples og Pierre Green frá liðinu og ráða einn leik- mann í þeirra stað sagði Bárður að það væri ekki upp á borðinu eins og staðan væri í dag. „Það er ljóst að við þurfum að gera eitthvað. Og það mun verða ákveðið í vikunni.“ Bárður vildi ekki meina að verið væri að leggja liðið í „einelti“ með þessum aðgerðum. „KKÍ er með eftirlitsnefnd sem starfar eftir reglugerð sem samþykkt var af fé- lögum innan KKÍ. Við því er ekk- ert að gera en við finnum fyrir ákveðnum mótbyr þessa dagana. En við munum bara eflast við þetta mótlæti,“ sagði Bárður. Tveir fyrir einn hjá Snæfelli? VIÐ erum ekki búnir að finna lausn á þessu vandamáli en það er ljóst að það þarf að gera fljótlega,“ sagði Bárður Eyþórsson þjálfari úrvalsdeildarliðs Snæfells í gær, en á dögunum var úrskurðað að liðið væri yfir launaþaki sem nær yfir laun og sporslur leikmanna liðsins. Af þeim sökum þarf Bárður að setja einn leikmann liðsins út úr liðinu í þeim leikjum sem framundan eru – til þess að vera undir launaþakinu og með löglegt lið.skoti frá miðju á lokamínútunni. Valsmenn byrja því vel undir stjórn Willums Þórs Þórssonar en hann tók nýlega við þjálfun liðsins eftir að hafa stýrt KR-liðinu síðustu þrjú árin. Í kvennaflokki lagði Valur lið Stjörnunnar í úrslitaleik, 2:0, og þar með vörðu Hlíðarendakonur titil sinn frá því í fyrra. Dóra María Lárusdóttir og Nína Ósk Krist- insdóttir gerðu mörkin fyrir Val og komu þau bæði í síðari hálfleik. VALUR fagnaði sigri bæði í karla- og kvennaflokki á Íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu sem lauk í Laugardalshöll í gær. Valur hafði betur á móti KR í úr- slitaleiknum í karlaflokki, 2:1, og var þetta fyrsti Íslandsmeistaratit- ill Hlíðarendaliðsins í innanhúss- knattspyrnu síðan árið 1980. Valur komst yfir í úrslitaleiknum með sjálfsmarki KR-inga. Kristján Örn Sigurðsson jafnaði með glæsimarki þegar um fjórar mínútur voru eftir en Ögmundur Rúnarsson mark- vörður skoraði sigurmarkið með Morgunblaðið/Golli Valsmenn höfðu ríka ástæðu til að gleðjast í gær því karla- og kvennalið félagsins hömpuðu bæði Íslandsmeistaratitlinum í innanhússknattspyrnu. Hér eru fyrirliðar liðanna, Íris Andrésdóttir og Sigurbjörn Hreiðarsson, með bikarana. Tvöfalt hjá Valsmönnum ■ Úrslit/B6 ÍSLANDSMEISTARAR Hauka í handknatt- leik leika báða leikina á móti króatíska lið- inu Medvescak Infosistem í 16-liða úrslitum Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik í Zagreb um næstu helgi. Haukarnir gerðu Króötunum tilboð um að spila báða leikina á Ásvöllum en forráðamenn Medvescak voru ekki áfjáðir í það og úr varð að félögin kom- ust að samkomulagi að spila í Króatíu. Haukarnir halda utan á fimmtudag og spila fyrri leikinn á laugardag og þann síðari daginn eftir. „Þetta er ekki það sem maður óskaði sér en við verðum bara að taka þessu. Auðvitað skerðir þetta okkar möguleika á að komast áfram en staðan var einfaldlega sú að það var ekkert um annað að ræða en að spila báða leikina ytra. Bæði spilar fjárhagurinn inn í og eins það að þrír af okkar leik- mönnum þreyta próf í háskólanum aðra helgina í desember og það hefði verið erfitt fyrir þá að spila,“ sagði Páll Ólafsson þjálf- ari Hauka við Morgunblaðið. „Við eru hundsvekktir yfir aðsókninni á Evrópuleiki okkar á tímabilinu og það er ekki eins og við höfum verið að fá einhver skítalið til landsins. Stuðningsmenn Hauka hafa verið duglegir að mæta á leikina en aðrir handboltaáhugamenn hafa því miður ekki skilað sér og að sjálfsögðu hefur þetta komið við pyngjuna hjá félaginu,“ sagði Páll. Páll segist ekki hafa aflað sér neinna upp- lýsinga um lið Medvescak en hann væntir þess að sjá myndbandsspólu af leik liðsins í vikunni. Þetta lið er alveg örugglega mjög sterkt. Handboltahefðin er rík í Króatíu og Króatar eru bæði heims- og ólympíu- meistarar. Báðir leikir Haukanna í Zagreb

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.