Morgunblaðið - 29.11.2004, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR
2 B MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Íþróttir Morgunblaðsins Kringlunni 1 , 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang sport@mbl. is
Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri , sos@mbl. is
Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl. is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.
BJARNI Guðjónsson var ekki í
leikmannahópi Coventry sem tap-
aði 1:0 á heimavelli gegn Crewe í
ensku 1. deildinni.
JÓHANNES Karl Guðjónsson
var ekki í leikmannahópi Leicester
sem vann Plymouth á heimavelli,
2:1. Jóhannes Karl tók út leikbann
en James Scowcroft og
Dion Dublin skoruðu mörk Leicest-
er í síðari hálfleik en Tony Capaldi
kom gestunum yfir á 9. mínútu.
ÍVAR Ingimarsson var í liði
Reading sem gerði 1:1 jafntefli
gegn Wigan. Reading er í 4. sæti
deildarinnar en Wigan er í 2. sæti.
ÓLAFUR Gottskálksson mark-
vörður var á varamannabekk Torq-
uay allan tímann en það tapaði á
heimavelli fyrir Colchester, 3:1, í
ensku 2. deildinni.
ÞÓRÐUR Guðjónsson lék allan
síðari hálfleikinn fyrir Bochum sem
vann 3:1 sigur á Nürnberg, 3:1.
HELGI Sigurðsson var í liði AGF
sem tapaði á heimavelli fyrir Silke-
borg, 3:1, í dönsku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í gær.
TERRY Venables fyrrum þjálfari
enska landsliðsins í knattspyrnu
hefur hafnaði tilboði frá úrvals-
deildarliði í Ástralíu, Newcastle
United Jets. Venables stýrði ástr-
alska landsliðinu í úrslit heims-
meistarakeppninnar árið 1998 og
hefur hann átt í viðræðum við for-
ráðamenn Jets en þeim viðræðum
er nú lokið.
PIERLUIGI Collina sem af
mörgum er talinn besti knatt-
spyrnudómari í heimi mun leggja
flautuna á hilluna í lok leiktíðarinn-
ar á Ítalíu. Ítalskir fjölmiðlar
greindu frá þessu í gær og sögðu að
Collina myndi hefja störf hjá
ítalska knattspyrnusambandinu.
Collina verður 45 ára í febrúar.
RANGERS hrifsaði toppsætið í
skosku úrvalsdeildinni í knatt-
spyrnu af erkifjöndum sínum í Celt-
ic um helgina. Meistarar Celtic
urðu að sætta sig við 2:2 jafntefli
við Dundee þar sem Henry Camara
og John Hartson skoruðu fyrir
Celtic. Rangers hafði betur á móti
Hearts, 3:2, þar sem Nacho Novo
skoraði tvívegis og þriðja markið
var sjálfsmark.
INTER gerði í gærkvöld sitt
tólfta jafntefli í 14 leikjum þegar
Inter og Juventus skildu jöfn, 2:2, á
heimavelli Inter. Juventus komst í
2:0 snemma í síðari hálfleik með
mörkum frá Pavel Nedved og Zlat-
an Ibrahimovich en liðsmenn Inter
neituðu að gefast upp. Varamaður-
inn Christian Vieri minnkaði mun-
inn á 79. mínútu og sex mínútum
síðar jafnaði Brasilíumaðurinn
Adriano metin fyrir Inter.
FÓLK
ÍSLENSKA kvennalandsliðið í
handknattleik hafnaði í fimmta og
næst neðsta sæti í sínum riðli í und-
ankeppni HM í handknattleik en
riðillinn sem Ísland lék í var spil-
aður í Póllandi. Íslenska liðið tapaði
í lokaumferðinni í gær fyrir Pól-
verjum, 26:22, en á laugardaginn
höfðu íslensku stúlkurnar betur
gegn Tyrkjum, 33:32, og var þetta
eini sigurleikur liðsins í riðlinum.
Ísland gerði jafntefli við Slóvakíu
en tapaði fyrir Póllandi, Litháen og
Makedóníu.
„Þetta þróaðist mjög svipað og
ég reiknaði með og ég er svona
þokkalega sáttur við niðurstöðuna
þó svo að maður vilji alltaf meira.
Fyrstu tveir leikirnir á móti Slóvak-
íu og Litháen voru mjög góðir.
Leikurinn við Makedóníu var léleg-
ur af okkar hálfu. Ég hefði viljað
landa stærri sigri á móti Tyrkjum
þar sem við vorum yfir 5–6 mörk
megnið af leiknum og í leiknum við
Pólland léku stelpurnar vel í 50
mínútur. Það var tíu mínútna kafli í
byrjun seinni hálfleiks sem var
slæmur og gerði útslagið,“ sagði
Stefán Arnarson, landsliðsþjálfari,
við Morgunblaðið. „Þetta var mjög
sterkur riðill sem við lentum í en
um leið voru leikirnir mjög góður
skóli fyrir stelpurnar sem nýtist
vonandi í framtíðinni. Það sem háir
okkar liði mest er að það vantar há-
vaxnari leikmenn,“ sagði Stefán.
Næsta verkefni íslenska landsliðs-
ins er leikur á móti úrvalsliði Kata-
lóníu í Barcelona sem fram fer á
Spáni 21. desember og næsta vor
hefst undankeppni EM.
Ísland í næstneðsta sæti
BRYNJAR Valdimarsson
tryggði sér í gær sæti í 32-
manna úrslitum á HM áhuga-
manna í snóker í Hollandi þeg-
ar hann bar sigurorð af
Egyptanum Ahmed Hal með
fjórum römmum gegn engum.
Brynjar hefur þar með unnið
sjö leiki í röð og er efstur í C-
riðlinum og öruggur í 32-
manna úrslit þegar tveimur
umferðum er ólokið.
Brynjar í
32-manna
úrslit
ÞEGAR riðlakeppninni í hand-
knattleik, Norður- og Suðurriðli,
lýkur um miðjan desember, verður
farið í deildarkeppni eftir áramót,
eða í febrúar – eftir HM í Túnis.
Þau lið sem fara í úrvalsdeildina
– fjögur efstu liðin í riðlunum
tveimur, Norður og Suður, taka
með sér stigin og þurfa ekki að
leika innbyrðis við þau lið sem þau
hafa leikið við í riðlakeppninni fyr-
ir áramótin. Í úrvalsdeild fara fjög-
ur efstu liðin úr hvorum riðli, hin
liðin leika í 1. deild. Leikin verður
tvöföld umferð, heima og að heim-
an og lokastaðan ákvarðar röðun í
riðla fyrir lokasprettinn. Sex efstu
lið úr úrvalsdeild fara beint í úr-
slitakeppnina auk þess liðs sem er í
efsta sæti 1. deildar. Það lið sem er
í 7. sæti úrvalsdeildar leikur við lið-
ið í 2. sæti 1. deildar um áttunda
sætið í úrslitakeppninni. Þar er
leikið heima og heiman og sam-
anlagður árangur gildir.
Haukar, KA, HK, Fram og Þór
berjast um sætin fjögur í Norð-
urriðlinum, en í Suðurriðlinum er
víst að ÍR og Valur komist í úrvals-
deildina. Víkingur, ÍBV og Grótta/
KR berjast um hin tvö sætin.
Sjá stöðuna í riðlunum á B6.
Úrslitakeppnin
Útsláttarkeppni verður í vor um
Íslandsmeistaratitilinn, þannig að
liðið í 1. sæti mætir því í 8., 2, sætið
leikur við 7. og svo framvegis. Í
fyrstu umferð þarf að sigra í tveim-
ur leikjum. Í undanúrslitunum leika
sigurvegarar úr leik 1-8 við 4.-5.
sætis leikinn og það lið sem fyrr
sigrar í tveimur leikjum kemst í úr-
slit og þar er leikið þar til annað lið-
ið hefur sigrað í þremur leikjum.
Þannig verður framhaldið
Á afar spennandi lokamínútumgat hvort lið gert út um leikinn
en jafntefli varð niðurstaðan, 28:28.
Þór jafnaði metin
rétt fyrr leikslok og
þá sauð upp úr.
Framarinn Ingólfur
Axelsson fékk rautt
spjald og á leið sinni inn í búnings-
klefa gerði hann sér lítið fyrir og
veittist að leikmanni 3. flokks Þórs
sem var að hita upp við áhorfenda-
stæðin og bíða eftir að leiknum lyki.
Við það varð allt vitlaust og menn
hrúguðust að, jafnt leikmenn,
starfsmenn og áhorfendur. Þegar
búið var að greiða úr málum fékk
einn úr hvoru liði rauða spjaldið fyr-
ir þátt sinn í þeim stimpingum sem
þarna urðu.
Annars var leikurinn mjög
sveiflukenndur og Framarar virtust
gjörsamlega sofandi fyrstu tuttugu
mínúturnar en þá smituðust Þórs-
arar og glopruðu niður góðri forustu
á örskotsstundu og gott betur. Stað-
an var 15:17 í hálfleik og í síðari
hálfleiknum virtust Framarar hafa
leikinn í hendi sér. Þegar tíu mín-
útur voru eftir tóku þó heimamenn
loks við sér og komust yfir. Þeir
fengu svo gullin færi til að gera út
um leikinn en Egedius Petcevicius
bjargaði Fram í þrígang með stór-
brotinni markvörslu. Fram náði for-
ystunni á ný en sem fyrr sagði voru
það Þórsarar sem jöfnuðu leikinn en
þá voru þrjár sekúndur eftir. Lík-
lega verður jafnteflið að teljast
nokkuð sanngjarnt en ljóst má vera
að allir voru óánægðir með úrslit
leiksins.
„Já ég er mjög svekktur,“ sagði
Axel Stefánsson, þjálfari Þórs, í
leikslok. „Við hefðum helst þurft að
sigra og það sem stærst en við köst-
uðum þessu frá okkur með fárán-
lega lélegum leikkafla í lok fyrri
hálfleiks. Menn gerðu hverja vit-
leysuna á fætur annarri í stað þess
að halda bara áfram að keyra á
vörnina þeirra. Eftir það var á
brattann að sækja en ég er ánægður
með karakterinn hjá strákunum. Við
náðum að vinna upp fjögur mörk og
áttum séns á að vinna. Það var kær-
komið að sjá strákana sýna þann
karakter sem skilaði okkur þessu
eina stigi og það var mikilvægt.
Guðjón Drengsson, leikmaður
Fram, var jafnvel ennþá svekktari
en Axel. Hann hafði þetta að segja í
leikslok: „Við spiluðum bara alls
ekki vel í dag og varnarleikurinn
klikkaði alveg. Egidius var sá eini
sem eitthvað gat og það má segja að
hann hafi bjargað okkur í þessum
leik. Mér fannst dómararnir alveg
skelfilegir þótt það hafi ekki bitnað
neitt sérstaklega á okkur. Ég hefði
að vísu viljað fá víti í síðustu sókn-
inni okkar þegar Þorri fór inn en
þeir slepptu því og Þór náði að
jafna. Þetta var bara ekta baráttu-
leikur og nú eru þrír leikir eftir
gegn Haukum, HK og FH. Þetta
eru lið sem við getum hæglega unn-
ið ef við mætum ekki eins og hálf-
vitar til leiks líkt og við gerðum hér í
dag,“ sagði Guðjón að lokum og
rauk með félögum sínum í sturtu.
Halldór með sigurmark
úr vítakasti
Leikmenn KA sýndu geysilega
baráttu á lokakaflanum í leik gegn
HK í Digranesi, þegar þeir náðu að
tryggja sér dýrmætan sigur, 29:30.
Útlitið var alls ekki gott fyrir Ak-
ureyrarliðið, þar sem leikmenn HK
voru með fimm marka forskot,
25:20. Þegar staðan var 28:26 fyrir
HK skelltu leikmenn KA í lás um
tíma og stjórnaði fyrirliðinn Jónatan
Magnússon aðgerðum Akureyringa
eins og herforingi. Hann kom KA
yfir 28:29, en heimamenn jöfnuðu
29:29 og var leikurinn kominn að
suðupunkti. Þegar aðeins þrjár sek.
voru til leiksloka fiskaði Halldór Jó-
hann Sigfússon vítakast fyrir KA og
úr því skoraði hann sigurmarkið,
29:30. Halldór Jóhann skoraði átta
mörk í leiknum.
Slagsmál og læti í
rimmu Þórs og Fram
HANN var mikilvægur leikurinn sem fram fór á Akureyri í gær þegar
Þór og Fram áttust við. Fyrir leikinn voru bæði lið með níu stig í
fjórða og fimmta sæti norðurriðils og töluðu menn um að þetta væri
hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið myndi leika í efri deild Ís-
landsmótsins og hvort þyrfti að leika í neðri deildinni eftir áramót.
Leikur liðanna bar þess merki að mikið væri í húfi og komst hann
aldrei á almennilegt flug enda voru mistök fjölmörg og bæði lið
langt frá sínu besta.
Einar
Sigtryggsson
skrifar
Morgunblaðið/Kristján
Axel Stefánsson, þjálfari Þórs, stjórnar sínum mönnum í leiknum gegn Fram.