Morgunblaðið - 29.11.2004, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 29.11.2004, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2004 B 3  SIGFÚS Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Magdeburg sem sigraði Gummersbach á heimavelli, 33:29, í þýsku 1. deildinni í handknattleik um helgina. Arnór Atlason var ekki á meðal markaskorara hjá Magde- burg.  EINAR Hólmgeirsson skoraði sjö mörk fyrir Grosswallstadt og Snorri Steinn Guðjónsson eitt í tapi liðsins fyrir Wilhelmshavener á heimavelli, 35:32. Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelms- havener en Robertas Pauzuolis komst ekki á blað.  JALIESKY Garcia skoraði tvö mörk fyrir Göppingen sem sigraði Pfullingen, 31:24, á útivelli.  GUÐJÓN Valur Sigurðsson skor- aði eitt mark fyrir Essen sem sigr- aði HSG Düsseldorf, 26:21, í gær. Markús Máni Michaelsson skoraði þrjú mörk fyrir Düsseldorf en Al- exander Petterson gat ekki leikið vegna meiðsla.  RÓBERT Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Århus GF sem tapaði fyrir Tvis Holstebro, 30:28, í dönsku úrvalsdeildinni. Århus GF og Kolding eru efst og jöfn í deild- inni með 17 stig.  GÍSLI Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Fredericia þegar liðið gerði jafntefli við GOG, 31:31. Fredericia er í tólfa sæti af fjórtán liðum með sex stig.  RAGNAR Óskarsson skoraði fimm mörk fyrir Skjern og Jón Þorbjörn Jóhannsson eitt þegar lið- ið tapaði fyrir Bjerrinbro, 29:26. Skjern, sem Aron Kristjánsson þjálfar, er í fimmta sæti með 13 stig.  ÓLAFUR Stefánsson skoraði fimm mörk, þar af þrjú úr vítaköst- um, þegar lið hans, Ciudad Real, tapaði fyrir Celje Lasko, 35:31, í Meistarakeppni handknattleikssam- bands Evrópu sem fram fór á Spáni um helgina.  ÓLAFUR skoraði tvö mörk í gær þegar Ciudad Real tryggði sér þriðja sætið með sigri á Valladolid, 34:24.  CELJE Lasko frá Slóveníu varð meistari meistaranna en liðið hafði betur á móti Kiel í úrslitaleik, 30:29  DAGUR Sigurðsson, þjálfari og leikmaður austurríska liðsins Breg- enz, skoraði eitt mark fyrir sína menn sem töpuðu fyrsta leik sínum á tímabilinu. Bregenz beið lægri hlut fyrir Krems, 30:27. Þrátt fyrir ósigurinn er Bregenz efst í deild- inni með 21 stig, fjórum stigum meira en Krems sem er í öðru sæti.  GUÐMUNDUR Hrafnkelsson og Gunnar Berg Viktorsson voru í sig- urliði Kronau/Östringen sem lagði Kornwestheim, 36:28, í þýsku 2. deildinni. Gunnar Berg komst ekki á blað í liði Kronau sem er í öðru sæti í suðurriðli með 22 stig, tveim- ur stigum á eftir Melsungen. FÓLK ÍSLENDINGALIÐIÐ Lokeren tap- aði fyrir Gent, 3:1, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu um helgina. Arnar Þór Viðarsson, Arnar Grétarsson og Marel Baldvinsson voru allir í byrjunarliði Lokeren en Rúnar Kristinsson er frá vegna meiðsla. Marel var skipt útaf á 60. mínútu en Arnar Þór og nafni hans Grétarsson léku allan leikinn. Arn- ar Þór lék í stöðu vinstri bakvarðar og fjarvera hans á miðsvæðinu dró mjög úr vinnslunni á miðjunni. Indriði Sigurðsson lék allan leik- inn fyrir Genk sem lagði Oostende, 3:1, þar sem Genk skoraði tvö síð- ustu mörkin á síðustu 8 mínútum leiksins. Lokeren lá fyrir Gent Dauft var yfir leiknum strax íbyrjun og mörkin komu flest eftir einstaklingsframtak. Vals- menn hertu á vörn- inni eftir tíu mín- útna leik, sem dugði til að ná forystu en þeir fylgdu því ekki eftir. Engu að síður tókst þeim að auka forskotið hægt og bítandi en um miðjan síðari hálfleik rifu gest- irnir sig upp úr doðanum, söxuðu forskotið þar til munaði tveimur mörkum. Þeir fengu síðan gullið tækifæri til að bæta um betur tveimur leikmönnum fleiri í hálfa mínútu en þá skora Valsmenn og í næstu sókn Gróttu/KR fór gott færi forgörðum. „Við unnum á góðri markvörslu og vörn, sem þó var ekki neitt sér- stök en þetta var ekki góður leikur því hraðanum var algjörlega haldið niðri,“ sagði Heimir Örn eftir leik- inn en hann átti góðan leik þrátt fyrir að vera ekki alveg heill heilsu, frekar en nokkrir aðrir leikmenn því Vilhjálmur Halldórsson, Ægir Hrafn Jónsson og Baldvin Þor- steinsson bættust á sjúkralistann. „Við höfum spilað með nýtt lið í síð- ustu leikjum,. Nú datt Vilhjálmur út og við höfum stillt mikið upp fyr- ir hann í leikjum okkar en við erum nú öruggir með sæti í úrvalsdeild- inni og náum að halda Gróttu/KR niðri, því miður fyrir þá.“ Heimir Örn fór mikið á reynslunni og Hjalti Pálmason sá um að taka af skarið í byrjun. Þar sem sjúkralisti Vals er frekar langur þessa dagana fá ungir drengir að spreyta sig. Það nýttu Fannar Þór Friðgeirsson og Krist- ján Þór Karlsson sér vel með góð- um sprettum. Daníel Berg Grétarsson fór á kostum hjá Gróttu/KR en það dugði ekki til. „Við vorum inni í leiknum allan leikinn en það þurfti ekki nema eitt mark til að koma okkur í sömu stöðu á ný og þá förum við að gera mistök í sókninni og fleira. Vörnin var góð á köflum en ekki alltaf sem gerir þá markvörsluna erfiðari þó við séum með tvo frá- bæra markverði. Stemmningin var góð í liðinu fyrir leikinn og baráttan til staðan en við náum okkur samt ekki á strik og spiluðum allir undir getu,“ sagði Daníel eftir leikinn og telur útlitið frekar svart. „Staða okkar í deildinni lítur mjög illa út og við verðum að vinna ÍBV um næstu helgi og síðan næstu lið til að fá fjögur stig til viðbótar en líka vona að Eyjamenn tapi sínum leikj- um, það ætti að nægja.“ Kristinn Björgúlfsson átti einnig góða spretti og Kristján Þorsteinsson tók rækilega við sér í síðari hálfleik. Vonir Gróttu/KR dvína VONIR Gróttu/KR um öruggt sæti í úrvalsdeildinni dvínuðu til muna í gærkvöldi þegar liðið laut í lægra haldi í heimsókn hjá Val að Hlíð- arenda, 26:21. Nú verður lið Gróttu/KR að treysta á að lið fyrir ofan það tapi flestum sínum leikjum á meðan Grótta/KR vinni sína leiki. Valsmenn sigla hinsvegar lygnan sjó með ÍR í efsta sæti suður- riðilsins. Stefán Stefánsson skrifar THOMAS Hitzlsperger vill leik með þýska landsliðinu á heims- meistaramótinu í knattspyrnu sem fer fram í föðurlandi hans eftir tæp tvö ár. Til þess segist hann verða að eiga öruggt sæti í byrjunarliði hjá einhverju félagi en því er ekki að heilsa um þessar mund- ir þar sem hann dvelur hjá Aston Villa. Hitzlsperger hefur sett allar viðræður um fram- lengingu á samningi við félagið í salt, en útilokar ekki að þráð- urinn verði tekinn upp á ný tak- ist honum að komast í byrj- unarliðið á nýjan leik. „Þetta er tækifæri sem maður fær bara einu sinni á lífsleið- inni, það er að taka þátt í heimsmeistaramóti í föðurland- inu, og því tækifæri vil ég ekki missa af,“ segir Hitzlsperger. „Til þess að svo megi verða þá verð ég að eiga sæti í byrj- unarliði í ensku úrvalsdeildinni eða annars staðar þar sem leik- in er góð knattspyrna,“ segir Hitzlsperger sem telur það samt vera neyðarúrræði að fara til Hamburger SV en vitað er að forráðamenn liðsins hafa auga- stað á þessum fyrrverandi leik- manni Bayern München. „Ég verð að halda áfram að þróast og þroskast sem leik- maður til þess að eiga mögu- leika á að komast í þýska lands- liðið. Það geri ég eingöngu með því að leika sem mest með sterku liði gegn góðum mót- herjum.“ Hitzlsperger vill leika á HM Morgunblaðið/Kristján Heimir Ríkharðsson, þjálfari Framara, ræðir við sína menn í leiknum gegn Þór í Íþróttahöllinni á Akureyri. BRYNJAR Björn Gunnarsson skoraði þriðja mark sitt á leiktíð- inni þegar Watford tapaði fyrir West Ham, 3:2, á Upton Park, heimavelli West Ham. Brynjar varð síðan að yfirgefa völlinn á 41. mínútu vegna meiðsla. Brynjar Björn skoraði fyrsta mark leiksins á 5. mínútu með góðu skoti frá vítateigslínu. Bruce Dyer bætti öðru marki við fyrir Watford á 21. mínútu. West Ham tókst að jafna fyrir leikhlé og það var síðan Úkraínumað- urinn Sergie Rebrov, fyrrverandi leikmaður Tottenham, sem tryggði West Ham öll stigin þeg- ar hann skoraði sigurmarkið á 58. mínútu. Heiðar Helguson var nálægt því að jafna metin undir lokin en skalli hans eftir horn- spyrnu fór í slá. „Það tóku sig upp meiðsli í nára. Ég hef senni- lega tognað og það var ekkert annað fyrir mig að gera en biðja um skiptingu,“ sagði Brynjar Björn við Morgunblaðið í gær en hann hefur leikið sérlega vel á miðjunni hjá Watford í vetur. Brynjar var frá í tvær vikur fyrir skömmu vegna nárameiðsla og hann segir að það komi í ljós við skoðun í dag hvað hann þurfi að hvílast lengi. „Við áttum ekki annað skilið en að tapa. Við spiluðum frekar illa en auðvitað var fúlt að tapa eftir þessa góðu byrjun,“ sagði Brynj- ar Björn sem missir nær örugg- lega af leik sinna manna á móti Portsmouth í 8-liða úrslitum deildabikarsins annað kvöld. Brynjar Björn skoraði og tognaði Brynjar Björn Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.