Morgunblaðið - 29.11.2004, Page 8

Morgunblaðið - 29.11.2004, Page 8
ANDY Johnson, framherji Crystal Palace, hefur áhuga á því að leika fyrir enska landsliðið en Johnson er með aðra möguleika í stöðunni. Afi hans í móðurætt er pólskur og hefur hann því möguleika á því að leika fyr- ir pólska landsliðið ef svo bæri undir. „Ég hef reyndar ekkert hugsað út í það. Ég er auðvitað stoltur af því að eiga ættir að rekja til Pól- lands en ég er einnig stoltur Englendingur. En ég hef ekki verið valinn í enska – né pólska – landsliðið þannig að ég bíð rólegur eftir símtali. Ef ég fengi símtal frá pólska knattspyrnusambandinu þá myndi ég hugsa alvarlega um þann möguleika.“ Johnson í pólska landsliðið?  FORSVARSMENN enska knatt- spyrnuliðsins Burnley hafa selt æf- ingasvæði og keppnisvöll liðsins fyr- ir rúmlega 370 millj. kr. og er ætlunin að grynnka á skuldum liðs- ins. Stjórnarformaður félagsins, Barry Kilby, seldi eignarhaldsfélag- inu Turf Moor & Gawthorpe eign- irnar en félagið hefur gert kaup- leigusamning um afnot á mannvirkjunum til 99 ára.  „Harry Redknapp hætti störfum sem knattspyrnustjóri hjá Ports- mouth af þeirri ástæðu að stjórnar- formaðurinn réð Velimir Zajec sem tæknilegan ráðgjafa, segir Jim Smith fyrrum aðstoðarmaður Red- knapp í útvarpsviðtali  REDKNAPP hætti störfum sl. föstudag og sagði hann á þeirri stundu að ástæðan væri sú að hann þyrfti að komast frá þessu starfi og hvíla sig á knattspyrnunni. En Smith segir við Radio Five að stjórnarfor- maðurinn hafi deilt oft við Redknapp um kaup á leikmönnum og hafi viljað ráða meiru en Redknapp gat sætt sig við. „Það fyllti mælinn að Zajec var ráðinn. Hann vildi ekki starfa í sápuóperu og taldi bestu lausnina að hætta,“ sagði Smith.  LEBRON James varð um helgina yngsti leikmaðurinn í sögu NBA- deildarinnar í körfuknattleik sem nær því að skora 2.000 stig. Hann skoraði 26 stig í 96:74 sigri Cleve- land gegn Chicago. James er aðeins 19 ára og hefur skorað 27,7 stig að meðaltali það sem af er leiktíðar og er annar í röðinni á þessu sviði íþróttarinnar í NBA.  FINNSKI skíðastökkvarinn Janne Ahonen sigraði á heimsbikarmóti sem fram fór í Þrándheimi í Noregi um helgina. Thomas Morgenstern frá Austurríki varð annar og Tékk- inn Jakub Janda þriðji. Fresta þurfti keppni á föstudag í Þrándheimi vegna veðurs.  THOMAS Strunz var á föstudag ráðinn sem framkvæmdastjóri Wolfsburg sem leikur í efstu deild í þýsku knattspyrnunni. Hann er 36 ára og hefur störf 1. janúar nk. en við hann var gerður þriggja ára samn- ingur. Strunz lék síðast með Bayern München en hætti að leika árið 2001.  BANDARÍKJAMAÐURINN Bode Miller sigraði í fyrsta brunmóti vetr- arins á heimsbikarmóti sem fram fór í Lake Louise í Kanada á laugardag. Hann var tæpri sekúndu á undan Frakkanum Antoine Deneriaz. FÓLK „VIÐ lögðum upp með að spila grimman varnarleik og hrað- an sóknarleik, það tókst í síð- ari hálfleik,“ sagði Sverrir Sverrisson, þjálfari Keflavík- ur. „Í fyrri hálfleik tókst þeim að halda hraðanum niðri, og þá var vörnin slök hjá okkur. Við breyttum varnaráherslum okkar í síðari hálfleik og þá tókst okkur að halda Öldu Leif niðri sem er þeirra hættuleg- asti leikmaður. Hugarfarið var annað hjá okkur í síðari hálfleik og við keyrðum upp hraðann enda með marga áræðna leikmenn sem vilja keyra upp að körfunni. Við ætlum okkur að vinna allt sem í boði er og næsta verkefni er að mæta ÍS á miðvikudag í deildinni. Þá þurfum við að vera komin niður á jörðina aft- ur.“ Birna Valgarðsdóttir fyr- irliði Keflavíkur tók í sama streng: „Þegar vörnin small hjá okkur þá náðum við tökum á leiknum. Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og þær voru mjög ákveðnar. Í hálfleik hristum við okkur saman og í kjölfarið náðum við að loka vörninni. Við erum með breiðari hóp en þær og okkur tókst að nýta breiddina vel í dag. Þegar við spilum okkar leik þá getur ekkert lið í deild- inni stoppað okkur. Við ætlum að vinna alla titlana í vetur og þetta var bara fyrsta skrefið,“ sagði Birna. Unndór Sigurðsson þjálfari ÍS var nokkuð sáttur við leik liðsins: „Við spiluðum mjög vel í dag ef frá er talinn þriðji leikhluti. Vörnin var góð og það er smá svekkelsi að hafa misst þetta út úr höndunum,“ sagði Unndór. „Tókst að stöðva Öldu“ Leikurinn fór fram á SantiagoBernabeu heimavelli Real Madrid og tapaði England 1:0, í leik sem verður minnst fyrir kynþátta- fordóma spænskra áhorfenda í garð enskra landsliðsmanna. AFP-fréttastofan segir að Eriks- son hafi lítið getað gert í vali sínu þar sem FA hafi gert samninga fyrir um 38 milljarða kr. Eriksson vildi láta leikmenn á borð við Shaun Wright-Phillips spreyta sig gegn Spánverjum en samningsákvæði hafi ekki getað leyft honum að setja David Beckham eða aðra þekkta leikmenn liðsins út úr liðinu. Enska landsliðið þótti standa sig afar illa í leiknum og sagði Eriksson við Sunday Times eftir leikinn að þetta væri allt saman spurning um peninga. „Vináttuleikur okkar gegn Úkra- ínu í ágúst var mikilvægur undirbún- ingur fyrir tvo leiki í undankeppni heimsmeistaramótsins í september. Gegn Austurríki og Póllandi. Vin- áttuleikurinn gegn Hollendingum í febrúar var mikilvægur fyrir leikinn gegn N-Írum og Aserum. Það er mun erfiðara að sjá tilgang- inn í því að spila vináttuleik í nóv- ember,“ sagði Eriksson en hann hef- ur ekki viljað fara „dýpra“ í málið. Hann er sagður hafa spurt stjórn- armann FA um hve langt hann gæti farið með liðið undir þessum for- merkjum. Eriksson vildi nota Stewart Downing sem leikur sem vinstri vængmaður hjá Middlesbrough „Ég gat ekki gefið Wright-Phillips og Downing tækifæri. Við erum með sjónvarpssamning og þetta snýst allt saman um peninga.“ Ræður Sven Göran Eriksson ekki valinu? SAMKVÆMT heimildum AFP-fréttastofunnar varð Sven Göran Er- iksson landsliðsþjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu að nota „þekktustu“ leikmenn liðsins í vináttuleik gegn Spánverjum á dög- unum, en um slíkt hafi verið samið í sjónvarpssamningi sem enska knattspyrnusambandið gerði við BSkyB og BBC. skoti en Keflavíkurstúlkur tóku við sér á lokmínútum hálfleiksins, er þær náðu nokkrum góðum körfum eftir hraðaupphlaup. Þeim tókst því að snúa stöðunni sér í vil á ný og í hálfleik var staðan 39:37 fyrir Kefla- vík. Útlit var því fyrir spennandi leik eftir fyrri hálfleik en í þriðja leik- hluta tók leikurinn allt aðra stefnu. Íslandsmeistararnir gripu til þess ráðs að setja leikmann til höfuðs Öldu Leif Jónsdóttur sem hafði átt frábæra spretti gegn svæðisvörn Keflavíkur. Keflvíkingum tókst ætl- unarverk sitt og Alda datt út úr leiknum með hörmulegum afleiðing- um fyrir ÍS. Í þriðja leikhluta skor- uðu þær einungis sex stig og staðan orðin 56:43 fyrir Keflavík fyrir síð- asta leikhluta. Í byrjun hans voru Keflavíkurstúlkur nokkuð værukær- ar og Stúdínur sýndu klærnar á ný. Þeim tókst að minnka muninn niður í fimm stig með góðum leikkafla þar sem mörg skot utan af velli rötuðu rétta leið. En Keflvíkingum tókst að landa sigrinum á nokkuð sannfær- andi hátt, þar sem bandaríski leik- maðurinn Reshea Bristol tók loks við sér eftir að hafa átt heldur dapran leik. Þegar uppi var staðið hafði reynsl- an líklega mikið að segja auk þess sem Keflavíkurliðið hefur breiðari hóp. Flestir lykilmenn skiluðu sínu hjá Keflavík og engin ein sem stóð upp úr. Anna María Sveinsdóttir og Birna Valgarðsdóttir skila ávallt Leikmenn Keflavíkur höfðu frum-kvæðið í fyrsta leikhluta en leik- menn ÍS voru aldrei langt undan. Sóknarleikur liðanna var fremur stirður til að byrja með og nokkuð bar á stressi og óöryggi sem ekki er óalgengt í leik sem þessum. Einungis tvö stig skyldu liðin að eftir fyrsta leikhluta 21:19 og fljótlega komust Stúdínur yfir í öðrum leik- hluta. Þær náðu mest sex stiga for- sínu, en einnig voru María Ben Er- lingsdóttir og Rannveig Randvers- dóttir sterkar í síðari hálfleik. Hjá ÍS var Signý Hermannsdóttir best en hún var sú eina sem hafði erindi sem erfiði nálægt körfu Keflvíkinga. Auk þess átti hún mjög góðan leik í vörn- inni hjá ÍS sem virkaði vel í fyrri hálfleik. Eins og áður segir var Alda Leif mjög öflug í fyrri hálfleik en var klippt út úr leiknum í þeim síðari og ÍS liðið má illa við því. Í fjórða leik- hluta náðu Stella Rún Kristjánsdótt- ir og Guðrún Baldursdóttir að halda uppi merkinu. ÍS-liðið lék vel í þrem- ur leikhlutum af fjórum en banabiti þeirra var leikur liðsins í þriðja leik- hluta. Sex stig skoruð á tíu mínútum er hálfgert sjálfsmorð þegar um úr- slitaleik er að ræða. Morgunblaðið/Golli Birna Valgarðsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins, kyssir bikarinn. ÍSLANDSMEISTARAR Keflavíkur sigruðu þriðja árið í röð í Hópbíla- bikarkeppni kvenna í körfuknattleik er þær lögðu ÍS að velli í DHL- höllinni í Frostaskjóli á laugardag, 76:65. Jafnræði var með lið- unum í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta lagði Keflavík grunninn að sigri sínum er þær náðu þrettán stiga forskoti. Kristján Jónsson skrifar Enn einn bikar í safnið hjá Keflavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.