Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 C MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ TORE André Flo, fyrrverandi leikmaður enska úrvalsdeildarliðs- ins Chelsea, skoska liðsins Glas- gow Rangers og Sunderland, hef- ur ekki náð sér á strik með ítalska 1. deildarliðinu Siena. Flo hefur misst sæti sitt í norska landsliðinu af þeirri einföldu ástæðu að hann hefur ekki leikið mikið með Siena að undanförnu og í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang segir Norðmað- urinn að hann íhugi að hætta sem atvinnumaður. „Ég hef rætt við forráðamenn félagsins að samningi mínum verði rift en það er ekki einfalt – þar sem liðið skuldar mér margra mánaða launagreiðslur,“ segir Flo en hann hefur verið í viðræðum við norska liðið Vålerenga en Siena setti verðmiða á leikmann- inn sem forsvarsmenn Vålerenga voru ekki tilbúnir að greiða. Gigi Simoni, eigandi Siena, hef- ur sagt að Flo geti farið frá liðinu fái liðið gott tilboð í hann þegar leikmannamarkaðurinn opnast í janúar. Umboðsmaður Flo segir for- ráðamenn Siena beita þekktum aðferðum og séu í raun að setja pressu á leikmanninn og fá hann til þess að gera starfslokasamning sem spari félaginu háar upphæðir. Flo íhugar að leggja skóna á hilluna Fyrri hálfleikur var líflegur ogmikið skorað. KA var með 3- 2-1 vörn sem virkaði rétt þokkalega en 5-1 vörn Hauka var hriplek. Sóknar- leikurinn var í fyr- irrúmi og fóru Hall- dór Sigfússon og Jónatan Magnússon á kostum hjá KA og skoruðu 15 af 19 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Haukar sökn- uðu að sjálfsögðu Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar í vörn sem sókn. Leikmönnum KA gekk afar illa að skora í seinni hálfleik. Haukar skiptu yfir í flata vörn sem gekk mun betur og þeir söxuðu smám saman á forskotið. Ekki bætti úr skák fyrir KA að Halldór og Jón- atan virtust nánast hafa klárað kvótann að mestu í fyrri hálfleik og fáir aðrir sem gátu lokið sóknunum sómasamlega. Eftir miðjan hálf- leikinn breyttist staðan úr 25:23 í 25:27 en KA-menn jöfnuðu fljótlega og lokamínúturnar voru æsispenn- andi. Það var Jón Karl Björnsson sem skoraði jöfnunarmark Hauka þega H Mag og s og H fyrir vand í só óvar tvær Jank spre ir Ól sérfl skor leik, vörn Pá afar man að e mörk gætu farið mön götin leiki lokin Halldór Jóhann Sigfússon, leikmaður KA, tekinn föstum tökum af v Tvís toppl KA-mönnum mistókst það ætlunarverk í gær og ná þeim þar með að stigum í ef boltans. Lengi vel leit út fyrir sigur heim var 19:15 en Haukar skelltu í lás í seinn 29:29. Haukar eru því efstir með 15 stig stig. Bæði lið ættu að vera örugg með s Stefán Þór Sæmundsson skrifar BRYNJAR Valdimarsson innsiglaði sigur sinn í C-riðli heimsmeistaramóts áhugamanna í snóker í Hollandi í gær þegar hann vann Raymond Fung frá Bandaríkjunum, 4:1, í síðustu umferðinni. Brynjar vann 9 af 10 leikjum sínum í riðlinum en eina tapið var 3:4 gegn Mo Keen Ho frá Malasíu, sem varð þriðji í riðlinum. Brynjar fékk 39 vinninga af 40 mögulegum, gegn aðeins 14 en næsti maður, David Lilley frá Englandi, vann 8 leiki af 10 og fékk 33 vinninga gegn 13. Aðeins einn keppandi í riðlunum átta náði betri árangri en Brynjar, Taílendingurinn Kibkit Palajin sem vann alla 10 leiki sína í D-riðli og fékk þar með 40 vinninga. Þorri Jensson vann 2 af 10 leikjum sínum í G-riðli og varð næstneðstur af ellefu keppendum. Brynjar er í hópi 32 snókerspilara sem halda áfram keppni en 56 eru úr leik. Nú tekur við útslátt- arkeppni þar til einn stendur uppi sem heimsmeistari áhugamanna. Brynjar fékk 39 af 40 mögulegum INGÓLFUR Axelsson, leikmaður Framara í hand- knattleik, var í gær úrskurðaður í fjögurra leikja bann vegna brottvísunar og hegðunar í leik Þórs og KA í meistaraflokki karla í handknattleik á laugardaginn. Ingólfur hlaut tíu refsistig vegna brottvíunarinnar í þessum leik. Þórsarar voru dæmdir til að greiða 25.000 króna sekt vegna hegðunar áhorfenda og ónógrar örygg- isgæslu á umræddum leik og segir í úrskurði aga- nefndar HSÍ að þar hafi leikmönnum ekki verið tryggð greið leið að búningsherbergjum. Tveir aðrir leikmenn voru útilokaðir í umræddum leik og fengu þeir báðir þrjú refsistig fyrir, Arnar Þór Sæþórsson, Fram, og Bjarni G. Bjarnason, Þór. Sömu sögu er að segja af Þóri Sigmundsson í Val og Roberti Bognar hjá ÍBV. HK fékk 25.000 króna sekt vegna hegðunar starfs- manns á leik HK og KA í meistaraflokki á laugardag- inn í Digranesi. Ingólfur fékk fjögurra leikja bann Íslenski sóknarmaðurinn HeiðarHelguson sá um að slá Portsmouth, sem er án framkvæmdastjóra, út úr keppninni. Hann skoraði tvívegis og kom liði sínu í draumastöðu; sæti í undanúrslitum,“ sagði í lýsingu netsíð- unnar Soccernet eftir leikinn í gær. Fyrra mark Heiðars í gær var glæsilegt og kom á 24. mínútu. Há sending kom inn á vítateiginn og Jam- ie Ashdown, markvörður Portsmouth, kom út og ætlaði að grípa knöttinn en Heiðar stökk hærra en hann og skall- aði yfir markvörðinn í netið. Helmingnum af stúkunni á velli Watford hefur verið lokað af öryggis- ástæðum, enda gömul og lúin. En Heiðar lét það ekki á sig fá, átti gott skot eftir hornspyrnu skömmu síðar sem fór í varnarmann og þaðan framhjá markinu. Skömmu fyrir leikhlé fékk hann sendingu fyrir markið en skallaði beint á markvörð- inn. Hefði sem sagt getað verið kom- inn með þrennu fyrir hlé. Heiðar náði að skora sitt annað mark þegar tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og varð það hans 10. mark fyrir félagið í ár. Hann fékk sendingu fyrir markið eftir snögga sókn og skoraði með laglegri snert- ingu við knöttinn. Heiðar átti stóran þátt í þriðja marki liðsins, átti góða sendingu inn í teiginn en markvörðurnn varði skotið, hélt boltanum ekki og Watford skoraði úr frákastinu. Brynjar Björn Gunnarsson var í byrjunarliði Watford líkt og Heiðar en hann hafði verið meiddur og ekki var búist við að hann yrði með í leiknum. Hann lét sig samt hafa það en lék að- eins fyrri hálfleikinn. „Ég er í sjöunda himni með sigurinn og þetta er jafn góður sigur og á Southampton í bikarnum um daginn,“ sagði Ray Lewington knattspyrnu- stjóri Watford ángæður eftir leikinn. „Mér fannst við leika vel, tókum ákveðna áhættu og þegar á þurfti að halda varði markvörður okkar vel,“ sagði Lewington sem vonast eftir að fá annað hvort Arsenal eða Manchester United í undanúrslitum en Lewington gæti einnig lent á móti sínum fyrri fé- lögum í Chelsea. Lampard tryggði sigur Chelsea Frank Lampard sat á varamanna- bekk Chelsea við hlið Eiðs Smára Guðjohnsen þegar flautað var til leiks- ins við Fulham og sú skipting átti eftir að borga sig. Hann skoraði sigurmark- ið skömmu fyrir leikslok, átti skot utan teigs, boltinn fór aðeins í varnarmann og lenti síðan í fæti Edwin van der Sar, markverði Fulham, sem hafði kastað sér í hina áttina, og þaðan í slána og inn. Fyrra mark Chelsea kom eftir skot Damien Duff, sem líka lenti í varnarmanni og þaðan í netið. Eiður Smári lék síðasta hálftímann í leikn- um. Chelsea var með „varaliðið“ að þessu sinni enda voru menn eins og Carlo Cudicini, Scott Parker og Wayne Bridge, sem margir telja að gætu gengið í byrjunarlið flestra liða í Bretlandi, voru nú loks með, en þeir hafa lítið verið í leikmannahópi Chelsea að undanförnu. Lampart tileinkaði markið afa sín- um sem lést á sunnudaginn. „Við unn- um Fulham 4:1 hérna fyrir nokkrum vikum og vissum því alveg að hverju við gengum. Við teljum okkur ekki ósigranlega - Arsenal komst á það stig í fyrra og þangað viljum við auðvitað komast,“ sagði Lampart ánægður með að vera komin í undanúrslit. Heiðar með tvö mörk HEIÐAR Helguson sá um að koma Watford áfram í undanúrslit enska deildabikarsins í gær þegar hann skoraði tvívegis í 3:0-sigri á Portsmouth. Chelsea hélt sigurgöngu sinni áfram og lagði Fulham 2:1 og er líka komið í undanúrslit keppninnar. HANDKNATTLEIKUR KA – Haukar 29:29 KA-heimilið, Akureyri, Íslandsmót karla, norðurriðill, þriðjudaginn 30. nóvember 2004. Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 7:5, 10:10, 16:12, 19:15, 21:18, 23:22, 25:27, 28:27, 29:29. Mörk KA: Halldór Sigfússon 11/2, Jónatan Magnússon 9/3, Hörður Fannar Sigþórs- son 4, Bjartur Máni Sigurðsson 2, Andri Snær Stefánsson 1, Magnús Stefánsson 1, Ragnar Njálsson 1. Varin skot: Hafþór Einarsson 7/1 (þar af 1 til mótherja), Stefán Guðnason 5/1 (3/1 til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Hauka: Þórir Ólafsson 8/2, Jón Karl Björnsson 7, Andri Stefan 4, Vignir Svav- arsson 4, Gísli Jón Þórisson 3, Halldór Ing- ólfsson 1, Sigurður Örn Karlsson 1, Freyr Brynjarsson 1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 12/2 (þar af 4 til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Dómarar: Gísli H. Jóhannsson og Haf- steinn Ingibergsson. Áhorfendur: Um 300. Staðan í norðurriðli: Haukar 10 7 1 2 310:279 15 KA 10 6 1 3 302:293 13 HK 9 5 1 3 285:263 11 Fram 9 4 2 3 264:243 10 Þór 10 4 2 4 273:277 10 FH 9 1 3 5 241:268 5 Afturelding 9 1 0 8 234:286 2 Þýskaland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Hamburg – Magdeburg....................... 30:24  Hamburg var yfir allan leikinn - öruggur sigur. Bayer Dormagen – Nordhorn............. 26:27  Nordhorn sterkara í lokin. KNATTSPYRNA England Deildabikarinn, 8-liða úrslit: Fulham – Chelsea .....................................1:2 Brian McBride 74 - Damien Duff 55., Frank Lampard 88. - 14.531. Watford – Portsmouth.............................3:0 Heiðar Helguson 24., 57., Bruce Dyer 61. - 18.877. 1. deild: Crewe – Millwall........................................2:1 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Boston – Orlando...............................117:101 Denver – New Orleans .........................76:67 LA Clippers – Cleveland ......................94:82 ÚRSLIT KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - Haukar.................19.15 Keflavík: Keflavík - ÍS ..........................19.15 Njarðvík: UMFN - KR .........................19.15 BLAK 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - ÍS.............................20 Í KVÖLD Haustfundur KR-klúbbsins KR-klúbburinn verður með hinn árlega haustfund sinn í KR-heimilinu á morgun, fimmtudag 2. desember, kl. 20. Á fundinum verða leikmönnum sl. keppnistímabils veittar viðurkenningar og nýir leikmenn og þjálfarar kynntir. Farið verður yfir mark- mið næsta sumars. FÉLAGSLÍF „BRYNJAR Björn Gunnarsson hef- ur slegið í gegn hjá okkur þrátt fyrir að við værum varaðir við honum af Stoke og Nottingham Forest í sum- ar,“ segir Matt Rowson, ritstjóri óháðrar heimasíðu stuðningsmanna enska knattspyrnufélagsins Wat- ford. Þetta segir Rowson í pistli sem birtist á sambærilegri heimasíðu stuðningsmanna Stoke City í gær, Stoke City MAD, í tilefni þess að fé- lögin mætast í ensku 1. deildinni um næstu helgi. „Brynjar er þegar orðinn líklegur í baráttunni um titilinn leikmaður ársins hjá okkur á þessu tímabili. Hann meiddist hins vegar í leik gegn West Ham á Upton Park og það er því óvíst að hann geti spilað gegn ykkur,“ segir Rowson ennfremur í pistli sínum. Brynjar Björn gekk til liðs við Watford í sumar en hann lék lengi með Stoke og var í herbúðum Nott- ingham Forest síðasta vetur. Um Heiðar Helguson, sóknar- mann Watford, segir Rowson ein- faldlega: „Lundaæta og beittur sem skutull, og hetja meðal stuðnings- manna Watford.“ Var Watford varað við Brynjari?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.