Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 4
FÓLK  BJARNI Þór Viðarsson lék allan leikinn með varaliði Everton sem gerði 1:1 jafntefli við WBA í fyrra- kvöld. WBA jafnaði metin á lokamín- útunni með marki Ronnie Wollwork, fyrrum leikmanns Manchester Unit- ed, á lokamínútunni.  LUCAS Molina, einn efnilegasti knattspyrnumarkvörður Argentínu, lést úr hjartaáfalli á sunnudag, aðeins tvítugur að aldri. Molina var vara- markvörður Independiente, síðast í deildaleik á föstudag, en unnusta hans kom með hann á sjúkrahús á sunnudag og þá var hann úrskurðað- ur látinn. Molina hafði leikið með öll- um yngri landsliðum Argentínu.  JESPER Grønkjær viðurkennir að hafa ekki leikið eins og vel og hann getur síðan hann gekk til liðs við Birmingham frá Chelsea í sumar. M.a. gagnrýndi Steve Bruce knatt- spyrnustjóri framgöngu hans í viðtali við Sky á dögunum. Grønkjær hefur beðið stuðningsmenn Birmingham að sýna sér þolinmæði á meðan hann sækir í sig veðrið og kemur sér betur inn í leikskipulag liðsins.  DANINN knái er í spænskum fjöl- miðlum sterklega orðaður við Atlet- ico Madrid og að hann gangi í raðir liðsins þegar opnað verður fyrir fé- lagaskipti í janúar.  KYLFINGURINN Greg Norman frá Ástralíu, eða „hvíti hákarlinn“ eins og hann er kallaður, býst við því að landi hans Adam Scott muni nái hæstu hæðum í keppni þeirra bestu á næsta tímabili. Norman er 49 ára og var á árum áður í efsta sæti heimslist- ans nokkur misseri í röð, en hann mun taka þátt í ástralska PGA-meist- aramótinu sem hefst á fimmtudag.  NORMAN segir að hinn 24 ára Scott muni vinna 3–4PGA mót á næsta tímabili. „Sjálfstraustið er mun meira hjá honum þessa dagana, lík- amlegi og andlegi þátturinn hafa ver- ið að vaxa. Hann er einfaldlega mun betri en hann var fyrir 2–3 árum. Hann sýndi hvað í honum býr á meist- aramóti atvinnukylfinga sem fram fór í Flórída í mars á þessu ári,“ segir Norman. En þar sló Scott í vatn við 18. flöt en náði að bjarga málunum og vann sér inn rúmar 100 millj. kr.  SCOTT vann tvívegis á PGA-móta- röðinni og var sjö sinnum í einu af 10 efstu sætunum, en hann lék aðeins í 17 mótum. Á árinu vann Scott sér inn tæplega 250 millj. kr. Norman sá til þess að Scott fengi far með sér frá Bandaríkjunum til Ástr- alíu en Norman ferðast um í einka- þotu – samkvæmt venju.  VENIO Losert, markvörður heims- og ólympíumeistara Króata í hand- knattleik, hefur gengið til liðs við spænska liðið Portland San Antonio. Losert, sem hefur verið á lausum kili síðan samningur hans við Granolles rann út, er ætlað að fylla skarð Vlad- imir Rivero sem lést í síðustu viku.  OLA By Rise fyrrverandiþjálfari norska meistaraliðsins Rosenborg hefur gefið norska knattspyrnusam- bandinu afsvar hvað varðar þjálfun kvennalandsliðs Noregs. By Rise var sagt upp störfum áður en keppnis- tímabilinu lauk í Noregi en engu að síður fékk hann að klára tímabilið og gerði Rosenborg að meisturum –13. árið í röð.  ENSKA úrvalsdeildarliðið Charl- ton hefur farið fram á byggingarleyfi vegna stækkunar á áhorfendastúku á The Valley, heimavelli félagsins. Eft- ir stækkunina geta 30.900 áhorfendur séð leiki liðsins. Að auki hefur félagið sótt um leyfi til þess að endurbyggja æfingasvæði félagsins. Í fyrstu verð- ur austurhlið og suðaustur hornið á The Valley stækkað en völlurinn tek- ur 26.875 áhorfendur. Hins vegar eru uppi áform um að stækka áhorfenda- stúkur vallarins enn frekar og þegar því verki verður lokið geta 40.600 áhorfendur séð leiki liðsins. MARTIN Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, ræddi við framherjann Jermain Defoe fyrir leik liðsins gegn Middlesbrough á sunnudag og bað hinn 22 ára gamla framherja að halda aftur af sér ef svo færi að hann myndi skora mark. Jol átti þar við þann sið leik- mannsins að fara úr keppnistreyj- unni en samkvæmt reglum fær leik- maður gult spjald fyrir slíkt. Enski landsliðsmaðurinn var fyrir leikinn búinn að fá 4 gul spjöld á leiktíðinni og átti það á hættu að vera úrskurðaður í leikbann fengi hann eitt til viðbótar. Á 48. mínútu skoraði Defoe og fór að sjálfsögðu úr keppnistreyjunni í fimmta sinn á keppnistímabilinu en á nærbolinn hafði hann skrifað af- mæliskveðju til unnustu sinnar. „Þetta var auðvitað alveg magn- að. Við töluðum við hann fyrir leik- inn, minntum á það sem ekki mætti gera en samt sem áður valdi hann að fara úr treyjunni,“ sagði Jol við enska fjölmiðla eftir leikinn sem Tottenham vann 2:0. Defoe hefur verið mikið í um- ræðunni í London þar sem hann hef- ur verið sagður efstur á inn- kaupalista grannaliðsins Chelsea frá London. En það eru aðeins 10 mánuðir frá því hann var keyptur frá West Ham og við hann var gerð- ur samningur til fimm ára. Leik- maðurinn hefur hins vegar farið fram á að launalið samningsins verði breytt og launin hækkuð. En for- svarsmenn liðsins hafa ekki tekið undir þær óskir leikmannsins. Defoe verður í leikbanni 11. desem- ber gegn Manchester City á útivelli. Jermain Defoe hlustaði ekki á Jol Að sögn Einars Þorvarðarsonar,framkvæmdastjóra HSÍ, voru formönnum handknattleiksdeilda kynntar þær hugmyndir sem upp hafa komið og málin rædd, enda vilja menn vanda til verka. „Við ræddum þessi mál og kynnt- um þau fyrir formönnum félaganna þannig að þeir geti farið vel yfir mál- in áður en lengra er haldið,“ sagði Einar. Hann sagðist eiga von á að málið yrði skoðað áfram, trúlega eitt- hvað fram á næsta ár áður en til þess kæmi að ræða það á opinberum vett- vangi. Svo virðist sem mörgum forráða- mönnum félaganna finnist hugmynd- irnar, sem nú er unnið út frá, mjög frambærilegar og til bóta miðað við það fyrirkomulag sem nú er á deild- arkeppninni í handknattleik. Jóhannes Bjarnason, þjálfari KA, segir að sér líki stöðugt betur og bet- ur við þessar hugmyndir, eftir því sem hann skoði þær betur. „Það er ekkert launungarmál að ég hef verið á móti þessu fyrirkomulagi sem nú er. Raunar er fyrirkomulagið í ár skárra en í fyrra fyrir landsbyggð- arfélögin, en ég hef alltaf sagt að fyr- ir hinn almenna handknattleiks- áhugamann þurfi fyrirkomulagið að vera einfalt og auðskiljanlegt og það virðist mér nýju hugmyndirnar vera,“ sagði Jóhannes. Tíu liða deild Núverandi keppnisfyrirkomulag á Íslandsmóti karla verður að öllum líkindum lagt af frá með næsta keppnistímabili – samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins.  Uppi eru hugmyndir um að 10 lið skipi efstu deild karla þar sem leikin verður tvöföld umferð og úrslita- keppnin lögð af í þeirri mynd sem hún er í dag.  Einnig hefur verið nefnt að breyta keppnisfyrirkomulagi bikarkeppn- innar og að 8 liða úrslit bikarkeppn- innar fari fram að loknu Íslands- mótinu. Rætt er um að hafa bikarkeppnina með þeim hætti að leikið verði á heima- og útivelli en úr- slitaleikurinn fari fram í Laugardals- höll samkvæmt venju.  Einnig stendur til að reyna að koma upp allt að þremur deildum í karlaflokki og yrðu b-lið þeirra fé- laga sem nú taka þátt á Íslands- mótinu með í b-liða keppni í 2. deild.  Einnig er horft til þess að koma upp svæðisbundinni deild sem væri þá 3. deild, og tæki við því hlutverki sem utandeildin hefur þessa stund- ina. Það er mat þeirra sem standa að íslenskum handknattleiksliðum að hinn almenni áhorfandi hafi ekki áhuga á því keppnisfyrirkomulagi sem tekið var upp fyrir ári. Í dag er leikið í tveimur riðlum, norður- og suðurriðli, og að þeirri keppni lokinni er deildinni skipt upp í tvær deildir, úrvalsdeild með átta lið- um, og 1. deild, með sex liðum. Síðan tekur við úrslitakeppni átta liða. Af- leit aðsókn hefur verið á marga kapp- leiki það sem af er vetri og er vilji til þess að fara „þýsku leiðina“ en Þjóð- verjar lögðu úrslitakeppnina af eftir aðeins eitt keppnistímabil. Leika nú tvöfalda umferð, heima og heiman, erins og var hér á landi á árum áður – áður en úrslitakeppnin var tekin upp. Með þessu fyrirkomulagi skapast heimavallastemmning hjá liðinum, þar sem allir leikir telja í baráttunni um Íslandsmeistaratitlinn. Heimildarmaður Morgunblaðsins segir að þeir aðilar sem hafi sam- þykkt núverandi mótafyrirkomulag á Íslandsmóti karla séu margir hverjir farnir að gagnrýna hvernig málunum sé háttað. Og því verði að grípa í taumana nú þegar. Handknattleiksmenn skoða mögulegar breytingar á Íslandsmóti Tíu liða efsta deild og úrslitakeppnin lögð af Morgunblaðið/Golli Bjarni Fritzson, fyrirliði ÍR, skorar í leik gegn Haukum í bikarleik á Ásvöllum, sem ÍR vann. FORMENN handknattleiks- deilda félaga víðs vegar af land- inu hittust í Fagralundi í Kópa- vogi um helgina og þar voru ræddar hugmyndir um breyt- ingar á fyrirkomulagi deilda- keppninnar hér á landi. Talsverð óánægja hefur verið með það fyrirkomulag sem nú er notað og því hafa menn velt fyrir sér öðrum hugmyndum og munu væntanlega leggja slíkar hug- myndir fyrir ársþing Handknatt- leikssambandsins í vor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.