Morgunblaðið - 11.12.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.12.2004, Qupperneq 1
2004  LAUGARDAGUR 11. DESEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ORRUSTAN UM ENGLAND Á HIGHBURY / C2, C3 JESPER Holmris, þjálfari danska handknatt- leiksliðsins SK Århus, reiknar fastlega með að bjóða Drífu Skúladóttur, landsliðskonu í hand- knattleik, samning hjá félaginu. Hún hefur undanfarna daga verið við æfingar hjá hjá Ár- ósarfélaginu en með því leikur Hrafnhildur systir hennar. Drífa var í Þýskalandi í haust en ákvað að róa á önnur mið fyrir skömmu þar sem henni líkaði ekki dvölin í Berlín. „Drífa hefur mikla hæfileika og verst er að hún skuli ekki hafa komið til okkar fyrr til þess að móta þessa hæfileika,“ segir Holmris m.a. í samtali við Århus Stiftstidende. Drífa lék vel með liðinu í æfingaleik í fyrra- kvöld og má reikna með að hún leiki með SK Århus fram á vor en það er í harðri baráttu við að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. „Drífa hefur mikla hæfileika“ Ólafur heldur jól á Íslandi í fyrsta sinn í átta ár en ekkert er leikið á milli jóla og nýárs á Spáni og segist Ólafur koma heim á Þor- láksmessu. Síðan taka við æfingar með landsliðinu fyrir HM í byrjun janúar. Ólafur ákvað að endurskoða afstöðu sína og gefa kost á sér á HM en eftir að þátttöku Íslendinga lauk á Ólympíuleikunum í Aþenu í sumar ýjaði hann að því í samtali við Morgunblaðið að taka sér frí frá keppninni. „Það eru eiginlega tvær ástæður fyrir því að ég ætla að vera með í Þessi eyrnabólga er búin að veraangra mig í tvær vikur og úr varð að ég fékk frí í leiknum á móti Granollers. Ég fékk fúkkalyf og er orðinn góður en ætli það sé ekki kuldanum í íþróttahöllinni að kenna að ég fékk í eyrun,“ sagði Ólafur sem sagðist ætla að æfa með húfu á höfðinu fram að leiknum við GOG. Ólafur og félagar eru svo gott sem öruggir í 8-liða úrslit Meist- aradeildarinnar en Ciudad Real sigraði GOG í Danmörku um síð- ustu helgi með 16 marka mun, 45:29. Túnis. Önnur er sú að ég sleppti heimsbikarmótinu í Svíþjóð og það var gott fyrir landsliðið að pússa sig saman þar án mín og þá fékk ég tíu daga frí eftir Ólympíuleikana þar sem ég náði að hreinsa hugann gjörsamlega. Ég er því vel upplagð- ur fyrir heimsmeistaramótið og hlakka bara til.“ Ciudad Real, sem á titil að verja, er í fjórða sæti spænsku 1. deild- arinnar, þremur stigum á eftir Portland San Antonio. Ólafur og fé- lagar geta lyft bikar um næstu helgi en þá leika fjögur lið til úrslita í bikarkeppninni, gestgjafarnir í Almeria, Ciudad Real, Barcelona og Portland San Antonio. Ciudad mætir Alemeria í undanúrslitunum og í hinni viðureigninni eigast við Barcelona og Portland. Sigurliðin mætast síðan í úrslitaleik. Morgunblaðið/Golli Ólafur Stefánsson í leik gegn Slóveníu á Ólympíuleikunum í Aþenu. Ólafur segist vel upplagður fyrir HM ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsmaður í handknattleik, er klár í slag- inn með spænska liðinu Ciudad Real í dag sem tekur á móti GOG frá Danmörku í síðari viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í handknattleik. Ólafur missti af leik sinna manna á móti Grannollers í vikunni vegna eyrnabólgu en í samtali við Morg- unblaðið í gær sagðist hann á góðum batavegi. ÓLAFUR Stefánsson, landsliðsmaður í hand- knattleik, leikmaður Ciudad Real á Spáni, er einn þeirra sjö hand- knattleiksmanna sem til álita koma þegar Al- þjóðahandknattleiks- sambandið, IHF, útnefn- ir handknattleiksmann ársins 2004 í samvinnu við tímaritið World Handball Magazin. Ólaf- ur var einnig tilnefndur í fyrra en þá varð Kró- atinn Ivano Balic fyrir valinu. Valið stendur á milli eftirtalinna leikmanna: Ólafur Stefánsson, Juan Garcia, Spáni, Carlos Perez, Ungverjalandi, Christian Schwarzer og Henning Fritz frá Þýskalandi, Mirza Dzomba og Ivano Balic, báðir frá Króatíu. Hægt er að taka þátt í kjörinu með því að fara inn á heimasíðu IHF, www.ihf.info, eða senda tölvupóst á ihf.office- @ihf.info og raða upp lista með nöfnum þriggja leikmanna. Ólafur tilnefndur hjá IHFÍSLANDS- og bikarmeistaralið Keflavíkur í köruknattleik karla leikur gegn svissneska liðinu Fri- bourg í milliriðli bikarkeppni Evrópu en ekki tékkneska liðinu Mlekarna eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær. Forráðamenn Keflavíkur fengu nýjar upplýsingar í gær þar sem í ljós kom að liðunum úr mið- og vesturdeild keppninnar var raðað upp með öðrum hætti, en tekið var mið af stigafjölda og stigaskori. Þar með gat lið í 3. sæti úr einum riðli endað ofar en lið sem varð í 2. sæti í öðrum riðli. Að auki verður aðeins um tvær viðureignir í milli- riðlinum að ræða en það er breyt- ing frá því sem var í fyrra er lið þurftu að vinna tvo leiki til þess að komast í undanúrslit. Keflavík mætir því svissneska liðinu fyrst á útivelli og gilda samanlögð úrslit úr báðum leikjunum. Keflavík telst vera í 4. sæti samkvæmt þessari uppröðun en Fribourg í 5. sæti. Fyrri leikurinn fer fram 13. jan- úar í Sviss og seinni leikurinn 20. janúar í Keflavík. Benetton Fribourg er í Sviss, skammt sunnan við höfuðborgina Bern. Liðinu hefur ekki gengið vel að undanförnu í deildinni og er í 9. sæti eftir góða byrjun með 10 stig eftir 10 leiki. Keflvíkingar til Sviss EMIL Hallfreðsson verður, ef allt gengur að óskum, orðinn leik- maður enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham Hotspur frá og með áramótum. Samningar eru á loka- stigi milli FH og Tottenham og mun fulltrúi frá FH-ingum halda utan til Lundúna í dag til við- ræðna við forráðamenn Totten- ham og líklegt er að gengið verði frá samningi milli félaganna á morgun. Emil, sem útnefndur var efni- legasti leikmaður Íslandsmótsins á lokahófi KSÍ í haust, mun gera tveggja og hálfs árs samning við Tottenham með möguleika á framlengingu á samningnum um eitt ár en Emil hefur á undan- förnum vikum farið í tvær heim- sóknir til Tottenham þar sem hann hefur verið til skoðunar hjá forráðamönnum liðsins sem hrif- ust af hæfileikum hans. „Ég vona innilega að þetta klárist á milli FH og Tottenham um helgina. Samningur minn við liðið er nánast klár og mér líst rosalega vel á að fara til liðsins. Aðstæður eru frábærar og auðvit- að heillar það mig að komast til liðs á Englandi þar sem mekka fótboltans í heiminum er,“ sagði Emil við Morgunblaðið í gær. Ef allt fer sem horfir verður Emil annar Íslendingurinn sem gengur til liðs við Tottenham. Guðni Bergsson hóf glæsilegan atvinnu- mannsferil sinn hjá Lundúnalið- inu 1988. Samningar FH og Tottenham um Emil á lokastigi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.