Morgunblaðið - 11.12.2004, Qupperneq 2
ÍÞRÓTTIR
2 C LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
HANDKNATTLEIKUR
ÍR - Grótta/KR 27:29
Austurberg, Íslandsmót karla, DHL-deild-
in, suðurriðill, föstudagur 10. des. 2004.
Gangur leiksins: 2:0, 4:1, 5:5, 9:10, 13:15,
14:15, 19:17, 23:21, 26:26, 27:29.
Mörk ÍR: Fannar Þorbjörnsson 6, Bjarni
Fritzon 5, Hannes Jón Jónsson 5/5,
Tryggvi Haraldsson 4, Ólafur Sigurjónsson
3, Ingimundur Ingimundarson 3, Hafsteinn
Ingason 1.
Varin skot: Ólafur Gíslason 17/2 (þar af 9
aftur til mótherja).
Utan vallar: 16 mínútur (þar af Finnur Jó-
hannsson liðsstjóri rautt spjald).
Mörk Gróttu/KR: Kristinn Björgúlfsson
8/3, Daníel Berg Grétarsson 6/3, Brynjar
Hreinsson 5, Hörður Gylfason 4, Daði Haf-
þórsson 3, David Kekelia 3.
Varin skot: Gísli Guðmundsson 8 (þar af 5
aftur til mótherja), Hlynur Morthens 6 (þar
af 1 aftur til mótherja).
Utan vallar: 14 mínútur.
Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn
Ingibergsson.
Áhorfendur: Tæplega 100.
ÍBV - Valur 24:23
Vestmannaeyjar:
Gangur leiksins: 1:0, 1:2, 5:2, 6:6, 8:10,
10:12, 10:14, 11:15, 13:17, 15:19, 19:19,
20:22, 22:23, 24:23.
Mörk ÍBV: Tite Kalendanze 8, Robert
Bognar 7, Samúel Í. Árnason 6/2, Davíð Þ.
Óskarsson 2/2, Sigurður A. Stefánsson 1.
Varin skot: Roland Eradze 29/1 þar af 5
aftur til mótherja.
Brottvísanir: 10 mín.
Mörk Vals: Vilhjálmur I. Halldórsson 6,
Heimir Ö. Árnason 6/2, Hjalti Þ. Pálmason
3, Brendan Þorvaldsson 3, Pavel Pokcovic
2, Fannar Þ. Friðgeirsson 2, Atli R. Stein-
þórsson 1.
Varin skot: Hlynur Jóhannesson 21/2 þar
af 1 aftur til mótherja.
Brottvísanir: 12. mínútur. Rautt spjald:
Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari.
Áhorfendur: 250
Selfoss - Víkingur 23:24
Mörk Selfoss: Ramunas Kalendauskas 8,
Ívar Grétarsson 5, Ramunas Mikalonis 4,
Atli Kristinsson 2, Jón Þór Þorvarðarson 2,
Gylfi Már Ágústsson 1, Jón E. Pétursson 1.
Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 5, Andri
Berg Haraldsson 5, Andri Númason 4, Árni
Björn Þórarinsson 4, Þröstur Helgason 3,
Brjánn Bjarnason 2, Jóhann Gunnar 1.
ÍR 11 9 0 2 351:307 18
Valur 11 8 0 3 301:264 16
ÍBV 12 7 1 4 339:304 15
Víkingur R. 11 7 0 4 363:327 14
Grótta/KR 11 5 0 6 265:268 10
Stjarnan 11 1 1 9 258:341 3
Selfoss 11 1 0 10 298:337 2
Þýskaland
Wallau-Massenheim - Minden .............30:25
Einar Örn Jónsson skoraði fimm mörk
fyrir Wallau.
KÖRFUKNATTLEIKUR
UMFG - ÍR 66:103
Grindavík, úrvalsdeild karla, Intersport-
deildin, föstudagur 10. desember 2004:
Gangur leiksins: 6:7, 14:21, 18:30, 30:35,
39:44, 47:55, 53:59, 55:71, 57:73, 61:84,
63:99, 66:103.
Stig Grindavíkur: Darrel Lewis 17, Páll
Axel Vilbergsson 13, Terrel Taylor 12, Guð-
laugur Eyjólfsson 8, Morten Shmidowin 6,
Davíð Hermannsson 4, Kristinn Friðriks-
son 4, Jóhann Ólafsson 2.
Stig ÍR: Grant Davis 31, Theo Dixon 27,
Ómar Sævarsson 16, Gunnlaugur Erlends-
son 11, Eiríkur Önundarson 9, Ólafur Sig-
urðsson 7, Fannar Helgason 2.
Áhorfendur: Um 150.
HANDKNATTLEIKUR
Laugardagur:
Íslandsmót karla, DHL-deildin, norður:
Digranes: HK - Fram............................16.15
Ásvellir: Haukar - Þór A.......................16.15
Kaplakriki: FH - Aftureldingt .............16.15
Sunnudagur:
1. deild kvenna, DHL-deildin:
Ásgarður: Stjarnan - Haukar....................14
Kaplakriki: FH - Fram ..............................17
Hlíðarendi: Valur - Grótta/KR..................14
Víkin: Víkingur - ÍBV.................................13
KÖRFUKNATTLEIKUR
Laugardagur:
1. deild karla:
Ásgarður: Stjarnan - Höttur .....................16
Smárinn: Breiðablik - Þór A......................16
Sunnudagur:
Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, 16-liða úr-
slit karla:
Ísafjörður: KFÍ - UMFG...........................18
Keflavík: Keflavík - Haukar .................19.15
Njarðvík: Ljónin - Skallagrímur..........16.30
Selfoss: Hamar/Selfoss - Tindastóll ....19.15
1. deild karla:
Hlíðarendi: Valur - Þór A. .........................16
Akranes: ÍA - Höttur .................................13
Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar, 16-liða úr-
slit kvenna:
Keflavík: Keflavík B - Keflavík .................14
UM HELGINA
C
helsea hefur ekki sótt
gull í greipar Arsenal
á undanförnum ár-
um, altént ekki í úr-
valsdeildinni. Hinir
bláklæddu báru síð-
ast sigurorð af grönnum sínum á
þeim vettvangi fyrir meira en níu ár-
um – í september 1995. Síðan hafa
liðin leikið sautján deildarleiki. Ars-
enal hefur unnið tíu og sjö sinnum
hafa bræður bylt sér. Chelsea vann
hins vegar síðasta leik liðanna, í
fjórðungsúrslitum meistaradeildar-
innar, með dramatískum hætti á
Highbury í apríl á þessu ári. Þar
með töldu margir að ísinn væri brot-
inn. Chelsea sækir líka fádæma vel
að Arsenal á morgun. Gengi meist-
aranna hefur verið í besta falli
skrykkjótt á liðnum vikum, þeir hafa
aðeins unnið tvo af síðustu sjö leikj-
um í úrvalsdeildinni. Eins er leiðtogi
þeirra, Patrick Vieira, í leikbanni.
Hafi Arsenal einhvern tíma legið vel
við höggi, þá er það nú.
Maður augnabliksins í ensku
knattspyrnunni er hinn nýi knatt-
spyrnustjóri Chelsea, José Mour-
inho. Þessi skeleggi Portúgali er um
margt forvitnilegur náungi. Hann er
hvorki kominn til Englands til að
borða lifrarkássu og jórvískan búð-
ing né horfa á Rómeó og Júlíu á
West End. Markmið hans er skýrt:
Hann ætlar að vinna ensku úrvals-
deildina. Ekki „innan þriggja eða
fimm ára“ eins og oft er sagt þegar
menn taka við stjórnvelinum á stóru
togskipi, heldur strax í vor. Kannski
hefur kappinn ekki einu sinni þol-
inmæði til að bíða svo lengi. Helst
vill hann örugglega ljúka þessu af
fyrir páska. Og hver veit nema leik-
menn Chelsea láti það eftir honum?
Þá fyrst býður skipperinn þeim
kannski í búðing og að sjá hinn
spartverska Shakespeare ofan af Ís-
landi.
Þrítugur hamar
Í vissum skilningi stendur Mour-
inho andspænis þrítugum hamri. Í
116 ára sögu ensku deildarkeppn-
innar hefur aðeins einn útlendingur
leitt lið til sigurs í efstu deild, Arsène
Wenger, hinn franski knattspyrnu-
stjóri Arsenal. Þrívegis hefur hann
klifið hamarinn. Fyrst þegar á öðru
ári í starfi, veturinn 1997-98. Um-
talsvert afrek.
Það yrði þó meira afrek hjá Mour-
inho að landa titlinum strax í fyrstu
atrennu en til frekari samanburðar
má nefna að það tók sir Alex Fergu-
son sjö ár að gera Manchester Unit-
ed að meisturum.
Annars er Mourinho nú þeirrar
gerðar að hann kærir sig eflaust
kollóttan um tölfræði. Hann er
fæddur til að brjóta blað. Það sýndi
hann með sigrinum í meistaradeild
Evrópu síðastliðið vor. Það að leiða
kotbændurna í Porto til æðstu met-
orða í evrópskri knattspyrnu er auð-
vitað hreystiverk. Hvað gerir Mour-
inho við breskan burgeis eins og
Chelsea?
Portomönnum sveið brotthvarf
hans en aðrir höfðu skilning á þeirri
ákvörðun? Það var útilokað að ná
lengra með liðið. Áskorunin var á
enda.
Inn á sviðið steig aurabóndinn
Roman Abramovitsj. Og hjá Chelsea
mætti
útherj
hefur
hvílíku
stand
hraða
tækni
getur
tugur
hann e
Rob
leik C
á sér
hann
frekar
fumle
Sumir
óþægi
það v
áratug
Við
flóðgá
reima
færri
þó ekk
stæðin
Damie
sen,
meira
Terry
fyrst land á kunnuglegum slóðum – í
Portúgal. Þaðan tók hann með sér
varnarmennina Paulo Ferreira og
Ricardo Carvalho og miðjumanninn
Tiago Mendes. Allir hafa þeir smoll-
ið inn í lið Chelsea, ekki síst varn-
armennirnir, en varnarleikur
Chelsea hefur verið til eftirbreytni
það sem af er vetri. Á leiðinni upp til
Englands kom Mourinho svo við í
Frakklandi og tók með sér sóknar-
séníið Didier Drogba. Fílabeins-
strending sem fann þegar í stað
taktinn á Brúnni og er nú að hrökkva
aftur í gang eftir meiðsli.
Tékkneski markvörðurinn Peter
Cech var einnig keyptur til Chelsea
á liðnu sumri og hefur sýnt og sann-
að í fyrstu leikjum mótsins að hann
er í hópi bestu manna í sínu fagi í
Evrópu – ef ekki bestur. Cech hefur
aðeins þurft að hirða tuðruna sex
sinnum úr netinu í sextán leikjum.
Hollenska viðundrið
Með fullri virðingu fyrir þessum
mönnum gerði Ranieri þó bestu
kaupin, það viðurkennir Mourinho
fúslega – hollenska viðundrið Arjen
Robben. Mikið hefur legið vel á al-
enska deildabikarinn og meira að
segja Evrópubikar félagsliða.
Chelsea var á allra vörum.
Þótt titlar yrðu Claudio Ranieri
torsóttari má með sanngirni segja að
hann hafi skilað félaginu skrefinu
lengra. Á liðinni leiktíð gerði
Chelsea sína fyrstu alvöru atlögu að
enska úrvalsdeildartitlinum, þó liðið
ætti ekki svar við ævintýralegu
gengi Arsenal. Chelsea kom hins
vegar fram hefndum í meistara-
deildinni, þar sem félagið lagði téð
Arsenal í átta liða úrslitum. Enda
þótt rófan gengi ekki í undanúrslit-
unum má fullyrða að tímabilið 2003-
2004 sé eitt það besta frá upphafi
vega á Brúnni.
Þetta er í réttu hlutfalli við fjár-
magnið sem streymt hefur inn í fé-
lagið í eignarhaldstíð Abramovitsj.
Öðru eins fé hefur hvorki fyrr né síð-
ar verið varið til leikmannakaupa á
Englandi. Vel á annað hundrað millj-
ónir sterlingspunda voru skrifaðar
út af heftinu á síðasta tímabili og
ekki hefur eigandinn látið sitt eftir
liggja á síðustu mánuðum. Auður
Abramovitsj er yfirþyrmandi.
Mourinho fékk frítt spil og nam
tekur Mourinho svo sem ekki við
aumu búi. Smjer drýpur af hverju
strái. Maðurinn er með dýrasta lið
Englandssögunnar í höndunum. Í
því ljósi er markmið hans ekki ann-
arlegt.
Chelsea vann eina meistaratitil
sinn fyrir bráðum hálfri öld, 1955.
Fimmtíu ár verða með öðrum orðum
liðin frá þeim viðburði í vor. Sagan
er þar heldur ekki með Mourinho.
Svo skemmtilega vill líka til að á
næsta ári verður félagið hundrað
ára, þannig að hinn langþráði meist-
aratitill gæti ekki komið á betri tíma.
Lífblástur Bates
Þegar Ken Bates keypti Chelsea
sem frægt er á eitt sterlingspund
fyrir rúmum tuttugu árum var risið
lágt á félaginu. Síður en svo var
sjálfgefið að það ætti erindi í hóp
hinna bestu. Allt tal um titla var fjar-
lægur draumur. Bates blés hins veg-
ar heilmiklu lífi í félagið og með
komu Glenns Hoddle og síðar Ruuds
Gullit og Gianluca Vialli gekk í garð
betri tíð með blóm í haga. Félagið fór
að vinna bikara af ýmsu tagi, bikar
enska knattspyrnusambandsins,
Arsène Wenger, knattspyrnustjóri A
„A
Reuters
Helsta vopn Chelsea, hollenska undrið Arjen Robben.
Fótmennt
handa
fagurkerum
Gert er ráð fyrir leiftrandi limaburði á Highbury í
Lundúnum á morgun þegar meistarar Arsenal
taka á móti áskorendum sínum, Chelsea, í ensku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Orri Páll Orm-
arsson lítur á liðin sem hafa nokkra af fremstu
sparkendum samtímans í sínum röðum.
ÚRSLIT