Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 1
2004  MIÐVIKUDAGUR 15. DESEMBER BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A FORMAÐUR KR-SPORTS UPPLIFÐI SPRENGJUHÓTUN Á BERNABEU / C4 KR og Celtic eru enn í viðræðum vegna hugsan- legra kaupa skoska meistararaliðsins á Theo- dóri Elmari Bjarnasyni og Kjartani Henry Finnbogasyni. Félögin hafa skipst á tilboðum undanfarna daga. „Það er ekkert launungar- mál að Celtic hefur fullan áhuga á að fá strák- ana í sínar raðir og við í stjórn KR-Sports höf- um verið að ráða ráðum okkar,“ sagði Jónas Kristinsson, formaður KR-Sports, við Morgun- blaðið í gær. Celtic gerði KR tilboð í leikmenn- ina fyrir nokkrum vikum sem KR svaraði með gagntilboði og síðan þá hafa félögin þreifað á hvort öðru. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ber ekki mikið á milli en það sem flæk- ir stöðuna er að Theodór lék með Start í Noregi sem þar getur krafist uppeldisbóta. „Við erum að skoða okkar mál gagnvart nýju tilboði Celtic sem við erum með í höndunum,“ sagði Jónas. KR með nýtt tilboð frá Celtic ERLA Steina Arnardóttir, lands- liðskona í knattspyrnu sem spilar með Stattena í Svíþjóð, hefur æft með Breiðabliki undanfarna daga. Kópavogsfélagið bauð Erlu til landsins og hefur gert henni tilboð um að leika með því næsta sumar en henni stendur einnig til boða að ganga til liðs við sænskt úrvals- deildarlið. Stattena, sem féll úr úr- valsdeildinni í haust, vill einnig halda henni í sínum röðum. Erla Steina hefur leikið í sænsku úrvalsdeildinni undanfarin tvö ár, með Stattena og Sunnanå, en hún spilaði með Breiðabliki sumarið 2002 og skoraði þá 7 mörk í 12 leikj- um í úrvalsdeildinni. Erla Steina er 21 árs og lék sína fyrstu A-landsleiki í ár. Hún spilaði fimm landsleiki og skoraði eitt mark, gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna í Rochester, en Ís- land tapaði þeim leik naumlega, 3:4. Erla Steina í Breiðablik? ÓLAFUR Ingi Skúlason, knatt- spyrnumaður hjá Arsenal, fór ekki til hollenska liðsins Groningen í gær eins og til stóð. Áætlað hafði verið að Ólafur færi út í læknisskoðun og til viðræðna við forráðamenn liðsins um væntanlegan samning en því hefur nú verið slegið á frest þar til eftir áramót. Eins og fram hefur komið hafa Arsenal og Groningen komist að samkomulagi um kaup- verð en samningur Ólafs við Arsen- al rennur út í sumar. Ólafur lék með varaliði Arsenal í fyrrakvöld sem gerði 1:1 jafntefli gegn Crystal Palace en þetta var fyrsti leikur hans í sjö vikur eða frá því hann gekkst undir aðgerð á líf- beini. Ólafur lék á miðjunni og lék allan tímann en framkvæmdastjóri Groningen var á meðal áhorfenda. För Ólafs Inga til Groningen slegið á frest Ég reikna fastlega með að viðtökum tvo leikmenn frá Dan- mörku, sóknarmann og miðjumann. Ég er kominn með nokkra mögu- leika, bæði leikmenn sem ég þekki eftir veru mína hjá AGF og hjá öðr- um liðum í Danmörku. Ég hef rætt við nokkra af þessum leikmönnum og þeir eru klárir. Félagaskipta- glugginn opnast í janúar og þá skýr- ist mikið hjá liðunum hverjir verða áfram og hverjir ekki þannig að ég ætla að halda þessu opnu eitthvað lengur,“ sagði Ólafur við Morgun- blaðið í gær. Ólafur, sem tók við þjálfun Fram- liðsins á miðju tímabili í sumar og var ráðinn til tveggja ára að Ís- landsmótinu loknu, er vel kunnugur danskri knattspyrnu en hann lék í nokkur ár með AGF og var aðstoð- arþjálfari liðsins. Hann útvegaði FH-ingum Allan Borgvardt og Tommy Nielsen og allir sem til þekkja vita að þar fengu FH-ingar sannkallaðan hvalreka. „Þeir leikmenn sem ég hef rætt við eru í svipuðum klassa og þeir Allan og Tommy og þeir koma til með að styrkja lið okkar verulega,“ segir Ólafur. Framarar hafa fengið þrjá nýja leikmenn. Þórhall Dan Jóhannsson frá Fylki, Víði Leifsson frá FH og Kristin Darra Röðulsson frá ÍA. Þá hefur Ólafur Ólafsson verið ráðinn aðstoðarmaður nafna síns Krist- jánssonar, en Ólafur, sem gerði garðinn frægan sem leikmaður Vík- ings á árum áður, þjálfaði síðast meistaraflokk kvenna hjá HK/Vík- ingi. Ólafur H. Kristjánsson ætlar að fá tvo sterka leikmenn til að styrkja leikmannahóp sinn Leitað að liðsstyrk fyrir Framliðið í Danmörku ÓLAFUR H. Kristjánsson, þjálfari Framliðsins í knattspyrnu og fyrr- verandi þjálfari danska liðsins AGF, hefur verið að skoða leik- mannamarkaðinn í Danmörku upp á síðkastið. Þar hefur hann leit- að að liðsstyrk fyrir Safamýrarliðið fyrir komandi leiktíð. GUÐJÓN Valur Sigurðsson, lands- liðsmaður í handknattleik, leikur með þýska liðinu Gummersbach á næstu leiktíð en hann hefur leikið með Essen frá miðju ári 2001 og heldur því áfram þar til samningur hans rennur út í júní á næsta ári. Essen staðfesti í þýskum fjöl- miðlum í gær að Guðjón væri á för- um í vor og ætlaði sér til Gummers- bach. Í hans stað hefur Essen gert samning við Slóvakann Radoslav Anti, leikmann Tatran Presov í Slóvakíu, um að taka stöðu Guðjóns í vinstra horninu. Eftir því sem næst verður komið hefur Guðjón ekki skrifað undir samning við Gummersbach ennþá en samningur mun liggja nánast klár á borðinu. Ekki náðist í Guðjón í gær. Með því að fara til Gummers- bach fetar Guðjón Valur þar með í fótspor Kristjáns Arasonar og Júl- íusar Jónassonar sem léku með Gummersbach á níunda og tíunda áratug síðustu aldar. Kristján varð m.a. þýskur meistari með liðinu 1988. Gummersbach er í 7. sæti þýsku 1. deildarinnar með 16 stig að lokn- um 12 leikjum. Liðið er sigursæl- asta handknattleikslið Þýskalands en hefur átt á brattan að sækja síð- ustu ár. Gummersbach hefur tólf sinnum orðið þýskur meistari, fimm sinnum bikarmeistari og jafnoft unnið Evr- ópukeppni meistaraliða auk fimm sigra á öðrum Evrópumótum fé- lagsliða. Ljósmynd/Günter Schröder Guðjón Valur er á leiðinni frá Essen til Gummersbach. Guðjón Valur til Gummersbach

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.