Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.2004, Blaðsíða 4
Cech í vondum málum PETR Cech, markvörðurinn í liði Chelsea, á yfir höfði sér sekt og jafnvel leikbann vegna ummæla sem hann lét hafa eftir sér um dómarann Graham Poll sem dæmdi leik Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Cech var mjög óhress með að mark Thierry Henry beint úr aukaspyrnu var dæmt gott og gilt og eftir leikinn sagði hann að Poll væri svindlari. Hann hefði komið Arsenal til hjálpar enda lík- lega einlægur aðdáandi Ars- enal. Aganefnd enska knatt- spyrnusambandsins ætlar að fara yfir ummæli Tékk- ans og líklegt er að honum verði refsað fyrir þau. ÞAÐ hefur lítið farið fyrir körfu- knattleiksmanninum Helga Jónasi Guðfinnssyni í liði Grindavíkur í vetur. Hann lék einn leik í Inter- sportdeildinni, gegn Snæfelli, hinn 8. okt. sl. en síðan þá hefur Helgi Jónas ekki leikið með liðinu vegna meiðsla. „Ég hef farið í margar rannsóknir og á orðið mynda- albúm af öllum þeim myndum sem hafa verið teknar að undanförnu. En vandamálið er að ég finn til í mjóbakinu og það leiðir niður í vinstri fótlegg við álag. Þannig að ég hef ekki getað æft neitt af viti uppi í íþróttahúsi með liðinu,“ seg- ir Helgi Jónas en læknar hafa ráð- lagt honum að taka sér frí frá íþróttum í allt að fjóra mánuði. „Ég hef verið í hvíld frá því eftir leikinn gegn Snæfelli eða í rúma tvo mánuði. Og það eru batamerki á mér, eins og staðan er í dag. Ætli ég verði ekki stilltur og hvíli mig allt þar til í lok janúar og sjái til hvort ég verð ekki orðinn betri,“ segir Helgi Jónas en hann rekur líkamsræktarstöð í Grindavík og heldur sér við með því að hjóla í kennslustundum stöðvarinnar. „Ég hef minnkað það álag sem fylgdi mér í vinnunni og líklega er líkam- inn að mótmæla ofálagi. Ég verð því bara að bíða og sjá hvort ég verð ekki klár í slaginn í febrúar,“ sagði Helgi Jónas en hann er 28 ára gamall. Grindvíkingar eru í 7. sæti Intersportdeildarinnar með tíu stig að loknum tíu leikjum en á fimmtudag leikur liðið gegn KR í síðustu umferð deildarinnar fyrir jólafrí. Helgi Jónas verður frá keppni fram í febrúar FÓLK  GUÐMUNDUR E. Stephensen, Íslandsmeistari í borðtennis, og lið hans, Malmö FF, halda sigurgöngu sinni áfram í sænsku úrvalsdeild- inni í borðtennis. Í fyrrakvöld vann Malmö lið Mariedals IK örugglega, 6:0. Guðmundur vann sinn einliða- leik af öryggi, 3:0 (11:6, 11:3, 11:2). Malmö FF er því komið í efsta sæti í úrvalsdeildinni ásamt liði Eslöv og Falkenberg, en öll eru þau með 14 stig.  OLE Gunnar Solskjær, framherji Manchester United og norska landsliðsins, hefur tekið stefnuna á að vera orðinn leikfær þegar flaut- að verður til leiks á nýju keppn- istímabili á Englandi í ágúst 2005. Solskjær hefur verið frá vegna erf- iðra hnémeiðsla og hafa svartsýn- ustu menn sagt að ferill Norð- mannsins sé á enda.  SOLSKJÆR sagði við norska blaðið Aftenposten að hann væri þess fullviss að hann myndi spila knattspyrnu á nýjan leik. ,,Ég næ mér og verð kominn á ferðina eftir um átta mánuði,“ segir hinn 31 árs gamli Solskjær sem gekkst undir hnéaðgerð í ágúst og hefur verið frá síðan. Solskjær er samnings- bundinn Manchester United til árs- ins 2006 en þá verða liðin 10 ár síð- an hann gekk í raðir liðsins frá Molde.  STUÐNINGSMENN knatt- spyrnuliðsins Benfica frá Portúgal grýttu langferðabifreið sem flutti leikmenn eftir leik liðsins gegn Belenenses en þar tapaði Benfica 4:1. Og er það stærsta tap liðsins á leiktíðinni.  LIÐIÐ hafði ekki fengið á sig fjögur mörk í deildarleik í Portúgal frá árinu 2001 og voru stuðnings- menn liðsins ekki sáttir við útkom- una. Er liðið kom til Lissabon eftir leikinn voru um 100 manns mættir til þess að taka á móti liðinu – og þurfti lögregla að taka til hendinni á svæðinu. Þurfti að rýma svæðið með hjálp óeirðalögreglu sem not- aði m.a. táragas. Benfica er tveim- ur stigum á eftir Porto sem er í efsta sæti deildarinnar.  RAFAEL Benítez, knattspyrnu- stjóri Liverpool, vill að hið fyrsta verði þýska miðvallarleikmanninum Dietmar Hamann boðinn nýr samn- ingur við félagið. Núverandi samn- ingur Hamann rennur út í vor og getur hann í janúar að óbreyttu far- ið að ræða við önnur félög en Liver- pool um félagaskipti. Benítez vil hafa Hamann í sínu liði. JÓNAS Kristinsson, formaður KR- sports, var á meðal rúmlega 70.000 áhorfenda á Santiago Bernabeu- leikvanginum í Madríd á sunnu- dagskvöldið þegar leikvangurinn var rýmdur vegna sprengjuhótun- ar meðan á leik Real Madrid og Real Sociedad stóð í 1. deildar- keppninni á Spáni. „Við vorum þarna fjögur saman í fyrstu heimsókn okkar á Bernabeu. Maður var svolítið skelkaður í byrj- un. Það kom engin tilkynning í há- talarakerfið heldur vorum við beðin um að yfirgefa völlinn af starfs- mönnum og við áttuðum okkur ekki alveg strax á því hvað var um að vera,“ sagði Jónas í samtali við Morgunblaðið. Jónas sagði að það hefði gengið ótrúlega vel að tæma völlinn og ekki hafi myndast neinn múgæs- ingur eða hræðsla á meðal fólks. „Við vorum ofarlega í stúkunni og við fórum af vellinum sömu leið og við komum inn en þeir sem voru neðst í stúkunni fóru inn á völlinn og þaðan út af leikvanginum. Fólk var mjög hlýðið og þegar við kom- um út á götu var lögregla sem benti í hvaða átt það ætti að fara. Ég held að það hafi tekið okkur einhverjar sex til átta mínútur að komast út úr byggingunni. Við fengum fljótlega fregnir af því að um sprengjuhótun hefði ver- ið að ræða og líklega komum við til með að gleyma seint heimsókn okk- ar á þennan magnaða völl,“ sagði Jónas. Formaður KR-sports á Bernabeu er völlurinn var rýmdur vegna sprengjuhótunar „Smá skelkaður í byrjun“ Þá er ljóst að stálin stinn mætastþegar Kiel leikur við Barcelona en bæði lið leika afar vel um þessar mundir. Fjórði leikur átta liða úr- slita Meistaradeildarinnar verður á milli Montpellier frá Frakklandi og þýsku meistaranna Flensburg. Þar verður að telja þýska liðið sigur- stranglegra enda á það síðari leik- inn á heimavelli auk þess sem það hefur vart tapað leik í vetur og komst alla leið í úrslit í keppninni í fyrra en tapaði þá fyrir Celje í úr- slitum. Kent Harry Andersson, þjálfari Flensburg, og lærisveinar hans ætla sér eflaust að standa uppi sem sigurvegarar í keppninni þetta árið, reynslunni ríkari frá síðasta vori. Sem fyrr segir þá bíður Lemgo hið erfiða hlutskipti að leika við Celje. Liðið vann Meistaradeildina frekar óvænt á síðasta keppnistíma- bili. Það lagði Ólaf Stefánsson og fé- laga í Ciudad Real í undanúrslitum og síðan Flensburg í tveimur úr- slitaleikjum. Í vetur hefur Celje m.a. unnið Super Cup-keppni fjög- urra bestu félagsliða Evrópu, sem nýverið fór fram á Spáni. Íslendingaslagur í EHF-keppninni Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í austurríska meistaraliðinu Bregenz leika við Alfreð Gíslason og hans vösku sveina í Magdeburg þar sem íslensku landsliðsmennirnir Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason leika meðal annars. Fyrri leikurinn fer fram í Austurríki 5. eða 6. mars. Tusem Essen, sem Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður, leikur með dróst gegn Granollers frá Spáni, en liðin eru einnig í EHF- keppninni. Essen á síðari leikinn heima og verður því að telja mögu- leika Guðjóns og félaga allgóða á að komast í undanúrslitin. Þess má til gamans geta að það verður 100. leik- ur Essen í Evrópukeppni og af þeim sökum verður eflaust mikið um dýrðir. Í sömu keppni eigast við Gumm- ersbach, sem Guðjón Valur leikur með á næstu leiktíð, og Dunaferr frá Ungverjalandi annars vegar og rússneska liðið Dynamo Astrakan og Skövde frá Svíþjóð hins vegar. Dagur og Alfreð leiða saman hesta sína ÓLAFUR Stefánsson og lið hans, Ciudad Real, drógust á móti ung- versku meisturunum Fotex KC Veszprém í 8 liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu í handknattleik og fer fyrri leikurinn fram á heima- velli spænsku meistaranna. Dregið var í gær og á fyrri leikur lið- anna að fara fram á Spáni 5. eða 6. mars en hinn síðari í Ungverja- landi viku síðar. Þegar Ólafur varð Evrópumeistari fyrir rúmum tveimur árum með Magdeburg þá lagði liðið Fotex KC Veszprém einmitt í úrslitaleikjum um gullið. Logi Geirsson og samherjar hans hjá Lemgo fá erfitt verkefni – mæta Evrópumeisturum Celje Pivov- arna Lasko frá Slóveníu, sem eru erfiðir heim að sækja. Ljósmynd/Günter Schröder Logi Geirsson skorar hér eitt af sjö mörkum sínum í Evrópuleik með Lemgo gegn norska liðinu Sandefjörd TIF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.