Morgunblaðið - 18.12.2004, Blaðsíða 1
2004 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
BJARNI GUÐJÓNSSON SAMDI VIÐ PLYMOUTH ARGYLE / C3
ÞRÍR efnilegir knattspyrnumenn fara til Eng-
lands í dag og verða við æfingar hjá enska 1.
deildarfélaginu Reading fram að jólum, en þeir
eru væntanlegir aftur heim á aðfangadag.
Þetta eru Brynjar Orri Bjarnason og Skúli
Friðgeirsson, 16 ára gamlir KR-ingar, og Gylfi
Sigurðsson, 15 ára leikmaður úr Breiðabliki.
Brynjar Orri og Skúli léku báðir með drengja-
landsliðinu í ár. Brynjar Orri er sóknarmaður
en hann er bróðir Theodórs Elmars, sem er á
leið til Celtic í Skotlandi. Skúli er miðjumaður.
Gylfi er í úrtakshópi fyrir drengjalandslið árs-
ins 2005.
Atli Jónasson, jafnaldri og félagi Brynjars og
Skúla úr KR, og markvörður drengjalandsliðs-
ins í ár, er hjá Hearts í Skotlandi og hefur æft
þar með unglingaliðinu og aðalliðinu í þessari
viku en hann kemur aftur heim á morgun.
Þrír efnilegir
æfa í Reading
Viggó sagðist alls ekkert hafa verið aðvelta fyrir sér mótherjum Íslands á
HM, þar sem það sé ekki hægt að kort-
leggja þá að einhverri alvöru fyrr en þeir
hafa valið leikmannahóp sinn sem tekur
þátt í HM. „Við sáum til dæmis og lékum
gegn Slóveníu á heimsbikarmótinu í Svíþjóð
á dögunum, þar sem við lögðum Slóvena að
velli, 39:34. Það er ekkert að marka þann
leik, því að það er ekki hægt að spá í styrk-
leika landsliðs Slóveníu fyrr en maður er
búinn að sjá þann leikmannahóp sem þeir
tefla fram á heimsmeistaramótinu í Túnis.
Þar sem við mætum Tékkum í fyrsta leikn-
um, er afar gott að fá sem bestar upplýs-
ingar um leiki þeirra á lokasprettinum, sem
við munum og gera. Við fylgjumst með öðr-
um mótherjum okkar þegar á hólminn er
komið. Fáum nægan tíma til þess,“ sagði
Viggó við Morgunblaðið í gær.
Tékkar taka þátt í fjögurra þjóða móti í
Malmö og Kaupmannahöfn ásamt Svíum,
Dönum og Brasilíumönnum, sem verða
einnig með í Túnis.
Tékkar leika fyrst gegn Svíum í Malmö,
síðan gegn Dönum í Kaupmannahöfn og
síðast gegn Brasilíumönnum í Malmö. Á
sama tíma tekur íslenska landsliðið þátt í
móti á Spáni ásamt Spánverjum, Egyptum
og Frökkum.
Tékkar halda frá Svíþjóð til Þýskalands
og mæta Þjóðverjum í Berlín í lokaleik sín-
um fyrir HM, hinn 20. janúar.
Ísland leikur í B-riðli á heimsmeistara-
mótinu í Túnis með Tékklandi, Rússlandi,
Slóveníu, Kúveit og Alsír. Þrjár efstu þjóð-
irnar í riðlinum fara í milliriðil ásamt þrem-
ur efstu þjóðunum í A-riðli – en þar leika
Danmörk, Frakkland, Grikkland, Túnis,
Angóla og Kanada.
Landslið Tékklands hitar upp fyrir leik gegn Íslandi á HM í Túnis í Malmö, Kaupmannahöfn og Berlín
„Við erum með Tékka
undir smásjánni“
TÉKKNESKA landsliðið í handknatt-
leik, sem mætir Íslandi í fyrsta
leiknum á heimsmeistaramótinu í
Túnis 23. janúar, hitar upp fyrir við-
ureignina á móti í Malmö og Kaup-
mannahöfn 14. til 16. janúar
og í Berlín 20. janúar. „Þessi verk-
efni Tékka eru á afar heppilegum
tíma fyrir okkur. Við verðum með
Tékka undir smásjánni og við mun-
um hafa samband við Svía, Dani og
Þjóðverja til að fá myndbands-
upptökur á leikjum þeirra við Tékka
og þá getur farið svo að ég verð
með mann á staðnum til að fyrlgjast
með Tékkum,“ sagði Viggó Sigurðs-
son, landsliðsþjálfari í handknatt-
leik.
Morgunblaðið/Golli
Ólafur Stefánsson og samherjar hans í íslenska landsliðinu mæta Tékkum í fyrsta leik á HM í Túnis.
KEFLVÍKINGAR eru
í efsta sæti úrvals-
deildarinnar í körfu-
knattleik karla, Int-
ersportdeildinni,
þegar keppnin er
hálfnuð. Þeir eru með
16 stig líkt og Njarð-
vík og Snæfell en eru
efstir þar sem þeir
unnu Njarðvík og
Snæfellingar fengu
dóm á sig vegna brots
á launaþakinu á dög-
unum og samkvæmt
reglugerð skal það lið
vera neðst meðal jafn-
ingja séu tvö eða fleiri
lið jöfn að stigum.
Nýliðar Fjölnis eru
í fjórða sæti með 14
stig eins og nýliðar
Skallagríms, en Fjöln-
ismenn höfðu betur,
87:72, í leik liðanna í
Grafarvogi 16. nóv-
ember.
ÍR og Grindavík eru
með 12 stig og eru
ÍR-ingar taldir ofar,
bæði vegna þess að
þeir sigruðu í leik lið-
anna, 103:66, 10. des-
ember, og eins vegna
sektarinnar sem
Grindavík fékk vegna
launaþaksins á dög-
unum.
Hamar/Selfoss er í
áttunda sæti með 10
stig, Haukar í níunda
með 8 eins og KR sem
er í tíunda sæti,
Tindastóll er með 6
stig í næst neðsta sæt-
inu og KFÍ rekur lest-
ina.
Launa-
þakið
hefur
áhrif