Morgunblaðið - 18.12.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.12.2004, Qupperneq 4
MARIBEL Dominguez, sóknarmaður mexíkóska kvennalandsliðsins í knatt- spyrnu, hefur skrifað undir samning við karlaliðið Celaya sem leikur í 2. deild í heimalandi hennar. Nú bíða forráðamenn Celaya eftir staðfestingu frá knatt- spyrnusambandinu í Mexíkó um hvort hún megi spila með liðinu. Talsmaður sambandsins kveðst munu ráðgast við FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandið. Slík beiðni hefur einu sinni áður borist til FIFA, frá Perugia á Ítalíu, en FIFA vísaði ákvörðun í málinu til ítalska knattspyrnu- sambandsins. Ekki reyndi á það því tvær sænskar lands- liðskonur, sem Perugia vildi fá í sínar raðir, þekkt- ust ekki boð félagsins. Dominguez er 27 ára gömul og hefur spilað í Bandaríkjunum undanfarin ár þar sem engin kvenna- deild er starfrækt í Mexíkó. Kona semur við karlalið FÓLK  CHRIS Turner var í gær ráðinn knattspyrnustjóri Stockport, neðsta liðsins í ensku 2. deildinni. Guðjón Þórðarson var inni í mynd- inni þar og hafnaði tilboði félagsins, eins og fram hefur komið. Turner hefur verið atvinnulaus í tvö ár en stýrði síðast liði Sheffield Wedn- esday.  MUZZY Izzet, miðjumaður Birm- ingham, leikur ekki með liðinu næstu fjórar vikurnar í ensku úr- valsdeildinni. Hann gekkst undir speglun á hné í vikunni. Izzet kom til Birmingham frá Leicester en hefur aðeins verið fimm sinnum í byrjunarliðinu og hefur stöðugt átt í meiðslum síðan hann kom til félags- ins.  MÓÐUR hins unga brasilíska knattspyrnumanns Robinhos var sleppt úr haldi mannræningja í gær, eftir hafa verið í haldi þeirra í 40 daga. Henni var rænt í grillveislu fyrir við heimili sitt í bænum Praia Grande sem er í 75 km fjarlægð frá Sao Paulo. Hún var úrskurðuð við þolanlega heilsu af lækni en greini- legt var að hún var nokkrum kílóum léttari en áður.  ROBINHO, sem leikur með Sant- os, hefur verið líkt við brasilíska snillinginn Pelé, m.a. af honum sjálfum. Robinho er undir smásjá margra sterkustu félagsliða Evr- ópu, m.a. Chelsea og Real Madrid.  GORDON Strachan hefur af- þakkað boð um að taka við knatt- spyrnustjórn hjá enska úrvalsdeild- arliðinu Portsmouth.  AUSTURRÍKISMENN unnu þre- faldan sigur í risasvigi karla í heimsbikarkeppninni á skíðum en keppt var í Val Gardena á Ítalíu í gær. Michael Walchhofer kom fyrstur í mark á 1.31,17 mínútum og var 12/100 úr sekúndum á undan Hermann Maier. Benjamin Raich hreppti þriðja sætið.  FORYSTUSAUÐURINN í heims- bikarkeppninni, Bandaríkjamaður- inn Bode Miller, varð fjórði og held- ur því áfram öruggri forystu í heildarstigakeppni heimsbikarsins. Þetta var í þriðja sinn á ferlinum sem Walchhofer vinnur keppni í heimsbikarnum. TALSMENN Evrópumótaraðar kvenna í golfi, LET, tilkynntu í vikunni að næsta keppnistímabil yrði það viðamesta í 25 ára sögu LET en keppt verður á 20 mótum og heildarverðlaunfé mótarað- arinnar nemur rúmum 760 millj. kr. Það er um 16% hærri upphæð en var á síðasta keppnistímabili. Einnig verður keppnistöðunum fjölgað en keppt verður í 17 lönd- um í fjórum heimsálfum. Íslands- meistari kvenna í höggleik, Ólöf María Jónsdóttir, tryggði sér rétt til þess að leika á LET-mótaröð- inni í haust er hún komst í gegn- um úrtökumótið fyrir Evr- ópumótaröð kvenna. Á næsta ári verða mót í Suður- Afríku, Singapúr, Taílandi og Finnlandi en þessi lönd hafa ekki verið gestgjafar á LET- mótaröðinni áður. Einnig verður keppt í Noregi, Danmörku og í Austurríki en þar var ekki keppt á síðustu leiktíð. Að auki verður keppt á sér- stakri mótaröð sem fram fer í N- Evrópu og heita þau mót Volvo Cross Country-mótin en bifreiða- framleiðandinn gerði nýverið þriggja ára samning við LET þess efnis. Sá kylfingur sem nær að vinna öll mótin á Volvo Cross Country-mótaröðinni fær um 63 millj. kr. í verðlaunafé en sú upp- hæð er fyrir utan það verð- launafé sem er í boði á hverju móti. Aukið verðlaunafé og fleiri mót á Evrópumótaröð kvenna Fyrri leikurinn verður á CampNou miðvikudaginn 23. febrúar en hinn síðari á Stamford Bridge þriðjudaginn 8. mars. „Menn sem eru í fremstu röð knattspyrnumanna í heiminum eiga aldrei að hræðast andstæðing sinn. Okkar markmið er að leika gegn bestu liðum heims, að- eins þannig geta menn sótt fram og bætt sig,“ sagði Mourinho ennfrem- ur og lætur engan bilbug á sér finna. Mourinho er öllum hnútum kunn- ugur í keppninni eftir að hafa stýrt Porto til óvænts sigur í keppninni í vor. „Þetta er frábær niðurstaða þar sem ég tel Chelsea og Barcelona vera tvö bestu lið heims um þessar mundir,“ sagði Joan Laporta, forseti Barcelona, sem viðstaddur var þegar dregið var í höfuðstöðvum UEFA. Giovanni van Bronckhorst, varn- armaður Barcelona og fyrrverandi leikmaður Arsenal, sagði þegar drátturinn lá fyrir í gær að Chelsea hefði ekki verið óskamótherji. „Eins og Chelsea leikur um þessar mundir þá er ljóst að það getur unnið þessa keppni. Mourinho hefur byggt upp frábæra liðsheild sem er til alls lík- leg. Hvar sem litið er á þetta lið þá er það frábært, ekki síst í sókninni þar sem það hefur úr að spila mönnum eins og Arjen Robben, Didier Drogba, Damien Duff og Eiði Guð- johnsen. Það vanar ekki sóknar- kraftinn,“ sagði van Bronckhorst. Síðast þegar liðin áttust við í Meistaradeildinni, vorið 2000, þá hafði Barcelona betur, sló Chelsea úr leik. „Nú er komin röðin að okkur að leita hefnda,“ sagði David Barnard, einn framkvæmdastjóra Chelsea. „Við berum virðingu fyrir Barcelona en við óttumst þá alls ekki,“ sagði hann ennfremur. Reuters Leikmenn Chelsea eiga eftir að glíma við eina hættulegustu sóknarframlínu heims, er þeir leika við Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hér fagna þeir Ronaldinho og Iniesta, en hinn snjalli Samuel Eto’o kippir sér ekkert upp við það að eitt mark hafi verið sett. Mourinho varð að ósk sinni JOSE Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, varð að ósk sinni þeg- ar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í gær því lið hans mætir Barcelona. Þar hóf hann feril sinn sem þjálf- ari undir handarjaðri hins síunga Bobby Robsons. „Af tilfinninga- legum ástæðum og einnig sökum þess að Barcelona leikur best allra liða í Evrópu um þessar mundir þá vildi ég gjarnan mæta Barcelona,“ sagði Mourinho áður en dregið var. „Ég er mjög ánægður,“ sagði hann þegar búið var að draga. Chelsea mætir Barcelona í Meistaradeild Evrópu NORSKI landsliðsframherjinn John Carew hefur verið orðaður við spænska liðið Barcelona og Frank Rijk- aard, þjálf- ari liðsins, hefur sagt norskum fjölmiðlum að leikmað- urinn sé einn af mörgum sem hann hafi áhuga á að fá til liðsins. Eftir að Henrik Lars- son meiddist í leik gegn Real Madrid á dögunum hafa for- svarsmenn Barcelona velt fyrir sér hvaða leik- maður henti liðinu best á þessum tímapunkti. Carew var seldur í sumar frá Valencia til tyrkneska liðsins Besiktas fyrir um 290 milljónir króna en dagblöð í Tyrklandi greina frá því að fé- lagið sé tilbúið að láta leikmann- inn fara fyrir um 420 milljónir króna. Carew var keyptur frá Óslóar- liðinu Vålerenga árið 1999 fyrir um 230 milljónir króna og voru það norsku meistararnir Rosen- borg frá Þrándheimi sem keyptu Carew. Ári síðar var hann seld- ur til Valencia fyrir metfé í norskri knattspyrnu, tæplega 780 milljónir króna. Fari svo að Barcelona kaupi Carew fyrir 420 milljónir hefur leikmaðurinn gengið kaupum og sölum fyrir rúmlega 1,7 millj- arða króna. Rijkaard hefur áhuga á Carew Norski lands- liðsmaðurinn John Carew. DAVID Murray, eigandi skoska úrvalsdeildarliðsins Glasgow Rangers, segir að hann sé sann- færður um að félagið verði búið að greiða niður skuldir þess eft- ir rúmt ár, en hópur fjárfesta með hann í fararbroddi hefur safnað saman rúmlega 6,3 millj- örðum króna. Heildarskuldir fé- lagsins eru taldar vera um 8,7 milljarðar. Murray segir að Alex McLeish, knattspyrnustjóri liðs- ins, fái ekki mikið fé til þess að kaupa leikmenn í janúar enda sé markmiðið að ná skuldum fé- lagsins niður á næstu misserum. Celtic er þessa stundina í efsta sæti skosku deildarinnar og vilja stuðningsmenn Rangers að fé- lagið fái liðsstyrk til þess að keppa við erkifjendurna um skoska meistaratitilinn. „Það verða ekki keyptir leikmenn til félagsins nema aðrir verði seldir í staðinn. Ef það gerist þá mun McLeish fá þá peninga til þess að kaupa leikmenn,“ segir Murray en hann á um 92% hlut í félaginu. Rangers grynnkar á skuldum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.