Morgunblaðið - 20.12.2004, Page 2
2 MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
M
Á
T
T
U
R
IN
N
&
D
Ý
R
Ð
IN
„SAMKVÆMISLEIKIR EFTIR BRAGA
ÓLAFSSON ER MÖGNUÐ SKÁLDSAGA.
ÞRÆLMÖGNUÐ. ...EFTIR LESTUR
BÓKARINNAR SITUR MAÐUR
GJÖRSAMLEGA BERGNUMINN.
HVAÐ GERÐIST EIGINLEGA?“
– Hlynur Páll Pálsson, Fréttablaðið
„ALVEG FRÁBÆR BÓK,
SPENNANDI OG FYNDIN“
– Jón Yngvi Jóhannsson,
Kastljós
UM 60 SJÍTAR FALLNIR
Minnst 62 menn biðu bana í gær í
tveimur bílsprengjuárásum í helg-
ustu borgum sjíta í Írak, Najaf og
Karbala. Leiðtogar sjíta sögðu að
uppreisnarmenn úr röðum súnníta
hefðu verið að verki og markmið
þeirra væri að hindra þingkosningar
í janúar og koma af stað borgara-
styrjöld.
Konur greiða meira fyrir lyf
Greiðslur kvenna fyrir lyf sem
þær nota eru hlutfallslega hærri en
greiðslur karla. Formaður Lækna-
félags Íslands segir að konur vegi
meira í þeim lyfjaflokkum þar sem
teknar hafa verið ákvarðanir um
takmarkaðri niðurgreiðslur frá
Tryggingastofnun. Flest algengustu
geðlyf eru aðeins skrifuð út fyrir 30
daga í senn en konur eru líklegri en
karlar til að taka slík lyf.
Boðið verði dregið til baka
Utanríkisráðuneytinu hefur borist
orðsending frá bandarískum stjórn-
völdum þar sem íslensk stjórnvöld
eru hvött til þess að draga til baka
boðið til Bobby Fischers um dval-
arleyfi á Íslandi. Skv. heimildum
Morgunblaðsins hefur bandaríski
sendiherrann á Íslandi áréttað að
ákveðið ferli sé í gangi í Bandaríkj-
unum gagnvart Fischer, þ.e. að hann
hafi verið ákærður og sé þar eftir-
lýstur og að ekki standi til að falla
frá því.
Vinnslufyrirtæki Yukos selt
Áður óþekkt fjárfestingarfélag í
Rússlandi hreppti stærsta vinnslu-
fyrirtæki olíurisans Yukos á uppboði
í Moskvu í gær. Talið er líklegast að
fjárfestingarfélagið tengist Gazpr-
om, gaseinkasölu ríkisins.
Arfgerð tengist átthögum
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sókna Íslenskrar erfðagreiningar á
ættfræði og arfgerðum eru tengsl á
milli átthaga og erfðabreytileika Ís-
lendinga. Þetta á í ríkum mæli við
þéttbýlustu landbúnaðarsvæðin á
Norðurlandi og Suðurlandsundir-
lendi. Niðurstöðurnar voru birtar á
heimasíðu tímaritsins Nature gene-
tics í gær og munu síðan verða
prentaðar í janúarhefti tímaritsins.
Gaza-áætlunin sögð í höfn
Talsmaður Verkamannaflokksins
í Ísrael sagði í gær að áætlunin um
brotthvarf Ísraela frá Gaza-svæðinu
væri í höfn eftir að flokkurinn samdi
við Likud-flokkinn um myndun sam-
steypustjórnar. Gert er ráð fyrir því
að leiðtogar flokkanna undirriti
stjórnarsáttmála í dag.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Myndasögur 30
Fréttaskýring 8 Víkverji 30
Minn staður 12 Dagbók 30/32
Erlent 13 Staður og stund 32
Daglegt líf 16 Menning 33/37
Listir 17 Leikhús 33
Umræðan 18/19 Bíó 34/37
Bréf 19 Ljósvakar 38
Forystugrein 20 Staksteinar 39
Minningar 22/26 Veður 39
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HÆGT yrði að auka réttindi launa-
fólks til eftirlauna um 21–24% ef rík-
issjóður axlaði ábyrgð á greiðslu ör-
orkulífeyris vegna örorku á al-
mennum vinnumarkaði.
Þetta kemur meðal annars fram í
greinargerð um jöfnun lífeyrisrétt-
inda og vanda lífeyriskerfisins, sem
Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda-
stjóri Alþýðusambands Íslands, tók
saman í tengslum við gerð kjara-
samninganna snemma í vor, en stór
þáttur samningaviðræðnanna laut að
lífeyrismálum. Var meðal annars
samþykkt að auka greiðslur til líf-
eyrissjóða úr 10% af heildarlaunum í
12% á samningstímanum fram til
2008, auk þess sem nefnd var sett á
laggirnar til þess að ræða um vanda
almenna lífeyriskerfisins. Felst hluti
af nefndarstarfinu í viðræðum við
stjórnvöld um aðkomu þeirra að ein-
staka þáttum, meðal annars breytta
verkaskiptingu milli lífeyrissjóða og
almannatrygginga hvað varði áfalla-
lífeyri annars vegar og ellilífeyri og
eftirlaun hins vegar, eins og segir í
bókun samningsaðila í tengslum við
kjarasamninganna vegna þessa.
Ríkisstjórnin reiðubúin
til viðræðna
Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar
vegna samninganna lýsir hún sig
reiðubúna að taka upp viðræður við
nefndina um hugsanlega aðkomu
stjórnvalda að tilteknum þáttum
sem nefndin muni taka til meðferðar,
„m.a. að því er varðar verkaskipt-
ingu milli lífeyrissjóða og almanna-
trygginga,“ eins og segir orðrétt í yf-
irlýsingunni.
Fram kemur í greinargerðinni að
hægt yrði að auka ávinnslurétt
launafólks úr 1,4% á ári í 1,65–1,70%
eða um helming af mismun algeng-
ustu réttinda gagnvart opinberum
starfsmönnum yrði það niðurstaðan
að ríkið axlaði ábyrgð á kostnaði við
ábyrgð á örorkubyrði lífeyrissjóð-
anna. Fullyrða megi að ríkið beri nú
þegar þessa byrði gagnvart sjóð-
félögum í Lífeyrissjóði starfsmanna
ríkisins, auk þess sem ekki sé óeðli-
legt að áfallatryggingar eins og
vegna örorku séu fjármagnaðar með
samtímatekjum en ekki sjóðssöfnun.
Jafnframt er kostnaður ríkissjóðs
af þessum breytingum áætlaður 3,2
milljarðar króna brúttó miðað við
kostnað lífeyrissjóðanna vegna ör-
orku árið 2002, en á móti kæmu
auknar skatttekjur ríkis og sveitar-
félaga, auk skerðingar á greiðslum
tekjutryggingar frá Tryggingastofn-
un ríkisins vegna hærri eftirlauna.
Gylfi Arnbjörnsson sagði í samtali
við Morgunblaðið að viðræður við
ríkisvaldið vegna þessa væru enn
ekki hafnar, en aðilar vinnumarkað-
arins hafi gert stjórnvöldum grein
fyrir mikilvægi málsins og hann eigi
ekki von á öðru en að vel verði tekið í
það að setjast að viðræðum í þessum
efnum.
Viðræður um verkaskiptingu vegna örorkulífeyris
Eftirlaun gætu
hækkað um 21–24%
129.000 tonn, í samtals 835 veiðiferðum en skipið
hefur flest árin verið aflahæsti ísfisktogarinn á
Norðurlandi. Mesti afli í einni veiðiferð var 372
tonn af grálúðu eftir fimm daga árið 1981 en þá
var Þorsteinn Vilhelmsson skipstjóri.
Birgir vélstjóri sagði að Kaldbakur væri úrvals-
skip, sem hefði reynst vel og farið vel með mann-
skapinn enda verið vel við haldið. Undir það tók
Sverrir bróðir hans, sem kom með skipið til Akur-
KALDBAKUR EA-1, ísfisktogari Brims, áður Út-
gerðarfélags Akureyringa, kom til heimahafnar í
gær, með um 60 tonna afla eftir þriggja daga
veiðiferð á miðunum fyrir norðan og norðaustan
land. Sæmundur Friðriksson útgerðarstjóri
Brims var mættur á bryggjuna í hátíðarskapi en í
gær voru nákvæmlega 30 ár liðin frá því Kaldbak-
ur EA kom nýr til Akureyrar. Togarinn var smíð-
aður á Spáni árið 1974.
Þeir Sveinn Hjálmarsson skipstjóri og Birgir
Valdemarsson vélstjóri hafa verið skipverjar á
Kaldbaki frá upphafi og af því tilefni voru þeim
færðar gjafir frá útgerðinni við komuna til hafn-
ar. Fyrsti skipstjóri Kaldbaks var Sverrir Valde-
marsson, bróðir Birgis vélstjóra, en síðan tók Þor-
steinn Vilhelmsson við skipinu. Sveinn
Hjálmarsson byrjaði sem 2. stýrimaður á Kald-
baki árið 1974 en hann hefur verið skipstjóri í 21
ár.
Afli Kaldbaks á þessum 30 árum er rúmlega
eyrar fyrir 30 árum í stórhríð og 10 vindstigum.
Sveinn sagði að árin um borð hafi verið ágæt og
áfallalaus að mestu. Hann sagði að í heildina hefði
verið lítið um mannabreytingar um borð, fyrir ut-
an þann tíma sem frystitogararnir voru að ryðja
sér til rúms.
Aðspurður um framtíðina og hvort hann eigi
eftir að vera um borð mörg ár enn, sagði Sveinn
að ómögulegt væri að spá í slíka hluti nú á dögum.
Morgunblaðið/Kristján
Sæmundur Friðriksson, útgerðarstjóri Brims, Birgir Valdemarsson vélstjóri, bróðir hans Sverrir
Valdemarsson, sem var fyrsti skipstjóri Kaldbaks, og Sveinn Hjálmarsson skipstjóri í brú skipsins.
Skipstjórinn
og vélstjórinn
verið um borð
frá upphafi
Þrjátíu ár liðin frá því Kaldbakur EA kom til Akureyrar í fyrsta sinn
EKKI kemur til greina að svo
stöddu að selja Kröfluvirkjun eða
Bjarnarflagsvirkjun. Landsvirkjun á
í miklum framkvæmdum og ekki er
verið að skoða að skipta fyrirtækinu
upp.
Þetta segir Val-
gerður Sverris-
dóttir iðnaðarráð-
herra vegna óska
landeigenda í
Reykjahlíð um að
ráðherra beiti sér
fyrir því að teknar
verði upp viðræður
við Landsvirkjun
um kaup landeig-
enda á virkjununum tveimur í Mý-
vatnssveit. Valgerður segist vita-
skuld virða viðleitni landeigenda til
þess að skapa fleiri störf heima í hér-
aði en sala á virkjunum komi ekki til
greina.
Ótímabundinn samningur
gerður fyrir 30 árum
Ráðherra segir ríkið hafa gert
ótímabundinn samning við landeig-
endur fyrir um 30 árum um virkj-
anaréttindi og greiðsla fyrir þau hafi
verið innt af hendi í formi hitaveitu á
svæði landeigenda. Ríkið eigi allan
virkjanarétt á svæðinu samkvæmt
samningnum. Deila megi um eftir á
hversu skynsamlegur samningurinn
hafi verið en það sé annar handlegg-
ur. Valgerður segir að ríkið hafi síð-
an selt Landsvirkjun Kröflu um
miðjan níunda áratuginn en í þeim
samningi hafi framleiðsla á raforku
verið bundin við 70 megavött en nú
sé verið að semja um aukin réttindi
við Landsvirkjun umfram þessi 70
megavött.
Ráðherra bendir á í þessu sam-
bandi að árið 2002 hafi Alþingi sam-
þykkt lög sem heimiluðu að Kröflu-
virkjun yrði stækkuð í 200 megavött.
Í framhaldi af því hafi Landsvirkjun
síðan fengið rannsóknarleyfi á svæð-
inu til 2009. Slíkt rannsóknarleyfi sé
ekki háð samningum við landeigend-
ur. Þá segir Valgerður það vera mis-
skilning að ríkið og Landsvirkjun
séu á einhvern hátt að fara á bak við
landeigendur, heimild liggi fyrir frá
Alþingi um aukningu framleiðslunn-
ar í 200 MW.
Krafla
ekki
til sölu
Valgerður
Sverrisdóttir
SAMÞYKKT var í útvarpsráði sl.
föstudag að tillögu Sjónvarpsins að
hafa ekki forkeppni fyrir Evrópu-
söngvakeppnina á næsta ári.
Í staðinn verður einum aðila falin
þátttaka í söngvakeppninni fyrir
hönd RÚV.
Bjarni Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Sjónvarpsins, segir
ástæður fyrir því að þessi leið var
valin vera bæði fjárhagsstaða Sjón-
varpsins og þau stóru verkefni sem
framundan eru hjá stofnuninni á
næsta ári. „Þar má nefna m.a. tvær
leiknar innlendar þáttaraðir, ann-
ars vegar Kallakaffi og hins vegar
þáttaröð sem nefnist Allir litir hafs-
ins.
Þar sem við stöndum frammi fyr-
ir því, líkt og allir aðrir, að þurfa að
forgangsraða verkefnum, og for-
keppni hér heima er bæði viðamik-
ið og kostnaðarsamt verkefni, varð
þetta niðurstaðan,“ segir Bjarni.
Ekki forkeppni
fyrir Evróvisjón
♦♦♦